Morgunblaðið - 26.04.2012, Qupperneq 17
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Tíðin hefur verið töluvert önnur í
vor en fyrir ári. Myndir segja
meira en mörg orð; þær sem hér
fylgja, teknar af íþróttasvæði KA
um miðjan apríl í fyrra og á sama
tíma ári síðar, taka af allan vafa.
Þá kól tún illa um allt Norðurland
vegna mikils klaka, en bændur
þurfa ekki að búa við þau ósköp
nú.
Aðeins eru fáeinir dagar þar til
Íslandsmótið í knattspyrnu hefst
og fyrsti leikurinn á Akureyri verð-
ur 12. maí þegar Þór tekur á móti
Leikni og daginn eftir tekur Þór/
KA á móti Íslandsmeisturum
Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna.
Þórsvöllurinn er orðinn grænn
og virkar fallegur, a.m.k. úr
fjarska. Gera má ráð fyrir að þar
verði leikið bæði 12. og 13. maí.
Akureyrarvöllur, heimavöllur
meistaraflokks KA, lítur líka vel út.
Vér skíðamenn getum rifið
græjurnar aftur út úr bílskúrnum
tímabundið. Vertíðinni lauk í Hlíð-
arfjalli um síðustu helgi en vegna
góðra aðstæðna hefur verið ákveð-
ið að fresta sumrinu þar og fólk
getur rennt sér í brekkunum
fimmtudag, föstudag, laugardag og
sunnudag.
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíð-
arfjalli, segir að aðstæður séu nú
með allra besta móti og hafi varla
verið jafn góðar síðan í febrúar.
Stríð er hafið í bænum gegn
munntóbaksnotkun í íþróttamann-
virkjum, löngu tímabært stríð. Í
samþykkt íþróttaráðs á dögunum
voru íþróttafélög í bænum minnt á
lög Íþróttabandalags Akureyrar
„þar sem kveðið er á um bann við
neyslu tóbaks og vímuefna í
tengslum við æfingar og keppni“.
Einnig var minnt á reglugerð
þar sem öll tóbaksneysla er bönnuð
í húsakynnum sem ætluð eru til
fræðslu-, félags-, íþrótta- og tóm-
stundastarfs barna og unglinga.
„Jafnframt hvetur íþróttaráð
Íþróttabandalag Akureyrar og
íþróttafélög á Akureyri til að banna
alla notkun tóbaks í íþróttastarfi
félaganna og í og við íþróttamann-
virki.“
Ánægjulegt er að sjá að stjórn
Þórs hefur í framhaldinu ákveðið
að ýta úr vör fræðsluátaki um
skaðsemi munn- og neftóbaks með
það að markmiði að útrýma notkun
hvers kyns tóbaks af félagssvæðinu
frá og með 1. júní nk.
Auglýstir hafa verið tveir opnir
fyrirlestrar í félagsheimili Þórs,
Hamri, þar sem Martha Her-
mannsdóttir, tannlæknir og hand-
boltakona, fjallar um skaðsemi
munn- og neftóbaks. Hrollvekjandi
sögur hafa einmitt verið sagðar af
skaðsemi munntóbaks á tennur og
aðrar gersemar í andliti.
Tónleikar til heiðurs ensku
rokksveitinni ELO verða á Græna
hattinum í kvöld. Þar leikur ELO-
Tribute-bandið, sem stofnað var á
þessu ári og er skipað ungum lista-
mönnum úr héraði.
Leonard Cohen verður heiðr-
aður á Græna hattinum annað
kvöld, þar sem hljómsveitin The
Saints of Boogie street flytur lög
og texta Kanadamannsins kunna, af
nýútkomnum diski til heiðurs Co-
hen.
Helgi og Hljóðfæraleikararnir
halda svo árlegan vorfagnað á
Græna hattinum á laugardags-
kvöldið og þess má geta að Orð
skulu standa, sem einu sinni var
vinsæll útvarpsþáttur í Rík-
isútvarpinu, en er nú vinsælt
skemmtiprógramm á sviði Þjóðleik-
húskjallarans, verður á Græna
hattinum á mánudagskvöldið.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Vorið er komið og
grundirnar gróa
Ljósmynd/Jón Már Kristinsson
Gult og grænt KA-svæðið um miðjan apríl í fyrra, á efri myndinni, og á sama tíma í ár. Nánst eins og svart og hvítt.
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012
Kynnum Ceramide
línuna frá
Elizabeth Arden.
Ceramide er
andlitslína með mikilli
virkni sem skilar
frábærum árangri.
15%
kynningarafsláttur
á Ceramide-línunni
í verslunum
HagkaupsCeramide Gold ambúlur
fyrir augnsvæðið, með hjálp
náttúrulegra efna þéttist
húðin og liftist.
Ceramide Gold ambúlurnar
gefa húðinni aukið „boost“.
Kröftug og áhrifarík meðferð
fyrir andlit og háls.
Byrjaðu strax í dag, gefðu húðinni aukið vítamín
og hún viðheldur æskuljóma sínum.