Morgunblaðið - 26.04.2012, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012
Smiðshöfði 1, 110 Reykjavík, sími 587 9700, propack.is, propack@propack.is
Sérhæfum okkur í pökkun og frágangi
á búslóðum til flutnings milli landa,
landshluta eða innanbæjar
Við pökkum búslóðinni, önnumst farmbréf, tollafgreiðslu og sjáum um flutning á áfangastað. Flytjum fyrir
einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Sjáum einnig um að pakka upp búslóðinni á nýju heimili og koma öllu fyrir
eins og óskað er. Ef heimilið er ekki tilbúið bjóðum við geymslu búslóða, í nýlegu og glæsilegu húsnæði, með
fullkomnu öryggis- og brunavarnakerfi.
Stofnað árið 1981
Páll Torfi og Hrönn ásamt Ugga Agnars-
syni, sérfræðingi í hjartasjúkdómum, en
hann á sæti í stjórn sjóðsins.
Tveir 500 þúsund króna styrkir
voru veittir úr Styrktar- og verð-
launasjóði Bent Scheving Thor-
steinsson á aðalfundi Landspítala í
vikunni.
Styrkina hlutu Hrönn Harð-
ardóttir sérfræðilæknir og Páll
Torfi Önundarson yfirlæknir og
samstarfsaðilar þeirra.
Markmið sjóðsins er m.a. að veita
styrki og verðlaun fyrir rannsóknir
á sviði hjartalækninga og hjarta- og
lungnaskurðlækninga.
Hlutu vísindastyrki
Svandís Svavarsdóttir, umhverf-
isráðherra, veitti vefsíðunni Nátt-
úrunni.is í gær Kuðunginn, um-
hverfisviðurkenningu
umhverfisráðuneytisins, fyrir
framúrskarandi starf að umhverf-
ismálum.
Við sama tækifæri voru nem-
endur í Stórutjarnaskóla í Ljósa-
vatnsskarði og Foldaskóla í Graf-
arvogi útnefndir Varðliðar
umhverfisins.
Þá opnaði Svandís einnig nýtt
Endurvinnslukort Náttúrunnar.is
sem sérstaklega er hannað fyrir
snjallsíma og spjaldtölvur. Til-
gangur kortsins er að gefa almenn-
ingi nákvæmt yfirlit yfir hvar á
landinu sé tekið við hvaða úrgangs-
flokkum til endurvinnslu.
Náttúran.is hlaut Kuðunginn fyr-
ir samnefnda „framúrskarandi vef-
síðu um umhverfismál, og jákvæð
áhrif þess á almenning og fyr-
irtæki,“ eins og segir í rökstuðningi
valnefndar.
Verðlaunagripurinn, Kuðung-
urinn, sem Náttúran.is hlaut að
þessu sinni, er eftir listakonuna
Ingu Elínu.
Með Kuðunginn Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson, eigendur
Náttúrunnar.is, með Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra til hægri.
Náttúran.is fékk Kuðunginn
Átján tillögur bárust í samkeppni
um hönnun fangelsis á Hólmsheiði í
Reykjavík en frestur til að skila til-
lögum rann út 16. apríl. Dómnefnd
sem skipuð var vegna samkeppn-
innar kom saman í gær til að hefja
mat á tillögunum.
Skrifað var undir samning um út-
færslu hönnunarsamkeppninnar 4.
janúar á þessu ári. Dómnefnd hafði
þá lokið gerð samkeppnislýsingar
og mun hún á næstu vikum fara yfir
tillögurnar og velja tillögu sem
byggt verður á.
Dómnefnd skal hafa lokið störf-
um eigi síðar en 4. júní. Verður þá
tilkynnt hvaða tillaga hefur orðið
fyrir valinu og jafnframt opnuð
sýning á öllum tillögunum. Í fram-
haldi af því verður samið við hönn-
unarteymi verðlaunatillögunnar
um fullvinnslu teikninga.
Nýja fangelsið á Hólmsheiði
verður gæsluvarðhalds- og mót-
tökufangelsi með deild fyrir kven-
fanga og aðstöðu fyrir afplánun
skemmri fangelsisrefsinga og vara-
refsinga. Gert er ráð fyrir 56 rým-
um fyrir fanga og mun byggingin
leysa af hólmi Hegningarhúsið í
Reykjavík og fangelsið í Kópavogi.
18 tillögur um hönn-
un nýs fangelsis
Í mars 2012 voru gefin út 4.024 íslensk vegabréf. Til
samanburðar voru gefin út 3.133 vegabréf í mars 2011.
Fjölgar því útgefnum vegabréfum um 28,4% milli ára.
Fyrstu þrjá mánuði ársins hafa verið gefin út 10.164 ís-
lensk vegabréf samanborið við 7.903 vegabréf á sama
tímabili á síðasta ári.
Þjóðskrá Íslands annast útgáfu vegabréfa auk nokk-
urra annarra skilríkja. Þann 23. maí 2006 styttist gildis-
tími almennra vegabréfa úr 10 árum í 5 ár þegar örgjörva var bætt í vega-
bréfið. Í maí 2011 runnu fyrstu vegabréfin með örgjörva út og segir
stofnunin að það skýri að einhverju leyti aukna vegabréfaútgáfu.
Utanríkisráðuneytið hvetur alla sem eru á leið til ríkja utan EES-
svæðisins að huga að því að fá nýtt vegabréf ef minna en sex mánuðir eru
eftir af gildistíma gamla vegabréfsins þar sem búast megi við að ríkin setji
það sem skilyrði fyrir landgöngu að vegabréf gildi a.m.k. sex mánuði fram
yfir áætlaðan dvalartíma í viðkomandi ríki.
Vegabréfum fjölgar milli ára
Náttúruverndarhreyfingin á Ís-
landi efnir til Náttúruverndar-
þings í Háskólanum í Reykjavík
laugardaginn 28. apríl kl. 10-
16:30.
Á þinginu verður fjallað um
stöðu rammaáætlunar og næstu
skref í baráttunni fyrir verndun
mikilvægra náttúruverndarsvæða.
Á Náttúruverndarþinginu verða í
fyrsta skipti veitt verðlaunin Nátt-
úruverndarinn, viðurkenning fyrir
ötula náttúruverndarbaráttu á Ís-
landi.
Náttúruverndar-
þing um helgina
STUTT
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Strandveiðar mega hefjast á mið-
vikudag í næstu viku, 2. maí, og er
þetta fjórða árið sem þessi veiði-
skapur er leyfður. Fiskistofa er
byrjuð að taka á móti umsóknum um
leyfi, en í fyrra fengu alls 685 bátar
leyfi til veiðanna og voru þeir flestir í
júlí eða 655. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Landssambandi smábáta-
eigenda var aflaverðmæti strand-
veiðiafla um 2,5 milljarðar í fyrra.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
sambandsins, segir að talsverður
áhugi virðist vera á strandveiðum.
Hann áætlar að fjöldi verði svipaður
í ár og var í fyrra. Sumarið 2010 voru
bátarnir 747, en Örn segist telja að
fjöldinn hafi nú náð jafnvægi.
Gjald fyrir hvert veiðileyfi er 72
þúsund og þarf að greiða það til að
virkja leyfið. Veiðigjald er 9,46 krón-
ur á hvert þorskígildiskíló sem veitt
er og verður það innheimt í haust.
Þau nýmæli eru í reglugerð um veið-
arnar að eigandi verður að vera lög-
skráður á bátinn. Ef báturinn er í
eigu lögaðila en ekki einstaklings
þarf að skrá kennitölu þess af eig-
endunum sem verður lögskráður í
umsóknina, að því er segir á heima-
síðu Fiskistofu.
Sumir náðu 50 róðrum
Heimildir til strandveiða voru
auknar ár frá ári fyrstu þrjú árin, en
í sumar verður heimilt að veiða allt
að 8.600 tonn af óslægðum botnfiski
eins og í fyrra. Strandveiðar má
stunda fjóra daga í viku frá mánu-
degi til og með fimmtudegi frá byrj-
un maí til loka ágústmánaðar. Veið-
arnar eru þó þeim takmörkunum
háðar að þegar ákveðnum afla er
náð á hverju svæðanna fjögurra
verður að hætta veiðum. Það hefur
haft í för með sér að suma mánuði
hefur aðeins mátt stunda veiðar í 4-5
daga á vestursvæðinu þar sem mest
sókn hefur verið.
Aflinn á meðalbát í fyrra var sam-
tals um 12,5 tonn, en aflahæstu bát-
arnir komu að landi með um og yfir
40 tonn. Þeir náðu um 50 róðrum,
sem er nálægt tvöfalt fleiri róðrar en
meðalbáturinn náði.
Á síðustu vertíð sendi Fiskistofa
út 969 tilkynningar vegna umfram-
afla strandveiðibáta. Upphæð
gjaldsins sem lagt var á vegna þessa
nam um 24,7 milljónum sem renna í
Verkefnasjóð sjávarútvegsins.
Morgunblaðið/Heiddi
Farfuglar Þegar strandveiðar mega hefjast fjölgar bátum víða í höfnum
eins og t.d. á Arnarstapa, en margir sækja þaðan yfir sumarið.
Hátt í 700 bátar undir-
búnir á strandveiðar
Fjórða ár strandveiða Mega byrja á miðvikudag
Undanfarið hefur algengt verð fyr-
ir kíló af óslægðum þorski verið
300-350 krónur á fiskmörkuðum.
Er það ekki ósvipað verð og fékkst
á mörkuðunum í fyrrasumar.
Mest hefur fengist fyr-
ir millistærðina
síðustu vikur.
Verð fyrir kíló
af óslægðri
ýsu hefur
undanfarið
verið hærra en fyrir
þorskinn og jafnvel
nokkuð á fimmta
hundraðið. Algengt
verð fyrir ýsuna er þó
á svipuðu róli og fyrir
þorskinn. Aflabrögð
eru mjög góð í
Breiðafirðinum eins
og verið hefur í allan
vetur og á það við öll
veiðarfæri.
300-350 krónur fyrir kílóið
VERÐ Á FISKMÖRKUÐUM