Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 26.04.2012, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012 Bið Ein vinsælasta lest landsins er í Fjölskyldugarðinum en á stundum þarf að bíða eftir að hún fari af stað. Ómar Fyrir nokkrum árum fékk ég sím- tal frá íbúa í til- tölulega litlu sveitarfélagi sem spurði mig hvaða umboð ég hefði til að senda út boðs- kort til allra út- lendinga og fara um allan heim til að bjóða hvern sem vildi velkominn í heimsókn í hans sveitarfélag þar sem þeir færu um hans eignarland. Ég taldi mig þá ekki einungis hafa umboð heldur í reynd lög- bundið hlutverk að reyna að ná gestum til landsins og dreifa þeim um allt land til arðsemi fyr- ir þjóðarbúið. Eftir því sem árin líða og gest- unum fjölgar hef ég oft hugsað til þessa símtals og hvernig mál hafa þróast síðan. Gat löggjafinn veitt þetta galopna umboð með vísan til almannaréttar? Nú er svo komið með nútíma samskiptatækni að mikill fjöldi einstaklinga og fyrirtækja, inn- lendir og erlendir hafa sent út boð til hundraða milljóna fólks um allan heim að koma til þessa umrædda litla sveitarfélags á Ís- landi, á jörð mannsins og telja sig hafa umboð til þess og þá oft- ar en ekki vísað til almannarétt- arins. Þá gæti vaknað hér eins og farið er að bera á sums staðar sú siðferðilega og jafnvel lög- fræðilega spurning hvort allir þeir sem senda boðsbréfin sem víðast hafi til þess ótakmarkað umboð. Þetta kann að reynast langsótt spurning en farið er að spyrja hennar víða þrátt fyrir lög um al- mannarétt. Þessi spurning gæti orðið raunhæf hér eins og erlendis, m.a. þegar hinir boðnu gestir færu hugsanlega að þrengja að íbúum lítilla og stórra sveitarfé- laga og jafnvel skerða þá þjón- ustu sem þeir teldu sig hafa for- gang að vegna sinnar búsetu og skattgreiðslna. Í nefndu símtali kom í ljós að ástæða spurningarinnar var m.a. að viðkomandi sagðist varla lengur geta farið í sund í sveitar- félaginu: „þar sem þar væri allt fullt af ferðamönnum“. Þessa sögu rifja ég nú upp til að minna enn á hve mikilvægt er að ferðaþjónustan sé byggð upp í sátt við ekki aðeins landið heldur ekki síður í sátt við þjóðina sem hér býr. Þá hefur það gerst að gestir sem stjórnvöld buðu formlega að skoða ákveðinn stað hér á landi fyrir skömmu reyndust ekki vel- komnir af hendi landeiganda þegar á reyndi. Fyrir nokkru sótti ég fund á einum fallegsta stað í Evrópu. Þangað kemur fjöldi gesta og þá sérstaklega til myndatöku af sérstæðu náttúrufyrirbæri í einkaeign. Eigandi telur sig eiga ákveð- inn rétt og innheimtir nú gjald af þeim sem þarna koma til mynda- töku. Hann telur sig einnig eiga að fá hluta af þeim tekjum sem myndasmiðir hafa af birtingu þessara mynda á vef og í öðrum fjölmiðlum. Hann sé jú eigandi fyrirmyndarinnar. Myndirnar birtast um allan heim og ljósmyndarar fá sumir háar fjárhæðir fyrir þessar myndir og eiga höfundarrétt á þeim. Er réttur eiganda fyrirmynd- arinnar einhver? Ég minnist samtala við land- eigendur hér á landi um möguleg réttindi vegna birt- ingar mynda af þeirra vatni í op- inberum landkynningar- bæklingi. Þannig að það er ekki víst að það sé sjálfgefið til allrar framtíðar að ljós- myndarar, kvikmyndagerðar- menn og fleiri geti tekið myndir í at- vinnuskyni af hver, fossi, eldgíg, jökullóni eða öðrum náttúrfyr- irbærum í einkaeign og eigi síð- an einir höfundarrétt af þessum myndum í öllum miðlum án nokkurs réttar þess sem á mynd- efnið. Þessar og fleiri siðferðilegar og jafnvel lögfræðilegar spurn- ingar eru nú áleitnar víða um heim eftir því sem aukin umsvif ferðaþjónustu skila aukinni arð- semi á sama tíma og lög eru sett um gjöld fyrir afnot af auðlind- um almennt. 18. júní nk. má gera ráð fyrir að hér verði nálægt 25.000 er- lendir gestir. Þeim hefur í reynd öllum verið boðið af mismunandi aðilum, sem allir telja sig hafa umboð til þess að heimsækja Gullfoss og Geysi þennan dag. Svo kemur í ljós hve margir þiggja boðið. Fjölmargir slíkir dagar eiga eftir að koma upp á næstu árum. Gera má ráð fyrir að heima- menn og eigendur þess sem dregur gestina að og skapar þannig tekjur munu í auknum mæli spyrja spurninga um sann- girni og þeirra hlut í þessum auknu umsvifum. Gætu aukin umsvif orðið til þess að huga þurfi að breyttri lagasetningu um afnot þessarar auðlindar í atvinnuskyni? Er öllum innlendum og er- lendum aðilum heimilt að gera út á íslenska náttúru í atvinnuskyni um alla framtíð, hvort sem er í þjóðareign eða einkaeign, án skilyrða? Sé svarið já og sátt um það þá þarf ekki að velta því meira fyrir sér. Sé svarið á hinn bóginn nei þá þarf sem allra fyrst að móta í samvinnu allra aðila það fyrirkomulag sem á að gilda um þessi afnot. Opið umboð til atvinnureksturs í skjóli al- mannaréttar gæti kallað á árekstra við landeigendur og þjóðina. Niðurstaða um óbreytt ástand eða breytt þarf að verða sátt allra í stórauknum umsvifum og álagi á land og mannlíf á næstu árum og áratugum. Verði þolmörkum fólks í land- inu á einhverjum tíma ofboðið eða íbúum þyki sér misboðið vegna þess sem þeir upplifa með réttu eða röngu jafnvel sem arð- rán af sínum eignum sameig- inlegum eða í einkaeign er sú hætta fyrir hendi að myndast geti neikvætt viðhorf til þessa mikilvæga atvinnuvegar. Það má ekki gerast því ferða- þjónusta verður aldrei byggð upp til framtíðar í ósátt við þjóð- ina. Eftir Magnús Oddsson » Gæti opið umboð allra innlendra og erlendra aðila til af- nota auðlindarinnar í atvinnuskyni með vís- an til almannaréttar skapað vandamál í framtíðinni? Magnús Oddsson Höfundur er frv. ferðamálastjóri og hefur unnið að flug- og ferða- málum í áratugi. Umboð til heimboðs? Hver sendir börnin sín í skóla og á íþrótta- æfingar yfir 632 metra háan fjallveg í rútu? Við foreldrar og íbúar Fjarðabyggðar þurfum að gera það. Er það for- svaranlegt að fjall kljúfi í sundur eitt öflugasta bæjarfélag Íslands? Hvers vegna ýta stjórn- völd gerð Norðfjarð- arganga á undan sér ár eftir ár þrátt fyrir fjöldann allan af loforðum um að hefja framkvæmdir? Stjórnvöld hafa lagt ríka áherslu á að sveitarfélög sameinist. Í Fjarða- byggð hefur verið mikil samvinna milli íþróttafélaga og aukin samvinna er á milli foreldra í bæjarfélaginu og þ. a. l. þekkjast börn betur á milli fjarða. Við bílprófsaldur finnst þeim eðlilegt að sækja heim vini sína þó fara þurfi um göngin. Þessar ferðir um Oddsskarð eru hættulegar og við foreldrar höfum áhyggjur. Stjórnvöld hafa att okkur út í sameiningu, við höfum staðið við okkar hluta og aukið alla samvinnu en stjórnvöld fresta endalaust forsendu sameiningarinnar. Það er gerð nýrra Norðfjarðarganga. Tugir ferða eru farnar vikulega með börn og ungmenni um Oddsskarð. 60 börn á grunnskólaaldri sækja æfingar vikulega og fara um Oddsskarðsgöng til íþróttahallarinnar á Reyðarfirði. Veður er oft gott niðri á fjörðunum þó illviðri ríki á fjallvegum og skjótt skip- ast veður í lofti. Í byrjun litum við for- eldrar á samæfingarnar sem tíma- bundna lausn þar til ný með skólarútu eða á eigin vegum um þennan fjallveg. Ríkisstjórn Íslands þarf að gera sér grein fyrir því að Austurland er blóm- legur staður til að búa á og við Aust- firðingar leggjum ríflega til sam- félagsins. Nútíma-samgöngur eru eðlilegar kröfur sem við eigum heimt- ingu á. Við höfum beðið þolinmóð lengi og tími er kominn til að efna löngu gefin loforð. Öllum er ljóst að Oddsskarðsgöng eru hættuleg slysagildra. Þau eru ein- breið, í þeim er blindhæð og reglulega hrynur grjót úr gangaloftinu sem geta lent á veginum. Verklegar fram- kvæmdir við Norðfjarðargöng áttu að hefjast árið 2009 en þeim var frestað til ársins 2011. Í drögum að nýrri sam- gönguáætlun er gert ráð fyrir enn meiri frestun, nú fram á tímabilið 2015 til 2018. Ég tala fyrir hönd allra for- eldra í Fjarðabyggð er ég segi að ára- löng frestun á framkvæmdum er með öllu óásættanleg. Það hljóta stjórnvöld að skilja og taki því af skarið og hefji framkvæmdir við Norðfjarðargöng án frekari tafa. Norðfjarðargöng væru gerð. Nú er svo komið að kynslóð barna er að vaxa úr grasi sem þekkir ekk- ert annað en að ferðast um þennan fjallveg til að sækja íþróttaæfingar. Við erum minnug slyssins sem varð í vetur þegar rúta með sjö starfsmenn Alcoa valt í hálku og gjöreyðilagðist. Mikil mildi var að allir sluppu lifandi úr lífshásk- anum. Augnarbliki áður átti önnur rúta leið um með ungar stúlkur að koma af knatt- spyrnuæfingu. Sú rúta slapp við vind- hviðuna sem þeytti seinni rútunni út af. Hvernig hefði stúlkunum reitt af í ofsaveðrinu sem geisaði? Á að bíða eftir mannfórnum? Þegar ungmenni og foreldrar í Fjarðabyggð velja framhaldsskóla er um nokkra kosti að ræða: Senda barn- ið úr landsfjórðungnum. Það er mjög kostnaðarsamt. Því fylgir að sjá á eftir barninu og geta lítið fylgt því eftir og stutt á þessum miklu mótunarárum. Annar kostur er að senda barnið í Menntaskólann á Egilsstöðum sem er í næsta nágrenni. Flestir fara þá á heimavist sem hefur sömu ókosti og fyrsti möguleikinn. Þessu fylgir að ferðast um Fagradalinn sem er mjög erfiður fjallvegur og hefur á síðustu árum kostað líf tveggja nemenda úr Fjarðabyggð sem sóttu nám í Mennta- skólanum á Egilsstöðum. Þriðji kost- urinn er að sækja nám í Verkmennta- skóla Austurlands í Neskaupstað og ferðast daglega um Oddsskarð með öllum þeim hættum sem því fylgja. Í dag ferðast tugir nemenda daglega Eftir Önnu Margréti Sigurðardóttur »Mikil mildi var að all- ir sluppu lifandi úr lífsháskanum. Augna- bliki áður átti önnur rúta leið um með ungar stúlk- ur að koma af knatt- spyrnuæfingu. Anna Margrét Sigurðardóttir Höfundur er lyfjafræðingur, formaður Fjarðaforeldra, í foreldraráði VA og í stjórn Heimilis og skóla. Hvar þurfa íslensk börn að fara yfir 632 metra háan fjallveg í skólann?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.