Morgunblaðið - 26.04.2012, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2012
Hvað eigum við að
þurfa sitja lengi undir
þessari ríkisstjórn sem
ekkert getur gert? Jó-
hanna og Steingrímur
eru löngu búin að missa
allt traust þjóðarinnar
og hafa brugðist á öll-
um vígstöðum. Það er
ekki eitt, það er allt.
Nýjasta skoð-
anakönnun Capacent
Gallup sýnir að fylgi við ríkisstjórnina
er um 28% en Sjálfsstæðisflokkur
mælist með 38%. Segir þetta okkur
ekki eitthvað? Flokkurinn sem var
við völd í hruninu og mörg ár áður er
aftur orðinn stærsti flokkurinn.
Hvort það er ánægja með störf
Sjálfsstæðisflokksins eða óánægja
með ríkisstjórnina verður hver að
meta sjálfur.
Þessi ríkisstjórn hefur klúðrað
hverju málinu á fætur öðru og það
nýjasta er peningaeyðslan sem var
það eina sem kom út úr landsdóms-
málinu. Hvað eigum við Íslendingar
að þurfa greiða oft fyrir þetta hrun?
Þeir peningar sem fóru í málið gegn
Geir H. Haarde hefðu getað farið í
mun þarfari hluti eins og tannlækna-
þjónustu fyrir börn, malbikun á löngu
ónýtum vegum landsins eða ný tæki á
Landsspítalann. En nei, velferð-
arstjórninni var svo mikið í mun að
klekkja á fyrrum andstæðingi sínum
og sýna vald sitt í verki að þessi leið
var valin. Það er þá velferðin.
Jóhanna og Steingrímur, hvort
sem þau átta sig á því eða ekki, virð-
ast staðráðin í að grafa algjörlega
undan öllum grunnstoðum atvinnu-
lífsins og þá ber helst að nefna kvóta-
frumvarpið sem endurskoðandafyr-
irtæki eru búin að gefa út að muni
knésetja flestöll sjávarútvegsfyr-
irtæki innan 5 ára. Ég velti því fyrir
mér hvort ríkisstjórnin hugsi málin til
enda eða hvort þau hugsi bara út í
bankabókina sem þau geta sýnt þeg-
ar nær dregur kosningum. Þetta
frumvarp er ekki til að skapa sátt um
auðlindir landsins og er ekki hægt að
færa fram rök með því. Við eigum
kannski bara að treysta á það að
ferðamenn haldi okkur uppi um
ókomna framtíð ?
Það sem þarf að gerast hér á landi
er að öllum atvinnu-
greinum sé veittur
öruggur rammi til að
stunda sín viðskipti í
sátt og samlyndi við
þjóð, ríkissjóð og önnur
lönd. Við megum ekki
búa við að ein atvinnu-
grein, hvort sem það er
fiskveiðar, fjármál eða
ferðaþjónusta, ráði yfir
mestum mannlegum
auðlindum og einkenni
afkomu ríkissjóðs. Hér
þarf að byggja upp allar
greinar atvinnulífsins svo ef að ein
bregst þá falli ekki allt kerfið eins og
spilaborg. Réttlátar leikreglur þurfa
að vera til staðar sem mismuni ekki
milli atvinnugreina. Þetta er eitthvað
sem við eigum að vera löngu búin að
læra á þeim fjölmörgu fjár-
málakreppum, stórum eða smáum,
sem riðið hafa yfir hinn vestræna
heim en við endum alltaf á sama
staðnum. Við höfum auðlindirnar til
að verða með þeim bestu í heimi en
við sitjum uppi með Jóhönnu og
Steingrím og lítið sem ekkert gerist.
Það er erfitt að setjast niður og
hugsa út í þá hluti sem þessi rík-
isstjórn hefur gert. Kvótafrumvarpið,
ESB-umsóknin, Icesave-klúðrið,
skattahækkanir, nýtt hátæknisjúkra-
hús, landsdómsmálið, stjórnlagaþing-
ið svo fátt eitt sé nefnt. Þessi rík-
isstjórn hefur gert nóg af sér og ég
vona svo sannarlega að hún fái ekki
að lifa út kjörtímabilið. Nægur er
skaðinn nú þegar. Hvernig verður
fyrir okkur komið eftir ár? Þó svo að
Geir H. Haarde hafi ekki séð fyrir
allsherjar fjármálahrun árið 2008 þá
grunar mig að í honum blundi dálítil
skyggnigáfa og hann hafi séð fyrir
þessa ríkisstjórn velferðar þegar
hann sagði: „Guð blessi Ísland.“
Skyggnigáfa Geirs
Eftir Þorvarð
Hrafn
Ásgeirsson
Þorvarður Hrafn
Ásgeirsson
» Þessi ríkisstjórn hef-
ur klúðrað hverju
málinu á fætur öðru og
það nýjasta er peninga-
eyðslan sem var það
eina sem kom út úr
landsdómsmálinu.
Höfundur er nemi í sagnfræði
við Háskóla Íslands.
Jóhann Tómasson
læknir hefur skrifað
um árabil í Morg-
unblaðið um heil-
brigðismál en oftast
um Kára Stefánsson,
lækningaleyfi Kára,
landlæknana Ólaf
Ólafsson og Sigurð
Guðmundsson, mið-
lægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði, Ís-
lenska erfðagreiningu og de-
CODE, prófessorana Þórð Harð-
arson og Guðmund Þorgeirsson og
nú síðast Pál Magnússon útvarps-
stjóra. Undirritaður hefur oft
fylgt með í þessum pakka vegna
starfa sinna fyrir Læknafélag Ís-
lands og formennsku þar í mörg
ár. Undantekningalaust hafa verið
bornar fram alvarlegar ávirðingar
og nú síðast 20. apríl er skrifað
um „strengjabrúður hugleys-
ingja“.
Þetta kemur ekki á óvart, þar
sem óvild Jóhanns í minn garð
nær miklu lengra aftur en saga
Íslenskrar erfðagreiningar og
Kára Stefánssonar. Lesa má út úr
Moggagrein fyrir tæpum 20 árum,
að ég sé bæði illa menntaður og
ómerkilegur læknir, sem gangi er-
inda einkahagsmuna minna í mála-
tilbúnaði sem formaður Félags ís-
lenskra heimilislækna. En þetta er
að vísu aukaatriði.
Þar sem þessum skrifum Jó-
hanns hefur aldrei verið svarað
svo mig reki minni til vil ég bæta
um að þessu sinni svo hann verði
a.m.k. ekki einn um að skrifa sög-
una um samskipti Kára Stef-
ánssonar og Læknafélags Íslands.
Í septemberhefti Læknablaðsins
2005 fékk Jóhann birta grein und-
ir fyrirsögninni „Nýi sloppur keis-
arans“. Um leið og ég las þessa
grein við útkomu blaðsins var mér
ljóst, að til álita væri að Jóhann
hefði brotið siðareglur lækna, co-
dex ethicus, á Kára með því að
varpa rýrð á menntun hans og
getu til að stunda lækningar í
sinni sérgrein. Ég gerði mér jafn-
framt grein fyrir því,
að ég yrði sem for-
maður stjórnar
Læknafélags Íslands
að sjá til þess að mál-
ið yrði tekið upp í
stjórninni vegna
þeirrar eftirlitsskyldu,
sem á henni hvíldi
skv. lögum að siða-
reglurnar væru heiðr-
aðar. Kári Stefánsson
var félagi í Lækna-
félagi Íslands og átti
sama rétt og allir aðr-
ir læknar til að heiður hans væri
varinn af stjórn félagsins ef svo
bæri undir. Við Jóhann höfðum
um árabil verið samstarfsmenn á
heilsugæslu hér í borg og því var
ljóst að sá málarekstur, sem í
hönd færi, yrði erfiður fyrir sam-
starfið og myndi hafa þrúgandi
áhrif á andrúmsloftið á stöðinni.
Yrði hann fleirum en okkur Jó-
hanni erfiður. Ég færði þetta í tal
við kollega mína og varaði þá við
því, sem í vændum væri. Málið var
síðan tekið upp í stjórn LÍ nokkr-
um dögum síðar.
Það eru sem sagt vitni að því að
málatilbúnaður stjórnar Lækna-
félags Íslands gegn Jóhanni Tóm-
assyni var í bígerð dögum áður en
Kári Stefánsson hóf að láta lög-
fræðinga sína jagast í læknafélag-
inu út af þessu með alls kyns
kröfugerðum og tilætlunarsemi.
Hef ég ekki enn í dag kynnt mér
þá rekistefnu alla. Það er því al-
ger hugarburður Jóhanns Tóm-
assonar, að honum hafi verið
stefnt fyrir siðanefnd læknafélags-
ins á sínum tíma vegna krafna
Kára Stefánssonar. Jóhann sá
nánast alveg um þetta sjálfur með
óafsakanlegum ummælum um
kollega sinn, Kára Stefánsson
lækni, í 9. tbl. Læknablaðsins
2005. Við þeim ummælum var
stjórn Læknafélags Íslands að
bregðast.
Jóhann Tómasson
læknir virtur svars
Eftir Sigurbjörn
Sveinsson »Málatilbúnaður
stjórnar Lækna-
félags Íslands var í bí-
gerð dögum áður en
Kári Stefánsson hóf að
láta lögfræðinga sína
jagast í læknafélaginu
Sigurbjörn Sveinsson
Höfundur er fyrrverandi formað-
ur Læknafélags Íslands.
Eitt stærsta verk-
efni íslenskrar þjóðar
á næstu misserum
verður að byggja upp
lífvænlegt samfélag,
segir Guðmundur
Valsson í grein sinni
14. mars. Lífvænlegt
samfélag er ekki það
sem flestir íbúar
Skaftártungu sjá fyrir
sér með byggingu svo-
kallaðrar Búlands-
virkjunar. Virkjunin mun hafa mik-
il áhrif á umhverfi og byggð.
Moldrok, minnkað vatnsrennsli í
Tungufljóti og missir á beitilandi
með gríðarstóru lóni mun hafa
slæm áhrif á búskap í Skaft-
ártungu, svo ekki sé meira sagt.
Í grein sinni 14. mars segir Guð-
mundur Valsson að Búlandsvirkjun
sé einn mest rannsakaði virkjunar-
kostur landsins, en hann verður að
gera sér grein fyrir því að þó svo
að þessi virkjanakostur sé mikið
rannsakaður er það ljóst að hann
hefur gríðarlega slæm áhrif fyrir
byggð í Skaftártungu. Ennfremur
segir hann að Suðurorka hafi unnið
verkið í sátt og samlyndi við sveit-
arstjórn Skaftárhrepps. Þetta
„verk“ hefur hefur hins vegar eng-
an veginn verið unnið í sátt eða
samlyndi við íbúa Skaftártungu, en
þeir eiga mestra hagsmuna að
gæta á þessu svæði.
Svæðið sem á að sökkva með
uppistöðulóni er í landi Búlands-
sels, en það landsvæði er í eigu
marga aðila. Ekki hefur verið sam-
ið við þá um að sökkva þessu land-
svæði en það held ég megi telja
mjög sérstakt, að ætla sér að
byggja stærðar virkj-
un, en hafa ekkert
svæði undir lónið.
Ef þessi virkjun
mun rísa á næstunni
tel ég að nýliðun í bú-
skap í Skaftártungu
verði lítil eða engin.
Ég segi fyrir mig, sem
hef áhuga á því að
stunda búskap í
Skaftártungu, að ég
hefði minni áhuga á að
stunda búskap í sveit
þar sem alltaf geisar
moldrok í norðanátt-
um. Það er ekki mjög spennandi
staða. Eins þýðir minna rennsli í
Tungufljóti meiri kostnað í girð-
ingum og gríðarmikið tap á veiði.
Nýlega var hluti af Skaftár-
tunguafrétti tekinn í þjóðgarð, með
það sjónarmið að auka ferða-
mennsku. Stór virkjun með svona
mikil áhrif hefði líklega mjög nei-
kvæð áhrif á ferðamennsku, en
ferðamennskan skapar mun fleiri
langtímastörf heldur en virkjunin.
Þannig er líka hægt að skapa at-
vinnu og verðmæti. Og þess vegna
spyr ég eins og Guðmundur Vals-
son spyr í grein sinni: Viljum við
það ekki öll?
Eintóm hamingja
með Búlandsvirkjun?
Eftir Berg
Sigfússon
» Stór virkjun með
svona mikil áhrif
hefði líklega mjög nei-
kvæð áhrif á ferða-
mennsku, en ferða-
mennskan skapar mun
fleiri langtímastörf
heldur en virkjunin.
Bergur
Sigfússon
Höfundur er íbúi í Skaftártungu.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur
KEVIN.MURPHY
HÁRSNYRTIVÖRUR
www.kevinmurphy.com.au
fást á hársnyrtistofum