Morgunblaðið - 03.05.2012, Page 1
F I M M T U D A G U R 3. M A Í 2 0 1 2
Stofnað 1913 103. tölublað 100. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
Á́HRIF VÍMUEFNA
Á BÖRN VERÐ-
ANDI MÆÐRA
SYNGUR Í
HAPPANÆR-
BRÓKUM
EINLEIKUR MEÐ
SIGURÐI SKÚLASYNI
Í SLÁTURHÚSINU
FINNUR.IS OG VIÐSKIPTABLAÐ VEISLA FYRIR AUSTAN 36GRÍPA ÞARF FLJÓTT Í TAUMA 10
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Gjaldtaka samkvæmt frumvarpi um
veiðigjöld yrði langt umfram það sem
útgerðin getur staðið undir. Nokkur
hluti stærstu útvegsfyrirtækjanna
myndi ekki ráða við núverandi skuld-
ir, ef gjöldin yrðu lögð á, og þau
myndu einnig hafa slæm áhrif á sjáv-
arbyggðir. Kemur þetta fram í áliti
sérfræðinga sem atvinnuveganefnd
Alþingis fékk til að meta áhrif frum-
varpa ríkisstjórnarinnar.
Daði Már Kristófersson, dósent við
Háskóla Íslands, og Stefán B. Gunn-
laugsson, lektor við Háskólann á Ak-
ureyri, kynntu á fundi atvinnuvega-
nefndar í gærkvöldi niðurstöður
greinargerðar sinnar um efnahagsleg
og byggðaleg áhrif samþykktar
stjórnarfrumvarpa um fiskveiði-
stjórnun og veiðigjöld.
Alvarlegur galli á mati
Í umfjöllun um álagningu veiði-
gjalda kemur fram að þeir telja alvar-
lega galla á mati auðlindarentu til
grundvallar sérstöku veiðigjaldi.
Álagningin byggir á tæplega tveggja
ára gömlum rekstrargögnum og telja
höfundar skýrslunnar að rentan sé of-
metin svo nemi tugum prósenta. Sem
dæmi hefði sérstakt veiðigjald orðið
140% af metinni auðlindarentu ef að-
ferðinni hefði verið beitt á árunum
2006 til 2010. Ekki verði búið við svo
mikla skekkju.
Þeir nefna einnig að tvísköttun í
uppsjávarveiðum hlaupi á hundruðum
milljóna á ári. Þá telja þeir fjármagns-
þörf vanmetna og það leiði til rang-
lega ákvarðaðs sérstaks veiðigjalds.
Loks telja þeir skatthlutfall veiði-
gjalds mjög hátt. „Að teknu tilliti til
allra þessara ágalla er niðurstaðan sú
að umfang gjaldtöku samkvæmt
frumvarpinu sé langt umfram það
sem útgerðin getur staðið undir.
Verulegar breytingar þarf að gera á
aðferðafræði frumvarpsins við mat á
auðlindarentu áður en hægt er að
ákvarða hvað mundi teljast hófleg
gjaldtaka,“ segja skýrsluhöfundar og
lýsa þeirri skoðun sinni að nauðsyn-
legt sé að fram fari frekari rannsókn
áður en ráðist er í skattlagningu af því
umfangi sem frumvarpið gerir ráð
fyrir. Skýrsluhöfundar segja að gild-
istaka frumvarpanna myndi hafa mik-
il neikvæð áhrif á rekstur og greiðslu-
getu stærstu fyrirtækjanna. Nokkur
hluti þeirra muni ekki ráða við núver-
andi skuldir og skuldastaða fyrir-
tækja sem eingöngu stunda útgerð
verði yfirleitt óviðráðanleg.
MGagnrýni borin undir »2
Langt umfram getu útvegsins
Sérfræðingar sem atvinnuveganefnd Alþingis kallaði til telja að nokkur hluti
stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna myndi ekki ráða við áformað veiðigjald
Grindvíkingar urðu í gærkvöld Íslandsmeistarar í
körfuknattleik karla í fyrsta skipti í sextán ár þegar
þeir sigruðu Þór, 78:72, í hörkuspennandi leik í Þor-
lákshöfn. Þetta var fjórða viðureign liðanna og Grinda-
vík vann því einvígið 3:1. Niðurstaðan er sanngjörn því
Grindavík er einfaldlega með besta liðið. » Íþróttir
Grindvíkingar Íslandsmeistarar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þegar litið er til þess að aflands-
krónustabbinn í íslenska hagkerf-
inu nemur tæplega þúsund millj-
örðum króna og stýrivextir
Seðlabankans eru 4,75% þá er ljóst
að tugir milljarða bætast við snjó-
hengjuna árlega í formi vaxta.
Þótt gert yrði ráð fyrir 3,5% af-
gangi á vöruskiptum – um 58 millj-
örðum á þessu ári – þá myndi engu
að síður vanta 40 milljarða til að
standa skil á bæði vöxtum og höf-
uðstólsgreiðslum af aflandskrón-
um.
Einn viðmælandi Morgunblaðsins
segir að vaxtahækkanir myndu því
„aðeins fóðra ófreskjuna.“
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Júpiter, tekur í svip-
aðan streng. „Vaxtahækkanir hafa
þveröfug áhrif og auka á aflands-
krónuvandann.“ »Viðskipti
Vaxtahækkanir
„fóðra aðeins
ófreskjuna“
„Með þessu má því segja að ver-
ið sé að breyta stjórnsýslunni til
að bregðast við kröfum og aðlög-
un að ESB löngu fyrr en nokkur
ákvörðun hefur verið tekin um að-
ild,“ segir Jón
Bjarnason,
þingmaður
VG, um fyr-
irhugaða
uppstokkun
ríkis-
stjórnarinnar á
skipan ráðuneyta í
stjórnarráðinu.
Jón horfir í þessu efni sér-
staklega til landbúnaðar og sjávar-
útvegs og tengir áform um sam-
einingu ráðuneyta við fyrirhugaða
IPA-styrki frá ESB, sem ríkis-
stjórnin áætlar að geti orðið sem
svarar um 5 milljarðar kr. vegna
tímabilsins 2011-2013.
Vikið er að íslenska stjórnkerf-
inu í áfangaskýrslu Evrópuþings-
ins sem birt var 14. mars sl. með
þeim orðum að það fagni þeirri
sameiningu ráðuneyta sem unnið
sé að.
Birgir Ármannsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir
skort á undirbúningi við samein-
ingu ráðuneyta en eins og rakið er
í Morgunblaðinu í dag hafa for-
ystumenn stjórnvalda haft ólíka
skoðun í málinu. »4, 14
Stjórnkerfi breytt til
aðlögunar við ESB
Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í atvinnumála-
nefnd, segir nauðsynlegt að
fara yfir sjávarútvegs-
frumvörpin í grundvallar-
atriðum nú þegar skýrsla sér-
fræðinga liggur fyrir.
„Það er engin skynsemi í
öðru en að þingið sendi frum-
varpið í endurvinnslu,“ segir
Jón.
Frumvarp til
endurvinnslu
VILL FARA YFIR MÁLIÐ
Skákmunir, sem tengjast „einvígi
aldarinnar“, keppni Boris Spass-
kys og Bobbys Fischer um heims-
meistaratitilinn í skák 1972, og til
stendur að selja á uppboði í Kaup-
mannahöfn í sumar, voru upp-
haflega framleiddir í fjáröfl-
unarskyni fyrir Skáksamband
Íslands og reynt var að selja þá
erlendis án árangurs fyrir um 35
árum.
Þetta kemur fram í grein Guð-
mundar G. Þórarinssonar, fyrrver-
andi forseta Skáksambands Ís-
lands, í Morgunblaðinu í dag.
Guðmundur hætti sem forseti
Skáksambandsins í maí 1974.
Hann segir að ný stjórn hafi, í
samráði við Sverri Kristinsson
fasteignasala, látið smíða tvö
skákborð, eftirlíkingar borðsins
sem notað var í einvíginu, í fjár-
öflunarskyni fyrir Skáksambandið
og hafi Sverrir kostað smíðina.
Borðin hafi meðal annars verið
boðin Íranskeisara og háttsettum
mönnum hjá Alþjóðaskák-
sambandinu og annað borðið hafi
verið verðlaun í hlutaveltu Skák-
sambandsins en ekki gengið út. Þá
hafi Páll G. Jónsson komið sam-
bandinu til hjálpar og keypt
munina, þar á meðal taflplötuna,
sem 7.-21. skákin í heimsmeist-
araeinvíginu var tefld á og fer nú
á uppboð. »21
Keisari Írans vildi ekki kaupa skákborðið
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Skák 1972 Boris Spassky og Bobby
Fischer tefla í Laugardalshöll.