Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ómissandi á pizzuna,
í ofn- og pastaréttina,
á tortillurnar og salatið.
Heimilis
RIFINN OSTUR
NÝJUNG ÍSLENSKUR OSTUR
100%
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verið er að athuga möguleika barnaverndaryf-
irvalda til að vista fimmtán ára ungling sem
dæmdur hefur verið til fangelsisvistar fyrir að
framvísa fölsuðum skilríkjum við komuna til
landsins. Forstjóri Barnaverndarstofu telur
ekki viðunandi að setja svo ungt barn í fang-
elsi.
Sérstakar verklagsreglur gilda um meðferð
mála ungmenna undir 18 ára aldri, sem hingað
koma án forsjármanna, eru stöðvuð með fölsuð
skilríki eða biðjast hælis hér á landi. Hefur
slíkum málum mjög fjölgað að undanförnu.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndar-
stofu, segir að sjö tilvik af þessu tagi hafi komið
upp á fimm ára tímabili, frá 2007 til 2011. Svip-
aður fjöldi mála hafi hins vegar komið upp það
sem af er þessu ári, þar af fimm á allra síðustu
vikum.
Tveir karlmenn sem taldir eru vera frá
Norður-Afríku voru stöðvaðir í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar fyrir helgi þegar þeir framvísuðu
fölsuðum vegabréfum. Annar er talinn vera um
15 ára og hinn 16-17 ára, en eftir er að kanna
nánar aldur og aðstæður þeirra. Þeir voru
dæmdir til fimmtán daga fangelsisvistar fyrir
að framvísa fölsuðum skilríkjum. Ungmennin
eru í vörslu lögreglu.
Lögreglan er að afla upplýsinga um viðkom-
andi einstaklinga. Hér á landi hefur ekki tíðk-
ast að láta fara fram aldursgreiningu á ungum
flóttamönnum, þótt stundum hafi verið efast
um að uppgefinn aldur sé réttur. Bragi Guð-
brandsson segir það vel koma til greina að taka
upp það verklag.
Flest ungmennin sem hingað koma án for-
sjármanna gefa upp að þau séu 16 eða 17 ára.
Óvanalegt er að þau séu yngri. Bragi telur ekki
viðunandi að setja fimmtán ára ungmenni í
fangelsi. Þess vegna sé verið að athuga hvort
hægt sé að finna lausn á vistun drengsins í
gegnum samning Fangelsismálastofnunar og
Barnaverndarstofu. Telur Bragi að best væri
að finna honum eins konar fósturheimili en
tekur fram að erfitt kunni að vera að fá hentugt
heimili.
Reynt að finna fósturheimili
Forstjóri Barnaverndarstofu telur ekki viðunandi að setja fimmtán ára flóttamann í fangelsi
Barnaverndaryfirvöld og Fangelsismálastofnun athuga aðra möguleika á afplánun dóms
Morgunblaðið/Billi
Skoðun Nokkrir erlendir ríkisborgarar hafa
framvísað fölsuðum skilríkjum við komuna.
„Segja má að slóðin sé friðuð, við erum nánast einir.
Bátarnir eru búnir með kvótann og þeir sem eru eitt-
hvað að róa reyna að ná í eitthvað annað en þorsk,“
segir Brynjar Kristmundsson, skipstjóri á Steinunni
SH, eftir löndun í Ólafsvík. Steinunn fór út um klukkan
sjö í gærmorgun og var komin í land fyrir fjögur. Afl-
inn var tæp 43 tonn og þar af 25 tonn úr einu kasti.
Mjög góð veiði hefur verið á öll veiðarfæri í Breiða-
firði frá áramótum, eins og raunar undanfarin ár.
Margir strandveiðibátar voru búnir að ná dagsskammt-
inum og komnir inn til löndunar um hádegi.
Steinunn SH er á snurvoð og hóf áhöfnin veiðar að
nýju eftir langt frí sem tekið var vegna hrygningar-
stopps og til að ljúka ekki kvótanum of snemma. Land-
að var þrjátíu tonnum fyrsta daginn og því er búið að
veiða rúm 70 tonn af þeim 230 tonna kvóta sem geymd-
ur var. „Það virðist vera töluvert af fiski, ekki er hægt
að kvarta,“ segir Brynjar og vonast til að geta við-
haldið gömlu hefðinni og hætt á lokadaginn, 11. maí.
helgi@mbl.is
Ekki hægt að kvarta undan fiskleysi
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Skipstjóri Mokfiskirí hefur verið hjá Brynjari Krist-
mundssyni og félögum á Steinunni SH frá áramótum.
Mikill afli í Breiðafirði
Steinunn SH með 43 tonn
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Ég er afar sæll og ánægður að vera kominn aftur á sjó-
inn,“ sagði Daði Pétursson strandveiðisjómaður og veit-
ingahúseigandi eftir að hann kom að landi í Hafnarfirði í
gær með um 800 kíló af vænum ufsa. Daði hefur ekki
verið til sjós í 15 ár en hann var einn þeirra sem reru til
fiskjar í gær þegar strandveiðitímabilið hófst.
Þá höfðu alls borist 487 umsóknir til Fiskistofu um
leyfi til strandveiða í sumar, langflest á vestursvæði.
„Mér líst mjög vel á þetta fyrirkomulag og ég mun nýta
mér þetta í allt sumar,“ segir Daði en strandveiðisjó-
menn geta veitt fram í ágúst.
Skipulag strandveiða er þannig að landinu er skipt í
fjögur veiðisvæði. Leyfi til strandveiða eru veitt á því
svæði þar sem heimilisfesti útgerðaraðila viðkomandi
báts er skráð og eingöngu er heimilt að landa afla innan
þess landsvæðis á veiðitímabilinu. Aflamagn er háð tak-
mörkunum fyrir hvert landsvæði innan hvers mánaðar.
Erill hjá Gæslunni
Nokkur erill var hjá Landhelgisgæslunni í gær enda
voru um 700 skip í fjareftirliti stjórnstöðvar hennar
klukkan 7 í gærmorgun. Um miðjan dag þurfti TF-SIF
að fara í eftirlitsflug og skyggnast um eftir báti sem ekki
sinnti tilkynningarskyldu sinni.
Að lokum náðist í manninn og fékk hann tiltal um að
hann yrði að vera með útbúnað um borð sem virkar fyrir
tilkynningarskyldu. Maðurinn lofaði betrun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Strandveiðar hafnar Daði Pétursson reri á fyrsta degi strandveiða og sótti um 800 kíló af vænum ufsa.
Afar sæll og ánægður
á strandveiðunum
Strandveiðitímabil hófst í gær 487 umsóknir hafa borist
Atvinnuvega-
nefnd Alþingis
mun fara yfir það
hvort þær for-
sendur sem frum-
varp um veiði-
gjöld var grund-
vallað á standist.
„Því munum við fá
þá sérfræðinga
sem stóðu að baki
frumvarpinu til að
svara fyrir þá gagnrýni sem fram
kemur í umsögninni,“ segir Ólína
Þorvarðardóttir, fulltrúi Samfylking-
arinnar.
Nefndin fékk í gær greinargerð
tveggja sérfræðinga um efnahagsleg
og byggðaleg áhrif sjávarútvegs-
frumvarpa ríkisstjórnarinnar. Fund-
að verður stíft um málið á næstunni,
að sögn Lilju Rafneyjar Magnúsdótt-
ur, þingmanns VG og 1. varafor-
manns atvinnuveganefndar. „Þetta er
gott innlegg í þá vinnu sem nú er í
gangi og verður skoðað með hliðsjón
af öðrum upplýsingum sem nefndin
hefur fengið,“ segir Lilja Rafney.
Áfellisdómur yfir frumvarpi
„Þessi greinargerð er alger áfell-
isdómur yfir þessu frumvarpi. Ekki
er hægt að nota annað orð en fúsk um
þessi vinnubrögð,“ segir Jón Gunn-
arsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
atvinnuveganefnd. Hann segir að
skýrsluhöfundar hafi sýnt fram á að
sá reiknigrunnur sem ráðuneytið hafi
notað í frumvarpinu sé rangur og þar
með verði allar niðurstöður kolrang-
ar.
Hann segir nauðsynlegt að fara yf-
ir þessi mál í grundvallaratriðum á
ný. „Það er engin skynsemi í öðru en
að þingið sendi frumvarpið í endur-
vinnslu,“ segir Jón.
Lilja Rafney tekur ekki undir það
sjónarmið að hugsa þurfi málið frá
grunni en tekur fram að ýmsar góðar
ábendingar sé að finna í greinargerð-
inni. Hún bendir á að verulegar
breytingar hafi orðið á skuldastöðu
sjávarútvegsfyrirtækja, meðal ann-
ars vegna afskrifta og gengislána-
dóma. Því sé ekki hægt að fullyrða að
úttektin byggi á allra nýjustu upplýs-
ingum.
,,Það þarf að ganga úr skugga um
það hvort þessi spá um afkomu fyr-
irtækjanna, verði frumvarpið óbreytt
að lögum, standist. 60% fyrirtækja í
sjávarútvegi eru í slæmri stöðu og
ljóst er að hluti þeirra mun ekki þola
neinar breytingar. Upplýsingarnar
benda til þess að mörg þessara fyr-
irtækja muni ekki lifa af þó ekkert
frumvarp komi til,“ segir Ólína.
Hún segir að nú taki við frekari
vinna við að greina það sem fram kom
í umsögninni. ,,Það kæmi mér ekki á
óvart þótt frumvarpið þyrfti að taka
breytingum. Ég tek þó fram að í um-
fjölluninni kemur fram að aðskilja
þurfi veiðar og vinnslu líkt og ég hef
haldið fram, í það minnsta bókhalds-
lega,“ segir Ólína. helgi@mbl.is, vid-
ar@mbl.is
Gagnrýni borin
undir höfunda
Jón Gunnarsson: Áfellisdómur og fúsk
Jón
Gunnarsson
Ólína
Þorvarðardóttir
Lilja Rafney
Magnúsdóttir