Morgunblaðið - 03.05.2012, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Fiskskurðarvél sem notast við röntgentækni og
vatnsskurð var á meðal þess sem fjallað var um
á fundi um aukið virði sjávarfangs sem var hald-
inn á veitingastaðnum Tveimur á Garðsskaga í
gærmorgun.
„Í stuttu máli þá kemur flak á færibandið,
röntgenvél tekur mynd af flakinu og sér þá bein-
garðinn, hvar hann liggur, svo fer það yfir á
skurðarfæriband, þar erum við með aðra mynda-
vél sem greinir staðsetninguna og við fáum þá
nákvæma staðsetningu á skurðarbandinu með
þeirri myndavél, og svo er beingarðurinn skorinn
úr með vatnsskurði, en hann getur líka skorið í
bita,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmda-
stjóri Völku ehf., en hann hélt erindi um vélina
og önnur verkefni sem fyrirtækið vinnur að á
fundinum í gær.
Verkefnið, þ.e. hönnun og þróun á vélinni, er
unnið í samstarfi við útgerðarfélagið HB Granda
og hefur hlotið styrk frá AVS, rannsóknarsjóði í
sjávarútvegi, sem starfar á vegum sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneytisins.
Bætt nýting og aukið virði
Röntgenfiskskurðarvélin sparar bæði tíma,
vinnslu og eykur virði aflans. „Í staðinn fyrir að
tapa kannski 10% í beingarð þá ertu kannski að
tapa 5%. Það er þá verðmætaaukning, þannig að
það sem að þú skerð af með beingarðinum fer í
marning en hitt geturðu selt sem hávirðisvöru,“
segir Helgi. Hann segir skurðarvélina vera nýj-
ung, þó svo að menn hafi lengi reynt að gera
svipaða vél.
„Það er búið að vinna í þessu í mjög mörg
ár, menn hafa reynt þetta mjög lengi en þetta er
svona fyrsta græjan sem lítur út fyrir að virka
og skilar því sem að skila þarf,“ segir Helgi. Að
sögn Helga er fyrirtækið búið að smíða fyrstu
frumgerð skurðarvélarinnar og gera prófanir á
henni. Aðspurður hvort vélin sé ætluð fyrir inn-
lendan eða erlendan markað segir Helgi: „Bæði.
Það er náttúrlega mikill stórmarkaður hérna
heima og erlendis líka. Við sjáum einmitt tæki-
færi m.a. til þess að skera og auka sjálfvirkni
vinnslu á t.d. smáýsu sem er seld mikið til óunn-
in úr landi.“ Valka ehf. hefur nú sótt um styrk, í
samvinnu við HB Granda, Ný-Fisk og Samherja,
vegna framhaldsverkefnis í tengslum við fisk-
skurðarvélina, en það verkefni mun felast í því
að bæta við vélina svokölluðum hallandi skurði,
en slíkur skurður mun að sögn Helga gera vél-
inni kleift að skera þorsk og stærri fisk.
Dýr hátækni
„Já, þetta er býsna dýr tækni, þannig að þú
þarft talsvert magn til þess að réttlæta þetta,“
segir Helgi aðspurður hvort dýrt sé að kaupa
svona vél, og bætir við að vélin geti ráðið við það
sem svarar til 1-2 flökunarvéla. „Þannig að það
ætti ekki að þurfa stærri vinnslu en það í sjálfu
sér, ef menn eru með góða nýtingu á flökunarvél
þá gætu kaup á svona vél skilað sér,“ segir
Helgi. Hann segir að Valka hafi kynnt vélina á
sjávarútvegssýningunni European Seafood Ex-
position sem haldin var í Brussel í Belgíu í síð-
ustu viku. Segir hann viðbrögðin við vélinni hafa
verið mjög jákvæð og að mikill spenningur sé
fyrir henni. „Við erum búnir að vera að kynna
þetta á sjávarútvegssýningum hér heima síðan í
haust,“ segir Helgi og bætir við að formleg
markaðskynning hefjist þegar fyrsta tækið fari í
gang í sumar.
Spurður út í það hvort sjávarútvegurinn sé
orðinn að hátækniiðnaði segir Helgi: „Já, það er
engin spurning“ og bætir við „svo sjáum við
núna með þessari nýju tækni að þetta breytir
eiginlega öllu vinnslumynstrinu“. Hann segir
Völku vera að vinna í þó nokkrum verkefnum en
megináherslan í þróunarvinnu fyrirtækisins sé á
beinaskurð og hugbúnað. Að sögn Helga starfa
um það bil 14 starfsmenn hjá fyrirtækinu sem
starfrækt hefur verið frá árinu 2003 og fer hratt
vaxandi.
Röntgentækni notuð til
þess að skera karfa
Valka ehf. þróar hátækni röntgen-fiskskurðarvél í samvinnu við HB Granda
Röntgen Hér má sjá röntgenmynd sem tekin
var af karfaflaki í skurðarvél Völku ehf.
Morgunblaðið/Ernir
Hélt erindi Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku ehf.
Fulltrúar danska uppboðshússins Bruun Rasm-
ussen eru á leið til Íslands og bjóða almenningi að
fá gamla muni verðmetna dagana 10.-11. maí nk.
Verður bæði hægt að hitta sérfræðinga upp-
boðshússins á Hótel Loftleiðum umrædda daga
eða fá þá í heimahús eftir nánara samkomulagi.
Að sögn Torbens Ringtveds, hjá Bruun Rasm-
ussen, er þetta í annað sinn sem sérfræðingar
danska uppboðshússins leggja leið sína hingað til
lands í slíkum erindagjörðum. Að þessu sinni er
verið að leita eftir listaverkum af öllu tagi, hönn-
unargripum, fornmunum, gull- og silfurmunum,
skartgripum, víni, frímerkjum, gömlum um-
slögum og póstkortum svo og mynt, minnispen-
ingum og gömlum peningaseðlum.
Verðmat er án endurgjalds og skuldbindinga,
en með hugsanlega sölu á uppboðum í huga.
Fá helminginn greiddan fyrirfram
Að sögn Torbens býðst seljendum söluvænlegra
muna að fá fyrirframgreiðslu upp á allt að 50% af
verðmati hlutar kjósi þeir svo. Áhersla er lögð á
að farið sé að lögum og reglum sem um slík við-
skipti gilda og mun öllum munum, sem uppboðs-
húsið flytur úr landi, verða framvísað við tolla-
yfirvöld.
Hér áður fyrr lagði uppboðshúsið Thomas Høil-
and Auktioner reglulega leið sína til landsins til
að verðmeta mynt og frímerki í eigu Íslendinga.
Bruun Rasmussen eignaðist það fyrirtæki árið
2011 og jók með því umsvif sín á markaðnum með
forna mynt og frímerki.
Áhugi á íslenskum munum
Töluverður áhugi er á íslenskum munum hjá
Bruun Rasmussen en uppboðshúsið mun í byrjun
júní nk. bjóða upp skákmuni úr „einvígi ald-
arinnar“ 1972 þegar Boris Spassky og Bobby
Fischer áttust við hér á landi. Reiknar uppboðs-
húsið með að fá á bilinu 27-40 milljónir króna fyr-
ir hlutina sem boðnir verða upp.
gunnhildur@mbl.is
Leita að gömlum munum hér á landi
Eftirsóttir munir Uppboðsfyrirtækið leitar m.a.
eftir mynt og minnispeningum.
Sérfræðingar Bruun Rasmussen verðmeta muni fyrir almenning
Hægt að fá helming af verðmati greiddan út fyrirfram
Bauhaus mun ekki bjóða upp vaxt-
arábyrgð á fjölærum garðplöntum
á Íslandi. Verslunin hafði áður aug-
lýst slíka ábyrgð á vefsíðu sinni en
ábyrgðin felst í því að ef fjölær
garðplanta deyr innan árs eftir
kaup þá fær viðskiptavinurinn nýja
plöntu frá Bauhaus í staðinn.
Síðastliðinn þriðjudag var greint
frá því að fyrirtækið myndi bjóða
upp á slíka ábyrgð hér á landi en nú
hafa blaðinu borist upplýsingar um
að svo sé ekki. Þær upplýsingar
fengust frá Bauhaus að aldrei hafi
staðið til að veita slíka ábyrgð hér á
landi, en upplýsingar um ábyrgðina
hafi verið settar inn á vef versl-
unarinnar hér á landi fyrir mistök.
Opna á laugardaginn
Verslun Bauhaus verður loks
opnuð næstkomandi laugardags-
morgun klukkan átta, en fyrst var
tilkynnt um opnun verslunarinnar
árið 2008. Forsvarsmenn hennar
hvetja viðskiptavini til að vera
mættir snemma enda verður happ-
drættismiðum dreift fyrir utan
verslunina á milli klukkan 7 og 8 á
laugardaginn. Til mikils er að vinna
í happdrættinu, en tíu heppnir þátt-
takendur hljóta hundrað þúsund
krónu úttekt í Bauhaus í vinning.
Dregið verður úr happdrættinu við
opnun verslunarinnar.
Að sögn forsvarmanna versl-
unarinnar verður nóg um að verða
á opnunardaginn, en Felix Bergs-
son leikari mun sjá um að opna
þessa nýju byggingavöruverslun.
skulih@mbl.is
Munu ekki bjóða
upp á vaxtarábyrgð
Stuðningur við
ríkisstjórnina
hefur aukist um
þrjú prósentustig
frá fyrra mánuði
og mælist nú 31
prósent. Þetta er
niðurstaða nýs
þjóðarpúls Gall-
ups sem sagt var
frá í kvöldfréttum RÚV í gær.
Stjórnarflokkarnir hafa báðir auk-
ið fylgi sitt lítillega samkvæmt
könnuninni. Samfylkingin mælist
með 18,7 prósent og Vinstri græn
með 11,5 prósent.
Framsóknarflokkurinn og Sjálf-
stæðisflokkurinn tapa báðir fylgi
frá síðustu könnun. Sjálfstæð-
isflokkurinn er með 37 prósenta
fylgi en 12,5 prósent styðja Fram-
sóknarflokkinn. 5,6 prósent styðja
Bjarta framtíð, 5,4 prósent styðja
Dögun og 6,9 prósent styðja Sam-
stöðu.
5.400 voru í úrtaki Gallup, svar-
hlutfallið var tæp 62 prósent. Þar af
tóku tæp 72 prósent afstöðu til
flokka en 15 prósent ætla að skila
auðu eða kjósa ekki.
Stuðningur við ríkis-
stjórn mælist 31%
Tilboð voru opnuð í gær hjá
Siglingastofnun í sjóvörn á Sel-
tjarnarnesi, en um byggingu 55
metra sjóvarnargarðs er að ræða.
Fjögur tilboð bárust í verkið og
var mikill munur á upphæðum til-
boðanna. Það lægsta var upp á tæp-
ar þrjár milljónir króna, en það
hæsta upp á tæpar 28 milljónir.
Kostnaðaráætlun Siglingastofn-
unar nam 4,3 milljónum króna.
Mikill munur á til-
boðum í sjóvörn
Fjölmenni var á fundi um
aukið virði sjávarfangs sem
haldinn var á veitinga-
staðnum Tveir vitar við
Garðskaga í gærmorgun, en
fundargestir voru um 30-40.
Á fundinum fluttu þeir Pétur
Bjarnason, starfsmaður AVS
rannsóknarsjóðs í sjávar-
útvegi, Sveinn Margeirsson,
forstjóri Matís ohf,. og Helgi
Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku ehf., er-
indi. Að sögn Ásmundar Friðrikssonar, bæj-
arstjóra í Garði, var ekki farið yfir kvótamálin á
fundinum heldur einungis tækniþróun í sjávar-
útvegi. Hann segir sjávarútveginn vera há-
tækni-starfsgrein. „Tekjuaukning sjáv-
arútvegsins mun í framtíðinni byggjast
rannsóknum og þeirri reynslu sem við Íslend-
ingar höfum,“ segir Ásmundur. Aðspurður
hvað hafi staðið upp úr á fundinum segir Ás-
mundur að það hafi verið kynning Helga á rönt-
genskurðartækninni sem Valka ehf. er að þróa.
Ræddu sjávarút-
vegstækni
FJÖLMENNUR FUNDUR Í GARÐI
Ásmundur
Friðriksson