Morgunblaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012
Fyrsta flug Iceland Express til
Prag í sumar verður miðvikudag-
inn 16. maí næstkomandi og mark-
ar upphaf á flugi félagsins til þessa
áfangastaðar. Í fréttatilkynningu
frá Iceland Express er vakin at-
hygli á að með í för í fyrstu ferðinni
verða Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands og Dorrit Moussaieff
forsetafrú, en þau verða í opinberri
heimsókn í Prag dagana 17. til 18.
maí. Það verður síðasta opinbera
heimsókn forsetans á kjörtíma-
bilinu.
Í tilkynningu Iceland Express
segir að farþegar í þessari fyrstu
ferð geti fylgst með hátíðlegri at-
höfn fyrir utan
forsetahöllina í
Prag þegar Vas-
láv Klaus, forseti
Tékklands, tekur
á móti forseta Ís-
lands. Fram
kemur að sam-
starf Iceland Ex-
press við Holi-
days Czech Air-
lines og systur-
félag þess, Czech Airlines, opni
algerlega nýja og spennandi ferða-
möguleika fyrir Íslendinga í Aust-
ur-Evrópu og geri íbúum álfunnar
kleift að ferðast til Íslands allt árið.
Síðasta opinbera heimsókn forseta-
hjónanna á kjörtímabilinu er til Prag
Ólafur Ragnar
Grímsson
Liðlega 450 manns sóttu um sumarstörf
hjá Alcoa Fjarðaáli og hefur rúmlega
eitt hundrað manns verið ráðið úr þeim
hópi, samkvæmt upplýsingum fyrirtæk-
isins.
Þetta er svipaður fjöldi og undanfarin
ár. Guðný Björg Hauksdóttir, fram-
kvæmdastjóri mannauðsmála hjá
Fjarðaáli, segir í fréttatilkynningu að
um 40% þeirra sem ráðin voru hafi áður
starfað í sumarafleysingum hjá fyr-
irtækinu. Um 60% þeirra sem sækja
um sumarstörf eru að austan eða eigi
nákomna ættingja þar. Um 30% koma
af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og
10% koma að norðan.
Um 100 manns hafa verið ráðin í sumar-
afleysingar hjá Alcoa Fjarðaáli
Morgunblaðið/ÞÖK
Álver Mikil eftirspurn er eftir sumar-
störfum hjá Alcoa Fjarðaráli.
Umhverfis- og samgönguráð hefur
samþykkt tillögu um göngugötur í
borginni í sumar. Pósthússtræti við
Kirkjustræti verður breytt í göngu-
götu frá 1. júní til 3. september.
Hafnarstræti verður lokað fyrir
bílaumferð frá 17. júní til 3. sept-
ember að austanverðu frá Póst-
hússtræti.
Umferð verður heimiluð í Hafn-
arstræti frá Tryggvagötu.
Laugavegi verður breytt í göngu-
götu milli Vatnsstígs og Skóla-
vörðustígs frá 17. júní til 20. ágúst.
Skólavörðustígur verður göngu-
gata frá Bergstaðastræti að Lauga-
vegi frá 17. júní til 20. ágúst.
Göngugötur í mið-
borginni í sumar
Morgunblaðið/Ómar
Hluti Laugavegar verður göngugata.
Fjallað verður um hvað Ísland get-
ur gert til að vernda og verja nátt-
úrurauðlindir sínar í ljósi Evrópu-
löggjafar og alþjóðlegra laga á
opnum fundi Lagastofnunar í Há-
skólabíói í dag kl. 12-13.30. Niklas
Maydell lögmaður, hjá alþjóðlegu
lögmannsstofunni Cleary Gootlieb
Steen & Hamilton LLP, flytur fram-
söguerindi á fundinum.
Ræða Evrópulöggjöf
og náttúruauðlindir
Fjallað verður um tækifæri til efl-
ingar menningar- og sögu-
ferðaþjónustu og m.a. litið til
reynslu Ferðamálaráðs Írlands í
þeim efnum á málþingi Samtaka
um söguferðaþjónustu (SSF) í Þjóð-
menningarhúsinu á morgun, 4. maí
kl. 14-17. Meðal þeirra sem flytja
erindi eru Ólöf Ýrr Atladóttir
ferðamálastjóri, Rögnvaldur Guð-
mundsson, formaður SSF, Val-
gerður Guðmundsdóttir, fram-
kvæmdastjóri menningarsviðs
Reykjanesbæjar, og Aidan Pender,
þróunarstjóri hjá Ferðamálaráði
Írlands, og Kristján Baldursson,
ferðaskrifstofunni TREX. Þá fjalla
Dagný Marín Sigmarsdóttir, Spá-
konuhofinu á Skagaströnd, Birna
Þórðardóttir, Menningarfylgd
Birnu, og Jóhannes Viðar Bjarna-
son, Fjörukránni Hafnarfirði, um
hvernig fanga má athygli ferða-
manna. Upplýsingar um skráningu
og málþingsgjald á soguslodir.is.
Tækifæri í sögu-
ferðaþjónustu
Bandalag kvenna í Reykjavík hefur
auglýst eftir styrkumsóknum frá
konum sem hyggjast stunda nám á
komandi vetri. Tilgangur sjóðsins
er að hvetja og styðja konur, sem
ekki eiga kost á námslánum, til að
afla sér aukinnar menntunar. Á 17
árum hefur bandalagið úthlutað
109 styrkjum, alls 12,2 milljónum.
Nánari upplýsingar má sækja á net-
fangið bandalag@simnet.is
Styrkja konur í nám
„Starfsemi Sorpu í Álfsnesi hefur nánast frá upphafi valdið íbúum Mos-
fellsbæjar ýmsum óþægindum vegna lyktarmengunar frá urðunar-
staðnum. Þrátt fyrir að Sorpa hafi unnið að úrbótum við frágang sorps til
urðunar þá hafa íbúar í Leirvogstungu og víðar í bænum kvartað og farið
fram á að gerðar verði frekari úrbætur,“ segir í frétt frá Samfylkingunni í
Mosfellsbæ, sem boðar til íbúafundar í kvöld um framtíðarskipan urðunar-
mála á höfuðborgarsvæðinu. Bent er á að starfsleyfi Sorpu í Álfsnesi er að
renna út. Er fulltrúum allra flokka sem starfa í Mosfellsbæ boðið að taka
þátt í fundinum, sem fer fram í Listasal Mosfellsbæjar og hefst kl. 20.
Boða íbúafund um starfsemi Sorpu
STUTT
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Kristján Kristjánsson hefur sagt
upp starfi sínu sem ritstjóri Viku-
dags á Akureyri og hættir síðsum-
ars. Kristján varð ritstjóri í árs-
byrjun 2006 eftir að KEA og
Vikudagur eignuðust blaðið.
Hjónin Kristján og Borghildur
Kjartansdóttir ætla að láta gamlan
draum rætast og gerast bændur á
æskuheimili hennar í Aðaldal. Að
vísu aðeins tímabundið, í eitt ár (á
meðan bróðir Borghildar og fjöl-
skylda hans dvelur erlendis), og
óljóst er með framhaldið.
Kristján hefur starfað við blaða-
mennsku liðlega tvo og hálfan ára-
tug; var fyrst 10 ár og þrjá daga á
Degi sáluga og síðan 10 ár og þrjá
mánuði á Morgunblaðinu, áður en
hann tók við Vikudegi. Hann sagði
upp frá og með 1. maí og stjórn
blaðsins er í þann mund að hefja leit
að nýjum ritstjóra.
Von er á hljómdiski í sumar með
ýmsum Akureyrarlögum og ljóðum,
í tilefni 150 ára afmælis bæjarins.
Það eru Óskar Pétursson söngvari
og Bjarni Hafþór Helgason, laga- og
textahöfundur með meiru, sem
standa fyrir verkefninu. Á diskinum,
sem á að heita Ég sé Akureyri verð-
ur m.a. samnefnt lag Bjarna Haf-
þórs í flutningi Marínar Óskar Þór-
ólfsdóttur sem nýlega var frumflutt í
útvarpi.
Nefna má að á diskinum verða
m.a. tvö ný lög Gunnars Þórðar-
sonar við lög Kristjáns frá Djúpalæk
en Gunnar útsetur einmitt alla tón-
list á diskinum. Þá verður þar að
finna lagið Emma (M.A.) sem Bjarni
Hafþór samdi og gaf gamla skól-
anum sínum fyrir hönd árgangsins
og var flutt fyrst á MA-hátíð fyrir
nokkrum árum. Þá verður áðurnefnt
lag hans, Ég sé Akureyri, einnig á
diskinum nýja í flutningi Óskars
Péturssonar og Jóhanns Vilhjálms-
sonar (Vilhjálmssonar).
Akureyri birtist heimsbyggðinni
á tveimur frímerkjum sem gefin
verða út í dag, annað í tilefni af 100
ára afmæli Lystigarðsins á Akur-
eyri, hitt vegna 150 ára afmælis
kaupstaðarins.
Akureyringum og nærsveit-
ungum er boðið til móttöku á póst-
húsinu að Strandgötu 3 í miðbænum
vegna útgáfunnar, í dag frá 9 til 18.
Frímerkin verða til sýnis og léttar
veitingar í boði.
Hátíðin List án landamæra á
Norðurlandi hófst í gær en verður
formlega sett í menningarhúsinu
Hofi í dag kl. 14. Hátíðin er einstök í
sinni röð þar sem fatlaðir og ófatl-
aðir mætast í listinni, eins og það er
orðað í tilkynningu. „Hátíðin á
Norðurlandi er búin að festa sig í
sessi og á hverju ári færir hún
áhugasömum viðburði sem spanna
allt litróf listanna,“ segir þar.
Við setninguna í dag spila og
syngja nemendur í tónlistarhópi
Fjölmenntar, undir stjórn Láru Sól-
eyjar Jóhannsdóttur, og fjölmennur
leikhópur Fjölmenntar sýnir leik-
ritið um Mjallhvíti og dvergana sjö í
leikstjórn Sögu Jónsdóttur.
Síðast en ekki síst verður við
setninguna í dag frumflutt nýtt lag
eftir tónskáldið Jón Hlöðver Áskels-
son og er lagið tileinkað hátíðinni.
Lagið er flutt af Jóni Hlöðveri sjálf-
um, sem sest nú aftur við píanóið eft-
ir mikla fjarveru vegna veikinda,
Barnakór Giljaskóla undir stjórn
Ástu Magnúsdóttur syngur og fleiri
hljóðfæraleikarar taka þátt í flutn-
ingnum. Nemendur Fjölmenntar og
Hæfingastöðvarinnar við Skógar-
lund opna sýningu í Hofi á munum
sem þau hafa unnið í vetur. Að lok-
inni dagskrá verður boðið upp á létt-
ar veitingar. Opnunarhátíðin hefst
sem fyrr segir klukkan 14 og eru all-
ir hjartanlega velkomnir, að því er
segir í tilkynningu.
Hinn árlegi eyfirski safnadagur
er á laugardaginn og þá verður frítt
inn á söfn í firðinum frá kl. 13 til 17.
Sums staðar verða veitingar í boði
og boðið upp á skemmtun og fróð-
leik.
Tvennir Evróvisjóntónleikar
verða í Hofi á laugardaginn. Fljót-
lega seldist upp á tónleika kl. 18 og
því var öðrum bætt við kl. 21. Frið-
rik Ómar og Regína Ósk koma fram
ásamt fulltrúum Íslands í ár, Gretu
Salóme og Jónsa, félögum úr Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands og nem-
endum Tónlistarskólans á Akureyri.
Vortónleikar Karlakórs Akur-
eyrar, Geysis, verða í Glerárkirkju á
laugardaginn og hefjast kl. 15. Þeir
eru jafnan hápunktur starfsársins.
Kristján hættir með Vikudag
Morgunblaðið/Skapti
Frumflutningur Jón Hlöðvar ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni áður en sá
síðarnefndi frumflutti sex píanólög eftir tónskáldið í Hofi fyrr á árinu.
NÝ
www.avon.is
Glæsileg heimasíða og vefverslun
Frábær opnunartilboð
Skráðu þig á póstlista
www.avon.is
Þú gætir dottið í lukkupottinn
og unnið Avon Gjafabréf að
verðmæti 10.000 kr.
Nýjir sölufulltrúar velkomnir!
Þær sem gerast sölufulltrúar
fyrir 11. maí fá glæsilegar gjafir.
Sjá nánar á www.avon.is
Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150
Baðolían frá AVON er komin aftur.
Baðolían sem beðið
hefur verið eftir!