Morgunblaðið - 03.05.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012
Sigmundur Sigurgeirsson
Selfossi
Hveragerðisbær hefur um skeið
notað sérstakt rafgreint og salt-
blandað vatn til þrifa í helstu stofn-
unum bæjarins með góðum ár-
angri.
Saltvatnið er rafgreint í búnaði
sem ber nafnið Toucan, frá fyr-
irtækinu Centreco í Bretlandi. Með
þeirri tækni sem þróuð hefur verið
af fyrirtækinu er hægt að nota
hefðbundið salt blandað við vatn til
þrifa og sótthreinsunar.
Hveragerðisbær fyrsta sveit-
arfélagið sem notar efnið
Við rafgreininguna verður bland-
an að einhverskonar klórvatni. Í
Hveragerði hefur efnið verið notað
til þrifa í leikskólanum, grunnskól-
anum, sundlauginni og víðar með
góðum árangri, auk þess sem
kostnaðurinn við þrif hefur minnk-
að og efnið er fullkomlega nátt-
úrulegt og mengar ekki.
Á dögunum veitti Geoff Bowers,
framkvæmdastjóri Centerco,
Hveragerðisbæ viðurkenningu fyr-
ir að vera fyrsta sveitarfélagið til
að nota efnið í þrifum í öllum sín-
um stofnunum.
Binda miklar vonir
við tæknina
Bowers sagði við þetta tækifæri,
að fyrirtækið byndi miklar vonir
við tæknina, sem fæli í sér að hægt
yrði að draga úr notkun mengandi
efna við almenn þrif og sótthreins-
un, ásamt því að spara fjármuni.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar-
stjóri Hveragerðis, sagði það
skipta miklu fyrir bæjarfélagið að
geta í hvívetna nýtt sér aðferðir og
tækni við að draga úr mengun og
notkun Toucon-tækninnar félli vel
að stefnu Hveragerðisbæjar sem
umhverfisvæns samfélags.
Innan tíðar verður hægt að
kaupa hér á landi rafgreiningar-
búnað þann, sem ætlaður er til
heimilisnota. Eina sem þarf er
vatnið úr krananum og lítið magn
af borðsalti til að mynda blönduna
sem á að geta komið í stað meng-
andi hreinsivökva.
Rafgreint vatnið spar-
ar og mengar ekki
Morgunblaðið/Sigmundur
Viðurkenning Geoff Bowers, forstjóri Centrego, afhenti Aldísi Hafsteins-
dóttur, bæjarstjóra, viðurkenningarskjöld, vegna notkunar nýja tækisins.
Nýr búnaður
notaður við þrif
með góðum árangri
Ný tækni Úðabrúsi á hleðslutæki,
sem ætlaður er til notkunar á heim-
ilum. Þessi búnaður kemur á mark-
að hér á landi á næstunni.
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi athugasemd frá umhverfis-
ráðuneytinu:
Í frétt Morgunblaðsins frá því í
(gær)morgun segir að umhverfis-
ráðherra hafi farið með rangt mál í
svari við fyrirspurn Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar á Alþingi fyrr í vik-
unni. Ráðherra sagði í svari sínu að
ekki væri hægt að segja til um
hversu margir svartfuglar væru
veiddir af hlunnindakortshöfum, en
þingmaðurinn vísar til þess að Um-
hverfisstofnun hafi látið honum í té
sundurliðaðar veiðitölur frá því í
fyrra á fimm fuglategundum.Töl-
urnar sem þingmaðurinn fékk frá
Umhverfisstofnun sýna sundur-
liðun á þeirri hlunnindaveiði sem er
skráð sem slík á veiðiskýrslum.
Þeim möguleika var bætt við skila-
vef veiðiskýrslna í fyrsta sinn fyrir
skýrslur ársins 2011 að veiðimenn
gætu skráð hversu stór hluti heild-
arveiðinnar væri hlunnindaveiði.
Sérfræðingar Umhverfisstofnunar
og umhverfisráðuneytisins telja
slíkar tölur geta gefið ákveðnar vís-
bendingar, en þessari fyrstu skrán-
ingu þurfi að taka með nokkrum
fyrirvara. Aukna reynslu þurfi á
skráningu hlunnindaveiða á veiði-
skýrslum áður en telja megi töl-
urnar áreiðanlegar og því sé ekki
hægt að segja með öryggi til um
heildarveiði handhafa hlunn-
indakorta á grundvelli þessarar
einu mælingar. Þá hafa ekki allar
skýrslur fyrir árið í fyrra skilað sér
að fullu enn, svo ekki er um endan-
legar tölur að ræða. Af framan-
greindu má sjá, líkt og fram kom í
svari umhverfisráðherra, að ekki
er hægt að segja með vissu til um
hversu margir svartfuglar eru
veiddir af hlunnindakortshöfum.
Taka þarf skrán-
ingu með fyrirvara
Framkvæmdir við endurnýjun og
fegrun Klapparstígs ofan Lauga-
vegar, sem hafa staðið yfir frá apr-
ílbyrjun, ganga vel þrátt fyrir að
fleyga hafi þurft meira af klöpp
undir götunni fyrir lögnum en áætl-
að var.
Í samræmi við áfangaskiptingu
verksins hefur til þessa aðeins verið
unnið á kaflanum frá Laugavegi
upp að Grettisgötu. Nú í vikunni
hefst nýr áfangi þegar eldra yfir-
borð verður hreinsað af gatnamót-
um Grettisgötu og Klapparstígs.
Við það breytast hjáleiðir vegna
takmarkana á umferð um Grettis-
götu og þar sem gatnamótin verða
hvort sem er lokuð var ákveðið að
heimila verktaka að hefja einnig
vinnu í þessari viku við þriðja
áfanga, sem er götukaflinn frá
Grettisgötu að Njálsgötu. Það er
tveimur vikum fyrr en áætlað var
og skapar sú breyting á tímaáætlun
svigrúm í slagnum við harða klöpp-
ina, segir í frétt frá borginni.
Klapparstígurinn
stendur undir nafni
Í blaðinu í gær
bls. 26 var grein
eftir Þorvald Jó-
hannsson um Lá-
varða og Riddara
GSF.
Ekki tókst betur
til en svo að birt
var mynd af Ósk-
ari Friðrikssyni
með greininni í
stað höfundar.
Við birtum hér mynd af Þorvaldi og
biðjum hann, Óskar og lesendur
blaðsins velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Þorvaldur
Jóhannsson
Röng mynd
ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939
Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00
Opið um helgar frá 18:00 - 23:00
frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com
Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar
ÞrÍr frakkar
Café & Restaurant
Nýr soðinn rauðmagi
í hádeginu
Eigendurað34,38%hlut íHSVeitumhf.hafafaliðFyrirtækjaráðgjöf
Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri
sölu á eignarhlut sínum í félaginu. Þessi hlutur er í dag í eigu
Reykjanesbæjar, Orkuveitu Reykjavíkur, Grindavíkurbæjar, Sand-
gerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga.
HS Veitur hf. eru dreifiveita rafmagns samkvæmt Raforkulögum
nr. 65/2003 og annast að auki dreifingu heits vatns og ferskvatns á
starfssvæðum sínum.Höfuðstöðvar félagsins eru í Reykjanesbæ en
jafnframt eru starfsstöðvar í Árborg, Hafnarfirði og í Vestmanna-
eyjum.
Söluferlið er opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylla
skilyrði um að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr.
108/2007umverðbréfaviðskipti,aukaðilasembúayfirfullnægjandi
þekkingu og reynslu og geta sýnt framá eiginfjárstöðu umfram300
milljónir kr. Seljendur áskilja sér þó rétt til þess að takmarka aðgang
að söluferlinu, meðal annars í þeim tilvikum þegar fyrir hendi eru
lagalegar takmarkanir á því að fjárfestir eignist hlut í félaginu, svo
sem vegna samkeppnisreglna.
Áhugasömum fjárfestum er bent á að hafa samband við Fyrir-
tækjaráðgjöf Íslandsbanka í síma 440 4000 eða með því að senda
tölvupóst á netfangið hsveitur2012@islandsbanki.is. Áhugasamir
fjárfestar þurfa að fylla út trúnaðaryfirlýsingu ásamt því að
leggja fram nauðsynlegar upplýsingar og gögn sem staðfesta að
ofangreind skilyrði séu uppfyllt. Í kjölfarið fá fjárfestar afhentar
frekari upplýsingar um tímasetningar og skilmála söluferlisins auk
upplýsinga um fjárhag og starfsemi félagsins.
34,38% hlutur í HS Veitum hf. í söluferli
- Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka falið
að annast söluferli
- Söluferlið opið öllum fjárfestum sem
uppfylla tilgreind skilyrði
Fyrstu fjóra mánuði þessa árs
fóru að meðaltali 433 bílar á sólar-
hring um Héðinsfjarðargöng, sam-
kvæmt tölum, sem Friðleifur I.
Brynjarsson hjá Vegagerðinni hef-
ur tekið saman fyrir Siglfirðing.is.
Þetta er svipuð umferð og í fyrra,
en þá fóru 436 bílar um göngin að
meðaltali. Munurinn er aðeins
0,7%.
Mest var umferðin 30. apríl í ár,
eða 1.262 bílar. Á sama tímabili á
síðasta ári var metið 1.029 bílar.
Páskaumferðin var minni í ár
en í fyrra, sem gæti skýrst af því
að páskarnir voru frekar snemma
í ár. Á móti kemur að um síðustu
helgi var mjög mikil umferð nyrst
á Tröllaskaga vegna fjölmenns
blakmóts.
Svipuð umferð um Héðinsfjörð