Morgunblaðið - 03.05.2012, Side 18

Morgunblaðið - 03.05.2012, Side 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 Talíbanar sem gengið hafa til liðs við stjórnar- hermenn í borginni Herat í vesturhluta Afgan- istan sýna vopnabúnað sinn. Mjög hefur dregið úr árásum talíbana víða í landinu síðustu mánuði en þeir hafa þó gert öflugar sjálfsmorðsárásir í Kabúl. Talsmenn talíbana sögðu í yfirlýsingu í gær að vorsókn þeirra myndi hefjast í landinu öllu á morgun, fimmtudag. Skotmörkin yrðu „út- lendu innrásarmennirnir, ráðgjafar þeirra, verktakar þeirra, allir sem veita þeim aðstoð á sviði hernaðar og upplýsinga“. Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Ha- mid Karzai, forseti Afganistan, undirrituðu á þriðjudag samning um áframhaldandi aðstoð Bandaríkjamanna eftir að erlenda herliðið hverfur frá landinu fyrir árslok 2014. Tekið hef- ur nær tvö ár að klára samninginn enda margir ásteytingarsteinar í samskiptunum. Í honum er ákvæði um að Afganar heiti því að draga úr gríðarlegri spillingu sem grefur undan barátt- unni gegn talíbönum. Heimild er til að banda- rískir hermenn aðstoði við þjálfun eftir 2014. Ekki er kveðið á um að Bandaríkjamenn hætti þegar að gera árásir með mannlausum sprengju- vélum sem oft hafa valdið mannfalli í röðum óbreyttra borgara. Karzai hefur áður krafist þess að slíkum árásum verði hætt. AFP Talíbanar segja vorsóknina að hefjast Skotmörkin verða útlendingar og þeir sem aðstoða þá við hernaðinn í Afganistan Allt að 20 manns féllu í mótmæl- um í Kaíró í gær. Hópur manna gerði árás á mót- mælendur úr röðum stuðn- ingsmanna harð- línuklerks ísl- amista, Hazem Abu Ismail, sem ekki fær að bjóða sig fram í emb- ætti forseta í fyrri umferð forseta- kosninganna 23.-24. maí. Ismail er salafisti, flokkur þeirra hreppti um fjórðung sæta í fyrstu þingkosningum eftir fall Hosni Mubaraks. Herforingjastjórnin sem þá tók við völdum sagði í gær að hún myndi láta strax af völdum ef forseti næði kjöri í fyrri umferð. kjon@mbl.is Mannfall í mót- mælum gegn stjórn herforingjanna Hazem Abu Ismail EGYPTALAND Risaeðlur urðu að sætta sig við of- sóknir af hendi smávaxinna óvina. Flær, sem reyndar voru um 10 sinn- um stærri en flærnar sem plaga hunda samtímans, réðust á mjúkan kvið dýranna og stungu með geysi- lega öflugum sograna sínum. „Þetta hefur verið eins og að fá stungið í sig lyfjasprautu,“ segir vísindamaðurinn George Poinars við ríkisháskólann í Oregon en hann sérhæfir sig í fornum og út- dauðum lífverum. Risaflærnar gátu auðveldlega náð með klóm sínum góðu taki á húð risaeðlunnar, sem var þakin litlum flögum. Kínverskir vísinda- menn fundu nýlega steingerðar leifar af flónum. kjon@mbl.is Risaflær ofsóttu risaeðlurnar BANDARÍKIN Leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Búrma, Aung San Suu Kyi, tók í gær sæti á þingi. Suu Kyi hefur að mestu leyti verið í stofufangelsi undanfarin 22 ár. Þjóðar- bandalag hennar um lýðræði, NLD, vann stórsigur í aukakosningum um nokkra tugi sæta 1. apríl. Her- foringjastjórn landsins ógilti þing- kosningar sem bandalag Suu Kyi vann með um 90% atkvæða árið 1988. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990. kjon@mbl.is Suu Kyi tekur sæti sitt á þingi Aung San Suu Kyi BÚRMA Kristján Jónsson kjon@mbl.is Kínverjar hvöttu í gær Bandaríkjamenn til að hætta að „blekkja almenningsálitið“ með yfir- lýsingum um mál Chens Guangchengs, blinds andófsmanns sem yfirgaf bandaríska sendiráð- ið í Peking í gær eftir nær vikudvöl. Hann er nú á sjúkrahúsi í Peking vegna meiðsla sem hann hlaut á flóttanum en Chen leitaði verndar hjá Bandaríkjamönnum eftir að hafa flúið úr stofufangelsi í Shandong-héraði. Chen vill að sögn vina sinna ekki yfirgefa Kína. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, ræddi í síma við Chen í gær og segir að stjórnvöld í Washington séu sem fyrr stað- ráðin í að gæta hagsmuna hans. Segja banda- rískir diplómatar m.a. að samið hafi verið um að Chen, sem er fertugur, fengi frelsi og leyfi til að stunda háskólanám en hann er sjálflærð- ur lögfræðingur. Einnig hafi því verið heitið að láta eiginkonu Chens og börn í friði en andófsmaðurinn hefur sakað lögreglumenn um að hafa barið þau og angrað með ýmsum hætti. Náinn vinur Chens sagði í gær að hann hefði sætt sig við samning- inn milli Kínverja og Bandaríkjamanna vegna þess að embættismenn hefðu hótað að láta ella misþyrma fjölskyldu hans og vinum. Ljóst þykir að standi Kínastjórn ekki við samninginn muni það verða vopn í höndum andstæðinga Baracks Obama Bandaríkjaforseta í barátt- unni vegna forsetakosninganna í nóvember. Gangist við ábyrgð Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytis- ins, Liu Weimin, sagði að Bandaríkjamenn yrðu að biðjast afsökunar á sínum þætti í mál- inu, gangast við ábyrgð sinni og „fleygja henni ekki yfir á aðra“. Chen flúði úr stofufangelsi í Kína fyrir liðlega viku. Hann varð fyrst þekkt- ur í júní 2005 þegar hann sakaði embættis- menn í Shandong um að hafa neytt konur með ofbeldi til að fara í ófrjósemisaðgerð eða í fóst- ureyðingu seint á meðgöngu. Bandaríkin biðjist afsökunar  Kínastjórn sögð hafa heitið því að láta andófsmanninn Chen og fjölskyldu hans í friði  Vinur hans segir að Chen hafi yfirgefið sendiráðið vegna ofbeldishótana gegn konu og börnum AFP Frjáls? Chen Guangcheng ekið í hjólastól á sjúkrahúsinu í Peking í gær. LAUGAVEGI 32 · SJADU.IS SÍMI 561 0075 Full búð af nýjum og flottum gleraugum KOMDU OG SJÁÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.