Morgunblaðið - 03.05.2012, Page 32

Morgunblaðið - 03.05.2012, Page 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 07 53 HVERT SEM TILEFNIÐ ER Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sýndu þeim leyndarmálum sem þér hefur verið trúað fyrir fyllstu virðingu og geymdu þau hjá þér. Ekki skuldbinda þig til neins sem þú ert eitthvað efins um. Þú getur allt sem þú vilt. 20. apríl - 20. maí  Naut Stundum kunna breytingar að vera nauðsynlegar breytinganna vegna. Skrifaðu hjá þér minnispunkta fyrir seinni tíma. Ein- hver sýnir þér áhuga, en þú veist ekki um til- finningar þínar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ókláruð verk kalla á þig að hefjast handa. Þú ættir að taka að þér að skemmta í veislum, þú hefur alveg hæfileikana í það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Í dag er dagurinn til að hefja lífsstíls- breytinguna. Þú veist nákvæmlega hvað þú vilt og líka hvernig þú átt að fá því fram- gengt. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert tilfinninganæmari en ella. Ástin sigrar allt með smá slatta af þolinmæði í far- teskinu. Þú ættir að fara oftar út að ganga. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Að vera innan um fólk sem trúir á þig og hvetur hefur áhrif á viðhorf þitt og þar með hæfileika og framleiðni. Notaðu krafta þína til þess að laða nýjan vin að vinahópn- um. 23. sept. - 22. okt.  Vog Samræður við aðra eru uppörvandi og hvetjandi í dag. Tilfinningar þínar eru sterkari en vanalega, ekki síst gagnvart þínum nán- ustu. Mundu eftir morgunmatnum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þig hefur langað að kaupa viss- an hlut í langan tíma. Leyfðu öðrum að hjálpa til þegar þú þarft hjálp, það er ekki veik- leikamerki, þvert á móti. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ættingi þinn réttir þér hjálp- arhönd í minniháttar vandamáli. Reyndu að útiloka stress þó ekki sé nema í fimmtán mínútur. Hvernig væri að taka hjólið fram? 22. des. - 19. janúar Steingeit Hættu að vorkenna þér og drífðu þig til starfa. Láttu vonbrigði ekki ná tökum á þér þó hlutirnir gangi ekki alveg upp. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert árásargjarnari en áður. Ein- hver ágreiningur gæti komið upp varðandi heimilisstörfin, virkjaðu fjölskylduna betur og þá er það vandamál úr sögunni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Hugur þinn er einstaklega skapandi í dag. Sýndu hugmyndaauðgi og útsjónarsemi þegar þú leitar aðstoðar annarra. Hjólaðu í vinnuna ef þú mögulega getur. Þú saknar einhvers en veist ekki hvers. Sigurður Sigurðarson orti vísur í„gáttlæti um roskin hjón“, sem hann heimsótti nýlega: „Ég færði þeim mynd, sem ég hafði tekið af þeim í hlýjum armlögum. Þau unn- ast heitt eftir meira en hálft stórt hundrað ára í sambúð: Höndin lögð að hálsi og vanga hjartans kenndum miðlað fær. Snerting lífgar alla anga allt frá kolli og niður í tær. Hún með blíðu honum strýkur hjartað svo að slái rótt. Unaðurinn engu líkur endist fram á rauða nótt. Gæfu njóti á láði og legi ljúfu hjón, sem hér fæ kvatt. Ykkar lífs að endadegi ástarbálið logi glatt.“ Á dögunum birtist vísa Davíðs Hjálmars Haraldssonar um Hall- mund Kristinsson, sem tók langan tíma í að mála grindverkið heima hjá sér. Hallmundur lætur ekki eiga inni hjá sér: Rannsóknirnar rengt ég gat sem reyndust lítið unnar; hérinn lagði hæpið mat á hraða skjaldbökunnar. Eiríkur Páll Sveinsson sendi vísu í Vísnahornið, sem varð til eftir lestur gærdagsins: Ekki varð mér alveg rótt, er ég heyrði um slysið. Kristján, Jón og Friðrik fljótt, finna ekki risið. Hjálmar Freysteinsson yrkir að gefnu tilefni: Árborgar skilst mér íbúar um allar götur stikli. Hátíðlegur er haldinn þar Hundaskítsdagurinn mikli. Flestir þekkja jú til fiskidagsins mikla á Dalvík. Og Davíð Hjálmar klykkir út með: „Íbúar Árborgar eru engir meðalmenn. Ekki er nóg með að þeir haldi hátíðlegan Hundaskíts- dag, nú segja þeir að á Selfossi verði í sumar boðin til sölu fjósalykt í tunnu. Maður bíður eftir því að þeir fari að bera sólskinið í bæinn í húfum sínum. Sumarlangt í sólar roða Selfyssingar brosa hýrt, fjósalykt í tunnur troða og túrhestunum selja dýrt.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af gáttlæti, unaði og hundaskítsdeginum G æ sa m a m m a o g G rí m u r G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð ile g i F er d in a n d ÉG HELD AÐ ÉG HAFI ORÐIÐ LÍSU TIL SKAMMAR AF HVERJU MAN ÉG ALDREI... AÐ NOTA HNÍFAPÖRIN! OG SLEPPT ÞVÍ AÐ PANTA BÚÐING MEÐ SPAGHETTÍ OG BANANABRAGÐI ÖMURLEGT VEÐUR! ERTU AÐ KVARTA? ÞÚ GERIR EKKERT ANNAÐ EN AÐ KVARTA ALLAN DAGINN! ÉG HEF FULLA ÁSTÆÐU TIL AÐ KVARTA! ÞAÐ ER ÞAÐ EINA SEM ÉG ER VIRKILEGA GÓÐ Í! „VANTAR ÞIG SKOTFÆRI Í VALSLÖNGVUNA ÞÍNA? GUNNAR OG JÓN, FRAMLEIÐA SKOTFÆRI AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM OG... ...VIÐ SENDUM HEIM” ÞANNIG AÐ RUNÓLFUR SPRENGDI „HELLO KITTY” BLÖÐRUNA, Í SKRÚÐGÖNGUNNI? JÁ, HANN GAF HENNI NÆLU TIL AÐ VERA MEÐ Á STEFNU- MÓTINU ÞEIRRA ER ALLT Í LAGI MEÐ HANN? JÁ, EN ÞEIR FÓRU SAMT MEÐ HANN Á SPÍTALANN TIL ÖRYGGIS HVERS Á ÉG AÐ GJALDA?! Lionel Messi hafði það af að slámarkametið, sem Gerd Müller setti fyrir 39 árum. Messi skoraði þrjú mörk í 4-1 sigri Barcelona á Malaga í gærkvöldi. Þar með hefur hann skorað 68 mörk fyrir liðið á þessu keppnistímabili og getur enn bætt við. Müller skoraði 67 mörk fyr- ir Bayern München tímabilið 1972- 73. Þótt Messi hafi verið frábær eru stærstu titlarnir þó utan seilingar. Liðið sér á eftir Spánartitlinum í hendur Real Madrid og verður fjarri góðu gamni þegar leikið verður til úrslita í meistarakeppni Evrópu í München síðar í mánuðinum. x x x Þar mun Bayern mæta Chelsea,sem sló hitt spænska stórveldið, Madrid, út í meistarakeppninni. Bæjarar hafa verið frekar lánlausir í búndeslígunni í vetur – ef kalla má annað sæti í deildinni lánleysi. Þeir hafa í það minnsta ekki haft roð við Dortmund þegar mest hefur legið við. Dortmund komst hins vegar ekk- ert áleiðis í meistaradeildinni. x x x Bayern hefur verið þekkt fyrir aðdraga fram veskið í hvert skipti sem örlar á hæfileikum hjá þýskum leikmanni, en hefur minna gert af því að leita á alþjóðlegan stjörnumarkað. Frakkinn Franc Ribery og Hollend- ingurinn Arjen Robben eru þó und- antekingar frá því. Hann fer í fýlu þegar hann er ekki með boltann, vill helst halda honum þegar hann fær hann og er kallaður „Aleinikow“ af félögum sínum fyrir vikið. Í leik gegn Dortmund, sem í raun réð úrslitum um þýska meistaratitilinn, var hann að veiflast inni í teig eftir hornspyrnu og gerði að verkum að leikmaður Dortmund var réttstæður þegar liðið komst yfir. Því næst tók hann víti, sem hann skaut beint í fang mark- varðar Dortmund. Að síðustu skaut hann himinhátt yfir mark andstæð- inganna af þriggja metra færi. Sumir segja að hann hafi þarna kostað Bay- ern meistaratitilinn. Der Spiegel kallar Robben stórslys fyrir Bæjara og áhangendur þeirra. Þegar honum takist best upp sé hann hins vegar óviðjafnanlegur og því sé hann besta stórslys, sem fyrir Bæjara gat kom- ið. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.