Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 22
Landbúnaðarhá-
skóla Íslands á
Hvanneyri og
Landgræðslunn-
ar með svonefnd-
um TAIEX-styrk
frá ESB.
„Hér eru á ferð
innleiðingar-
styrkir ESB. Þeir
eru hluti af því
sem við í Bænda-
samtökunum nefnum aðlögun í felu-
litum, þ.e. undirbúningi aðildar Ís-
lands að sambandinu undir yfirskini
einhvers konar rannsókna,“ segir
Haraldur og rökstyður mál sitt.
Stjórnkerfið aðlagað að ESB
„Af öðrum dæmum má nefna um-
ræður um veiðibann á svartfugli en
segja má að þar sé á ferð hluti af
þeirri aðlögun sem þarf að fara fram
í landbúnaði áður en til aðildar kem-
ur. Fyrirhugaðar breytingar á
stjórnarráðinu eru angi af sama
meiði, enda beinlínis kveðið á um það
í opnunarskilyrðum um byggðamál
að stjórnkerfinu þurfi að breyta svo
byggja megi upp þær afgreiðslu- og
framkvæmdastofnanir sem þörf er á,
svo framkvæma megi landbúnaðar-
og þar með byggðastefnu ESB á Ís-
landi,“ segir Haraldur sem telur
þessi dæmi færa sönnur á málflutn-
ing samtakanna í Evrópumálum.
Aðlögun en ekki samningar
„Við vorum með þeim fyrstu sem
bentum á að Ísland væri ekki í samn-
ingaferli við Evrópusambandið held-
ur í aðlögunarferli. Þessu var mót-
mælt á sínum tíma en nú, nokkrum
misserum síðar, er þetta óhrekjan-
leg og viðurkennd staðreynd. Þegar
íslensk stjórnvöld lögðu fram um-
sókn um aðild að sambandinu 16. júlí
2009 var ekki öllum ljóst að Ísland
væri að fara í aðlögunarferli. Nú er
þetta breytt. Samt má enn finna
menn sem halda því fram að ýmsar
rannsóknir og greinargerðir sem
unnið er að séu aðeins liður í að
kanna hvað þurfi að innleiða, byggja
upp og undirbúa í stjórnkerfinu komi
til aðildar. Auðvitað eiga menn að
láta af þessum látaleik og segja
hreint út sem er að Ísland er í aðlög-
un. Komið hefur fram í samskiptum
Bændasamtakanna við sendinefndir
ESB að eftir að aðildarumsókn er
lögð fram vilji sambandið búa svo um
hnútana að umsóknarlandið geti orð-
ið fullgilt aðildarríki frá fyrsta degi.
Fulltrúar sambandsins eru hrein-
skiptnir í þessu efni og benda á hvað
þurfi að laga í stjórnkerfinu og á öðr-
um sviðum. Þeir furða sig jafnan á
því af hverju öllum sé það ekki ljóst á
Íslandi að landið er í aðlögunarferli.“
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Það leynir sér ekki að það er byrjað
að undirbúa aðlögun íslensks land-
búnaðar að sameiginlegri landbún-
aðarstefnu Evrópusambandsins.
Nýjasta dæmið er undirbúningur að
landfræðilegu upplýsingakerfi sem
yrði lagt til grundvallar við innleið-
ingu landbúnaðarstefnunnar, kæmi
til aðildar Íslands að sambandinu.
Umrætt rannsóknarverkefni verður
lagt fram á fundi samningahóps um
landbúnað í utanríkisráðuneytinu á
mánudaginn kemur,“ segir Haraldur
Benediktsson, formaður Bændasam-
takanna, um fyrirhugaða kortagerð
vegna aðildarumsóknar Íslands.
Að sögn Haraldar er verkefnið um
gerð hins nýja gagnagrunns unnið í
samstarfi Landmælinga Íslands,
Aðlögun í felulitum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímson
Kindur á Mógili Unnið er að undirbúningi nýs kortagrunns til samræmis við landbúnaðar- og styrkjakerfi ESB.
Nýtt kortakerfi í smíðum að kröfu ESB Enn eitt dæmið
sem sannar að aðlögun er hafin, að mati Bændasamtakanna
ESB kynnir fleiri styrki
» Evrópustofa hyggst kynna
styrki frá ESB og ýmis sam-
starfsverkefni á þess vegum á
ESB-hátíðinni í næstu viku.
» Fer kynningin fram í Hörpu
sunnudaginn 13. maí en
síðar um daginn fer þar fram
djasshátíð í boði sambandsins.
» Hátíðin hefst á mánudaginn
kemur og lýkur á sunnudag.
Haraldur
Benediktsson
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
ARMANI
D&G
STENSTRÖMS
BALDESSARINI
SCHUMACHER
T BY ALEXANDER WANG
CAMBIO
ROCCO P
PEDRO GARCIA
PAOLO DA PONTE
•
Lífeyrissjóður starfsmanna
Reykjavíkurborgar
Starfsemi LsRb 2011 Allar fjárhæðir í milljónum króna
Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12 2011 2010
Samtals Samtals
Iðgjöld 1.692 1.619
Lífeyrir -2.474 -2.377
Fjárfestingartekjur 4.787 2.731
Fjárfestingargjöld -58 -40
Rekstrarkostnaður -73 -51
Sérstakur skattur -47 0
Hækkun á hreinni eign á árinu 3.827 1.882
Hrein eign frá fyrra ári 54.376 52.494
Hrein eign til greiðslu lífeyris 58.203 54.376
Efnahagsreikningur
Verðbréf með breytilegum tekjum 2.140 1.444
Verðbréf með föstum tekjum 54.723 51.501
Veðlán 1.183 1.207
Aðrar eignir 227 178
Kröfur 48 83
Skuldir -118 -37
Hrein eign til greiðslu lífeyris 58.203 54.376
Kennitölur
Nafn ávöxtun 8,6% 5,1%
Hrein raunávöxtun 3,2% 2,4%
Hrein raunávöxtun - 5ára meðaltal 4% 4,1%
Fjöldi sjóðfélaga 740 792
Fjöldi lífeyrisþega 2.783 2.719
Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,1% 0,1%
Eignir í íslenskum krónum í % 99,2% 99,8%
Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 0,8% 0,2%
Eign umfram heildarskuldbindingar í % -22,9% -20,3%
Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -18,7% -15,3%
Birt með fyrirvara um prentvillur
Ársreikning LsRb 2011 má sjá í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is
Ársfundur 2012
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar 2012, verður
haldinn miðvikudaginn 16. maí kl. 15.00 í húsakynnum BSRB að
Grettisgötu 89, Reykjavík.
Stjórn og framkvæmdastjóri
Í stjórn sjóðsins eru Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður, Ása
Clausen, Jón Fjörnir Thoroddsen, Júlíus Vífill Ingvarsson og
Þorgrímur Hallgrímsson.
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson
Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími 5 700 400, lss@lss.is - www.lss.is
Evrópuþingið fagnar fyrirhuguðum
breytingum á skipan ráðuneyta í
stjórnarráði Íslands en það lítur
svo á að þær styðji við hið al-
menna markmið að efla stjórn-
kerfið og samhæfingu innan þess.
Evrópuþingið tekur jafnframt
tillit til þess að unnið sé að endur-
skoðun íslenska fiskveiðistjórn-
unarkerfisins samhliða endur-
skoðun á sjávarútvegsstefnu ESB.
Þingið fagnar því að breytingar
skuli hafa verið gerðar á ráðherra-
liðinu á gamlársdag og er það sagt
í trausti þess að nýtt ráðherralið
haldi samningaviðræðum við sam-
bandið áfram „með jafnvel meira
afli og af meiri ásetningi í átt til
aðlögunarferlisins“.
Þingið ítrekar einnig kröfuna um
að íslensk stjórnvöld opni fyrir er-
lenda fjárfestingu í orkugeiranum,
samgöngum og sjávarútvegi.
Þá er það talið nauðsynlegt að
upplýsa þegna aðildarríkja ESB um
þær afleiðingar sem aðild Íslands
að sambandinu hafi í för með sér.
Er framkvæmdastjórn ESB sem
og einstök aðildarríki hvött til að
beita sér í þessa veru.
Fagnar uppstokkun ráðuneyta
VIÐHORF ESB TIL UMSÓKNARFERLISINS