Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 18
Norðmanna mikið traust til dóms-
kerfisins þar í landi.
Hann sagði að ekki væri hægt að
fjalla um tiltrú almennings án þess
að horfa á málið í víðara samhengi,
setja þyrfti það í efnahagslegt og
pólitískt samhengi. Hann vísaði í
könnun um traust almennt en þar
kom fram að um þrjátíu prósent
svarenda teldu að flestum mætti
treysta. „Traust á náunganum
mælist hins vegar um sextíu prósent
í nágrannalöndum okkar. Það er
eitthvað skrítið í gangi hér á landi
sem þarf að horfast í augu við.
Traust fer minnkandi.“
Traustmælingar á dómskerfinu
ekki góður mælikvarði
Í erindi sínu sagði Róbert að það
væri liðin tíð að rómantísk sýn á
dómskerfið sæist. Hann reyndar dró
í efa að almennar traustmælingar á
dómskerfinu væru góður mæli-
kvarði því fólk gerði eflaust ekki
greinarmun á hæstaréttardómara
og formanni lögmannafélagsins. All-
ir leikendur væru því undir og því
væri mælikvarðinn ekki réttur.
Þá sagði hann að of margir mynd-
uðu því ytra byrðið og almenningur
vissi því of lítið um eðli dómstóla.
Hann vísaði til þess að í Danmörku
hefðu dómstólar útbúið kynningar-
efni sem dreift var víða, en þar var
sýnt fram á með aðgengilegum
hætti út á hvað dómstólar gengju í
landinu.
Ennfremur benti Róbert á að ekki
væri hægt að líta á fjölmiðla sem
áreitisvald. Þvert á móti ætti í
rekstri dómstóla að gera ráð fyrir
samstarfi við fjölmiðla. Fjölmiðlar
ættu að hafa sérstakan forgang að
dómsmálum, og jafnvel ætti að koma
upp stöðu löglærðs upplýsingafull-
trúa hjá dómstólum.
Að endingu sagði Róbert að nál-
arauga fjölmiðla og almennings væri
orðið stærra og það skipti máli hver
ásýnd mála væri. Þó yrði að taka
fram að íslenska dómskerfið væri
mjög gott og gríðarlega skilvirkt.
Markmið dómstólalaganna um
aukna tiltrú hefur ekki náðst
Um 80% Norðmanna treysta dómskerfi sínu vel en aðeins 38% Íslendinga
Morgunblaðið/Ernir
Réttur Færri Íslendingar treysta dómskerfi sínu en aðrir Norðurlandabúar.
SVIÐSLJÓS
Andri Karl
andri@mbl.is
„Vanþekking skapar vantraust, það
er grundvallaratriðið í þessari um-
ræðu,“ sagði Róbert Spanó, prófess-
or og forseti lagadeildar Háskóla Ís-
lands, í málstofu um traust á
dómstólum og tjáningarfrelsið á
lagadeginum sem haldinn var á Nor-
dica Hilton í gær. Hann kallaði eftir
nánara samstarfi við fjölmiðla og að
dómstólarnir kynntu starfsemi sína
betur.
Lagt var upp með að rætt yrðu
um hvort réttarríkinu væri hætta
búin vegna umfjöllunar um dómsmál
í fjölmiðlum og hverjar væru skyld-
ur og ábyrgð þeirra. Einnig hvers
vegna traust almennings á dómstól-
um hefði dalað á undanförnum árum
og hvort of mikil fjarlægð væri á
milli almennings og réttarkerfisins
Þá var rætt um mikilvægi tjáning-
arfrelsis og því velt upp hvernig
vörslumenn réttarríkisins gætu
staðið þéttar vörð um traust á dóm-
stólum.
Traust á dómstóla hefur
minnkað frá 1999
Samkvæmt mælingu sem gerð var
nýverið mælist traust á dómskerfinu
meðal almennings 38%. Í erindi
Arnars Þórs Jónssonar, sérfræðings
við lagadeild Háskólans í Reykjavík,
kom fram að traustið hefði aðeins
einu sinni farið yfir 40% frá árinu
1999 og ljóst væri að markmið laga
um dómstóla sem sett voru árið 1998
hefði augljóslega ekki náð markmiði
sínu. Hann benti á að í greinargerð
með frumvarpinu segði að megintil-
gangur þeirra væri að styrkja stöðu
og sjálfstæði dómstóla en ekki síður
að auka tiltrú fólks á réttarkerfinu.
Arnar benti á að það sem væri
jafnvel meira truflandi væri að dóm-
stólar annars staðar á Norðurlönd-
um nytu mun meira trausts en ís-
lenskir. Þannig bæru um 85%
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
ÞAÐ KOSTAR LÍKA AÐ ÞVO SJÁLFUR!
LÁTTU OKKUR SJÁ UM ÞÍNAR SKYRTUR.
330 KR. SKYRTAN
hreinsuð og pressuð
-ef komið er með fleiri en 3 í einu
Fullt verð 580 kr.
Hverafold 1-3, 112 Reykjavík
Grettisgötu 3, 101 Reykjavík
Smáralind, 201 Kópavogur
- NÚ Á ÞREMUR STÖÐUM
Hverafold 1-3 | Grettisgötu 3 | Smáralind | 511 1710 | svanhvit@svanhvit.is | svanhvit.is Efnalaug - Þvottahús
Svandís Svav-
arsdóttir um-
hverfisráðherra
uppfyllti ekki
hæfiskröfur þeg-
ar að hún stað-
festi breytingar á
svæðisskipulagi
höfuðborgar-
svæðisins fyrir
árin 2001-2024,
þetta er álit Um-
boðsmanns Alþingis. Beinir umboðs-
maður því jafnframt til umhverfis-
ráðuneytisins að taka umrædda
staðfestingu til endurskoðunar. Um-
boðsmanni Alþingis barst kvörtun
vegna aðkomu Svandísar að málinu
þegar hún sinnti störfum sem borg-
arfulltrúi í Reykjavík og sem fulltrúi
í skipulagsráði Reykjavíkur og í
borgarráði.
Breytingarnar sem um ræðir eru
breytingar á svæðisskipulagi höf-
uðborgarsvæðisins 2001-2024,
„græni trefillinn“, á aðalskipulagi
Reykjavíkur 2001-2024, Hólmsheiði
(„græni trefillinn“)-losunarstaður
jarðvegs, og á aðalskipulagi Reykja-
víkur 2001-2024, aðstaða fyrir fisflug
og breytt stígakerfi, Hólmsheiði.
Í fréttatilkynningu frá umhverfis-
ráðuneytinu vegna álits Umboðs-
manns Alþingis segir orðrétt: „Um-
boðsmaður Alþingis hefur komist að
þeirri niðurstöðu að umhverfis-
ráðherra hafi ekki uppfyllt hæfis-
kröfur við staðfestingu og auglýs-
ingu á tilteknum breytingum á
skipulagsáætlunum Reykjavíkur-
borgar og höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaðan byggist á fyrri aðkomu
ráðherra að málunum í borgarstjórn
Reykjavíkur. Í álitinu beinir um-
boðsmaður þeim tilmælum til um-
hverfisráðuneytisins að það taki um-
ræddar afgreiðslur til
endurskoðunar. Ráðuneytið mun
þegar í stað taka álitið til umfjöll-
unar og endurskoða fyrri afgreiðslu í
ljósi athugasemda og ábendinga um-
boðsmanns og jafnframt hafa þær til
hliðsjónar við afgreiðslu sambæri-
legra mála hér eftir.“ skulih@mbl.is
Uppfyllti
ekki hæfis-
kröfur
Svandís
Svavarsdóttir
Mun endurskoða
fyrri afgreiðslu sína
Hjallastefnan tekur við rekstri
Tálknafjarðarskóla á komandi
hausti. Samkvæmt viljayfirlýsingu
sem skrifað var undir í gær mun
Hjallastefnan reka skólann sem til-
raunaverkefni í þrjú ár.
Innan Tálknafjarðarskóla er
grunnskóli, leikskóli og tónlistar-
skóli. Nemendur eru í heildina um
sjötíu. Þetta er í fyrsta skipti sem
Hjallastefnan tekur að sér að annast
unglingadeild grunnskóla og tónlist-
arskóla.
Breytingar eru í farvatninu vegna
þess að skólastjóri Tálknafjarðar-
skóla ákvað að hætta. Eyrún Ingi-
björg Sigþórsdóttir, oddviti Tálkna-
fjarðarhrepps, segir að foreldrar
hafi haft frumkvæði að því að ganga
til liðs við Hjallastefnuna og það hafi
orðið niðurstaðan. Hún segir að
starfsfólk skólans standi með
hreppsnefnd og foreldrar séu al-
mennt jákvæðir. „Markmiðið er að
gera góðan skóla betri,“ segir Ey-
rún. helgi@mbl.is
Ljósmynd/Guðlaugur Albertsson
Skóli Nemendur fylgjast með staðfestingu samkomulags Margrétar Pálu
Ólafsdóttur og Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur í Tálknafjarðarskóla.
Hjallastefnan rekur
Tálknafjarðarskóla
Eiríkur Tómasson hæstaréttar-
dómari sagði við málstofu að
þjóðfélagslega séð væri best að
málum vegna hrunsins lyki sem
fyrst. Þetta væru þó mál sem
þyrfti að rannsaka til hlítar,
þjóðfélagið gerði beinlínis kröfu
um það, og óæskilegt væri ef
það tækist ekki. „Ég held að
traust muni ekki aukast ef við
stöndum uppi eftir fimm til tíu
ár og ekkert af þeim málum hafi
verið upplýst. Það getur verið að
það verði enginn sakfelldur eða
fáir, færri en menn halda
kannski. Þannig verður það að
vera. Við getum ekki sveigt rétt-
arríkið fyrir almenningsálitið. En
það er óviðunandi að þau verði
óupplýst.“
Einnig sagði hann að afar mik-
ilvægt væri að efnislega væri
leyst úr málum. Að hans mati
væri slæm niðurstaða ef vísa
þyrfti máli frá, en einnig ef sek-
ir menn væru dæmdir sýknir
saka, en það kæmi fyrir af og
til. „Það er það verð sem við
gjöldum fyrir réttarríkið. Þetta
skilja lögfræðingar en almenn-
ingur á erfitt með að skilja það,
að réttaríkið er keypt þessu
verði.“
Meðal viðstaddra var Ólafur
Þór Hauksson, sérstakur sak-
sóknari, sem kvaddi sér hljóðs.
Sagði hann að útundan yrðu í
umræðunni þau mál sem ekki
væri lokið með ákæru, þau mál
sem felld væru niður eða vísað
frá rannsókn. Þau skiptu tug-
um. Þá sagði hann að rannsókn
í töluvert mörgum stórum mál-
um mundi ljúka á þessu ári.
Getum ekki sveigt réttarkerfið
ÞJÓÐFÉLAGSLEGA BEST AÐ LJÚKA HRUNSMÁLUM SEM FYRST