Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hin ástsæla hljómsveit Sálin, er áð-
ur hét Sálin hans Jóns míns, mun
halda sitt síðasta ball á Nasa í kvöld
þar sem rekstur tónleikastaðarins
verður lagður niður í byrjun júní.
„Öllu verður til tjaldað, flugeld-
arnir dregnir fram, Sálverjar munu
leika við hvern sinn fingur og öll sín
þekktustu lög,“ segir Stefán Hilm-
arsson, söngvari hljómsveitarinnar,
í tölvupósti.
Þeir sem sótt hafa Sálarböll vita
á hverju er von, slett verður ærlega
úr klaufum og dansað fram undir
morgun. Tónleikarnir hefjast kl.
23.30.
Ekki er nóg með að Sálin
skemmti heldur hljóta heppnir
gestir bókargjöf, nýútkomna skáld-
sögu Sólveigar Jónsdóttur, Korter.
Í henni segir af fjórum vinkonum
sem búa í Reykjavík og fara þær
víða í skemmtanagleði sinni og þá
m.a. á Sálarball á Nasa.
Í sögunni hrífst ein kvennanna,
Mía, mjög af hljómborðs- og saxó-
fónleikara bandsins, Jens Hanssyni
og stígur í vænginn við hann. Þetta
leggst illa í Daníel, náunga sem
„braut hjartað“ í Míu, eins og stend-
ur í bókinni í kafla þar sem Sál-
arballið kemur við sögu. Þar segir:
„Ég er á Sálarballi. Viku eftir að
þú braust í mér hjartað, Daníel. Og
ég er mjög líklega að fara heim
með honum Jens þarna eftir smá-
stund, bætti hún við og nikkaði í átt
að sviðinu. – Jens er saxófónleikari
og hann kann líka að spila á píanó.
Mía lék á lúftpíanó í stutta stund til
að undirstrika orð sín.“
Dagsett eintak og áritað
Stefán segir að samkomulag hafi
náðst við útgefanda Korters um að
tíu heppnir Sálaraðdáendur fái ein-
tak af bókinni, dagsett og áritað af
höfundi. Til að eiga möguleika á
þeim vinningi þurfa menn að skrá
sig á lista í anddyri Nasa í kvöld og
verða tíu dregnir út á mánudaginn
og fá bókina senda heim.
Að lokum má geta þess að Sálin
hélt í hljóðver í vikunni og tók upp
þrjú ný lög og verður því fyrsta
sleppt á öldur ljósvakans um næstu
mánaðamót.
Síðasta Sálarball Nasa
Sálin kveður Nasa og hyggst tjalda öllu til Tíu heppnir
gestir fá bókina Korter að gjöf sem segir m.a. af Sálarballi
Ljósmynd/Halldór Kolbeins
Sál Sálverjar í myljandi sveiflu á tónleikum fyrir tveimur árum. Ballið í
kvöld verður það síðasta sem hljómsveitin heldur á skemmtistaðnum Nasa.
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE RAID Sýnd kl. 8 - 10:10
THE AVENGERS 3D Sýnd kl. 2 - 4 - 7 - 10
THE AVENGERS 2D Sýnd kl. 2
AMERICAN PIE: REUNION Sýnd kl. 5:30
21 JUMP STREET Sýnd kl. 8
HUNGER GAMES Sýnd kl. 10:20
LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 - 5
STERK BYRJUN, MANN
ÞYRSTIR Í MEIRA!
T.V. - Vikan/Séð og Heyrt
HHHH
HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐ
DREPFYNDIN MYND SEM
GEFUR FYRSTU MYND-
UNUM EKKERT EFTIR!
Fór beint á toppinn í USA
BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND
FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG
„FYNDNASTA MYND
SEM ÉG HEF SÉÐ Í
LANGAN TÍMA!“
- T.V., Kvikmyndir.is
HHHH
STÆRSTA OFURHETJUMYND
ALLRA TÍMA
„SVÖL,
SKEMMTILEG,
GRÍPANDI OG FYNDIN“
„ÞÆR GERAST VARLA
BETRI EN ÞETTA!“
- Tommi, Kvikmyndir.is
HHHHHHHH
- J.W. Empire
HHHH
- J.C. Total Film
HHHH
- J.C. Variety
HHHH
- T.M. Hollywood Reporter
HHHH
- T.V. Séð og Heyrt
TUTTUGU SÉRSVEITARMENN, EINN
VÆGÐARLAUS GLÆPAFORINGI OG
ÞRJÁTÍU HÆÐIR AF STANSLAUSRI SPENNU!
-bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
FRÁ FRAMLEIÐENDUM BRAVEHEART
KEMUR FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ
MEL GIBSON Í FANTAFORMI!
T.V., KVIKMYNDIR.IS
- T.V., KVIKMYNDIR.IS
SMÁRABÍÓ
HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
- V.G. - MBL.
HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 5.50 - 8 - 10.10 16
THE AVENGERS 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 5 - 8 - 10.30 – 11* 10
THE AVENGERS 3D LÚXUS KL. 1 - 5 - 8 – 11* 10
THE AVENGERS 2D KL. 1 (TILBOÐ) 10
21 JUMP STREET KL. 8 - 10.30 14
MIRROR MIRROR KL. 1 (TILBOÐ) -3.20 L
AMERICAN REUNION KL. 8 12
LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 1 (TILBOÐ) -3.10 L
HUNGER GAMES KL. 5 12
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 16
*AÐEINS LAUGARDAG
HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 5.50 - 8 - 10.10 16
GRIMMD (BULLY) KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.45 - 8 10
21 JUMP STREET KL. 10.15 14
MIRROR MIRROR KL. 3.20 (TILBOÐ) - 5.40 L
LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 (TILBOÐ) L
LORAX – ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.30 (TILBOÐ) L
HUNGER GAMES KL. 9 12
SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 - 10.30 16
HOW I SPENT MY SUMMER VACATION KL. 8 - 10 16
THE RAID KL. 10 16
GRIMMD (BULLY) KL. 8 10
21 JUMP STREET KL. 6 14
MIRROR MIRROR KL. 4 (TILBOÐ) - 6 L
LORAX - ÍSLENSKT TAL 3D KL. 4 (TILBOÐ) L
Þú velur
og draumasófinn þinn er klár
GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur)
STÆRÐ (engin takmörk)
ÁKLÆÐI (yfir 2000 tegundir)
Sófinn þinn
útfærður eftir þínum óskum
Íslensk
framleiðsla
H Ú S G Ö G N
Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík
Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is
Verslun okkar er opin:
Virka daga kl. 9-18
Laugardaga kl.11-16
Sunnudaga lokað
Basel