Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 15
samlega. Það hefur allt kapp verið
lagt á að hafa umfangið eins lítið og
kostur er.“
Nokkuð frá Eldvörpunum er ann-
ar og mun stærri borteigur, um
6.000 fermetrar að stærð, sam-
kvæmt lauslegri mælingu. Á honum
eru tvær niðurdælingarholur fyrir
Svartsengi og Ásbjörn segir að það
hafi verið sú stærð sem þurfti fyrir
tvær holur.
Þá tekur Ásbjörn fram að HS
Orka vinni náið með Grindavíkurbæ
að undirbúningi framkvæmda við
Eldvörp. Svæðið sé hverfisverndað
og ekki verði hróflað við gígunum,
enda séu þeir friðaðir. Teigarnir
verði að mestu við núverandi veg og
pípur og annað lagðar meðfram hon-
um. Meðal þess sem hefur verið rætt
um að gera er að leggja hraunhellur/
hraungrýti yfir þá borteiga sem ekki
nýtast, þ.e. ef holurnar gefa ekki af
sér orku. Þá megi nánast afmá um-
merki um rask, líkt og hafi verið
gert við hús Bláa lónsins. Slíkt sé
ekki hægt að gera við vinnsluholur
því þær þurfi að hreinsa reglulega
með bortæki.
Deiliskipulagstillaga að fram-
kvæmdum í Eldvörpum er nú til
meðferðar hjá Grindavíkurbæ.
Borholur Nokkru fyrir neðan borholuna sem er á myndinni er önnur borhola. Teigurinn er heldur stærri.
Hraun Við gígaröðina Eldvörp er ætlunin að gera fimm nýja borteiga.
Óskabörn í fyrsta bekk
fá hjálm frá Eimskip og Kiwanis
Skráðu barnið þitt á
www.oskaborn.is
fyrir 10. maí
Stuðlum að öryggi barnanna okkar í umferðinni
með því að láta þau vera með hjálm þegar
þau hjóla út í sumarið.
www.eimskip.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
Skannaðu kóðann
til að lesa nánar
um málið á mbl.is
Ómar Smári bendir á að tilviljun
ein hafi ráðið því að vegurinn
sem liggur upp að efra bor-
stæðinu við Trölladyngju hafi
ekki verið lagður yfir gamalt sel
en tóftir þess kúra í hlíðinni.
Raunar hafi vegurinn verið lagð-
ur án gilds framkvæmdaleyfis.
Þessar fornminjar hafi raunar
hvergi verið skráðar.
Hið sama eigi við um tóftir í
Krýsuvík sem að óbreyttu muni
fara undir borplan. Þar séu
auðsjáanlega fornminjar sem
hvergi hafi verið skráðar eða
rannsakaðar. Aðspurður segir
Ómar Smári að með tillögu HS
orku vegna borunar í Krýsuvík
hafi fylgt fornleifaskráning sem
unnin var af Fornleifavernd rík-
isins. „Í skýrslunni eru þessar
tóftir ekki tilgreindar og það
eru ekki nógu góð vinnubrögð,“
segir Ómar Smári.
Þá mætti auðveldlega hafa
borplanið á öðrum stað, aðeins
nokkrum tugum metra frá séu
ónýt útihús sem mætti rífa og
nota svæðið sem borplan.
Óskráðar
fornminjar
TILVILJUN RÆÐUR