Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 Ingveldur Geirsdóttir Björn Jóhann Björnsson Kínverjar hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa minkakjöt frá íslenskum loðdýrabændum. Minkakjöt er eftir- sóttur matur í Kína og hefur kjöt- afurðastöð KS á Sauðárkróki fengið fyrirspurnir um minkakjöt til út- flutnings. Heilbrigðisvottun þarf að fara fram á kjöti sem er ætlað til mann- eldis. Þegar kjöt er flutt út er það innflutningslandið sem setur fram ákveðnar heilbrigðis- og vott- unarkröfur og yrði það svo með minkakjötið samkvæmt Halldóri Runólfssyni yfirdýralækni. „Þetta færi eftir því hvaða vottorð Kínverjar myndu vilja með vörunni. Við verðum að bíða og sjá hvaða kröfur þeir gera ef af þessu verður,“ segir Halldór spurður hvaða heil- brigðisleyfi þyrftu að fylgja minka- kjötinu til Kína. Kröfurnar til innflutts kjöts í Kína eru líklega sambærilegar þeim kröf- um sem eru gerðar í ESB-lönd- unum, segir Halldór. „Það er verið að flytja hefðbundið kjöt frá Íslandi til Hong Kong. Vegna þess útflutn- ings þurftum við að ganga í gegnum heilmikið ferli til að sýna fram á okk- ar eftirlitskerfi með kjötinu. Ég á von á því að þeir muni stilla upp ein- hverjum kröfum í líkingu við það vegna minkakjötsins.“ Öðruvísi uppeldi til manneldis Minkaslátrunin yrði að fara fram í vottuðum sláturhúsum en Halldór sér ekki fram á að hún fengi að fara fram á sama stað og hefðbundin slátrun. „Ég held að það yrði að byggja sérstakt sláturhús fyrir þetta eða nýta úrelt sláturhús. Líklega mættu venjuleg sláturhús ekki taka við þessu. Þau eru skráð fyrir því að mega slátra ákveðnum dýrateg- undum.“ Spurður hvort uppeldi minka til manneldis sé öðruvísi en þegar þeir eru ræktaðir fyrir skinnið segir Halldór það líklega vera. „Meðferðin á minkum fyrir skinnið lýtur ekki sömu reglugerðum og til manneldis. Það er hugsanlegt að það kæmu kröfur þar að lútandi að það þyrfti að breyta fóðruninni á minkunum sem fara til manneldis,“ segir Halldór. Miðað við framleiðslu minka- skinna hér á landi falla 150-200 tonn af kjöti til árlega. Nú í maí er von á áhugasömum kaupendum frá Kína í Skagafjörðinn þar sem þeir ætla að skoða minkaræktun. Þyrfti sérstakt minkasláturhús Morgunblaðið/Kristinn Minkur Minkakjöt þykir lostæti í Kína. Kínverjar hafa sýnt áhuga á því að flytja inn minkakjöt frá Íslandi. Verið er að skoða þann möguleika.  Kínverjar setja heilbrigðiskröfur varðandi minkakjötið  Minkum mætti ekki slátra í hefðbundnu sláturhúsi Stjórnvöld hafa ákveðið að taka á móti allt að átta afgönskum flótta- mönnum sem búsettir eru í Íran. Ríkisstjórnin samþykkti það á fundi sínum í gær að tillögu velferðar- ráðherra og utanríkisráðherra. Stefnt er að því að flóttamennirnir komi hingað til lands í sumar. Tillagan um móttöku flóttamann- anna er byggð á tilmælum Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna sem lagði áherslu á stöðu afganskra flóttamanna í Íran auk þess sem stofnunin lagði áherslu á aðstoð við konur sem taldar eru í hættu. Flóttamannanefnd sem hér starf- ar bendir á, að því er fram kemur í tilkynningu velferðarráðuneytisins, að samhliða versnandi efnahags- ástandi í Íran hafi fordómar í garð flóttafólks og kerfislæg mismunun gagnvart þeim aukist. Staða afg- anskra kvenna í Íran sé sérstaklega slæm. Flóttamannanefnd og Útlendinga- stofnun vinna að framkvæmd máls- ins en Flóttamannastofnun SÞ mun veita aðstoð við val flóttamanna sem boðið verður til Íslands. Boðið hæli á Íslandi  Átta flóttamenn frá Afganistan „Ég geri eitthvað skemmtilegt fyrir mínar Aukakrónur“ Mánudagur » ÓB Laugardagur Fimmtudagur » Caruso Næstum 30 þúsund manns nota Aukakrónur til að kaupa allt frá matvælum til trygginga hjá tæplega 300 fyrirtækjum um land allt. Byrjaðu að safna Aukakrónum strax í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.