Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
Jákvætt innlegg í ís-
lenska lýðræðisþróun
að fréttastjóri RÚV
komi fram á sjón-
arsviðið í bréfi til sam-
starfsmanna sinna og
veki athygli á að vinnu-
brögð einstakra fjöl-
miðla séu þannig að
trúverðugleiki þeirra
varðandi umfjöllun um
forsetakosningarnar sé
laskaður.
Hinsvegar afleitt þegar menn sjá
flísina annars staðar en vilja ekki
kannast við bjálkann sem hangir yfir
eigin stofnun. Formaður stjórnar
RÚV sem skipuð var af valdaklíkunni
til að vaka yfir ríkisfjölmiðlunum er
einn þeirra sem stóðu að baki því að
fréttafólk stökk beint af skjánum í
forsetaframboð undir lofsöng kollega
sinna. Helsti þáttastjórnandi RÚV
talaði niður suma frambjóðendur og
upphóf aðra í umræðuþáttum og
bloggsíðum.
Gæti verið komin upp sú staða að
starfsfólk RÚV sé orðið vanhæft til
að fjalla um forsetakosningarnar og
heillavænlegast sé að bjóða út verkið?
Ég hef leitað eftir því að RÚV
sendi út kappræðuþætti nú strax þar
sem frambjóðendur koma allir fram
og ræða stefnumál sín, þannig að
dúkkulísur og önnur skjádýr sem
ganga með forsetann í maganum
þurfi að gera grein fyrir því fyrir
hvað þau standa og hvers þjóðin get-
ur vænst frá þeim í meðlæti með
sætabrauði og brosköllum.
Fyrir um tveimur vikum var ítrek-
að gengið eftir að ég sendi RÚV með
hraði svör við stórum spurningalista
fyrir kosningavef ríkisfjölmiðlanna.
Ég vandaði mig við að svara spurn-
ingunum og skýra mín stefnumál sem
allra best.
Ekkert bólar á vefnum og nú í vik-
unni hringdi aðstoðarfréttastjóri
RÚV til mín og vildi klippa efnið nið-
ur. Hversvegna spurði ég? Svarið var
að sumir frambjóðenda vilji ekki birta
sín stefnumál á RÚV-vefnum því þá
gætu aðrir tekið þeirra stefnumál og
gert að sínum eigin!
Hverjir spurði ég? Það
er trúnaðarmál, var
svarið.
Mér stendur ná-
kvæmlega á sama hvort
aðrir frambjóðendur
liggja í einhverjum skot-
gröfum og vilja fljúga
inn á bleiku skýi með
froðusnakki fjölmiðla til
kjördags án þess að
þjóðin fái tækifæri til að
kynna sér stefnumál
þeirra. En slíkt fólk á lít-
ið erindi í forsetaframboð hjá lýðræð-
isþjóð sem vill láta taka sig alvarlega.
Ekki er hægt að leiða þjóðina úr nú-
verandi erfiðleikum og ná virðingu
meðal þjóða heims með rólum og
sandköstulum á Bessastöðum.
Nú skora ég á fréttastjórann Óðin
Jónsson að láta ekki sitja við orðin
tóm og birta án tafar og óritskoðað öll
svör mín og stefnumál framboðsins.
Vilji aðrir frambjóðendur taka mín
góðu mál uppá sína arma er það
hjartanlega velkomið. Ef ég get lagt
eitthvað af mörkum að gera forseta-
embættið betra og virkara fyrir hags-
muni þjóðarinnar, þótt ekki sé annað
en leggja til hugmyndafræði sem aðr-
ir gera að sinni, fer ég sæll og bros-
andi frá borði.
Nauðsynlegt er að kynningar á
málefnum allra frambjóðenda og
kappræður hefjist án tafar til að þjóð-
in geti tekið upplýsta ákvörðun í kom-
andi kosningum en gangi ekki að
kjörborðinu blinduð af froðusnakki
fjölmiðlaklíku sem spilar nú sama út-
rásarssálminn og kom þjóðinni á
kaldan klakann.
Er RÚV
orðið vanhæft?
Eftir Ástþór
Magnússon Wium
Ástþór Magnússon
» Gæti verið komin
upp sú staða að
starfsfólk RÚV sé orðið
vanhæft til að fjalla um
forsetakosningarnar og
heillavænlegast sé að
bjóða út verkið?
Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Eitt skilur mjög
glögglega á milli Ís-
lendinga og margra,
ef ekki flestra ann-
arra þjóða, og það er
notkun þjóðfánans og
virðing fyrir honum.
Aldrei er þetta greini-
legra en á sk. fána-
dögum sem jafnframt
eru oft frídagar þótt
ekki sé það algild
regla. Það bar svo til 1. maí sl. á
hátíðardegi verkalýðsins sem er
einn umræddra fánadaga, að við
hjónin sem búum í Hafnarfirði átt-
um leið í verslunarmiðstöðina
Kringluna um miðjan dag og síðan
upp í Grafarvog. Höfðum dregið
upp fána heima um morguninn en
frá okkar húsi sáum við ekki aðra
fána við stöng. Á áðurnefndri leið
sáum við fána við hún á fjórum
stöðum. Þetta var í landi hinna
frjálsbornu og fullvalda Íslendinga
sem fyllast þjóðrembu við minnsta
tilefni, oft án þess að hafa efni á
því. Þegar þetta er borið saman við
háttsemi annarra þjóða þá sést að
munurinn er gífurlegur. Reyndar
finnst mér fánanotkun með mesta
móti í Bandaríkjunum, en annars
staðar er fáninn gjarnan notaður
til hátíðabrigða, við afmæli, fána-
daga o.s.frv.
Hver er ástæðan
fyrir þessum mun? Er
það vegna þess að
menn ytra höfðu
meira fyrir því að
eignast þjóðríki og
fána en Íslendingar
eða er ástæðan e.t.v.
uppeldi þar sem börn-
um er kennt frá ung-
um aldri í skólum að
virða fánann og síðar
t.d. í herþjónustu að
búa við aga og virð-
ingu fyrir fánanum? Það er ekki
gott að segja. En ég gæti best trú-
að að margir Íslendingar líti á fán-
ann svipað og frímerki – það sé í
lagi að nota hann þar sem skreyta
þarf eða skylda býður, en umfram
það sé hann ekki virtur mikils.
Þetta skilja útlendingar ekki því
hjá þeim er fáninn virtur og tákn
einhvers.
Sama gildir raunar um önnur
tákn, t.d. skjaldarmerki. Á ferð um
miðborg höfuðstaðarins sér maður
stundum útlenda ferðamenn með
myndavélar á Austurvelli mynda
styttuna af Jóni Sigurðssyni og síð-
an af Alþingishúsinu. Sumir hafa
vélar með stórum aðdráttarlinsum
og geta náð skýrum myndum af
fjarlægum merkjum og skreyt-
ingum. Ofan á Alþingishúsinu er
ennþá, svo óskiljanlegt sem það er
fyrir útlendinga sem hafa lesið að
Ísland sé sjálfstætt ríki, skjald-
armerki Kristjáns 9. Danakonungs,
fyrrum nýlenduherra Íslands. Aðr-
ir ferðamenn halda að landið sé
hluti af Danmörku út frá þessu
enda ekki skýr merki um annað
þarna. Undir þetta skjaldarmerki
gengu til skamms tíma hinir sjálf-
stæðu þingmenn og aðrir sem eiga
erindi í húsið (inngangurinn hefur
verið færður til núna). Að þetta
einkenni konungsins danska skuli
enn tróna ofan á þinghúsi hinnar
sjálfstæðu þjóðar er óskiljanlegt
fyrir fólk frá fyrrverandi nýlendum
því þetta er það fyrsta sem fjar-
lægt er þegar sjálfstæði er fengið.
Þarna skipta nefnilega svona tákn
einhverju máli. Hér er mönnum
sama og á Alþingi rifust þingmenn
meira að segja um það fyrir nokkr-
um misserum hvort þjóðfáni lýð-
veldisins ætti nokkuð erindi í þing-
salinn. Þetta eru ekki menn mikilla
sanda eins og ræðuskrár þingsins
bera vitni um. En tvískinnung-
urinn er til staðar og tal um full-
veldi, sjálfstæði og ýmis önnur
þjóðremba hrýtur af vörum manna
í þingsal ef það þykir henta til að
hnoða mál og koma höggi á and-
stæðinga. En að 63 alþingismenn
auk starfsmanna þingsins dragi
upp þjóðfána við híbýli sín á fána-
dögum – það efast ég stórlega um.
Ég hvet alla sem hafa yfir hús-
um að ráða að koma sér upp fána-
stöng og fána og flagga hvenær
sem fjölskyldan, gott skap eða op-
inberir fánadagar gefa tilefni til
þess.
Hvers virði er þjóðfáninn
Íslendingum?
Eftir Sigurð
Jónsson »Eitt skilur mjög
glögglega á milli
Íslendinga og margra,
ef ekki flestra annarra
þjóða, og það er notkun
þjóðfánans og virðing
fyrir honum.
Sigurður Jónsson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Vörubílastöðin Þróttur býður fjölbreytta þjónustu og ræður
yfir stórum flota atvinnutækja til margvíslegra verka
ÖFLUGIR Í SAMSTARFI
VIÐ LÓÐAFRAMKVÆMDIR
· Fellum tré og fjarlægum garðarúrgang
· Grjóthleðsla með sérhæfðum kranabílum
· Seljum hellusand og útvegum mold
ÞRÓTTUR TIL ALLRA VERKA
SÆVARHÖFÐA 12 · SÍMI 577 5400 · THROTTUR.IS
Lífeyrissjóður
Neskaupstaðar
Starfsemi LsN 2011 Allar fjárhæðir í milljónum króna
Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12 2011 2010
Samtals Samtals
Iðgjöld 45 43
Lífeyrir -79 -74
Fjárfestingartekjur 41 30
Fjárfestingargjöld -4 -3
Rekstrarkostnaður -3 -3
(Lækkun) hækkun á hreinni eign á árinu 0 -7
Hrein eign frá fyrra ári 503 509
Hrein eign til greiðslu lífeyris 503 503
Efnahagsreikningur
Verðbréf með breytilegum tekjum 70 82
Verðbréf með föstum tekjum 409 397
Veðlán 4 8
Bankainnistæður 11 7
Kröfur 1 3
Aðrar eignir 13 11
Skuldir -6 -5
Hrein eign til greiðslu lífeyris 503 503
Kennitölur
Nafn ávöxtun 7% 5%
Hrein raunávöxtun 1,7% 2,3%
Hrein raunávöxtun - 5ára meðaltal 1% 1,2%
Fjöldi sjóðfélaga 9 11
Fjöldi lífeyrisþega 58 56
Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,6% 0,6%
Eignir í íslenskum krónum í % 99,6% 99,4%
Eignir í erlendum gjaldmiðlum í % 0,4% 0,6%
Eign umfram heildarskuldbindingar í % -73,9% -71,8%
Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -74,5% -72,5%
Birt með fyrirvara um prentvillur
Ársreikning LsN 2011 má sjá í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is
Stjórn og framkvæmdastjóri
Í stjórn sjóðsins eru Gunnar Jónsson stjórnarformaður,
Klara Ívarsdóttir og Benedikt Sigurjónsson.
Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson.
Aðsetur sjóðsins er hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga,
Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími 5 700 400, lss@lss.is - www.lss.is