Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 44
44 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Ég reikna ekki með viðburðaríkum degi. Það stendur ekkerttil nema að nota góða veðrið, skreppa kannski á hestbak ogtaka fjölskylduna í góðan mat í kvöld,“ segir Pétur J. Eiríks- son, starfandi stjórnarformaður Portusar, en hann fagnar 62 ára af- mælisdegi sínum í dag. Hann segist yfirleitt eiga lágstemmda af- mælisdaga og þeir séu frekar í kaffisopastíl. Hann hafi þó haldið upp á þrítugsafmælið sitt með fínni veislu og hún hafi enst honum hingað til. Eignarhaldsfélagið Portus, sem Pétur starfar fyrir, á og rekur tónlistarhúsið Hörpu og segir hann að hún eigi hug hans allan í augnablikinu. „Það hefur verið alveg ótrúlega spennandi verkefni að fá þetta tækifæri að reyna það með öðrum að klára bygginguna og koma henni í rekstur og sjá síðan hvað hún hefur fengið ótrúlega góðar viðtökur,“ segir hann. Nú þegar hafi hátt í milljón gestir kom- ið í Hörpu á innan við ári en húsið var opnað formlega hinn 13. maí í fyrra. Þar með taldir séu gestir á viðburðum, matargestir og fólk sem hefur heimsótt húsið. Fram að áramótum hafi um 700 þúsund manns komið í Hörpu og fjöldinn hafi farið yfir milljón nú í apríl. Það hefur þó ekki hvarflað að Pétri að notfæra sér aðstöðu sína og leggja undir sig stóra salinn fyrir afmælisveislu. „Ekki á 62 ára afmælinu en maður veit aldrei upp á hverju maður tekur seinna,“ segir hann og hlær. kjartan@mbl.is Pétur J. Eiríksson er 62 ára í dag Morgunblaðið/Golli Lágstemmdur Pétur J. Eiríksson hélt upp á þrítugsafmælið með góðri veislu á sínum tíma og segir að hún hafi enst honum hingað til. Harpa á hug hans allan í augnablikinu S vana Berglind Karlsdóttir fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hún var í Barnaskóla Sauðárkróks og stundaði nám við Fjöl- brautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og lauk þaðan stúdents- prófum 1992. Fór ung í píanó- og söngnám Svana hóf nám í píanóleik við Tón- lisarskóla Skagafjarðar 1979 og lauk þaðan 7. stigi, stundaði söngnám við Tónlistarskóla Skagafjarðar 1988- 91, var eitt ár í söngnámi í Flórense á Ítalíu hjá Augusto Fradi á mennta- skólaárunum og aftur þar og í Parma á Ítalíu, nokkrum árum síðar, stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík hjá Elínu Ósk Óskars- dóttur til 2000 og stundaði þar fram- haldsnám við söngkennaradeild. Svana stundar nú nám í gullsmíði og skartgripahönnum við Tækni- skólann. Svana starfaði hjá Fosshótelunum á árunum 2002-2006 þar sem hún sinnti skrifstofustörfum á veturna og var hótelstýra á sumrin og var Svana Berglind Karlsdóttir söngkona 40 ára Ljósmynd/Pétur Pétursson Klassapíur Söngtríóið Sopranos, frá vinstri: Margrét Grétarsdóttir, Svana Berglind og Hörn Hrafnsdóttir. Sígildur söngur og gull Leikið í snjónum Svana, Bríet Mjöll, Þorsteinn og snjókarlarnir. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavíkurborg, Icelandair Group og Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús hafa myndað nýjan samstarfsvett- vang um markaðssetningu á Reykja- vík sem alþjóðlegri ráðstefnu- og við- burðaborg. Samstarfsvettvangurinn ber heitið Ráðstefnuborgin Reykja- vík. Starfsmenn Ráðstefnuborgar- innar Reykjavíkur eru Þorsteinn Örn Guðmundsson, Björg Kjart- ansdóttir, Einar Gylfason, Helga Thors og Sigurjóna Sverrisdóttir. Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri var forstjóri Northern Tra- vel Holding 2007-2008, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs FL Group 2006-2007, forstjóri FL Travel Group 2005- 2006, framkvæmdastjóri stefnumót- unar og viðskiptaþróunar FL Group frá 2005. Þorsteinn Örn er kvæntur Magneu Þóreyju Hjálmarsdóttur og eiga þau fimm börn. Björg Kjartansdóttir vann lengi hjá Stjórnarráði Ís- lands, einnig hjá eft- irlitsstofnun Alþingis, Ríkisendurskoðun og hjá Evrópuráðinu í Frakklandi. Hún er við- skiptafræðingur MBA frá HR, BA í sálfræði frá HÍ og MA í Evrópufræðum frá Maastricht Uni- versity 2000. Björg er gift Benedikt Stefánssyni og eiga þau þrjá syni. Einar Gylfason starfaði í sölu og markaðsmálum í upplýsingatækni, m.a hjá EJS, Opnum kerf- um og Grunni gagna- lausnum. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur Einar starfað sem verkefna- stjóri í sérverkefnum hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) og síðar hjá Höfuðborgarstofu. Helga Thors starfaði síðast sem forstöðumaður við- burðadeildar hjá Saga- film. Áður starfaði hún sem „brand manager“ fyrir Kaupþing frá 2003-2008. Hún var viðskiptastjóri á aug- lýsingastofunni XYZ, var tímabund- ið markaðsstjóri fyrir Smáralind, vann fyrir OZ og Icelandair. Helga er viðskiptafræðingur með MBA frá HÍ. Helga er í sambúð með Birni Ólafssyni. Þau eiga tvær dætur. Sigurjóna Sverrisdóttir hefur sinnt verkefnum og markaðs- setningu í sambandi við alþjóðlegan starfsferil Kristjáns Jóhanns- sonar óperusöngvara. Undanfarin 23 ár hefur Sigurjóna búið á Ítalíu. Hún er með MBA-gráðu frá HÍ og BA-próf í leiklist frá Leiklistarskóla Íslands. Sigurjóna er gift Kristjáni Jóhannssyni og eiga þau þrjú börn. Ný störf Reykjavík markaðssett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.