Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Frú forseti, éggengst ekkivið því,“ var
svar sjávarútvegs-
ráðherra við fyr-
irspurn Bjarna
Benediktssonar,
formanns Sjálf-
stæðisflokksins, um það hvort
ráðherrann vildi ekki við-
urkenna að hann hefði gert mis-
tök með því að leggja fram fyr-
irliggjandi frumvörp um
breytingar á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu eftir þá hörðu
gagnrýni sem fram hefur komið.
Eftir tugi umsagna þar sem
útskýrt var að frumvörp ráð-
herra væru stórhættuleg fyrir
íslenskan sjávarútveg og efna-
hag þjóðarinnar hefði mátt ætla
að ráðherrann staldraði við og
hefði sjálfur að því frumkvæði
að draga frumvörpin til baka og
endurskoða þau frá grunni.
Ekkert slíkt kom til greina af
hálfu ráðherrans sem svaraði
því einu til að ef frumvörpin
yrðu til þess að setja stóran
hluta íslenskrar útgerðar á
hausinn mundi hann taka til at-
hugunar að grípa til sértækra
aðgerða til að bjarga þeim fyr-
irtækjum sem honum þóknaðist.
En nú hefur bæst við umsögn
manna sem fyrst ráðherrann
sjálfur og svo atvinnumála-
nefndin hafa fengið til að rann-
saka afleiðingar þess að sam-
þykkja frumvörp ráðherrans, og
þá er myndin orðin enn dekkri
en áður var.
Eftir þá umsögn er ekki leng-
ur um það deilt að með sam-
þykkt frumvarpanna væri verið
að kalla kollsteypu yfir greinina
og setja verulegan
hluta fyrirtækjanna
í þrot og þau sem
eftir lifðu í miklar
ógöngur. En Stein-
grímur J. Sigfússon
sjávar-
útvegsráðherra tel-
ur ekki að í því felist nein skila-
boð til þess manns sem lagði
frumvörpin fram. Hann telur sig
enga ábyrgð bera á þeim vand-
ræðum sem upp eru komin og
þeirri ógn sem sjávarútvegurinn
stendur frammi fyrir.
Sjávarútvegsráðherra er far-
inn að viðurkenna að útilokað er
að samþykkja frumvörp hans án
breytinga, en telur það ekki
hans mál að hafa lagt slík frum-
vörp fram í þinginu. Þvert á
móti varpaði hann í þingræðu í
gær ábyrgðinni á því að lappa
upp á ónýt frumvörpin á herðar
atvinnuveganefndar. Nefndin
eigi að lagfæra málin og svo sé
„hugsanlegt“ að umræða um
þau fái „nokkra klukkutíma“ í
þinginu.
Steingrímur J. Sigfússon hef-
ur forherst svo á öllum þeim
valdastólum sem hann hefur
lagt undir sig að hann neitar að
játa á sig augljós mistök og
hafnar því að taka stórhættuleg
mál sem hann hefur lagt fram til
nauðsynlegrar endurskoðunar.
Þess í stað krefst hann þess að
þeim verði hraðað í gegnum
þingið með illa grunduðum
breytingum og stórkostlegri
hættu fyrir undirstöðu-
atvinnuveg þjóðarinnar.
Hvers vegna leyfa stjórnar-
þingmenn þessum ráðherra að
ganga svona fram?
Sjávarútvegs-
ráðherra lætur sér
ekki segjast og
stjórnarþingmenn
gerast meðsekir}
Forherðing
Kínverski and-ófsmaðurinn
Chen Guangcheng,
sem slapp úr stofu-
fangelsi og dvaldi
sex daga í banda-
ríska sendiráðinu í
Peking, liggur nú á sjúkrahúsi.
Í viðtali í gær sagðist hann vera
í bráðri hættu. Bandarísk
stjórnvöld sögðu í gær að Kín-
verjar hefðu gefið til kynna að
þeir myndu brátt leyfa honum
að fara úr landi.
Chen hefur verið kínverskum
stjórnvöldum þyrnir í auga um
nokkurt skeið. Hann hefur leyft
sér að vera á bandi almennings
og meðal annars barist fyrir
rétti kvenna og beitt sér gegn
þvinguðum fóstureyðingum og
ófrjósemisaðgerðum, sem kín-
versk stjórnvöld hafa látið gera
í krafti þeirrar stefnu að hver
kona megi aðeins eignast eitt
barn.
Chen var dæmdur í fjögurra
ára fangelsi og var í ákærunni
sakaður um að „skipuleggja
múg til að trufla
umferð“. Þegar
honum var sleppt
2010 var hann þvert
á lög settur beint í
stofufangelsi, þar
sem hann segist
hafa verið beittur barsmíðum.
Chen, sem er blindur, tókst
að sleppa úr stofufangelsinu
þótt hús hans væri rækilega
vaktað. Hann kveðst hafa
ákveðið að yfirgefa bandaríska
sendiráðið vegna hótana kín-
verskra stjórnvalda um að
skaða fjölskyldu hans. Hann
fékk loforð um að þá yrði honum
og fjölskyldu hans hlíft, en nú
kveðst hann hafa ástæðu til að
treysta ekki þeim fyrirheitum.
Mál Chens er eitt af mörgum,
sem sýna að þrátt fyrir að
margt hafi breyst í Kína frá
dögum menningarbyltingar-
innar og valdatíð Maós for-
manns, er Kína enn einræðisríki
þar sem einu gildir um mann-
réttindi þegar stjórnvöld telja
sér ógnað.
Blindur lögmaður
skýtur kínverskum
ráðamönnum skelk í
bringu }
Óttinn við andóf
O
rð eru stórmerkilegt fyrirbæri og
til alls fyrst samkvæmt málshætt-
inum, þótt maður vildi nú stund-
um óska þess að menn hugsuðu
fyrst og færðu síðan í orð. Jónas
Hallgrímsson á heiðurinn af mörgum af mínum
uppáhaldsorðum, eins og aðdráttarafl og spor-
baugur, en ég geri miskunnarlaust upp á milli
orða að teknu tilliti til ýmissa atriða eins og
lengdar, myndræni, hljómfegurðar og merking-
ar. Það eru ekki öll orð jöfn, frekar en dýrin í
skóginum eru öll jöfn.
Flestum orðum hef ég reyndar enga sérstaka
skoðun á en þau orð sem eru í hvað minnstu
uppáhaldi hjá mér þessi misserin eru orðin
sanngirni og ábyrgð. Ósköp venjuleg og ágæt
orð sem þýddu eitthvað ákveðið endur fyrir
löngu en hafa verið hernumin með ofnotkun
eftir hrun og gerð merkingarlaus með endalausum upp-
hrópunum.
Því hvað er ábyrgð í samhengi íslenska bankahrunsins?
Hvað er það að axla ábyrgð? Hvað er sanngirni? Bar Geir
H. Haarde prívat og persónulega ábyrgð á bankahruninu?
Var sanngjarnt að draga hann einan fyrir dóm og engan
annan? Er sanngjarnt að hengja ríkisstjórn Jóhönnu og
Steingríms til þerris fyrir afleiðingar hrunsins? Bera þau
ábyrgð á þeim ömurlega raunveruleika sem sumir Íslend-
ingar búa við? Upphrópanir af þessum meiði, með þessi
máttlitlu orð innanborðs, fleyta umræðunni ekki áfram né
munu þær skila okkur í höfn. Það verður að vera eitthvað
á bak við orðin; staðreyndir, rök, tölur, gögn,
eitthvað sem við getum fest hendur á.
Því miður er það svo að fjöldi orða sem ættu
að vekja hjá manni ákveðnar tilfinningar og
ákveðin viðbrögð hafa misst áhrifamátt sinn
vegna of mikillar og almennrar notkunar. Stríð
til dæmis, það ríkir stríð alls staðar. Stríð í út-
löndum, stríð milli kynjanna, stríð við auka-
kílóin, stríð milli unglinga og foreldra, milli
menntaskóla, fótboltaliða, kalt stríð, heilagt
stríð, stríð gegn hryðjuverkum, stríð gegn
fíkniefnum, stríðið innra með manni.
Það er fyrst þegar maður skrælir hýðið utan
af lauknum að manni vöknar um augun; fjölda-
morð, dauði, pyntingar, nauðganir, hungur,
neyð, missir, sorg. Það er ekki fyrr en við finn-
um orðin á bak við stríð, orðin sem lýsa því
hvað felst í stríði, sem við finnum eitthvað
hrærast innra með okkur. Okkur sem erum þrátt fyrir allt
svo lánsöm að hafa aldrei upplifað stríð né hörmungar
þess.
Og hvað felst þá í því að axla ábyrgð? Dómur, afsögn,
embættismissir, fyrirtækjamissir, fjársekt, fangelsi. Það
verður ekki fyrr en fyrirheit þessara orða hafa verið upp-
fyllt sem ábyrgð öðlast einhverja merkingu aftur og það er
alls ekki víst að svo verði. Kannski var ekkert sem pen-
ingamennirnir gerðu ólöglegt eða bannað, kannski munu
þeir ekki þurfa að axla ábyrgð á neinu. En þá verður vand-
inn erfiðari við að eiga, því innantóma ábyrgð er hægt að
hlaða merkingu en enga ábyrgð er erfiðara að eiga við.
Hólmfríður
Gísladóttir
Orð sem misst hafa alla merkingu
Pistill
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
R
eglugerð um sameiginlegt
fjármálaeftirlit Evrópu-
sambandsins sem Íslend-
ingar þurfa að taka upp
sem aðilar að EES-
samningum hefur vakið spurningar um
hvort samningurinn standist stjórn-
arskrá Íslands. Lagaprófessorarnir
Björg Thorarensen og Stefán Már
Stefánsson skiluðu álitsgerð til stjórn-
valda í lok apríl um hvort reglugerðin
stæðist stjórnarskrána. Þau komust að
þeirri niðurstöðu að með því að taka
hana upp væri verið að framselja of
mikið vald til yfirþjóðlegra stofnana.
Slíkt framsal kallaði á breytingu á
stjórnarskrá.
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra hefur látið hafa eftir sér að
aðeins séu tveir kostir í stöðunni. Ann-
ars vegar að breyta stjórnarskránni til
þess að heimila framsal ríkisvalds eða
þá að EES-samingurinn verði á end-
anum óvirkur.
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður
VG og formaður utanríkismálanefndar
Alþingis, tekur undir það með utanrík-
isráðherra að í grófum dráttum sé ekki
hægt að koma auga á aðra möguleika í
stöðunni.
„Við stöndum frammi fyrir þeirri
spurningu hvort að það þurfi ekki að
gera ráðstafanir eins og að breyta
stjórnarskránni til þess að Alþingi hafi
heimild til að samþykkja reglur sem
koma í gegnum EES-samninginn eða
þá eitthvað annað. Hvað það ætti að
vera veit ég ekki alveg nema að menn
tækju þá ákvörðun að fara út úr EES-
samningnum sem væri líka stór
ákvörðun og er ekki tekin einn, tveir og
þrír,“ segir Árni Þór.
Málum af þessu tagi fjölgi
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins og annar fulltrúa
hans í utanríkismálanefnd, segir það
fulldjúpt í árinni tekið að EES-
samingurinn verði úr sögunni verði
reglugerðin ekki samþykkt en það gæti
þó valdið erfiðleikum í rekstri hans.
Þetta sé í fyrsta skipti sem Íslendingar
standi frammi fyrir svo skýru dæmi um
að gengið sé lengra í að taka upp reglu-
gerðir samkvæmt EES-samingnum en
heimilt sé í stjórnarskránni.
„Það verður þó að hafa í huga að
það er margt sem bendir til þess að
þróunin innan ESB sé meira í átt til yf-
irþjóðlegra stofnana. Það hefur þá
þýðingu að til lengri tíma litið muni
svona tilvikum fjölga.“
Hann segist ekki geta séð að
þingið geti samþykkt að hleypa mál-
inu í gegn að óbreyttu og ekki sé gott
að segja hvað gerist næst ef ESB
verði ekki samvinnufúst að finna
lausn.
Bjarni segir að hægt sé að færa
gild rök fyrir því að skynsamlegast
hefði verið að breyta stjórnarskránni
strax þegar Ísland gerðist aðili að
EES-samningnum.
„Ég held að það sé margt sem
bendi til þess að, alveg óháð þessu
máli, þá séum við búin að vera á
mörkum þess sem stjórnarskráin
heimilar í framkvæmd EES-
samningsins,“ segir hann.
„Ég á eftir að sjá að við eða ESB
vilji fórna EES-samningnum út af
þessu máli,“ segir Gunnar Bragi
Sveinsson, annar fulltrúa Framsókn-
arflokksins í nefndinni. Hann segir
það óábyrgt af utanríkisráðherra að
tala eins og aðeins séu tvær leiðir í
boði þegar verið sé að reyna að semja
við ESB um lausn. Sjálfum hugnist
honum best einhvers konar mála-
miðlun.
„Við hljótum að láta reyna á
hvort það sé hægt að gera þetta án
þess að þurfa að afsala okkur valdi.
Ég hef ákveðnar efasemdir um að
ESB verði æðsta yfirvald í þessum
málaflokki hér á landi.
Morgunblaðið/Ómar
Valdaframsal Nýju eftirlitsstofnanir ESB hefðu heimild til að taka bindandi
ákvarðanir fyrir Seðlabankann yrði reglugerðin samþykkt hér á landi.
Samningur á mörk-
um stjórnarskrár
Nýtt eftirlit
» Samkvæmt löggjöf sem
ESB samþykkti árið 2010 verð-
ur þremur nýjum eftirlitsstofn-
unum með fjármálamörkuðum
komið á fót.
» Á meðal verkefna þessar
stofnana væri að leysa úr
deilumálum og taka ákvarðanir
gagnvart einstökum eftirlits-
skyldum aðilum í aðildarríkj-
unum. Þær ákvarðanir væru
bindandi t.d. fyrir Fjármálaeft-
irlitið og Seðlabankann hér á
landi.
» Í álitsgerð Bjargar og
Stefáns Más segir að lengra
yrði gengið í framsali fram-
kvæmda- og dómsvalds en áð-
ur hefur verið fallist á að rúm-
ist innan 2. greinar
stjórnarskrárinnar.
» Til lausnar nefna þau
hugsanlega sérlausn sem beitt
yrði gagnvart EFTA-ríkjunum.
Fulltrúar ESB hafa þó hingað til
hafnað tillögum Íslendinga og
Norðmanna sem telja fram-
salið ganga of langt fyrir
stjórnarskrár sínar.