Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 126. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Jóhanna skammaði Ragnheiði 2. Farinn í meðferð - tilbúinn í júní 3. Hef hatað Di Matteo síðan 1997 4. Foreldrar í mál vegna eineltis  Gítarleikarinn Bill Frisell mun koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur í haust og leika tónlist eftir John Lennon ásamt hljómsveit sinni á tónleikum 1. september. Bill Frisell á Jazz- hátíð Reykjavíkur  Kór Grafar- vogskirkju og Stúlknakór Reykjavíkur ásamt Camerata Musica munu í dag kl. 17 flytja Carmina Burana eftir Carl Orff í Grafarvogskirkju. Stjórnendur verða Hákon Leifsson og Margrét J. Pálmadóttir. Einsöngvarar verða Hlín Pétursdóttir sópran, Einar Clausen tenór og Jón Svavar Jós- epsson barítón. Carmina Burana í Grafarvogskirkju  Ókeypis mynda- sögudagurinn er haldinn hátíðleg- ur víða um heim í dag en eins og nafnið ber með sér getur fólk orð- ið sér úti um myndasögur í verslunum án endurgjalds. Verslunin Nexus á Hverfisgötu 103 er ein þeirra og mun hún gefa teiknimyndasögur frá kl. 13 í dag, á meðan birgðir endast. Það borgar sig því að mæta tímanlega. Ókeypis myndasögur í Nexus í dag FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Bjartviðri en þykknar upp NA-til í kvöld og stöku él þar á morgun. Hiti 1 til 8 stig að deginum, hlýjast SV-til, víða næturfrost í nótt. Á sunnudag og mánudag Norðaustlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él NA-lands en annars víða bjart veður. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast SV-lands, en víða næturfrost. Á þriðjudag Hægviðri, skýjað með köflum og smáskúrir eða él S-til á landinu. Áfram fremur svalt. Enska knattspyrnuliðið Reading mun hagnast langmest á sölu landsliðs- mannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar fari svo að hann verði seldur frá þýska félaginu Hoffenheim í sumar eins og margt bendir til. FH og Breiðablik gætu fengið um 8 milljónir króna í svokallaðar samstöðubætur ef kaupverðið verður 8,2 milljónir punda eins og fjölmiðlar telja. »1 Breiðablik og FH gætu fengið um 8 milljónir Valur jafnaði metin 1:1, í ein- vígi liðsins við Fram um Ís- landsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í gær. Framlengja þurfti leikinn en staðan eftir venjulegan leik- tíma var 19:19. Valur reynd- ist sterkari í framlenging- unni og hafði að lokum eins marks sigur 23:22. Drama- tíkin var allsráðandi en Þor- gerður Anna Atladóttir tryggði sigur Vals. »3 Valur jafnaði ein- vígið við Fram Íslandsmótið í knattspyrnu hefst á morgun með fimm leikjum í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla. Suður- landsslagur Selfoss og ÍBV er fyrstur en margra augu beinast að viðureign KR og Stjörnunnar því báðum liðum er spáð góðu gengi á kom- andi tímabili. Svo eru Skaga- menn mættir í efstu deild á ný og sækja Breiðablik heim. »4 Áhugaverð viðureign í Vesturbænum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íslenska fótboltavertíðin hefst fyrir alvöru með Íslandsmóti karla, 1. umferð í Pepsi-deildinni á morgun, en þá hvílir körfuboltafjölskylda í Hafnarfirði lúin bein og safnar kröftum fyrir næsta vetur. Hjónin Sverrir Hjörleifsson og Svanhildur Guðlaugsdóttir hafa ver- ið á kafi í körfubolta hjá Haukum frá barnsaldri. „Ég gat aldrei neitt, dinglaði bara með í yngri flokk- unum, en var svo betur fallinn til þjálfara- og stjórnunarstarfa,“ segir Sverrir, sem var í stjórn Hauka í um 20 ár frá 1990 og lengi formað- ur. „Svanhildur náði lengra og varð meðal annars bikarmeistari með Haukum,“ heldur hann áfram. Sverrir segir að þau hjónin hafi ekki ýtt börnunum í körfuna heldur hafi það gerst sjálfkrafa. „Helena og Guðbjörg voru svolítið í fótbolta en við erum svo miklir trukkar, höf- um ekki þessa fótboltabyggingu, og karfan varð ofan á,“ segir hann og leggur áherslu á að körfuboltinn hafi algjöran forgang í fjölskyld- unni. Forfallin fjölskylda „Við erum eiginlega forfallin körfuboltafjölskylda. Við foreldr- arnir mætum á allt hjá krökkunum, eltum allt út um allt. Dagskráin er eiginlega skipulögð utan um körfuboltann þannig að allt gangi upp.“ Í þessu sam- bandi nefnir hann að fram- undan sé Norðurlandamót kvennalandsliða í Osló í Noregi og þau hjónin ætli að fylgjast þar með Helenu og liðsfélögum hennar. Þess má geta að Helena, sem er 24 ára, var 14 ára þegar hún lék sinn fyrsta A-landsleik og á að baki 38 landsleiki. Helena er mikil fyrirmynd yngri systkina sinna og ætlar sér sjálf enn lengra í íþróttinni. „Þau hafa öll hæfileika til þess að ná eins langt og þau vilja og eiga sér draum sem byggist á körfunni,“ segir Sverrir. Helena lék með skólaliði TCU- háskólans í Texas í fjögur ár áður en hún fór til Slóvakíu í fyrra og segir Sverrir að Kristján sé farinn að leiða hugann að því að fara svip- aða leið og komast í háskólakörfuna í Bandaríkjunum. Þótt Haukar standi næst hjarta fjölskyldunnar halda foreldrarnir að sjálfsögðu með liðum barna sinna hverju sinni. „Helsta vandamálið er að við höfum átt það til að kalla áfram Haukar þótt við höfum verið að hvetja Hamar eða Val,“ segir Sverrir. Körfuboltinn hefur forgang  Skipuleggja dagskrána utan um íþróttina Morgunblaðið/Árni Sæberg Körfuboltafjölskyldan Fremri röð frá vinstri: Helena með hundinn Tinna, Sverrir Hjörleifsson og Svanhildur Guð- laugsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Guðbjörg með köttinn Töru, Davíð Arnar og Kristján Leifur. Sverrir og Svanhildur eiga fjögur börn sem hafa öll tekið ástfóstri við körf- una nema hvað frum- burðurinn, Davíð Arnar, hefur sveigt af leið, stundar crossfit og er Ís- landsmeistari í ólympískum lyftingum. Helena er besta körfuboltakona landsins, at- vinnumaður í íþróttinni og varð tvöfaldur meistari með liði sínu, Góðu englunum, í Sló- vakíu á nýliðnu tímabili. Guð- björg lék með meistaraflokki Vals í vetur en var áður með liði Hamars í Hveragerði eftir að hafa verið margfaldur Íslands- meistari upp alla flokka með Haukum. Kristján Leifur gefur heldur ekkert eftir og er nýbak- aður Íslands- og bikarmeistari með 10. flokki Hauka. KÖRFUBOLTAFJÖLSKYLDA ÚR HAUKUM Helena Sverrisdóttir Margfaldir Íslandsmeistarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.