Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
✝ Karl Frey-steinn Hjelm
fæddist í Viðfirði í
S-Múlasýslu 26. júní
1939. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 25. apr-
íl 2012.
Foreldrar hans
voru Karl Hennig
Hjelm frá Örebro í
Svíþjóð, f. 4. mars
1883, d. 2. janúar
1950 og Sigríður Sveinsdóttir frá
Viðfirði, f. 26. mars 1899, d. 26.
feb. 1989. Bróðir Karls var Frið-
þór Sófus, f. 26. ágúst 1940, d. 8.
ágúst 1974. Karl ólst upp í Við-
firði en fluttist til Neskaupstaðar
ásamt móður sinni og bróður ár-
ið 1955. Sambýliskona Karls um
árabil var Þuríður Una Péturs-
dóttir, f. 9. janúar 1957 og henn-
ar dóttir er Olivera Ilic, f. 26.
febrúar 1980. Karl hafði miklar
félags Norðfjarðar um árabil.
Hann safnaði frímerkjum og átti
gott safn af þeim. Karl var
ástríðufullur steinasafnari og
leitaði sér mikillar þekkingar á
því sviði sem og jarðfræði al-
mennt. Hann var góður ljós-
myndari og framkallaði megnið
af sínum myndum sjálfur. Karl
var sjálfmenntaður á öllum sín-
um áhugasviðum og las allkyns
fróðleik um þau á íslensku og á
öðrum tungumálum. Karl hafði
einnig áhuga á tónlist og byrjaði
ungur að spila á harmonikku og
var góður nikkari eins og stund-
um er sagt. Karl tók þátt í ýms-
um félagsstörfum og vann mikið
með æskufólki og var með
klúbba í skák, ljósmyndun og frí-
merkja- og steinasöfnun á vegum
æskulýðsráðs Neskaupstaðar.
Útför Karls Freysteins verður
frá Norðfjarðarkirkju í dag, 5.
maí 2012, kl. 14.
mætur á Oliveru og
tókst með þeim
traust vinátta og
fylgdist hann
grannt með frama
hennar. Karl lauk
barnaskóla í Heima-
vistarskóla Norð-
fjarðarhrepps sem
og gagnfræðaprófi í
Neskaupstað. Einn-
ig stundaði hann
kennaranám einn
vetur í Kennaraskólanum í
Reykjavík. Karl vann um tíma á
skrifstofum bæjarsjóðs Neskaup-
staðar en lengst af vann hann hjá
Síldarvinnslunni í Neskaupstað.
Vann þar við ýmis störf í síld-
arbræðlsunni, í saltfiski og við
landanir. Karl hafði margvísleg
áhugamál sem hann stundaði af
miklum áhuga. Hann var góður
skákmaður og vann titla í þeirri
íþrótt og var formaður Tafl-
Ég hitti Kæ fyrst á myndlist-
arnámskeiði sem ég hélt vorið
1984. Mér fannst hann efnilegur í
listinni og eftir því sem ég kynnt-
ist honum betur kom betur í ljós
hve fjölhæfur og greindur hann
var. Hann tók gullfallegar ljós-
myndir, gekk á fjöll og safnaði fal-
legum steinum. Hann heillaði mig
með harmonikkuleiknum og hann
var fjölfróður um flesta hluti og
vel lesinn. Kæ orti bæði gamanvís-
ur og önnur kvæði og var mikill
náttúruunnandi.
Við trúlofuðum okkur á Jóns-
messunótt þá um sumarið og hóf-
um sambúð í Víðimýrinni. Olivera
dóttir mín var þá fjögurra ára og
urðu þau Kæ strax mjög hænd
hvort að öðru. Við fórum í steina-
ferðir og skoðuðum austfirska dali
og fjöll og ávallt var hann stoltur
af því hvað litla uppeldisdóttirin
var dugleg að ganga langar leiðir.
Í samskiptum okkar þriggja ríkti
gleði og hamingja. Barnið og nátt-
úran urðu honum að myndefni og
alltaf þótti honum gaman að spila
fyrir Oliveru og vinkonur hennar.
Þá var oft dansað á lóðinni við
undirleik harmonikkunnar. Þegar
Olivera byrjaði í skóla og fór að
stunda íþróttir og spila á hljóðfæri
var Kæ alltaf tilbúinn til að keyra
hana í keppnir og fylgjast með
henni á tónleikum. Alltaf fylgdist
hann stoltur með náminu hjá
henni og vildi hennar veg sem
mestan. Það var alltaf skemmti-
legt að heyra hve gott vald hann
hafði á íslenskri tungu og ekki
laust við að sum orðin sem hann
notaði væru nokkuð forn í málinu.
Þetta öryggi og það lifandi um-
hverfi sem hann bjó okkur öll þau
ár sem við bjuggum hjá honum
voru okkur öllum óendanlega dýr-
mætt veganesti fyrir framtíðina.
Þegar Olivera var á sautjánda ári
fór hún suður í skóla til geta
menntað sig meira í hljóðfæraleik
og í framhaldsskóla. Það var erfitt
fyrir Kæ að horfa á eftir auga-
steininum sínum suður en hann
fylgdist þó áfram vel með hennar
framgangi. Þegar ég fór suður ári
seinna í nám gat hann ekki hugsað
sér að yfirgefa sína heimabyggð.
Honum var þó annt um að okkur
vegnaði vel og héldum við góðum
vinskap alla tíð.
Ekki leist Kæ alveg á blikuna
þegar Olivera gerðist lögreglu-
maður og hélt að það væri of erfitt
fyrir hana en þegar hann sá hvað
hún stóð sig vel í námi og starfi
varð hann sáttur. Þegar hún fór
síðan í háskólanám varð hann yfir
sig ánægður og stoltur af stúlk-
unni sem hann leit ævinlega á sem
dóttur sína.
Kæ hafði mikinn kærleik að
gefa og reyndist okkur umhyggju-
samur og gefandi. Við biðum alltaf
spenntar eftir bókapakkanum frá
honum um jólin og fylgdumst allt-
af með helstu fréttum frá Norð-
firði í gegnum Kæ.
Að morgni 24. apríl var hringt í
mig frá Landspítalanum að beiðni
Kæ en hann var þá á leið í hjarta-
aðgerð eftir að hafa fengið hjarta-
áfall þá um morguninn. Við Oli-
vera fórum til hans en ekki tókst
að bæta skaðann eftir áfallið.
Morguninn eftir kvaddi Kæ þessa
jarðvist.
Innilegustu þekkir fyrir alla þá
birtu sem þú hefur veitt okkur frá
okkar fyrstu kynnum og alla tíð
síðan. Við Olivera munum sakna
þín sárt.
Þuríður Una Pétursdóttir.
Okkur langar til að minnast
frænda okkar Kaj, eins og hann
var alltaf kallaður, en Freysteinn
faðir okkar og hann voru systk-
inasynir og ólust upp á sama
heimili í Viðfirði. „Skírðu hann í
hausinn á mér,“ hafði pabbi sagt
við Karl Henning Hjelm, föður
hans, og þá svaraði hann að
bragði: „Ætli að sé ekki best að
hann heiti í hausinn á okkur báð-
um.“ Þá var komið nafn á dreng-
inn, Karl Freysteinn Hjelm. Kaj
var tíður gestur á heimili okkar og
var spennandi að vera barn í
kringum hann því hann hafði tíma
fyrir og áhuga á ýmsum hlutum og
gerði flest annað en fullorðna fólk-
ið í kringum okkur. Kaj var oft
með myndavél og/eða bakpoka á
leið í eða úr fjallgöngu. Oft voru í
för áhugasamir krakkar, enda
mikill galdur í að henda gráum
hversdagslegum steinum í urðina
og sjá hvað gerðist þegar þeir
hrukku í sundur og fá fyrirlestur
um heiti og uppruna, en aðalmálið
var hvort gimsteinar leyndust í
næsta broti. Kaj safnaði frímerkj-
um og var áhugaljósmyndari og
hélt nokkrar sýningar. Hann hafði
einnig áhuga á skák og spilaði á
harmonikku. Margar góðar minn-
ingar leita á hugann úr firðinum
fagra, gangur lífsins heldur
áfram, lífið verður öðruvísi án Kaj
og þökkum við systkinin vináttu
og frændsemi.
Ólína, Stefanía,
Ingvar og Páll.
Í dag kveðjum við Karl Hjelm,
kæran frænda og vin. Kaj ólst upp
í Viðfirði, hjá foreldrum sínum og
bróður. Í Viðfirði bjó stórfjöl-
skyldan þar sem margt var um
manninn, ólust þau þar upp saman
frændsystkinin og systkinabörn,
m.a. móðir okkar og bræður henn-
ar. Viðfjörður hafði víðtæk áhrif á
Kaj Hjelm sem kom fram í nátt-
úrufræðiáhuga hans og steina-
safni. Kaj hafði gaman af að ganga
á fjöll og finna sérstaka steina sem
hann var auk þess mjög fróður
um. Austfirðir, þar á meðal Við-
fjörður, eru þekktir fyrir fallega
steina og sérstakar holufyllingar
sem eru fallegri og fjölbreyttari
en í öðrum landshlutum. Þetta
fengum við systkinin að upplifa í
bernsku þegar við heimsóttum
Kaj með ömmu og mömmu, því
Kaj hafði safnað ógrynni steina.
Meðal annars steinum sem hann
kenndi okkur að slá saman þann-
ig, að lýsti í myrkri. Við systkinin
vöktum mikla lukku í Hafnarfirði
þegar við héldum ljósasýningu
með kalsítinu frá Kaj. En einnig
mátti finna, agat, onyx, silfurberg,
kalsedon og steina í alls konar lit-
um eins og rauða jaspis, brúna og
græna opal, holufyllingar eins og
skólesít, stílbít og heulandit.
Nöfnin festust í minni, Kaj var
óþreytandi að kenna okkur, „ah
gat“ var til dæmis orðið yfir agat
með hringlaga rendur og með gati
í miðjunni. Onyx var með þver-
rendur og því sagði Kaj „Ó nix“
sem sagt ekkert gat.
Takk Kaj, fyrir að kenna okkur
að meta fallega steina og náttúr-
una.
Handan ár horfa fjöllin
um heima þeirra er lifðu.
Mættu þau málið hafa
margt gætu eflaust talað.
En þau eru þvingunareiðum
þrítugra kletta bundin.
Hljóðlát á söguna hlusta
hulin eilífðarbláma.
Grasið grænkar á leiðum
gamalla vina og frænda.
Fyrnist allt fas og æði
fjöllin yfir þeim vaka.
(Indriði G. Þorsteinsson)
Þín frændsystkin,
Guðríður, Sigríður, Þórarinn
Viðar og Auðunn Guðni.
Látinn er æskuvinur, Karl
Hjelm.
Hann kom til Norðfjarðar árið
1955 frá Viðfirði, sem margir
þekkja af Viðfjarðarundrum Þór-
bergs Þórðarsonar. Við Kæi, eins
og hann var kallaður, urðum fljótt
góðir vinir. Sameiginleg áhugamál
voru að spila á harmonikku og
reyna að mála myndir af fjalls-
toppunum í kringum fjörðinn.
Karl ólst upp hjá móður sinni, Sig-
ríði í Viðfirði, fram yfir fermingu.
Þeir voru tveir bræðurnir, Karl
hinn eldri en Friðþór yngri. Frið-
þór var fermingarbróðir minn, en
hann lést af slysförum fyrir mörg-
um árum.
Hlý vinátta var á milli okkar
Kæja alla tíð, þótt tónlistaráhugi
okkar leitaði í ólíkar áttir, ekki síð-
ur en myndgerðin. Kæi var mikill
náttúruunnandi og fagurkeri, fjöl-
fróður og sjálfmenntaður vel í
steinafræði og ljósmyndun. Þar
var ekki hrokanum fyrir að fara,
heldur látlausri kímni og lág-
stemmdu brosi út í viðburði dags-
ins.
Ég hafði gert mér vonir um að
sjá minn gamla vin hér „fyrir
sunnan“ núna í vor, en svo verður
ekki.
Ég sendi aðstandendum ein-
lægar samúðarkveðjur.
Far þú vel, gamli vinur.
Tryggvi Ólafsson.
Kæri vinur.
Það mun hafa verið um miðja
síðustu öld að ég sá þig fyrst. Ég
hafði farið í berjamó til Viðfjarðar
með móður minni og fleira fólki.
Þú á hestbaki áttir leið fram hjá
okkur berjatínslufólkinu. Við
horfðumst í augu örskotsstund á
meðan þú mjakaðist hjá og meiri
urðu tengsl okkar ekki í það sinn.
Nokkrum árum síðar fluttist þú
með móður þinni og bróður til
Neskaupstaðar og þá lágu leiðir
okkar saman svo úr varð ævilöng
vinátta. Það sem einkum tengdi
okkur í fyrstu var „hin siðfágaða
kyrrð manntaflsins“ svo ég vitni í
Laxness. Við lifðum og hrærð-
umst í heimi skákarinnar og sam-
an endurlífguðum við Taflfélag
Norðfjarðar sem starfaði af krafti
árum saman undir dyggri stjórn
þinni. En allt hefur sinn tíma. Þú
hafðir fleiri áhugamál: steinafræði
og steinasöfnun, ljósmyndun og
hamónikkuleik og skákin var sett
til hliðar þó að áhugi þinn á mann-
taflinu héldist og þú fylgdist vel
með því sem þar var að gerast. Og
það varð vík milli vina, ég fluttist á
brott tímabundið.
En vináttan hélst og af og til
hittumst við, í síðasta sinn fyrir
rúmu ári þegar ég átti leið austur
og við sátum dagstund heima hjá
þér og rifjuðum upp gamla daga.
Nú ertu genginn á vit feðra
þinna. Ýmsir telja að til sé annað
tilverustig. Ef svo reynist rétt
vera eigum við eftir að hittast. Þá
er næsta víst að við röðum upp
mönnunum á taflborðinu og tök-
um að minnsta kosti eina létta. Á
meðan bíð ég hérna megin og fer
með í huganum Haustvísu eftir
Hannes Pétursson:
Störin á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
Í dimmunni greinirðu
daufan nið
og veizt þú ert kominn
að vaðinu á ánni...
Eiríkur Karlsson.
Karl Freysteinn Hjelm
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Sendum
frítt
hvert á
land
sem
er
Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
LÁRA LÁRUSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Gullsmára 7,
Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans laugar-
daginn 28. apríl.
Útför hennar fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 9. maí
kl. 15.00.
Erlingur Þór Sigurjónsson, Margrét Þóra Baldursdóttir,
Magnús Þór Erlingsson,
Þuríður B. Sigurjónsdóttir, Jóhannes Elíasson,
Elísa Jóhannesdóttir,
Sylvía Rut Jóhannesdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HERDÍS JÓHANNA VIGFÚSDÓTTIR,
Hraunteigi 21,
Reykjavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 17. apríl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Vigdís Björg Aðalsteinsdóttir, Kristján Sæmundsson,
Magndís Birna Aðalsteinsdóttir, Eiríkur Jónsson,
Jóhanna Júlía Aðalsteinsdóttir, Guðni Ásgrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýju við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSTU INGIBJARGAR
ÞORSTEINSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir viljum við færa Jóni Örvari
Kristinssyni, lækni og Karítas heimaþjónustu
fyrir einstaka aðstoð og umhyggju.
Guðmundur Ingólfsson, Halla Hauksdóttir,
Þorsteinn Ingólfsson, Una Bryngeirsdóttir,
Haraldur Már Ingólfsson, Sofía Björg Pétursdóttir,
Ástríður Helga Ingólfsdóttir, Kristján Valsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
DAGBJÖRT JÓNSDÓTTIR,
Nesvöllum,
áður Sýrfelli Bergi, Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðju-
daginn 8. maí kl. 14.00.
Ólafur J. Guðmundsson, Halla J. Guðmundsdóttir,
Sveinbjörn G. Guðmundsson, Hildur Jóhannsdóttir,
Aðalsteinn K. Guðmundsson, Auður H. Jónatansdóttir,
Brynjólfur S. Guðmundsson, Elín R. Ólafsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir, Sverrir G. Hauksson,
Guðmundur Á. Guðmundsson, Hafdís L. Guðlaugsdóttir,
Dagbjartur H. Guðmundsson, Tatjana Latinovic,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín,
PERLA K. ÞORGEIRSDÓTTIR,
andaðist að morgni föstudagsins 4. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Brandur Þorsteinsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
SIGURLAUGAR B. ALBERTSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Huldulandi 5.
Kærar þakkir til starfsfólks Hlíðarhúsa og
hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir hlýju og góða umönnun.
Gréta Gunnarsdóttir,
Birna Bjarnadóttir, Hólmgeir Baldursson,
Kristjana Sif Bjarnadóttir, Steingrímur S. Ólafsson,
Arnar Bjarnason, Rakel Halldórsdóttir,
langömmubörn og langalangömmubarn.