Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Nær heiðskírt hefur verið um allt land síðustu tvo daga. Þessar ungu dömur létu fara vel um sig í Naut- hólsvík þegar ljósmyndara bar að garði í gær. Eins og sjá má á gervi- hnattarmynd sem sótt var á vef bandarísku geimvísindastofnunar- innar Nasa er landið þó enn snævi þakið. Óli Þór Árnason, veðurfræð- ingur á Veðurstofunni, á von á áframhaldandi góðu veðri á suð- vesturhorninu en búast má við meiri næðingi næstu daga. „Það verður hryssingslegra fyrir norðan og austan vegna þeirrar norðanátt- ar sem von er á. Jafnvel verða ein- hver smáél á Norður- og Austur- landi,“ segir Óli Þór. „Ástæða góða veðursins undanfarna daga er þessi hæga norðvestanátt.“ Afar heiðskírt hefur verið um allt land síðustu tvo daga og margir nutu útiverunnar Morgunblaðið/Styrmir Kári Sólin sleikti landsmenn BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarstjóri Reykjanesbæjar kveðst vongóður um að kísilverksmiðja rísi á iðnaðarsvæðinu við Helguvík en verkefninu seinki vissulega vegna þess að rifta þurfti lóðarsamningum við Íslenska kísilfélagið. Lóðin hefur verið seld öðru félagi. Framkvæmda- stjóri Íslenska kísilfélagsins segir reynt að bjarga verkefninu. Reynt að bjarga verkefninu Íslenska kísilfélagið sem er að mestu í eigu danskra og íslenskra verkfræðinga hefur í nokkur ár und- irbúið byggingu kísilverksmiðju í Helguvík. Samið var við bandarískt fyrirtæki, Globe Speciality Metal (GSM), um samvinnu við uppbygg- ingu verksmiðjunnar og rekstur. Bandaríska fyrirtækið stóð, að sögn framkvæmdastjóra Íslenska kísil- félagsins, ekki við samkomulag um fjármögnun og strandaði verkefnið því í vetur. Fyrir nokkru ákvað Reykjaneshöfn að rifta öllum samn- ingum við Íslenska kísilfélagið vegna vanefnda og nú hefur Íslenska kís- ilfélagið og aðaleigandi þess, Tom- ahawk Development, rift samningum við bandaríska fyrirtækið, sömuleiðis vegna vanefnda. „Nú erum við að reyna að bjarga verkefninu og við verðum að gera það sjálfir til að byrja með,“ sagði Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri Íslenska kísil- félagsins, í samtali við mbl.is í gær. Á sama fundi og atvinnu- og hafna- ráð Reykjanesbæjar ákvað að rifta samningum við Íslenska kísilfélagið ákvað ráðið að selja lóðina til félags- ins Stakksbrautar 9 ehf. Ekki er gef- ið upp hverjir standa að baki þess fé- lags en Árni Sigfússon bæjarstjóri staðfestir að félagið hafi þegar greitt 200 milljónir kr. fyrir lóðina. Íslenska kísilfélagið hafði ekki greitt fyrir hana. Ræðst af orkusamningum „Þessi aðili hyggst ráðast í sams- konar verkefni og áður var áformað. Það er mjög jákvætt en óneitanlega tefur þetta framkvæmdina um nokkra mánuði, að minnsta kosti,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri. Framhald málsins og tímarammi ræðst að öllum líkindum af því hvern- ig gengur að semja um afhendingu á orku. Íslenska kísilfélagið hafði gengið frá orkusamningum en gat ekki staðfest þá gagnvart Lands- virkjun áður en lokafrestur til þess rann út. Ljóst er að gera þarf nýja samninga en Árni kveðst vona að hægt verði að byggja í aðalatriðum á fyrri samningum. Kísilverkefni haldið lifandi  Nýtt félag hefur keypt kísillóðina við Helguvík  Verkefninu seinkar vegna þess að slitnað hefur upp úr samstarfi við bandarískt fyrirtæki sem ætlaði að reka verksmiðjuna  Bæjarstjórinn vongóður Helguvík Þótt mikið hafi verið unn- ið láta verksmiðjurnar á sér standa. Þorláksbúðarfélagið hefur ekki skil- að yfirliti ársreikninga til Ríkisend- urskoðunar þrátt fyrir ítrekaðar óskir stofnunarinnar. Ríkið hefur veitt 9,5 milljónir til fram- kvæmdanna frá árinu 2008. Tilgangur Ríkisendurskoðunar með því að óska eftir ársreikningum er að staðfesta „að peningarnir hafi farið í það sem þeir voru veittir til. En við höfum ekki fengið þá ennþá,“ segir Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi. Árni Johnsen, forsvarsmaður Þor- láksbúðarfélagsins, segir að Skál- holtsstaður og Skálholtsskóli annist fjármálahlið verkefnisins. Hann seg- ist ekki vita betur en verið sé að taka saman þau gögn sem Ríkisendur- skoðun hefur óskað eftir. »25 Krefjast reikninga  Ríkisendurskoðun skoðar Þorláksbúð Þorláksbúð Framkvæmdum við Þorláksbúð er ekki að fullu lokið og hefur húsið ekki verið opnað. Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkj- unar, staðfesti í gær að for- svarsmenn Al- coa á Íslandi hefðu tilkynnt Landsvirkjun að Alcoa ætti í viðræðum við lífeyrissjóðina um þátttöku í fjármögnun á 180 þúsund tonna stækkun álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði. Hann sagði engar viðræður hafa farið fram milli fyrirtækj- anna um orkukaup en fyrir ligg- ur að viðbótin þurfi um 270 megavatta orku. Sú orka er ekki til en einn af þeim möguleikum sem liggja fyrir varðandi orku- öflun, og þegar er til skoðunar hjá Landsvirkjun, er stækkun á Kárahnjúkasvæðinu. „Flestir ef ekki allir okkar við- skiptavinir hafa áhuga á eða áform um að stækka. Þetta er í takt við það og við fögnum því en við eigum náttúrlega eftir að sjá hvort við getum leyst þetta og munum skoða það með opnum hug,“ sagði Hörður. Hann sagðist gera ráð fyrir að Alcoa myndi eiga frumkvæðið að því að taka upp viðræður fljót- lega. Gerir ráð fyrir að viðræður verði tekn- ar upp fljótlega Hörður Arnarson Fjárfesting í liðlega 40 þúsund tonna kísilverksmiðju í Helguvík nemur 16-18 milljörðum króna. Verkefnið hefur dregist. Verk- smiðjan átti að taka til starfa á þessu ári. Samið hafði verið um kaup á orku frá Landsvirkjun og HS Orku. Talið er að 300-350 ársstörf skapist við byggingu slíkrar verksmiðju og að hún skapi 90 varanleg störf. 90 varanleg störf skapast KÍSILVERKSMIÐJA Polarolje Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Minn læknir mælir með Polarolíunni, en þinn ? Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni og Melabúð Nú líka í hylkjum Nýtt! Skannaðu kóðann til að lesa°nánari frétt um málið. Þrátt fyrir að umferð á höfuðborgar- svæðinu, á þremur mælisniðum Vegagerðarinnar, hafi minnkað um 1,5% í apríl frá því sem var sama mánuð í fyrra, hefur umferðin fyrstu fjóra mánuði ársins aukist lítillega á svæðinu. Kemur þetta fram í frétt á vef Vegagerðarinnar. Áfram er reiknað með smávegis aukningu umferðar á höfuðborgar- svæðinu í ár öfugt við umferðina á hringveginum þar sem reiknað er með samdrætti. Mest dró úr umferð á Hafnar- fjarðarvegi, 2,3%, en 0,7% aukning varð á Vesturlandsvegi. Þetta er heldur meiri samdráttur en umferð- ardeild Vegagerðarinnar átti von á samkvæmt framreikningi um þróun umferðar út árið. Það sem af er ári hefur akstur, samkvæmt mælisniðunum þremur, aukist um 0,5% milli ára. Enn dregur úr akstri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.