Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
–– Meira fyrir lesendur
PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út glæsilegt
sérblað um
Heimili og hönnun
föstudaginn
11. maí
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. maí.
Í blaðinu verða kynntir
geysimargir möguleikar og
sniðugar lausnir fyrir heimilin.
Skoðuð verða húsgögn í stofu,
hjónaherbergi, barnaherbergi og
innréttingar bæði í eldhús og bað.
Heimili & hönnun
SÉ
RB
LA
Ð
Hreinn Friðfinnsson - Í bili
Í dag fjallar Gunnar J. Árnason listheimspekingur um myndlistar-
manninn Hrein Friðfinnsson og verk hans í ráðstefnusal Arion
banka. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:30 og ber yfirskriftina Í bili.
Jafnframt opnar sýning á verkum Hreins á sama tíma í Arion banka,
Borgartúni 19.
Allir velkomnir
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Gangi tilskipun Evrópusambandsins
eftir verður ekki leyfilegt að veita af-
sláttarkjör af veggjöldum umfram
13% á Íslandi. Hingað til hefur veg-
farendum í Hvalfjarðargöngum gef-
ist sá kostur að kaupa afsláttarkort
með allt að 72% afslætti.
Tilskipunin átti að ganga í gildi um
síðastliðin áramót en málið strandaði
á Norðmönnum sem hafa sett sig á
móti henni. Þar sem Íslendingar eru
aðilar að EES-samningnum verður
tilskipunin ekki gildi hér á landi fyrr
hún hefur fengið samþykki í Noregi.
Spölur hf. sem sér um rekstur á
Hvalfjarðargöngum hefur þegar
tekið tillit til tilskipunarinnar í fjór-
um verðflokkum af fimm. Einungis
bílar sem eru styttri en 6 metrar
njóta hærri en 13% afsláttarkjara.
Stakt gjald mun lækka en
afsláttarferðir hækka
Tilgangur tilskipunarinnar er að
gæta jafnræðis milli neytenda í Evr-
ópusambandinu. Litið er á þegna
Evrópska efnahagssvæðisins sem
eina heild og þar af leiðandi á tilskip-
unin við á Íslandi í gegnum EES-
samninginn.
Nú borga þeir sem nota Hvalfjarð-
argöng 1000 krónur fyrir staka ferð.
Hægt er að fá 100 ferða kort með um
72% afslætti og kostar ferðin þá 283
krónur í hvert skipti. Einnig er hægt
að kaupa að lágmarki 10 ferðir en þá
fást um 36% afsláttarkjör.
Gylfi Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Spalar, segir fyrirséð, að
veggjald muni lækka talsvert fyrir
staka ferð en afsláttarferðir hækka
umtalsvert.
„Þetta átti að ganga í gegn um ára-
mótin en við fengum þær upplýsingar
í innanríkisráðuneytinu að þetta mál
strandi í Noregi,“ segir Gylfi. Búast
má við því að Spölur hf. fái 2-3 ár til
aðlögunar en eftir það gangi tilskip-
unin í gildi að fullu. „Við líklega byrja
á því í haust að lækka gjald á staka
ferð en hækka afsláttargjaldið fyrir
bíla undir 6 metrum. Ég geri ráð fyrir
því að það gerist í tveimur til þremur
þrepum,“ segir Gísli.
70% hækkun á afsláttarkjörum
Aðeins 20% þeirra ökumanna
fólksbíla, sem aka um Hvalfjarðar-
göng, greiða fyrir staka ferð en um
80% greiða veggjöld á sérstökum af-
sláttarkjörum. Í skýrslu Pálma
Kristinssonar verkfræðings um arð-
semi Vaðlaheiðarganga kemur fram
að meðalveggjald í Hvalfjarðargöng-
um árið 2009 var 497 krónur. Þar
kemur jafnframt fram að ljóst sé að
Spölur þurfi að endurskipuleggja
gjaldskrá sína vegna tilskipunarinn-
ar. Sé gengið út frá því að þær breyt-
ingar hafi ekki áhrif á
heildartekjur Spalar af fólksbílum
megi gera ráð fyrir að grunngjaldið
verði lækkað úr 1.000 krónum í um
550 krónur fyrir hverja ferð. Það er
45% lækkun.
Á móti muni afsláttargjaldið verða
um 480 kr. en það þýðir um 70%
hækkun miðað við lægsta gjaldið nú,
283 krónur. Um 55% fólksbíla og
jeppa sem fara um Hvalfjarðargöng
greiða lægsta mögulega gjald.
Verðbreytingar fyrirhugaðar
Gylfi Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Spalar hf., staðfestir að þessir
útreikningar séu réttir ef tekið er
mið af núverandi verðlagi. „Mér þyk-
ir líklegt að við munum hefja þessar
aðgerðir áður en tilskipunin gengur í
gegn.“ Hann á ekki von á því að þetta
muni hafa mikil áhrif á rekstur Spal-
ar. „Við munum áfram fá svipað
meðalverð fyrir hverja ferð,“ segir
Gylfi.
Með í útreikningum um
Vaðlaheiðargöng
Í útreikningum IFS greiningar á
veggjaldi um fyrirhuguð Vaðlaheið-
argöng er gert ráð fyrir 13% há-
marks afsláttarkjörum af 1000 króna
veggjaldi. Ólíkt þeim sem nýta sér
Hvalfjarðargöng munu vegfarendur
Vaðlaheiðarganga ekki njóta fjár-
hagslegs ávinnings af notkun þeirra.
Að frádregnum rekstrarkostnaði
þarf ökumaður fólksbíls með afslátt-
arkort að borga um 265-470 krónum
meira en sá sem ekur um Víkurskarð
í hverri ferð. Sá sem kaupir sér staka
ferð greiðir 395-597 krónum meira.
Ekki er tekið tillit til tímasparnaðar
vegfarenda í þessari greiningu og
taka skal fram að hvati vegfarenda
til þess að nota Vaðlaheiðargöng að
vetrarlagi er mikill. Akstur um Vík-
urskarð tekur um 10 mínútur að
sumri til.
Miklar verðbreytingar fyrirhugað-
ar á veggjaldi í Hvalfjarðargöng
Tilskipun Evrópusambandsins segir til um 13% hámark á afsláttarkjörum veggjalda Afsláttargjöld
munu hækka í verði Stakar ferðir munu lækka í verði Líklegt að verðbreytingar hefjist í haust
Morgunblaðið/Ernir
Beðið við göngin Oft myndast biðraðir við Hvalfjarðargöng þegar helstu ferðahelgar sumarsins hefjast.