Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 11. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. maí. Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir heimilin. Skoðuð verða húsgögn í stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar bæði í eldhús og bað. Heimili & hönnun SÉ RB LA Ð Hreinn Friðfinnsson - Í bili Í dag fjallar Gunnar J. Árnason listheimspekingur um myndlistar- manninn Hrein Friðfinnsson og verk hans í ráðstefnusal Arion banka. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:30 og ber yfirskriftina Í bili. Jafnframt opnar sýning á verkum Hreins á sama tíma í Arion banka, Borgartúni 19. Allir velkomnir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Gangi tilskipun Evrópusambandsins eftir verður ekki leyfilegt að veita af- sláttarkjör af veggjöldum umfram 13% á Íslandi. Hingað til hefur veg- farendum í Hvalfjarðargöngum gef- ist sá kostur að kaupa afsláttarkort með allt að 72% afslætti. Tilskipunin átti að ganga í gildi um síðastliðin áramót en málið strandaði á Norðmönnum sem hafa sett sig á móti henni. Þar sem Íslendingar eru aðilar að EES-samningnum verður tilskipunin ekki gildi hér á landi fyrr hún hefur fengið samþykki í Noregi. Spölur hf. sem sér um rekstur á Hvalfjarðargöngum hefur þegar tekið tillit til tilskipunarinnar í fjór- um verðflokkum af fimm. Einungis bílar sem eru styttri en 6 metrar njóta hærri en 13% afsláttarkjara. Stakt gjald mun lækka en afsláttarferðir hækka Tilgangur tilskipunarinnar er að gæta jafnræðis milli neytenda í Evr- ópusambandinu. Litið er á þegna Evrópska efnahagssvæðisins sem eina heild og þar af leiðandi á tilskip- unin við á Íslandi í gegnum EES- samninginn. Nú borga þeir sem nota Hvalfjarð- argöng 1000 krónur fyrir staka ferð. Hægt er að fá 100 ferða kort með um 72% afslætti og kostar ferðin þá 283 krónur í hvert skipti. Einnig er hægt að kaupa að lágmarki 10 ferðir en þá fást um 36% afsláttarkjör. Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri Spalar, segir fyrirséð, að veggjald muni lækka talsvert fyrir staka ferð en afsláttarferðir hækka umtalsvert. „Þetta átti að ganga í gegn um ára- mótin en við fengum þær upplýsingar í innanríkisráðuneytinu að þetta mál strandi í Noregi,“ segir Gylfi. Búast má við því að Spölur hf. fái 2-3 ár til aðlögunar en eftir það gangi tilskip- unin í gildi að fullu. „Við líklega byrja á því í haust að lækka gjald á staka ferð en hækka afsláttargjaldið fyrir bíla undir 6 metrum. Ég geri ráð fyrir því að það gerist í tveimur til þremur þrepum,“ segir Gísli. 70% hækkun á afsláttarkjörum Aðeins 20% þeirra ökumanna fólksbíla, sem aka um Hvalfjarðar- göng, greiða fyrir staka ferð en um 80% greiða veggjöld á sérstökum af- sláttarkjörum. Í skýrslu Pálma Kristinssonar verkfræðings um arð- semi Vaðlaheiðarganga kemur fram að meðalveggjald í Hvalfjarðargöng- um árið 2009 var 497 krónur. Þar kemur jafnframt fram að ljóst sé að Spölur þurfi að endurskipuleggja gjaldskrá sína vegna tilskipunarinn- ar. Sé gengið út frá því að þær breyt- ingar hafi ekki áhrif á heildartekjur Spalar af fólksbílum megi gera ráð fyrir að grunngjaldið verði lækkað úr 1.000 krónum í um 550 krónur fyrir hverja ferð. Það er 45% lækkun. Á móti muni afsláttargjaldið verða um 480 kr. en það þýðir um 70% hækkun miðað við lægsta gjaldið nú, 283 krónur. Um 55% fólksbíla og jeppa sem fara um Hvalfjarðargöng greiða lægsta mögulega gjald. Verðbreytingar fyrirhugaðar Gylfi Þórðarson, framkvæmda- stjóri Spalar hf., staðfestir að þessir útreikningar séu réttir ef tekið er mið af núverandi verðlagi. „Mér þyk- ir líklegt að við munum hefja þessar aðgerðir áður en tilskipunin gengur í gegn.“ Hann á ekki von á því að þetta muni hafa mikil áhrif á rekstur Spal- ar. „Við munum áfram fá svipað meðalverð fyrir hverja ferð,“ segir Gylfi. Með í útreikningum um Vaðlaheiðargöng Í útreikningum IFS greiningar á veggjaldi um fyrirhuguð Vaðlaheið- argöng er gert ráð fyrir 13% há- marks afsláttarkjörum af 1000 króna veggjaldi. Ólíkt þeim sem nýta sér Hvalfjarðargöng munu vegfarendur Vaðlaheiðarganga ekki njóta fjár- hagslegs ávinnings af notkun þeirra. Að frádregnum rekstrarkostnaði þarf ökumaður fólksbíls með afslátt- arkort að borga um 265-470 krónum meira en sá sem ekur um Víkurskarð í hverri ferð. Sá sem kaupir sér staka ferð greiðir 395-597 krónum meira. Ekki er tekið tillit til tímasparnaðar vegfarenda í þessari greiningu og taka skal fram að hvati vegfarenda til þess að nota Vaðlaheiðargöng að vetrarlagi er mikill. Akstur um Vík- urskarð tekur um 10 mínútur að sumri til. Miklar verðbreytingar fyrirhugað- ar á veggjaldi í Hvalfjarðargöng  Tilskipun Evrópusambandsins segir til um 13% hámark á afsláttarkjörum veggjalda  Afsláttargjöld munu hækka í verði  Stakar ferðir munu lækka í verði  Líklegt að verðbreytingar hefjist í haust Morgunblaðið/Ernir Beðið við göngin Oft myndast biðraðir við Hvalfjarðargöng þegar helstu ferðahelgar sumarsins hefjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.