Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 45
ÍSLENDINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
NÝJAR VÖRUR Í HVERRI VIKU
50% afsláttur af völdum vörum
skrifstofustjóri hjá bílaumboðinu
Heklu á árunum 2006-2011.
Svana söng með Kirkjukór Sauð-
árkróks, með Fríkirkjukórnum í
Reykjavík, Óperukór Reykjavíkur
og Óperukór Hafnarfjarðar. Hún
hefur komið fram sem einsöngvari
með fjölda kóra, s.s. Karlakórnum
Heimi og Óperukór Hafnarfjarðar.
Í Óperukór Hafnarfjarðar kynnt-
ist Svana þeim Hörn Hrafnsdóttur
og Margréti Grétarsdóttur en sam-
an stofnuðu þær þrjár söngtríóið
Sopranos sem kom víða fram á hin-
um ýmsu skemmtunum, við undir-
leik Hólmfríðar Sigurðardóttur pía-
nóleikara, einkum á árunum
2004-2009.
Sopranos héldu sína fyrstu tón-
leika í Seltjarnarneskirkju, áttu síð-
an eftir að koma fram um allt land
sem og í Noregi, oft með grínlög og
slagara í bland við aríur og smá
uppistand.
Þá héldu þær árvissa jólatónleika
á föstunni í nokkur ár.
Sopranos hafa tekið sér hlé nú um
nokkurt skeið vegna náms og próf-
anna en stefna á endurkomu nú í
sumar þegar prófum verður lokið.
Íslenskur matur er bestur
Hjá Svönu snúast áhugamálin um
gullsmíði, óperur og Ítalíu, ekki síst
ítalska eldhúsið og ítalska vínkjallar-
ann. Hún tekur ítalska eldhúið fram
yfir það franska en þegar hún er
spurð hvort ítalskur matur sé á besti
í heimi, koma á hana vomur: „Nei ég
er ekki viss. Verðum við ekki bara að
viðurkenna það að við fáum hvergi
betri mat en hér á landi.“
Fjölskylda
Maður Svönu er Þorsteinn Ólafur
Þorsteinsson, f. 8.11. 1963, en hann
starfar hjá Avion Aircraft Trading.
Hann er sonur Þorsteins Ólafssonar,
fyrrv. yfirkennara við Laugarnes-
skóla, og Ólafar Pétursdóttur hús-
freyju.
Dóttir Svönu er Alexandra Ísfold
Alexandersdóttir, f. 3.12. 1995, nemi
við Flensborg í Hafnarfirði.
Dóttir Svönu og Þorsteins er
Bríet Mjöll Þorsteinsdóttir, f. 13.10.
2009.
Systkini Svönu eru Fanney Ísfold
Karlsdóttir, f. 29.3. 1959, yfirsjúkra-
þjálfi við Heilbrigðisstofnun Sauð-
árkróks, búsett á Sauðárkróki; Sig-
fríður Inga Karlsdóttir, f. 15.6. 1963,
hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir og
dósent við Háskólann á Akureyri og
doktorsnemi, búsett á Akureyri;
Guðjón Sigmar Karlsson, f. 7.7.
1966, sjómaður, búsettur á Reyðar-
firði.
Foreldrar Svönu eru Karl Thom-
sen Holm, f. 16.9. 1935, lengst af sjó-
maður, og Kristín Guðjónsdóttir, f.
10.6. 1939, saumakona.
Úr frændgarði Svönu Berglindar Karlsdóttur
Steingrímur Jóhannesson
bóndi á Selá
Kristín Þorsteinsdóttir
húsfr. á Selá
Jón Jónsson
vkm á Sáuðárkróki
Tryggvina Sigurðardóttir
húsfr. á Sáuðárkróki
Svana Berglind
Karlsdóttir
Karl Thomsen Holm
sjóm.á Sauðárkróki.
Kristín Guðjónsdóttir
saumak. á Sauðárkróki
Guðjón Jónsson
b. á Selá á Skaga.
Elísabet Ísfold Steingr.d.
húsfr. á Selá.
Boye Thomsen Holm
trúboði hjá Hjálpr.hernum
Fanney Árnadóttir
húsfr. á Akureyri.
Árni Guðmundsson
smiður í Víkum á Skaga.
Vilhjálmur Árnas.
b. á Hvalsnesi
Alda Vilhjálmsd.
húsfreyja
Vilhjálmur Egilss.
framkv.stj. SA
Herbert A. Jónsson
verkamaður
Tryggvi Þór Herb.son
alþingismaður
Mæðgur Svana með yngri dótturinni, Bríeti Mjöll.
5. maí
90 ára
Ólafía Guðbjörnsdóttir
80 ára
Helga Árnadóttir
70 ára
Guðrún Þórarinsdóttir
Ívar Sigmundsson
Jón Oddur Sigurjónsson
Jósefína Friðriksdóttir
Þuríður Gísladóttir
60 ára
Elín Jósefína Hansen
Guðbjörg Hjaltadóttir
Hörður Stefánsson
Konráð Eggertsson
50 ára
Guðjón Páll Guðmundsson
Guðmundur Þ. Sig-
urgeirsson
Jón Sævar Sigurðsson
Júlíus Van Yeu Khuu
Rúna Stína Ásgrímsdóttir
40 ára
Bjarni Hrafnkelsson
Dariusz Korzeniecki
Hjörvar Freyr Hjörvarsson
Lóa Björk Gunnarsdóttir
Sara Saengduan Sinpru
30 ára
Árdís Hulda Henriksen
Ása Sóley Hannesdóttir
Berglind Fríða
Steindórsdóttir
6. maí
101 ára
Þórdís G. Ottesen
100 ára
Valgerður Guðmundsdóttir
80 ára
Elísabet Agnarsdóttir
Erla B. Jónsdóttir
Soffía Ingadóttir
70 ára
Edda Bolladóttir
Gerður Jónsdóttir
Ingunn Gyða Hjelm
60 ára
Anna Björg Jónsdóttir
Áskell Vilhjálmsson
Guðmundur Margeirsson
Ingibjörg Halldóra
Jakobsdóttir
Jeffrey Mikael Cosser
Kristinn Gunnarsson
50 ára
Árni Long
Bára Hafsteinsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Guðrún Björg Víkingsdóttir
Helgi Þór Gunnarsson
40 ára
Anton Karlsson
Árni Freyr Jónsson
Ásta Margrét Ey
Arnardóttir
Heiðrún Tryggvadóttir
30 ára
Agnes Kristín Gestsdóttir
Anna Stefánsdóttir
Brynhildur Skúladóttir
Heiða Njóla
Guðbrandsdóttir
Íris Elma Jónsdóttir
Guðmann
Sigurður Pétur Ólafsson
Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Bergur fæddist og
ólst upp á Akureyri, lauk
verkfræðiprófi frá Chal-
mers í Gautaborg og
starfar við bátahönnun.
Systkini Þórir Benedikts-
son, f. 1976, lyfjafr.; Matt-
hildur Benediktsdóttir, f.
1984, klæðskeri; Sara
Benediktsdóttir, f. 1987,
nemi í nuddfræðum.
Foreldrar Benedikt Þór-
isson, f. 1953, bifvélavirki
og Elínborg Sturlaugs-
dóttir, f. 1952, húsmóðir.
Bergur
Benediktsson
30 ára Diddi ólst upp í
Mosfellsbæ, lauk prófum í
alþjóðamarkaðsfræðum
frá HES í Hollandi og er
nú markaðsstjóri hjá
Multitask.
Systkini Hilmar Þorbjörn
Halldóruson, f. 1989, býr í
Mosfellsbæ, og Helga Elín
Herleifsdóttir, f. 1997,
nemi.
Móðir Halldóra M. Bald-
ursdóttir, f. 1960, starfs-
maður Orkuveitu Reykja-
víkur.
Sigurður Eggert
Halldóruson
Sigurjón Sæmundsson prent-smiðjustjóri fæddist í Lamba-nesi í Fljótum 5. maí 1912.
Foreldar hans voru Sæmundur Jón
Kristjánsson, útvegsb. í Lambanesi,
og Herdís Jónasdóttir, húsfreyja og
verkakona.
Þegar Sigurjón var á fjórða árinu
drukknaði faðir hans í fiskiróðri. Við
það tvístraðist fjölskyldan og fór
Sigurjón fyrst til móðursystur sinn-
ar, sem var kaupakona, en var síðan
léttadrengur á ýmsum bæjum, milli
þess sem hann var hjá móður sinni í
Haganesvík. Er hann kom til Siglu-
fjarðar á tólfta árinu hafði hann átt
heima á átta stöðum í Fljótum. Hann
vann í síld, var til sjós og vann
verkamannastörf á Siglufirði til 16
ára aldurs en flutti þá til Akureyrar,
ásamt móður sinni og bræðrum, og
hóf prentnám hjá Oddi Björnssyni
bókaútgefanda. Þar starfaði hann í
sjö ár en festi þá kaup á Siglufjarð-
arprentsmiðju 1935 og starfrækti
hana síðan, ásamt viðamikilli bóka-
og tímaritaútgáfu.
Sigurjón var einn af máttar-
stólpum Siglufjarðar. Hann var bæj-
arfulltrúi þar fyrir Alþýðuflokkinn í
20 ár, bæjarstjóri í níu ár og formað-
ur Iðnaðarmannafélags Siglufjarðar
í 15 ár.
Sigurjón var mikill söngmaður.
Hann hóf sinn söngferil 1930 með
Karlakór Akureyrar, söng með
Karlakórnum Geysi, með Kantötu-
kór Akureyrar og með Karlakórnum
Vísi á Siglufirði í meira en hálfa öld,
var formaður Vísis í 30 ár og frum-
kvöðull að stofnun Tónlistarskóla
Vísis, undanfara Tónlistarskóla
Siglufjarðar. Hann var einsöngvari
með Vísi um áratuga skeið og hélt
sjálfur marga einsöngskonserta, auk
þess að syngja í útvarpið frá fyrstu
tíð.
Þá var hann félagi í Rotary í
meira en hálfa öld og ræðismaður
Svía á Siglufirði en í starfslok var
hann sæmdur orðu af sænska kon-
unginum fyrir störf sín á þeim vett-
vangi.
Eiginkona Sigurjóns var Ragn-
heiður Jónsdóttir og eignuðust þau
tvö börn, Stellu Margréti tannfræð-
ing og Jón Sæmund, fyrrv. alþm.
Sigurjón lést 17. mars 2005.
Merkir Íslendingar
Sigurjón
Sæmundsson
30 ára Viðar fæddist í
Reykjavík en ólst upp á
Ólafsfirði. Hann lauk
MSc.-prófi í tölvunarfræði
frá Oxford 2007 og er nú
hugbúnaðarsérfræðingur
hjá TM Software.
Kona Lydia Ruth Þrast-
ardóttir, f. 1986, nemi.
Dóttir þeirra er Katrín
Emma Viðarsd., f. 2011.
Foreldrar Svanur Rafns-
son, f. 1962, vélfræðingur,
og María Sölvadóttir, f.
1964, matartæknir.
Viðar
Svansson