Morgunblaðið - 05.05.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9-18, LAUGARDAGA: 11-14
,
MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM
SJÓNMÆLINGAR– LINSUMÁTANIR
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í YFIR 1
5 ÁR
T I L B O Ð
GLERAUGU
FRÁ 19.900,-
Fimmtudaginn 10. maí býður Íslandsstofa til fræðslufundar þar sem
Vlad Vaiman, prófessor í alþjóðlegri stjórnun, lýsir árangursríkri
tækni við samninga í ólíkum menningarheimum.
Meðal spurninga sem leita á svara við á fundinum eru:
Af hverju er mikilvægt að skilja sinn eigin menningarheim?
Hvernig tryggjum við árangursrík samskipti milli menningarheima?
Hvernig forðumst við vandamál í samskiptum og samningum
Fundurinn verður á Hilton Reykjavík Nordica kl. 9:00-10:30.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í síma 511 4000 eða með
tölvupósti á islandsstofa@islandsstofa.is
Nánari upplýsingar veita:
Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is
og Hermann Ottósson, hermann@islandsstofa.is
Vlad Vaiman er prófessor í alþjóðlegri stjórnun og forstöðumaður
framhaldsnáms í viðskiptafræði við Háskóla Reykjavíkur. Hann er með
doktorsgráðu í fjölmenningarstjórnun frá Háskólanum í St. Gallen í Sviss.
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
S
heila Rietscher starfar sem
yfir markaðsstjóri hjá
þýska postulínsfyrirtæk-
inu Kahla. Undir starfssvið
hennar heyrir hönnun,
samskipti og markaðsstörf en að-
alhönnuður fyrirtækisins er Barbara
Schmidt. Voru þær nýverið staddar
hérlendis til að velja nemendur frá
Myndlistarskóla Reykjavíkur til að
starfa tímabundið hjá fyrirtækinu.
Stutt við ungt fólk
Kahla var stofnað árið 1844 en
endurstofnað árið 1994 af Günther Ra-
ithel. Hann er enn hluthafi en sonur
hans Holger hefur verið fram-
kvæmdastjóri í fjölskyldufyrirtækinu
frá árinu 2005. Hönnun frá Kahla hef-
ur hlotið margs konar verðlaun. En
mikilvægur hluti af starfseminni er
stuðningur við ungt hæfileikafólk. Frá
árinu 1994 hafa verið haldnar smiðjur
með listamönnum og hönnuðum,
haldnar hönnunarsamkeppnir og unn-
ið í samvinnu við hönnunarskóla.
Einnig er nú starfandi Günther Rait-
hel-stofnunin sem starfar sjálfstætt að
því að styrkja ungt hæfileikafólk.
Fallegar og þægilegar
Hönnun Kahla vefst í kringum
nútímalegan lífsstíl en Sheila segir
ákveðinn stíl skipta mestu máli.
„Postulínssafn varir að eilífu svo
það er í raun ekki hægt að hanna hluti
eftir því sem er samkvæmt nýjustu
tísku þar sem að tíska þýðir að hlut-
urinn uppfyllir aðeins óskir til styttri
tíma. Því er stíll okkur mikilvægari en
tíska og hann má t.d. móta með litum
og notkunargildi.
Markhópur okkar er alþjóðlegur
en um leið við viljum vera trú okkar
lífsspeki sem við köllum porselín fyrir
skilningarvitin. Það felur í sér að við
viljum að vörurnar séu fallegar fyrir
augað. En líka að það sé þægilegt að
koma við þær og nota og að þær hafi
fjölbreytt notagildi. Þannig er t.d.
hægt að nota disk fyrir lok á skál eða
sem undirskál. Eins viljum við að fólk
geti ungt haft efni á hlutunum okkar
og byrjað snemma að safna,“ segir
Sheila.
Yfirsýn með framleiðslunni
Fyrirtækið hefur einnig skapað
sér sérstöðu hvað varðar umhverf-
isvernd og starfar eftir umhverf-
isvænum leiðum eins og unnt er.
Þannig hefur til að mynda sérstök
orkustöð verið byggð fyrir fyrirtækið
á þaki verksmiðjunnar sem framleiðir
Postulín fyrir
skilningarvitin
Þýska postulínsfyrirtækið Kahla er eitt þekktasta og elsta slíka fyrirtækið í heim-
inum. Hjá fyrirtækinu er lögð áhersla á að styðja við bakið á ungum hönnuðum
og hefur Myndlistarskólinn í Reykjavík verið í samstarfi við fyrirtækið í tvö ár. En
annar hópur nemenda hefur nú verið valinn til að starfa tímabundið hjá fyrir-
tækinu. Hjá Kahla er lögð áhersla á stílhreina hönnun sem þolir tímans tönn.
Morgundögg Hönnun Sunnu
Shabnam Halldórudóttur.
Saggur Dagmar Erla Jónasdóttir færir gamla steinhlaðna reykkofann heim.
Vefsíðan thebellyproject.com er, líkt
og nafnið gefur til kynna, verkefni
sem snýst um maga. Hugmyndin varð
til upp úr spjalli vinkvenna sem lang-
aði að sýna að magar kvenna eru al-
veg jafn misjafnir og þeir eru margir.
Svo þær fóru á stúfana og leituðu til
vinkvenna sinna um að fá að mynda á
þeim magann. Magarnir á síðunni eru
nafnlausir og án andlits. En þó segir
á vefsíðunni að margar konur hafi
verið afar tregar til að láta mynda á
sér þennan mikilvæga hluta líkam-
ans. Enda eru konur oft mjög meðvit-
aðar um magann á sér og jafnvel
feimnar við að sýna hann, sér-
staklega eftir aðgerðir eða með-
göngu og fæðingu. En myndirnar á
þessari vefsíðu sýna myndir af alls
konar konum sem hafa hreint ekkert
til að skammast sín fyrir. Flatur magi
eða með fellingum, með örum eða
blettum, hann er þinn og bara þinn!
Vefsíðan www.thebellyproject.wordpress.com
Malli Það er ágætt að hafa eitthvað smá til að grípa í.
Sjáðu sæta mallakútinn minn
Alþjóðlegur hláturdagur er á morgun,
sunnudaginn 6. maí 2012. En þá verð-
ur, samkvæmt venju, farið í hlátur-
göngu í Laugardalnum. Safnast verð-
ur saman við gömlu þvottalaugarnar
kl. 13.00, gengið um dalinn, hlegið og
sungið. Það er indverski læknirinn dr.
Madan Kataria sem er upphafsmaður
hláturjógahreyfingarinnar. Boð-
skapur hans er að með því að hlæja
og gleðjast saman efli fólk skilyrðis-
lausan kærleika og frið meðal ein-
staklinga og þjóða á jörðinni okkar.
Leggjum okkar af mörkum til að efla
frið og kærleika. Fjölmennum í Laug-
ardalinn. Gleðjumst saman.
Endilega …
… hlæið dátt á
hláturdegi
Hlegið Hressandi og gott er að hlæja.
Morgunblaðið/Kristinn
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.