Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 44

Morgunblaðið - 05.05.2012, Síða 44
44 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2012 DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Ég reikna ekki með viðburðaríkum degi. Það stendur ekkerttil nema að nota góða veðrið, skreppa kannski á hestbak ogtaka fjölskylduna í góðan mat í kvöld,“ segir Pétur J. Eiríks- son, starfandi stjórnarformaður Portusar, en hann fagnar 62 ára af- mælisdegi sínum í dag. Hann segist yfirleitt eiga lágstemmda af- mælisdaga og þeir séu frekar í kaffisopastíl. Hann hafi þó haldið upp á þrítugsafmælið sitt með fínni veislu og hún hafi enst honum hingað til. Eignarhaldsfélagið Portus, sem Pétur starfar fyrir, á og rekur tónlistarhúsið Hörpu og segir hann að hún eigi hug hans allan í augnablikinu. „Það hefur verið alveg ótrúlega spennandi verkefni að fá þetta tækifæri að reyna það með öðrum að klára bygginguna og koma henni í rekstur og sjá síðan hvað hún hefur fengið ótrúlega góðar viðtökur,“ segir hann. Nú þegar hafi hátt í milljón gestir kom- ið í Hörpu á innan við ári en húsið var opnað formlega hinn 13. maí í fyrra. Þar með taldir séu gestir á viðburðum, matargestir og fólk sem hefur heimsótt húsið. Fram að áramótum hafi um 700 þúsund manns komið í Hörpu og fjöldinn hafi farið yfir milljón nú í apríl. Það hefur þó ekki hvarflað að Pétri að notfæra sér aðstöðu sína og leggja undir sig stóra salinn fyrir afmælisveislu. „Ekki á 62 ára afmælinu en maður veit aldrei upp á hverju maður tekur seinna,“ segir hann og hlær. kjartan@mbl.is Pétur J. Eiríksson er 62 ára í dag Morgunblaðið/Golli Lágstemmdur Pétur J. Eiríksson hélt upp á þrítugsafmælið með góðri veislu á sínum tíma og segir að hún hafi enst honum hingað til. Harpa á hug hans allan í augnablikinu S vana Berglind Karlsdóttir fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hún var í Barnaskóla Sauðárkróks og stundaði nám við Fjöl- brautarskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki og lauk þaðan stúdents- prófum 1992. Fór ung í píanó- og söngnám Svana hóf nám í píanóleik við Tón- lisarskóla Skagafjarðar 1979 og lauk þaðan 7. stigi, stundaði söngnám við Tónlistarskóla Skagafjarðar 1988- 91, var eitt ár í söngnámi í Flórense á Ítalíu hjá Augusto Fradi á mennta- skólaárunum og aftur þar og í Parma á Ítalíu, nokkrum árum síðar, stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík hjá Elínu Ósk Óskars- dóttur til 2000 og stundaði þar fram- haldsnám við söngkennaradeild. Svana stundar nú nám í gullsmíði og skartgripahönnum við Tækni- skólann. Svana starfaði hjá Fosshótelunum á árunum 2002-2006 þar sem hún sinnti skrifstofustörfum á veturna og var hótelstýra á sumrin og var Svana Berglind Karlsdóttir söngkona 40 ára Ljósmynd/Pétur Pétursson Klassapíur Söngtríóið Sopranos, frá vinstri: Margrét Grétarsdóttir, Svana Berglind og Hörn Hrafnsdóttir. Sígildur söngur og gull Leikið í snjónum Svana, Bríet Mjöll, Þorsteinn og snjókarlarnir. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavíkurborg, Icelandair Group og Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús hafa myndað nýjan samstarfsvett- vang um markaðssetningu á Reykja- vík sem alþjóðlegri ráðstefnu- og við- burðaborg. Samstarfsvettvangurinn ber heitið Ráðstefnuborgin Reykja- vík. Starfsmenn Ráðstefnuborgar- innar Reykjavíkur eru Þorsteinn Örn Guðmundsson, Björg Kjart- ansdóttir, Einar Gylfason, Helga Thors og Sigurjóna Sverrisdóttir. Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri var forstjóri Northern Tra- vel Holding 2007-2008, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs FL Group 2006-2007, forstjóri FL Travel Group 2005- 2006, framkvæmdastjóri stefnumót- unar og viðskiptaþróunar FL Group frá 2005. Þorsteinn Örn er kvæntur Magneu Þóreyju Hjálmarsdóttur og eiga þau fimm börn. Björg Kjartansdóttir vann lengi hjá Stjórnarráði Ís- lands, einnig hjá eft- irlitsstofnun Alþingis, Ríkisendurskoðun og hjá Evrópuráðinu í Frakklandi. Hún er við- skiptafræðingur MBA frá HR, BA í sálfræði frá HÍ og MA í Evrópufræðum frá Maastricht Uni- versity 2000. Björg er gift Benedikt Stefánssyni og eiga þau þrjá syni. Einar Gylfason starfaði í sölu og markaðsmálum í upplýsingatækni, m.a hjá EJS, Opnum kerf- um og Grunni gagna- lausnum. Síðastliðið eitt og hálft ár hefur Einar starfað sem verkefna- stjóri í sérverkefnum hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) og síðar hjá Höfuðborgarstofu. Helga Thors starfaði síðast sem forstöðumaður við- burðadeildar hjá Saga- film. Áður starfaði hún sem „brand manager“ fyrir Kaupþing frá 2003-2008. Hún var viðskiptastjóri á aug- lýsingastofunni XYZ, var tímabund- ið markaðsstjóri fyrir Smáralind, vann fyrir OZ og Icelandair. Helga er viðskiptafræðingur með MBA frá HÍ. Helga er í sambúð með Birni Ólafssyni. Þau eiga tvær dætur. Sigurjóna Sverrisdóttir hefur sinnt verkefnum og markaðs- setningu í sambandi við alþjóðlegan starfsferil Kristjáns Jóhanns- sonar óperusöngvara. Undanfarin 23 ár hefur Sigurjóna búið á Ítalíu. Hún er með MBA-gráðu frá HÍ og BA-próf í leiklist frá Leiklistarskóla Íslands. Sigurjóna er gift Kristjáni Jóhannssyni og eiga þau þrjú börn. Ný störf Reykjavík markaðssett

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.