Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 1
ALDREI UNNIÐ EINS OG HREIN- TRÚARMAÐUR SKEMMTU SÉR Á HÁTÍÐ HAFSINS OSTWALD HELGA- SON FYRIR KONUR SEM LIFA LÍFINU MANNHAF Á GRANDA 28 HÖNNUNIN DRAMATÍSKT FERLI 10SÝNING Á VERKUM EIRÍKS SMITH 26 Morgunblaðið/Kristinn Þinglok Enn bíða stór mál afgreiðslu á þingi. Óljóst er með þinglok.  Þingstörf á Alþingi halda áfram í dag en þinginu átti að ljúka fyrir helgi. Það hefur dregist sökum þess að stór mál eins og sjávarútvegs- mál, rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, auk um- ræðu um Vaðlaheiðargöng, bíða af- greiðslu. „Ég vona svo sannarlega að þingið dragist ekki langt fram á sumar,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. „Það eru auðvitað stór mál sem þarf að semja um og ég vonast til þess að farið verði í það núna,“ segir Ragnheiður. „Það er ekkert að frétta. Þing- flokkarnir funda í dag eins og venja er. Annars er ekkert sem liggur fyrir um þinglok,“ segir Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingar. »2 Þinglok ekki í sjón- máli – Stór mál bíða afgreiðslu í þinginu Útgerðarhlé » Vikulangt útgerðarhlé LÍÚ og útvegsmannafélaganna nær til allra togara og fjölda vél- báta. Fiskvinnslur útgerðanna stöðvast einnig. » Margir smábátar og strand- veiðibátar róa næstu daga. Vinnslur sem grundvallast á hráefni þeirra geta starfað. » Þúsundir sjómanna og fisk- vinnslufólks verða án verkefna næstu daga. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hlé það sem útgerðir innan Lands- sambands íslenskra útvegsmanna hafa ákveðið að gera á veiðum hefur víðtæk áhrif úti um allt land. Fisk- vinnslur þessara sömu fyrirtækja verða stöðvaðar og starfsemi við sjávarsíðuna drepst víða í dróma. Þó verða margir smábátar á sjó og margir halda til strandveiða í dag. Fiskmark- aðir starfa og vinnsla sem grundvall- ast á afla smábáta. Samstaða er innan LÍÚ um aðgerð- irnar, að sögn Adolfs Guðmundssonar, formanns sambandsins. Tíminn verð- ur notaður til að ræða við starfsfólk fyrirtækjanna, sveitarstjórnir og aðra hagsmunaaðila um afleiðingar fiskveiðifrumvarpa ríkisstjórnarinn- ar. Þá óskar forysta LÍÚ eftir sam- tölum við sjávarútvegsráðherra og at- vinnuveganefnd Alþingis um málið. Þótt Landssamband smábátaeig- enda standi ekki að aðgerðunum hafa einstaka útgerðarmenn smábáta ákveðið að gera hlé á veiðum með sama hætti og stærri útgerðirnar. Sem dæmi má nefna að ekki verður róið frá Grindavík. Vinnubrögð gagnrýnd Deilan um fiskveiðifrumvörpin kom víða til umræðu um helgina. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, gagnrýndi harðlega vinnubrögð stjórnvalda og skilnings- leysi á rekstri fyrirtækja og sjávar- útvegi við undirbúning breytinganna í ræðu á Hátíð hafsins í Reykjavík. Hvatti hann til þess að næstu dagar yrðu notaðir til að breyta um vinnu- brögð og finna leiðina sem menn geta sæst á. Steingrímur J. Sigfússon sjávar- útvegsráðherra sagðist við sama tækifæri ekki vilja varpa frekari skugga á hátíðisdag sjómanna með því að draga inn á þann vettvang um- fjöllun um átök stórútgerðarmanna við stjórnvöld og aðferðir þeirra. Víðtæk áhrif stöðvunar  Fiskvinnslur útgerða innan LÍÚ stöðvast um leið og skipin  Leitað eftir viðræðum við stjórnvöld um fiskveiðifrumvörpin  Smábátar og minni vinnslur starfa Morgunblaðið/Árni Sæberg Hátíð hafsins Fjöldi gesta tók þátt í hátíðarhöldum sjómannadagsins á Grandagarði í Reykjavík. Gott veður og fjölmenni var á bryggjunum víða um land. MSjómannadagur »6, 12-13 Ljósmynd/Birgir Hauksson Lundi Eitt af lundahræjunum í Knarrarnesi eftir minkinn. Töluvert hefur borið á dauðum lunda í Knarrarnesi sem er hluti af eyja- klasa út af Mýrum í Borgarfirði. Mikið er af mink og tófu í eyjunni sem herja á lundann og hafa nú þegar drepið marga fugla. Rúnar Ragnarsson, einn af eig- endum Knarrarness, segir að það sé orðið alltof mikið af mink í eyjunni. Hann segir að sveitarstjórnin í Borg- arbyggð hafi brugðist lögbundnu hlutverki sínu sem felist í því að halda mink og annarri óværu í skefj- um. Sveitarfélagið hafi skorið alltof mikið niður í þessum málaflokki og nú sé ástandið orðið óviðunandi. Því sé löngu tímabært að fá þetta mál í umræðuna. „Við reynum að ná minknum sjálf- ir eins og við getum en þetta er erfitt verkefni og nánast ómögulegt þegar ekkert fjármagn er til þess. En við reynum að bjarga því sem bjargað verður,“ segir Rúnar. „Það er ljóst að ábyrgðin liggur hjá sveitar- félaginu sem þarf að taka í taumana strax. Annars er alveg ljóst hvernig þetta mun fara með lundastofninn því minkurinn drepur um leið og honum gefst færi til.“ saevar@mbl.is Minkur herjar á lundann  Dauðir lundar í Knarrarnesi  Sveitarstjórnin brugðist  Talsvert fleiri fengu tilvísun til starfsendurhæf- ingar hjá Starfs- endurhæfing- arstöð Norðurlands á síðasta starfsári en árið áður. Þetta kemur fram í skýrslu stjórnar Starfsend- urhæfingar Norðurlands. Á síðasta starfsári fengu um 200 tilvísun til starfsendurhæfingar en um 150 árið áður. Flestir fengu til- vísanir vegna geðrænna vanda- mála, langtímaatvinnuleysis eða stoðkerfisvanda. Aukninguna má rekja til sparnaðar og niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. »4 Fleiri fara í starfs- endurhæfingu Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir varð á laugardaginn heimsbikarmeistari í bikiní fitness en mótið fór fram í Búdapest í Ung- verjalandi. Þetta var fjórða stór- mótið á árinu sem Aðalheiður keppti í. Á Arnold Classic-mótinu í Ohio í Banda- ríkjunum lenti hún í öðru sæti, í fyrsta sæti á Loaded Cup í Dan- mörku og hún varð einnig Íslands- meistari í greininni. Bikiní fitness er frábrugðið hefð- bundinni fitness-keppni að því leyti að ekki er lögð jafnmikil áhersla á mikinn vöðvamassa í því fyrr- nefnda. Meiri áhersla er lögð á grannan og vel þjálfaðan líkama sem hefur kvenlegar línur. „Ég er alveg him- inlifandi með þennan árangur enda búin að vinna fyrir honum. Samt sem áður er frekar erfitt að trúa þessu,“ sagði Að- alheiður, ennþá í sigur- vímu eftir árangurinn. Heimsbikarmeistari í Ungverjalandi  Stofnað 1913  128. tölublað  100. árgangur  M Á N U D A G U R 4. J Ú N Í 2 0 1 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.