Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér gengur betur þegar þú reynir ekki að stjórna öllum þínum gjörðum af hörku. Fólk breytist aðeins ef það hefur fyrir því sjálft. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú þarft að skipta eign eða ákveða hver ber ábyrgð á hverju í dag, gætir þú kom- ið út í gróða. Reyndu að gera upp hug þinn áður en lengra er haldið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ástvinir munu vilja hjálpa þér og leysa öll þín vandamál – í flestum tilfellum á rangan hátt. Yfirmaður þinn eða annar yfir- boðari gæti komið þér að óvörum í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert staddur mitt í einhverri helj- arinnar ringulreið og engu líkara en það sé enga leið að finna út úr ógöngunum. Opnaðu hjarta þitt fyrir möguleikunum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vertu ekki að naga þig í handarbökin fyrir hluti sem þú færð engu um ráðið. Þú skalt ekki láta stífni og smámunasemi spilla góðu sambandi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú færð tækifæri til að leysa úr gömlu deilumáli á næstu vikum. Skoðanir þínar eiga fullan rétt á sér en þetta er ekki rétti tíminn til að halda þeim á lofti. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sumu fólki finnst mjög gaman að vera á skjön við aðra, en ekki þér. Það ætlast enginn til þess að þú verðir sérfræðingur einn, tveir og þrír. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert í aðstöðu til þess að láta til þín taka og þarft því að vera vel und- irbúin/n, þegar þú flytur mál þitt. Frestaðu öllum skemmtunum á meðan þú vinnur upp orku og andlegt jafnvægi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þú sért gefin/n fyrir einveru og þína torfu, máttu ekki loka á allt og alla í kringum þig. Mundu að ekki er allt gull sem glóir og dreifðu áhættunni sem mest. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mörkin milli draums og veruleika liggja ekki alltaf í augum uppi. Miðlaðu því sem þú getur til ungu kynslóðarinnar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Af hverju eru allir að tala um fram- tíð þína? Ekki vera hissa þótt þú finnir þig knúinn/knúna til þess að vera í samkeppni við einhvern. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ráðist verður í bætur á tækjabúnaði eða álíka á vinnustað þínum sem gerir kleift að vinna hlutina á betri máta. Nú þarftu að koma niður á jörðina og taka til hendinni. Ég hitti karlinn á Laugaveginumþar sem hann gekk rösklega niður Frakkastíginn í lopapeysu og með kaskeiti á höfðinu eins og vera ber á sjómannadeginum: „Ég man eftir þessum gömlu skútukörlum,“ sagði hann og raulaði gamlan hús- gang: Dundi röngin, stundi stöngin, strengir urra; goti Hlés, þótt glotti bára, ganaði undan blástri Kára. „Þetta voru karlar í krapinu,“ bætti hann við og fór síðan að tala um ríkisútgerðina, – það væri ljóta baslið og ekki allt sem sýndist: Jóhanna segir: Hér er ekkert að og öllu fyrir löngu kippt í lag. Steingrímur svarar: Eins og karlinn kvað: hvort skyldu bátar mínir róa í dag? Á þessum fallegu vordögum rifj- ast upp fyrir mér vorið sem ég varð stúdent árið 1959, einmunatíð allan maímánuð og fram á útskriftardag- inn 17. júní. Þá brast hann á með stórhríð. Ekkert ortum við samt um það svo ég muni en set þessa vísu í staðinn: Fyrir þann sem þroskann á og þrekið hefur stúdentshúfan götur greiðir og getur opnað nýjar leiðir. Í 2. árgangi af Nýjum kvöldvök- um árið 1908 var efnt til samkeppni um bestu hringhendurnar. Halldór Friðjónsson fékk fyrstu verðlaun: Ársól gljár við Unnar svið, ofin báruskrúða; ræðir smára rjóðan við rósin táraprúða. Benedikt Einarsson, Hálsi, fékk önnur verðlaun: Fjallavindur fleyið knýr; fjör og yndi glæðist. Ein í skyndi útsjón flýr, önnur myndin fæðist. Adam Þorgrímsson frá Nesi í Að- aldal fekk þriðju verðlaun: Þolið blæinn þrýtur senn, þagnar Ægis harpa; geislar bægja grímu enn, gulli á sæinn varpa. Alls bárust 53 hringhendur, margar listilega vel kveðnar, eins og þessi eftir Erling Friðjónsson frá Sandi, sem er raunar sú eina sem ég kunni: Nóttin heldur heimleið þar himins feldur blánar: logar eldur ársólar yst í veldi Ránar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hvort skyldu bátar mínir róa í dag G æ sa m am m a o g G rí m ur G re tt ir S m áf ól k H ró lfu r hr æ ði le gi F er di n an d SÆLL, ÉG ER HAGAMÚS SÆLL KOMDU SÆLL VÁ! HVERNIG FER HANN AÐ ÞVÍ AÐ PANTA HEIMSENDA PIZZU? NÁKVÆM- LEGA HEFUR ÞIG ALDREI LANGAÐ TIL ÞESS AÐ DRAGA LÍNUR Á MILLI PUNKTANNA OG SJÁ HVAÐA MYND KEMUR ÚT? ER SNOOPY AÐ HÁMA Í SIG MAT TIL AÐ GLEYMA KÆRUSTUNNI? ÞAÐ ER EFLAUST EKKI SLÆM HUGMYND ÞAÐ HEFUR SÍNA GALLA HVAÐ ER ÞESSI GAUR AÐ GERA? ÉG SKAL SPYRJA HANN ÉG ER AÐ VEIÐA SÍLI Þá er Hjólað í vinnuna lokið. Vík-verji tók virkan þátt, þrátt fyrir vaktavinnu, rok, rigningu og frost og komst að eftirfarandi niðurstöðu: Það er algjörlega dásamlegt að mæta í vinnuna eftir hressandi sprett, með blóðið á fullri hreyfingu, vera búinn að koma kerfinu í gang. Að vakna klukkan 6, fá sér góðan morgunmat, kaffibolla og glugga í blöðin og hjóla svo af stað í morgun- sólinni. Að loknum löngum vinnu- degi er svo dásamlegt að dóla heim, taka kannski lengri leið og njóta um- hverfisins. x x x Eitt er þó sem þarf að hafa í huga.Stígakerfi Reykjavíkurborgar er, þótt það fari alltaf batnandi, langt frá því að vera frábært. Þar eru allir settir á sama stað, hvort sem þeir eru rígfullorðin hjón í yf- irmáta rólegri morgungöngu, konur með tvíburavagna, skokkarar eða hjólreiðafólk á markvissri hraðferð. Stígarnir í Reykjavík eru flestir ef ekki allir svokallaðir fjölnota stígar þar sem öllum sem ákveða að keyra ekki er att saman. Það þarf svo ekki flókna stærðfræði til að komast að því að þar sem tveir einstaklingar, hvor með sinn barnavagninn, á um 5 km hraða á klukkustund, mæta hjól- reiðamanni á um 20 km hraða í þröngri beygju, má ekki mikið út af bera. x x x Samkvæmt upplýsingum á vefUmferðarstofu verða hjólandi vegfarendur að hægja á sér og sýna virðingu þegar þeir taka fram úr gangandi vegfarendum og er það vel en þar liggur líka vandinn. Það er af- skaplega leiðigjarnt og dregur tals- vert úr hraða og nýtingu tíma fyrir þá sem nota hjólið sem ferðamáta að vera alltaf að bremsa og það er eng- in lausn að færa sig yfir á götuna. Það væri gaman að sjá upplitið á bíl- stjórunum ef þeir þyrftu allir að láta hjólreiðamanninn vita að þeir væru að nálgast og hægja á sér niður í 30 þegar þeir taka fram úr honum. Vík- verji hvetur borgaryfirvöld til að einblína ekki á fjölnota stíga og fara að auðvelda fólki að nota reiðhjól sem ferðamáta á öruggan hátt. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Mannssonurinn er ekki kominn til að tortíma mannslífum, heldur til að frelsa. (Lúk. 9, 56.) Taustir lásasmiðir í yfir 24 ár Verslun, Laugavegi 168 • www.neyd.is • laugavegur@neyd.is s: 510 8888 • Opið alla virka daga 8:00-18:00 Einn lykill - endalausir möguleikar Við smíðum og þjónustum lyklakerfi fyrir fyrirtæki og hús- félög. Hringdu og fáðu ráðgjafa í heimsókn. Lyklakerfi = Sami lykill að öllum lásum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.