Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 KRÖFUR UM ÁBYRGAR FISKVEIÐAR OG SJÁLFBÆRNI Iceland Responsible Fisheries boðar til fundar um markaðskröfur í kaupum á sjávarafurðum. Fundurinn er haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, miðvikudaginn 6. júní kl. 15. Krafa kaupenda sjávararafurða um sjálfbæra nýtingu fiskistofna er orðin útbreiddari en áður. Seljendur þurfa að þekkja og taka mið af þessum kröfum í markaðsstarfi sínu. Ingrid Kvalvik og Bjørg H. Nøstvold munu kynna tvær nýlegar rannsóknir á viðhorfum kaupenda til ábyrgra fiskveiða og sjálfbærni og áhrif þeirra á kauphegðun. Annars vegar er könnun á viðhorfi stórra kaupenda á franska markaðinum og hins vegar á afstöðu neytenda í Frakklandi og Bretlandi til sjálfbærni og innkaupavenja. Rannsóknirnar voru framkvæmdar af norska rannsóknarfyrirtækinu NOFIMA sem sérhæfir sig í hagnýtum rannsóknum í sjávarútvegi, fiskeldi og matvælaiðnaði. Enginn aðgangseyrir er á fundinn. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 5. júní með því að senda tölvupóst á islandsstofa@islandsstofa.is eða hringja í síma 511 4000. Nánari upplýsingar um fundinn veitir Guðný Káradóttir, gudny@islandsstofa.is www.ResponsibleFisheries.is Hver verður næsta björgunar-aðgerð ESB? er spurt. En Gunnar Rögnvaldsson segir stóru spurninguna vera hvað muni gerast í rústum ESB:    Evrópusam-bandið sem átti að vera er hrun- ið. Eftir stendur beinagrind þess í lausu lofti í tíma- rúminu og bíður þess að teiknimynd- in af því segi zap- gonk-púff ef Þýskaland grípur ekki ranglega á því og afzappi það inn í vítisvél nýrrar v.5.2.1 útópíu meg- inlandsins. Þetta fyrirbæri í öllum myndum sínum er dæmt og var dæmt frá upphafi. Því miður fyrir borgarana, úr því sem þeir komu frá. En þeir voru ekki með í dæm- inu.    Vel er hugsanlegt að innanskamms muni lítið annað í heiminum standa gilt eftir á pen- ingagólfi hans nema Bandaríkja- dalur og gull. Dalurinn er betri því á honum stendur; á Guð við treyst- um. Það er það eina sem dugar þeg- ar allt er sviðin jörð. Það er erfitt að burðast um á hælum með málm- byrðar eins og klyfjuð asnína.    Þessi stóri undirliggjandi upp-taktur í reglulegt bankaáhlaup sem nú sést víða á evrusvæðinu, lof- ar hreint ekki góðu og gæti endað í tryllingsdansi. DXY-dollaravísitala heimsins lýgur ekki. Hún æðir upp í takt við óttastigið og flóttann úr bankalegum eignum í ESB.    Það brakar í evrugólfinu. Snjó-þrúgur ECB-seðlabankastjórn- arinnar ná varla lengur yfir dag- legar sprungur. Og spartslið er búið. En hvað mun gerast í rústum Evrópusambandsins? Það er spurn- ingin.“ Gunnar Rögnvaldsson Hvað gerist í rústunum? STAKSTEINAR Veður víða um heim 3.6., kl. 18.00 Reykjavík 14 heiðskírt Bolungarvík 14 heiðskírt Akureyri 12 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 17 léttskýjað Vestmannaeyjar 9 heiðskírt Nuuk 15 léttskýjað Þórshöfn 8 skýjað Ósló 12 léttskýjað Kaupmannahöfn 12 heiðskírt Stokkhólmur 10 skúrir Helsinki 10 skýjað Lúxemborg 13 skúrir Brussel 10 súld Dublin 10 alskýjað Glasgow 12 heiðskírt London 12 skýjað París 17 skýjað Amsterdam 10 skýjað Hamborg 12 skýjað Berlín 11 skúrir Vín 25 skýjað Moskva 11 skýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 27 léttskýjað Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 25 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt Winnipeg 18 skýjað Montreal 17 skýjað New York 22 heiðskírt Chicago 23 léttskýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:14 23:39 ÍSAFJÖRÐUR 2:24 24:39 SIGLUFJÖRÐUR 2:04 24:26 DJÚPIVOGUR 2:32 23:20 Á ársfundi Byggðastofnunar sl. föstudag, sem haldinn var í Menn- ingarhúsinu Miðgarði í Skagafirði, var Örlygi Kristfinnssyni, forstöðu- manni Síldarminjasafnsins á Siglu- firði, afhentur Landstólpinn árið 2012. Sérstök dómnefnd valdi hann úr hópi 13 tilnefninga víðsvegar að af landinu og afhenti Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, verðlaunagrip- inn sem hannaður var af Guðbrandi Ægi Ásbjörnssyni, myndlistar- manni á Sauðárkróki. Dómnefnd telur að Örlygur hafi með störfum sínum undanfarin ár vakið athygli á Siglufirði á jákvæð- an hátt. Hann er m.a. einn af frum- kvöðlunum að Síldarminjasafni Ís- lands, hefur staðið að uppbyggingu Herhússins og verið ötull í að gera upp gömul hús á Siglufirði, svo fátt eitt sé nefnt af hans störfum. Landstólpinn til Örlygs á Siglufirði Landstólpi Örlygur Kristfinnsson, t.h., og Þóroddur Bjarnason. Fleiri víkingafélög Ranghermt var í Morgunblaðinu á laugardag, með viðtali við Gunnar Víking Ólafsson jarl, að víkinga- félagið Einherji í Reykjavík væri hið eina slíka á landinu. Rimmugýgur í Hafnarfirði er elsta og stærsta starf- andi víkingafélagið hér á landi, stofnað árið 1997. Einnig eru starf- andi víkingafélögin Hringhorni á Akranesi og Æsir á Akureyri, auk Víkinga Vestfjarða. Beðist er vel- virðingar á þessu og einnig áréttað að margir aðilar hér á landi hanna og búa til víkingabúninga. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.