Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012
Mannhaf Mikill fjöldi fólks kom saman á Hátíð hafsins á Granda um helgina. Í boði var m.a. að sækja sjóræningjasmiðju og fylgjast með graffitílistamönnum vinna verk innblásin af hafinu.
Árni Sæberg
Fiskimiðin innan
íslensku lögsögunnar
á hafinu umhverfis
Ísland er verðmæt-
asta náttúruauðlind
Íslendinga og raunar
forsenda nútíma-
samfélags á Íslandi.
Eins og aðrar nátt-
úruauðlindir eru
fiskimiðin takmörkuð
auðlind að umfangi
enda þótt hún sé varanleg, ótak-
mörkuð í tíma, ef vel er á nýtingu
hennar haldið. Áratugum saman
var hún undirstaða atvinnu og bú-
setu á fjölmörgum útgerðarstöðum
umhverfis Ísland.
Tæknin við fiskveiðar og fisk-
vinnslu hefur tekið bylting-
arkenndum breytingum á liðnum
áratugum. Þessar breytingar hafa
leitt til þess að miklu færra fólk en
áður þarf til að veiða og vinna
þann fisk sem unnt er að veiða á
Íslandsmiðum án þess að skemma
fiskimiðin varanlega.
Þessi samdráttur í mannaflaþörf
til fiskveiða og fiskvinnslu á Ís-
landi vekur þá spurningu hvað það
fólk eigi að gera sem ekki er leng-
ur þörf fyrir í veiðar og vinnslu.
Þar að auki fjölgar fólki.
Vandamál kalla á lausnir. Þær
geta verið erfiðar og sársauka-
fullar og valdið deilum. Togstreita
getur komið upp milli há-
tæknivæddrar togaraútgerðar og
smærri útgerða; jafnvel þótt í
þeim hafi einnig orðið tækni-
framfarir. Byggð á einstökum
stöðum getur verið stefnt í voða
eða lagst í eyði. Yfirstandandi
kröfur um byggðakvóta til að
halda byggð við lýði eru birting-
armyndir þessa vanda.
Lausnin á þeim vanda sem leiðir
af minni mannaflaþörf í fiskveiðum
og fiskvinnslu getur verið í ferða-
þjónustu, orkufrekum iðnaði og
hátækniiðnaði. Ferðaþjónustan
hefur ennþá þann galla að vera of
árstíðabundin. Vonir
standa til að úr því
dragi með tímanum.
Orkufrekur iðnaður og
hátækniiðnaður er
hinsvegar óháður árs-
tíðum. Sökum mikillar
fjárfestingar er orku-
frekur iðnaður líkleg-
ur til að vera stöðugur
um langan tíma,
marga áratugi, meðan
sú fjárfesting er end-
urheimt eða lengur.
Vegna gjörbreyttrar samgöngu-
tækni er búseta ekki jafnbundin
við atvinnu og áður var. Gott dæmi
um það eru Hornstrandir, þar sem
fleira fólk er nú um sumarið en bjó
þar áður, en hins vegar enginn að
vetrinum. Það er því viðbúið að
samfelld búseta leggist af eða fólki
þar fækki verulega sums staðar
þótt byggð haldist. Gott dæmi um
það er Siglufjörður þar sem um
3000 manns bjuggu í kringum 1960
en um 1200 nú. Byggðin þar virðist
hafa náð jafnvægi við breytta at-
vinnuhætti.
Þessar breytingar geta verið
erfiðar fyrir fólk sem þarf að flytja
búferlum og laga sig að breyttum
aðstæðum. Stjórnvöld þurfa að lið-
sinna því fólki og auðvelda því
þannig breytingar í stað þess að
verja fé í að berjast á móti meira
og minna eðlilegum og óhjá-
kvæmilegum breytingum. Búsetu-
breytingar eru eðlileg afleiðing af
tæknibreytingum.
Eftir Jakob
Björnsson
» Vegna gjörbreyttrar
samgöngutækni er
búseta ekki jafnbundin
við atvinnu og áður var.
Jakob Björnsson
Höfundur er fyrrverandi orku-
málastjóri.
Fiskveiðar, fisk-
vinnsla og
búseta á Íslandi
Með árásum sínum á
sjávarútveginn mun
ríkisstjórnin ræna
harðduglegu fólki lífs-
viðurværi sínu og bjóða
líf á félagsbótum í stað-
inn. Ríkisstjórnin mun
einnig eyðileggja
grundvöllinn fyrir eina
aðalgjaldeyristekjulind
þjóðarinnar. Við fyrstu
sýn mætti halda að
ráðamenn þjóðarinnar hafi tapað vit-
glórunni. En þegar eina markmið rík-
isstjórnarinnar, sem er að koma þjóð-
inni inn í Evrópusambandið, er tekið
með í reikninginn skýrist málið.
Ríkisstjórnin veit, að framkvæmda-
stjórn ESB semur ekki beint við ein-
stakar útgerðir heldur verður sjávar-
útvegur allur að lúta ríkisforsjá, svo
hægt sé að afhenda fiskinn í sjónum
ásamt lögsögu Íslands til ESB. Ríkis-
stjórnin verður að eignast sjávar-
útveginn og forræði hans til að geta
notað sem skiptimynt fyrir pólitísk
markmið sín í Brussel.
Ekki að furða að sjómenn og út-
gerðarmenn rísi upp. Það er dugur í
sjómönnum þessa lands, sem fram-
leiða tífaldan gjaldeyri á hvern mann
miðað við allar aðrar greinar saman-
lagt. Sjómenn og bændur eru kjarni
Íslands, hvað svo sem menntaklíka
kverúlanta í höfuðborginni segir. Það
er tvímælalaust í anda virðingar fyrir
þrautseigri vinnu við erfiðar að-
stæður, að þjóðin standi þétt saman
með sjómönnum og útgerðar-
mönnum sínum. Það eru fyrst og
fremst þeirra verk, sem lagt hafa
grunninn að því að lyfta Íslandi á svið
meðal fremstu þjóða heimsins.
Árásir ríkisstjórnarinnar á best
rekna sjávarútveg í heimi er óvirðing
við alla landsmenn, sem vilja það eitt
að geta séð sjálfum sér farborða án
þess að vera byrði á öðrum. Allt það
hugvit, starf og fjárfestingar, sem fel-
ast í samkeppnishæfasta útvegi
heims vill ríkisstjórnin rústa með
einu pennastriki. Litlu máli virðist
skipta, þótt sjómenn missi atvinnuna
og fari á félagsbætur. Ríkisstjórnin
er svo gjörsamlega blinduð af ESB-
dýrðinni, að hún er búin
að byrgja fyrir alla
glugga, sem snúa að
raunveruleikanum.
Engu skiptir, þótt boð-
berarnir skipti hundr-
uðum, eru úr öllum
stéttum og allir komi
með sömu upplýsingar
um, hversu skaðlegar
afleiðingar eru af
áformum um yfirtöku
ríkisins á stjórn fisk-
veiðimála og dráps-
klyfjum leyfisgjalds.
Ríkisstjórnin fer frekar að fyrir-
mælum straujaðra jakkafata frá
Brussel en að hlusta á þá, sem hafa
þekkingu á málinu. Útgerð, sem í ald-
anna rás hefur byggt upp og þróað
hátæknilegan iðnað á heimsvísu, á
betra skilið en ríkisstjórn, sem hellir
öfundsýki yfir fólk og reynir að
sundra því fyrir markmið sitt að kom-
ast yfir greinina og eyðileggja árang-
ur hennar. Stöðugum áróðri um „sæ-
greifa“ og „kvótakónga“ er ætlað að
skapa ósætti milli þjóðarinnar og
undirstöðuatvinnugreinar hennar,
þótt þeir einstaklingar sem svikið
hafa út fé í sjávarútvegi séu teljandi á
fingrum annarrar handar.
Skemmdarverk ríkisstjórnarinnar
á fjöreggi þjóðarinnar verður með öll-
um ráðum að stöðva. Ef það gerist
ekki tekst ríkisstjórninni að gera
fjölda fólks að leppalúðum á fram-
færslu ríkisins. Með lánuðum pen-
ingum frá AGS gengur það eftir í ein-
hvern tíma. En hvaðan eiga
peningarnir að koma eftir það?
Loforð um nýja peninga eru álíka
trúverðug og loforð ríkisstjórnar-
innar um þúsundir nýrra starfa. Orð-
in eru tóm og efndirnar engar. Ríkis-
stjórnin heldur áfram uppteknum
hætti að rífa niður það, sem heilbrigt
er og stækka her atvinnulausra á
framfærslu þeirra, sem enn hafa
vinnu. Hraðinn í eyðileggingunni
eykst við hverja nýja ákvörðun í
þessa átt. Það er stefna ríkisstjórn-
arinnar, að gera landsmenn svo fá-
tæka, að þeir á endanum gefist upp
og játi á hnjánum einhverri glans-
mynd með þeim rökum að ekkert geti
verið verra en á Íslandi.
Það er eins og ráðamenn reiði sig á,
að enginn hafi fregnir af ástandinu
innan ESB og evrulandanna og hægt
sé að öskra niður hið slæma ástand
þar. En áður en mýs og menn farast
getur vont lengi versnað. Barátta
sósíaldemókrata fyrir nýju heims-
veldi, sem sett er til höfuðs USA og
Kína er bara rétt hafin. Átökin innan
ESB um sameiningu ríkja í stórveldi
eru komin á nýtt stig, þar sem þeim
löndum, sem ekki skilyrðislaust
undirkasta sig hinu nýja stórveldi
verður umsvifalaust bolað burt. Fyrst
í röðinni er Grikkland. Önnur lönd
munu fylgja í kjölfarið. Evran hefur
verið notuð sem undanfari og verk-
færi kreppunnar. Kreppan, sem nú er
að skella á og líkist engu því sem fólk
hefur áður kynnst, verður notuð sem
undanfari og verkfæri hins nýja
heimsveldis. Héðan eftir stjórna
Þjóðverjar för og ástandið er orðið
þannig, að sjálfsagt þykir á sviði
æðstu ríkjasambanda, að sendiherrar
ásaki einstaka fjölmiðla um fjand-
samlegar skoðanir fyrir það eitt að
leyfa lýðræðislegar umræður.
Aðgerðir LÍÚ og samtaka sjó-
manna eru því ný von fyrir Íslend-
inga að vernda atvinnu sína og hindra
stjórnmálaafglöp, sem kosta þjóðina
blóð, svita og tár að óþörfu. Kannski
verður þetta eina vonin í bráð og
lengd, sem þjóðin fær tækifæri til að
nýta.
Landsmenn ættu allir sem einn að
taka höndum saman og standa þétt
að baki sjómönnum og útgerð-
armönnum og stjórnarandstöðu á Al-
þingi. Þjóðin á að krefjast þingrofs,
svo hægt sé að losa sig við þessa
skaðræðisstjórn og kjósa nýja for-
ingja á þing.
Eftir Gústaf Adolf
Skúlason »Ríkisstjórnin verður
að eignast sjávar-
útveginn og forræði
hans til að geta notað
sem skiptimynt fyrir
pólitísk markmið sín í
Brussel.
Gústaf Adolf
Skúlason
Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyrir-
tækjabandalags Evrópu.
Félagsmálavæðing
ríkisstjórnarinnar