Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 Undir lok nítjándu aldar lýsti franski fé- lagsfræðing- urinn Emile Durkheim því samfélagslega upplausnar- ástandi sem hann nefndi ano- mie eða siðrof og orsakaðist ýmist af skyndilegri auðlegð eða djúpri efnahagskreppu. Í slíkri upplausn rofnaði sú sátt um megingildi samfélagsins sem lög og reglur endurspegla og einstaklingar misstu sjónar af raunhæfum markmiðum og færum leiðum að þeim. Í siðrofi fælist því ekki siðleysi ein- staklinga heldur upplausn sem gerði góða siði ómögulega. Þá hrörnuðu helstu stofnanir sam- félagsins og yrðu óáreiðanleg hrófatildur, ófærar um að gegna mikilvægum hlutverkum sínum í þágu almennings. Sam- félagið allt einkenndist af reiði, óþoli og örvæntingu sem yki enn á upplausnina. Endurreisn slíkra samfélaga byggðist ekki aðeins á efnahagslegum stöð- ugleika heldur ekki síður á víð- tækri samstöðu um pólitískar, félagslegar og menningarlegar grundvallarreglur samfélags- ins. Hraður vöxtur og skyndilegt hrun íslenska hagkerfisins voru að mörgu leyti dæmigerðar að- stæður siðrofs í þessum skiln- ingi félagsfræðinnar. Á árunum fyrir hrun var markvisst unnið að því að draga úr regluverki samfélagsins þar sem frjáls og óheft samkeppni eiginhags- muna myndi óhjákvæmilega leiða til bestu hugsanlegu nið- urstöðu fyrir þjóðina alla. Með sama hætti þótti oft mikil við- skiptasnilld í því fólgin að snið- ganga reglur og anda laganna í hagnaðarskyni. Ákveðnir ein- staklingar söfnuðu gríð- armiklum auðæfum, oft í skjóli persónulegra og pólitíska tengsla, og með velþóknun stjórnvalda stunduðu þeir glannaleg fjárhættuspil með velferð þjóðarinnar að veði. Með hruninu hurfu skyndileg auðævi eins og dögg fyrir sólu og lífs- kjör almennings versnuðu til mikilla muna. Þar með hófst gríðarlegt um- rót sem á sér engin fordæmi í sögu þjóðarinnar. Væntingar til efnahagslegrar velmegunar og öryggis til framtíðar brustu þegar fjárfestingar í öflugustu fyrirtækjum landsins urðu verð- lausar, húsnæðislán sem tekin voru af vandlega yfirlögðu ráði urðu óviðráðanleg og verðlag hækkaði langt fram úr launum. Atvinnuleysi varð hlutskipti margra landsmanna, ýmsir leit- uðu atvinnutækifæra út fyrir landsteinana og niðurskurður opinberrar þjónustu hélst í hendur við hækkandi skatta. Á sama tíma einkenndist opinber umræða af sívaxandi óbilgirni, heift og almennum ruddaskap. Óháð pólitískum viðhorfum ætti siðrof helstu stofnana sam- félagsins á undangengnum ár- um að vera öllum ljóst. Þannig hefur eggjum og klósettpappír rignt yfir Alþingi og alþing- ismenn og ráðist hefur verið að forsætisráðherra á götu. Stjórn- mála- og embættismenn hafa verið sviptir æru og embættum og í sumum tilvikum dregnir fyrir dómstóla. Hæstiréttur hef- ur dæmt kosningar ógildar og áður viðurkennda lánasamninga ólöglega, þjóðin hefur í tvígang hafnað lögum frá Alþingi í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Gjaldmiðill landsins hefur verið lýstur ónothæfur og viðskipti með hann sett undir strangt ríkiseft- irlit. Framtíðar- skipan sjávar- útvegs er í óvissu og engin sátt virðist um nýtingu annarra auðlinda. Á sama tíma hafa flest ráðuneyti stjórnarráðsins verði lögð niður og önnur sett á stofn í þeirra stað, sam- skiptum ríkis og sveitarfélaga verið gjörbreytt og drög verið lögð að nýrri stjórnarskrá landsins. Í þessum darraðardansi er sameiginlegur skilningur á eðli þingræðisins einnig í upp- námi siðrofs og sniðganga laga, reglna og hefða þingræð- isins í þágu persónulegra valda telst jafnvel til marks um pólitíska snilld. Þannig ganga sumir þingmenn með atkvæði kjósenda flokka sinna til liðs við andstæða flokka, aðrir telja sig stjórnar- þingmenn en óbundna af stjórnarsáttmála og enn aðrir koma í veg fyrir lýðræðislega niðurstöðu þingmála með ólympískum ræðuhöldum. Á sama tíma hefur forseti lýð- veldisins tekið sér stóraukin völd með því að synja lögum frá Alþingi staðfestingar með reglubundnum hætti og boðar aukin umsvif á því sviði. Þá eru uppi raddir um að forseti geti á grundvelli stjórn- arskrárinnar rekið sjálfstæða utanríkisstefnu í trássi við rík- isstjórn hvers tíma eða hrein- lega rekið ríkisstjórnir frá völdum og boðað til þingkosn- inga eftir eigin geðþótta. Í sumar verður gengið til kosninga um forseta lýðveld- isins og innan ellefu mánaða verða þingkosningar í landinu. Mikilvægt er að nýtt þing, ný ríkisstjórn og nýr forseti standi saman um endurreisn efnahagslegs stöðugleika og víðtækrar sáttar um þá sam- félagsskipan sem við viljum búa við. Grundvallaróvissa rík- ir um þingræði, beint lýðræði og geðþóttavald forseta, og því mun reyna mjög á samvinnu og sáttavilja allra kjörinna leiðtoga þjóðarinnar. Mörg mikilvæg mál munu koma til kasta næsta þings og erfiðar ákvarðanir munu eflaust færa nýrri ríkisstjórn óvinsældir og freista átaka- og valdagjarns forseta. Það er mikilvægt að til forseta, þings og ríkisstjórnar veljist fólk sem er tilbúið að snúa af slóð átaka, stóryrða og almennra leiðinda, virðir stjórnskipan þingræðisins, stendur saman um að end- urreisa stórlaskaðar stofnanir samfélagsins og stuðlar að far- sælli úrlausn erfiðra mála. Ábyrgð kjósenda allra flokka er því mikil í komandi forseta- og þingkosningum. Siðrof Íslands og komandi kosningar Eftir Þórodd Bjarnason Þóroddur Bjarnason »Mörg mikilvæg mál munu koma til kasta næsta þings og erfiðar ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar munu eflaust freista átaka- og valda- gjarns forseta. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri. ✝ Ólafur H. Þor-björnsson fæddist að Loka- stíg 28, Reykjavík, 5. apríl 1926. Hann andaðist á dvalarheimilinu Skjóli 28. maí 2012. Foreldrar hans voru Þorbjörn Pétursson vélstjóri og Arndís Bene- diktsdóttir húsfreyja. Systkin Ólafs, Jakobína Steinunn, Pét- ur Þorbjörn, Sigríður Krist- björg, Jónína Vilborg, Bene- dikt, Júlíana Sigurbjörg, Þorbjörn Steinar og eftirlif- andi er Eyjólfur Guðni. Ólafur kvæntist Laufeyju Guðmundsdóttur, f. 10.3. 1926, d. 6.12. 2010, þann 3.2. 1951. Hún var dóttir hjónanna Guð- mundar Illugasonar, rannsókn- maki Lilja Guðmundsdóttir, börn: Íris Ósk og Ólöf Ýr. 6) Ólafur, maki Linda Helgadótt- ir, börn: Jóna María og Helgi Steinar. Sonur Laufeyjar ætt- leiddur af foreldrum hennar, Albert Sævar, maki Margrét Ragnarsdóttir, börn: Benedikt, Hallmundur, Sævar og Ás- grímur. Barnabarnabörn Ólafs og Laufeyjar eru samtals 18 talsins. Lengst af bjuggu þau í Barðavogi 14, Reykjavík. Ólaf- ur stundaði ýmis verka- mannastörf á sínum unglings- árum, meðal annars hjá Hitaveitu Reykjavíkur og síðar hjá Ríkisskip. Upp úr 1950 tók hann til starfa hjá steinsmiðju S. Helgasonar sem verkstjóri, teiknari og steinsmiður. Minnkaði aðeins við sig vinnu á miðjum áttræðisaldri, en hætti sínum starfsferli að mestu upp úr því. Hann fékkst talsvert við fé- lagsmál á yngri árum, var nokkur ár ritari í Iðju. Ólafur verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, 4. júní 2012, kl. 13. arlögreglumanns og síðar hrepp- stjóra á Seltjarn- arnesi, og Höllu Markúsdóttur hús- freyju. Ólafur og Laufey eignuðust sex börn: 1) Guð- mundur Hall, maki Hrafnhildur Þ. Ingvadóttir, börn: Pétur Þór og Arn- ar Már, með fyrri konu sinni Margréti Jóns- dóttur. 2) Arndís, maki Robert Ciambra, börn: Brian og Sús- anna Rós. 3) Gunnhildur, maki Yngvi Ólafsson, börn: Laufey Ósk, Hafsteinn Ægir og Aldís Mjöll með fyrri manni, Geir Hafsteini Sigurgeirssyni. 4) Benedikt Þorbjörn, maki Sól- veig Sveinsdóttir, börn: Sveinn Steinar, Arndís, Ólafur Þor- björn og Birkir Elís. 5) Hilmar, Í dag kveð ég yndislega afa minn en hann stakk af síðastlið- inn mánudagsmorgun eftir góða og viðburðaríka ævi. Margar ljúfar minningar hafa komið upp í hugann síðustu daga en þær eru allar góðar. Mér minnisstæðastir eru morgnarnir inni í Barðó þegar ég gisti þar, þrátt fyrir ótrúlega háu hroturnar hans afa. Við Óli frændi tókum upp á því eitt sumarið að hefja ormatínslu okkur til tekjuöflunar. Afi var duglegur við að vökva garðinn áður en við mættum á staðinn og kenndi okkur kúnstina við að ná maðknum upp ásamt Bessa frænda. Í garðinum hans afa var nefnilega skoskur eðalmaðk- ur. Það var svo gaman að tína maðka hjá ömmu og afa því þau höfðu mikinn áhuga á því starfi og stjönuðu við okkur. Eftir að hafa tínt maðka langt fram á nótt gistum við hjá þeim. Afi var ávallt kominn snemma á fætur og var einn að dunda sér inni í eldhúsi við kap- al eða að lesa blöðin þegar ég kom fram úr rúminu. Morgun- rútína afa var alveg hreint ynd- isleg. Eggin sem hann sauð handa mér í eggjasuðutækinu og morgunverðurinn sem hann útbjó handa ömmu, en hún var soddan svefnpurka. Morgun- verðinn útbjó hann alltaf á sama rauða bakkann en á bakkanum var ávallt kaffi og haustkex með osti og stundum sultu. Á rauða bakkanum færði afi ömmu morgunverðinn í rúmið þar sem amma hraut hástöfum. Uppi í rúmi spjölluðum við og borð- uðum kexið. Afi var alltaf úti í garði. Þess til merkis var derhúfu-sólfarið á skallanum og freknurnar. Úti í garði dundaði hann sér við ýmis garðstörf og þá einnig úti í litla gróðurhúsinu sínu. Mér finnst ég nánast finna lyktina úr gróð- urhúsinu kitla nef mitt núna við þessa tilhugsun. Úti í garði þeg- ar það var mikil sól kenndi hann mér að brenna stafi í spýtu með stækkunargleri. Ég man hvað mér fannst það ótrúlega spenn- andi og skemmtilegt og gátum við gleymt okkur lengi vel við þann leik. Þegar afi var inni eyddi hann oft miklum tíma í ættfræðifor- ritinu Espólín en það var með því áhugaverðasta að mér fannst. Þar inni eða í vinnustof- unni hans kenndi ég honum, eða reyndi, að opna internetið og hvernig hann ætti að nota það. Þar inni teiknuðum við saman en hann kenndi mér að teikna auga ásamt fleiru. Afi var snilld- arteiknari og var hann ekki lengi að skissa flotta mynd á hvað sem er, jafnvel „tissjú“ inni í eldhúsi. Uppi í bústað í Borgarfirði á ég einnig óteljandi minningar með ömmu og afa. Göngutúrar, vöfflubakstur, sjónvarpsgláp, afi með flugnanet, steinahöggið í steininn fyrir utan bústaðinn og hrotukórinn þeirra ömmu og afa er þau sváfu á brúnu beddun- um. Ég gæti verið marga daga að skrifa um afa og ömmu en þau voru órjúfanleg heild sem nú er sameinuð. Tilhugsunin við að þau séu sameinuð á ný hlýjar mér um hjartarætur og dregur úr sorginni. Afi var alltaf glaður með breitt bros á vör og kom fram við alla af heiðarleika og með húmorinn í fyrirrúmi. Elsku afi minn, takk fyrir all- ar ógleymanlegu góðu stundirn- ar sem við áttum saman. Ég mun minnast þín með söknuði í hjarta. Þín afastelpa, Aldís Mjöll. Elsku afi okkar. Ótal minningar koma í huga okkar núna á kveðjustundu. Eins og öll þau skipti sem við eyddum saman uppi í bústað, þú úti í garði að vinna og amma inni að búa til klatta eða eitt- hvert annað góðgæti handa okk- ur. Þegar þið amma fóruð upp í bústað tókuð þið oftast eitt okk- ar eða fleiri með. Ykkur þótti svo gaman að hafa fólkið í kringum ykkur. Þú varst okkur svo kær, allt- af brosandi, jákvæður og að gantast við okkur. Þú varst líka svo duglegur, úti að vinna í garðinum eða dytta að húsi ykk- ar í Barðavoginum. Það var líka svo gaman að heyra þig segja skemmtilegar sögur. Eina sögu sagðir þú okkur frá því þegar þú varst ungur drengur, kafbát- ur kom inn í Reykjavíkurhöfn og þið strákarnir fenguð að fara um borð og skoða, það var mik- ið ævintýri fyrir ykkur. Þú kenndir okkur að teikna þegar við vorum lítil og við fylgdumst með agndofa þegar þú sast einbeittur að teikna eða mála mynd og oft fengum við heiðurinn af þeirri mynd. Þess- ar myndir eru nú hér og þar innan fjölskyldunnar og þær myndir minna okkur á þig. Þegar við vorum lítil og þú vannst sem steinsmiður var allt- af ótrúlega spennandi að sjá hvaða nýju merkilegheit þú sýndir okkur hverju sinni, hvort sem það voru mismunandi stein- ar eða aðferðir við steinsmíði. Þú kenndir okkur að tefla á flotta steintaflborðinu sem þú og pabbi bjugguð til. Gamlárskvöld var fastur liður með afa og ömmu heima hjá okkur í Grafarvoginum, þá feng- uð þið Sveinn ykkur smá-lögg af góðu viskíi saman en engan klaka. Hjá þér, elsku afi, var aldrei neitt ómögulegt. Við sáum þig einu sinni vera að mála kantinn á húsinu ykkar, kom þar í ljós stórt geitungabú, flugurnar byrjuðu að æsa sig upp og ögra en þú alltaf jafn rólegur að vinna. Síðan var farið í að fjar- læga það. Við fengum að ferðast með ykkur ömmu á marga staði. Ófá skiptin voru hérlendis. Einnig fórum við nokkrum sinnum saman út til útlanda. Við fórum til Hollands og Danmerkur. Þar vorum við 18 saman að ferðast. Þetta eru ógleymanlegar minn- ingar, þið á tveggja manna hjól- inu, bæði svo stolt og hjóluðuð um þorpin þar eins og þið hefð- uð alltaf hjólað á svona hjóli. Afi okkar var alltaf jákvæður og handlaginn maður, var alltaf fyrstur til að bjóða aðstoð sína, það er mjög góður eiginleiki, og hann talaði alltaf vel um aðra. Þetta eru dæmi um þá eigin- leika sem okkur þótti svo vænt um og tökum til fyrirmyndar. Elsku afi okkar, við eigum eftir að sakna þín og þeirrar gleði og hlýju sem þú gafst okk- ur. Þú ert fyrirmynd okkar. Við erum lánsöm að hafa átt þig sem afa. Við elskum þig. Sveinn Steinar, Arndís, Ólafur Þorbjörn og Birkir Elís. Afi í Barðó var mikill snill- ingur og einstakur maður. Hann var handlaginn, mikill listamað- ur, flott fyrirmynd og eins og amma var hann algjör drauma- afi. Frábær afi sem gaf mikið af sér til sinna afkomenda, ég var mikill aðdáandi hans. Afi var alltaf svo iðinn, alltaf að. Stór, stæðilegur og hraust- ur. Það eru bara nokkur ár síð- an ég gekk með honum upp á Úlfarsfell, hann spilaði badmin- ton fram á gamals aldur og þrammaði um allar trissur. Hann hlúði vel að sínum flotta garði með sínum einstaklega grænu fingrum. Hann var dug- legur að sýna barnabörnum sín- um og fræða okkur um öll sín áhugamál enda smitaði það líka vel út frá sér. Allt sem hann gerði þótti mér svo spennandi, steinsmíðin, garðyrkjan, teikn- ingarnar hans, frímerkjasafnið, badmintonið o.s.frv. Hvernig hann gaf af sér og sýndi mér og fræddi gerði þetta allt mjög spennandi enda hefur þetta allt komið sterkt við sögu í mínu lífi. Þetta voru hans áhugamál og allt verið mín áhugamál líka. Afi kom mér út í frímerkja- söfnun þegar ég var lítill og vakti áhuga minn á steinum. Það var mjög gaman að fá að vera með honum í Steinsmiðj- unni, skera út stensla og sand- blása í grjót. Og ég er ennþá að safna steinum, hann gaf okkur bræðrunum steinaslípivél þegar ég var lítill sem var mjög gam- an. Í sveitinni í gamla daga fór hann með mér í göngutúra í „gullleit“ og ég man hvað ég var spenntur þegar hann sýndi mér „gullið“ sem leyndist í grjótinu þegar það hann braut það í sundur. Eflaust hefur það átt sinn þátt í áhuga mínum á nátt- úrunni og þannig líka haft áhrif á ljósmyndunina hjá mér. Ég byrjaði að spila badminton með honum þegar ég var lítill í Rétt- arholti og svo seinna í TBR og er enn að. Ófáar stundir átti ég með honum í gróðurhúsinu og nú er það er stefnan að koma mér upp gróðurhúsi og rækta betur minn garð. Svo kenndi hann mér að teikna þegar ég var lítill. Allt þetta hefur fylgt mér frá því að ég var lítill þó svo að frímerkjasöfnun hafi kannski fjarað út hjá mér á unglingsaldri. Þegar ég hugsa um það þá er í raun alveg ótrú- legt hvað afi mótaði mig mikið. Það er ekki annað hægt en að minnast afa brosandi, það var alltaf allt svo jákvætt við hann og ekki hægt annað en að líða vel í kringum hann. Afi var mik- ill húmoristi, stríddi manni á húmorískan hátt og var alltaf að kenna manni eitthvað sem var bara eitthvað grín sem maður var aldrei viss hvort var grín eða alvara. Hann notaði tæki- færið fyrir nokkur jól og hreins- aði úr „draslskúffunni“ hjá sér, pakkaði því inn og sendi pabba og mömmu í jólagjöf, alveg frá- bært! Afi og amma voru flott sam- an, alveg einstök heild sem ómögulegt er að minnast án þess að bæði komi við sögu. Nú er amma búin að sækja hann og afi getur þá haldið áfram að færa henni morgunmatinn á bakka í rúmið eins og hann var vanur að gera á sunnudags- morgnum... alveg einstakt! Takk fyrir að vera afi minn, takk fyrir allt sem þú gafst mér, ég minnist þín endalaust þakk- látur! Þú varst hetja, Fálkaorð- an hefði ekki verið nóg, ég sæmi þig því huglægu Arnarorðunni! Adíu! Arnar Már Hall Guðmundsson. Ólafur H. Þorbjörnsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.