Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 ✝ Elskulegur föðurbróðir minn og vinur okkar, ÞORGEIR JÓNSSON Ljósheimum 12, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 23. maí á Landspítalanum í Fossvogi, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 13:00. Fyrir hönd aðstandenda, Ingveldur Ragnarsdóttir, Þorsteinn Ragnarsson, Erna Elíasdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLMI ÓLASON skólastjóri, Ytri-Brekkum, Þórshöfn, andaðist á Landspítalanum 25. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. júní kl. 15.00. Elsa Þórhildur Axelsdóttir, Helga Jóna Pálmadóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Axel Pálmason, Tammy Jean Ganey, Gissur Pálmason, Davíð Pálmason, Svava Guðjónsdóttir, Óli Pétur Möller Pálmason, Jóna María Ásmundsdóttir, Þorbjörg Pálmadóttir, Andrés Ívarsson, Pálína Pálmadóttir, Ingólfur Pétursson og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, afi, langafi og bróðir, JÓHANNES GUÐMUNDSSON, lést á heimili sínu á Pattaya í Thaílandi föstudaginn 25. maí. Minningarathöfn fer fram í Bústaðakirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 13.00. Rungnapha Prohsaket, Brynja Dýrborgardóttir, Eygló Huld Jóhannesdóttir,Hjálmar Trausti Kristjánsson, Helena Ína Jóhannesdóttir, Danelíus Ármann Hansson, Guðmundur Sigurbjörnsson, Pilvi Routasalo, Vania Cristina Leite Lopes, Símon Hjaltason, Jóhannes Leite Jóhannesson, Sandra Björk Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabarn og systkini. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, AUÐUR D. PÁLSDÓTTIR Neðstaleiti 4, lést af slysförum 19. maí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Ágúst Atli Guðmundsson, Páll Ágústsson, Ragnheiður Högnadóttir, Hörður Ágústsson, Elínborg Gísladóttir, Þórhallur Ágústsson, Valgerður Bjarnadóttir, Atli Ágústsson, Brynja Dagsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þorgeir Ólafs-son fæddist í Ólafsfirði 5. desem- ber 1935. Hann lést 27. maí 2012. Foreldrar hans voru Jónína Kristín Þorsteinsdóttir og Ólafur Lilliendal Ágústsson. Systkini Þorgeirs eru: Jónína Dýrleif, látin, Gunn- ar Þorsteinn, látinn, Ólöf Ágústa, látin, maki Víg- lundur Sveinsson, Guðrún Eugv- inia, maki Jón Haraldsson, Jón Friðrik, maki Sigurdís Ólafs- dóttir. Þorgeir giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Huldu Haralds- dóttur 16. janúar 1960. Börn þeirra eru: 1) Karl Elí Þorgeirs- son, maki Helga Bára Bragadótt- ir. Börn: a) Tinna Huld Karls- dóttir, sambýlismaður Reynir T. Emilsson, sonur þeirra er Hilmir Breki Reynisson. Fyrir á Reynir soninn Gabríel Veigar. b) Rut Karlsdóttir. c) Karl Elí Karlsson, unnusta Ísabella Klara. 2) Ólafur Ágúst Þorgeirsson, maki Jó- hanna Þorgilsdóttir. Börn: a) Þorgeir Ólafsson. b) Íris Ólafsdóttir, unnusti Sveinn. Sonur Írisar er Christopher Óli. 3) Rut Þorgeirsdóttir, maki Benedikt Benediktsson. Börn: a) Ástrós Erla Benedikts- dóttir, unnusti Ólafur Jón. b) Benedikt Bene- diktsson. 4) Reynir Haraldur Þorgeirsson, maki Kristín Ósk Freysdóttir. Fyrir á Ósk Birtu, Emblu og Adam Elí, saman eiga þau Freyju Björt. Sonur Reynis frá fyrra sambandi er Eyþór Atli. Þorgeir lauk námi í bifvéla- virkjun og var það hans ævistarf. Einnig starfaði hann á seinni ár- um hjá Öryrkjabandalagi Íslands meðan heilsa hans leyfði. Á yngri árum stundaði Þorgeir sund og aðrar íþróttir með góðum ár- angri. Þorgeir var glaðvær og vinmargur. Útför Þorgeirs fer fram frá Grensáskirkju í dag, 4. júní 2012 kl. 15. Kveðja frá eiginkonu Brjótast um í huga mér augnablik er breyta sér í bát er siglir um á tímans hafi. Sumarið kemur og fer staldrar haustið við síðan vetur, desember já svo kemur vor eftir langa bið sem betur fer birtir í huga mér. Hvar svo sem heimurinn endar og himnarnir taka við mér voru sem barni kenndar bænir að góðum sið um engla og himnahlið sem opnast (Magnús Þór Sigmundsson) Hjartans þakkir fyrir allt líf- ið okkar saman. Hulda. Elsku hjartans pabbi okkar, nú kveðjum við þig að sinni. Það er svo sárt en þar sem við vitum að þú ert kominn á góð- an stað og einnig að það hefur verið tekið vel á móti þér, því amma, afi og þrjú systkini þín ásamt svo mörgum öðrum þér kærum voru komin þar áður. Það huggar okkur aðeins að vita það og einnig að nú getur þú farið um fullfrískur á ný. Pabbi, þú varst alltaf svo góður og glaðlyndur og ávallt gastu slegið á létta strengi þrátt fyrir veikindi þín. Það er oft ekki auðvelt að koma hugsunum og tilfinning- um í orð eða ritað mál, en allar ljúfar og góðar minningar um þig varðveitum við í hjörtum okkar og getum leitað í þær, hvenær sem er, því nóg er til af þeim elsku pabbi. Það er einnig yndislegt að geta hugsað til þess að þegar okkar tími kemur, þá verður það þú sem tekur á móti okk- ur. Takk fyrir allt og allt. Karl Elí, Ólafur Ágúst, Rut og Reynir Haraldur. Elskulegi afi minn. Hlátur þinn er mér efstur í huga þegar ég hugsa til þín, svo sannarlega smitandi. Gleðin skein frá hjarta þínu í hvert sinn sem þú hittir barna- börnin þín og barnabarnabörn, kysstir þau og faðmaðir svo innilega. Ég man eftir síðasta skipti, heima í Eikarásnum. Svo þétt og innilegt faðmlag sem þú gafst mér alltaf þegar ég var í kringum þig. Þú varst svo sannarlega hjartahlýr maður og þóttir óendanlega vænt um fjöl- skylduna þína. Mér leið alltaf vel í návist þinni, örugg og elskuð. Ég sakna þín sárt og hugsa til þín daglega. Nú ertu frjáls, frá veikindunum sem hrjáðu þig. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu. Ég elska þig. og hann leit yfir storknuð árin glaður en með brosið öfugt og fann hve létt byrðin var þegar hann var við það að sleppa og jafnvel þótt hann vissi að hann ætti að hugsa um lífið áður en það þornaði og skorðaðist datt hon- um aðeins í hug orðsending frá því að hann var ungur og alvitur og fann servíettu frá hann man ekki hverjum í vasanum en á öldugangi pappírsins mátti lesa: „ég skemmti mér vel. endurtökum leikinn við tækifæri.“ (Kristján Atli) Þín, Rut litla. Þorgeir Ólafsson  Fleiri minningargreinar um Þorgeir Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Pétur Ingvasonfæddist í Reykjavík 4. ágúst 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 27. maí 2012. Foreldrar Péturs voru hjónin Lilja Karlotta Jónsdóttir, f. 8. september 1899, d. 19. nóv- ember 1971, hús- freyja og Ingvi Hannesson, f. á Hörðubóli í Dala- sýslu 12.9. 1911, d. 7.12. 1978, vörubifreiðastjóri og síðar verk- stjóri. Systkini Péturs voru fjög- ur: Jóhann G. Filippusson, f. 23. janúar 1924, d. 19. mars 2010; Ingibjörg Auður, f. 2. september 1934; Steinunn Svala, f. 9. mars 1936, d. 7. nóvember 2000, og Eygló, f. 23. ágúst 1937. Pétur giftist hinn 30. desember 1962 Elínu Kristínu Halldórs- dóttur, húsmóður, f. 11. desember húsmóðir búsett á Kanaríeyjum, f. 13. mars 1963, maki Friðfinnur Einarsson, f. 13. júní 1961, börn þeirra eru: a) Einar Óskar, f. 12. janúar 1981, unnusta Heiða Hall- dórsdóttir, f. 11. mars 1984, b) Elías Örn, f. 8. mars 1987, unn- usta Hildur Hlíf Hilmarsdóttir, f. 26. mars 1984, c) Lilja Karlotta, f. 7. október 1995. 5) Pétur, lag- ermaður, búsettur á Seltjarn- arnesi, f. 4. ágúst 1969, maki Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, f. 17. maí 1974, börn þeirra eru: a) Agnes, f. 14. apríl 1996, b) Pat- rekur, f. 15. mars 2002. 6) Þóra, viðskiptafræðingur, búsett í Reykjavík, f. 21. ágúst 1973, maki Njáll Þórðarson, f. 7. janúar 1974, börn þeirra eru: a) Katla, f. 22. september 2002, b) Yrsa, f. 25. mars 2009. Pétur stundaði ýmis störf til sjós og lands, en hóf síðan akstur eigin vörubifreiðar á vöru- bifreiðastöðinni Þrótti árið 1955 og stundaði það óslitið til 2008. Útför Péturs Invasonar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 4. júní 2012, kl. 13. 1938. Elín er dóttir Halldórs Guðmunds- sonar, f. 13. janúar 1905, d. 23. júní 1979, frá Stokkseyri, og Þóru Jónasdóttur, f. 5. júlí 1908, d. 25. apríl 1992, frá Fells- strönd í Dalasýslu. Elín og Pétur bjuggu alla tíð í Reykjavík, fyrstu árin á Rán- argötu og sl. fjörutíu ár í Unufelli. Börn þeirra hjóna eru: 1) Halldór, fiskverkandi í Garði, f. 8. janúar 1958, maki Ágústa Hansdóttir, f. 14. nóv- ember 1958, synir þeirra eru: a) Pétur, f. 7. júlí 1979, og b) Arnar Már, f. 7. ágúst 1984. 2) Ingvi, vél- virki, búsettur í Reykjavík, f. 4. desember 1959, maki Auður Agnes Haraldsdóttir, f. 8. maí 1960, sonur þeirra er Haraldur, f. 12. september 1985. 3) Þóra, f. 7. apríl 1962, d. 28. júní 1965. 4) Lilja, Í dag kveð ég þig elsku pabbi. Ég er yngst af systkinunum og vildu þau meina að ég hefði verið dekruð, líklega er það rétt hjá þeim en ég kunni sko að meta það pabbi minn. Það var ýmislegt sem þú um- barst þegar ég var yngri eins og þegar ég ákvað að fara í skóla- garðana með vinkonu minni, þér fannst það frekar fyndið og hélst að ég myndi nú ekki klára þetta. En það kom heldur ekki á óvart þegar við báðum þig að koma á uppskerutímanum, þú tókst allt upp fyrir okkur og skelltir græn- metinu á vörubílspallinn. Á meðan þú skutlaðir uppskerunni upp sát- um við vinkonurnar í hugguleg- heitum og hvöttum þig áfram, því eins og þú vissir er ég með ein- dæmum pödduhrædd og finnst frekar óþægilegt að fá mold undir neglurnar. Einn veturinn fór vinnuskyrtum að fækka verulega í skápnum, þá voru köflóttar vinnuskyrtur í há- tísku og við vinkonurnar nutum sko góðs af því, vorum nokkrar skvísurnar í Fellahelli voða smart í vinnuskyrtum af þér. Þér fannst þetta í góðu lagi, þín orð: „Loksins datt ég í tísku.“ Ekki fannst þér heldur neitt tiltökumál að redda sprungnu dekki í kafaldsbyl þegar við Elva vorum á rúntinum, jafnvel mjög seint, eða forsjáli pabbinn, setja skóflu og hlý föt í bílinn þegar við vorum að keyra austur í Hvera- gerði að vinna um helgar um hávet- ur, þú hafðir áhyggjur en varst samt svolítið ánægður með hörk- una í stelpunum. Þegar ég kynnti þig fyrir Njalla mínum varstu sáttur við piltinn, þú sagðir að þetta væri góður og dug- legur drengur sem greinilega hefði áhuga á bílum, það fannst þér nú aldeilis kostur. Þú varst meira að segja búinn að ákveða hvað hann fengi í heimanmund með stelpunni, þið gátuð oft grínast með þetta, en nú ætlar Njalli loks að sækja grip- ina. Þú greindist með alzheim- ersjúkdóminn fyrir nokkrum ár- um, það var mjög erfitt og þá varstu nú heppinn að vera svona vel giftur, því hún mamma er ein- stök eins og allir vita. Við smám saman töpuðum þér og að lokum hafði sjúkdómurinn betur. Þú varst heima í yndislegri umönnun mömmu þar til í september 2010, þá varstu svo lánsamur að fá her- bergi á hjúkrunarheimilinu Mörk. Þar er yndislegt starfsfólk og þar leið þér eins vel og hægt er með þennan hræðilega sjúkdóm. Þú varst mjög barngóður og eiga stelpurnar mínar góðar minn- ingar um þig, en ólíkar þó. Katla mín á minningar um þig eins og þú varst, afi sem var frekar stríðinn og auðvelt var að dobla ef mann langaði í eitthvað, og Yrsa mín man eftir því að heimsækja þig í Mörk- ina, teikna handa þér myndir, skreyta herbergið þitt með þeim og syngja fyrir þig. Alltaf ljómaðir þú þegar þær komu að heimsækja þig, sama hversu veikur þú varst. Hvíldu þig nú elsku pabbi, ég vona að þér líði vel núna og ég skal passa mömmu. Að lokum vil ég þakka starfs- fólki á hjúkrunarheimilinu Mörk, 3. hæð suður, fyrir yndislega umönn- un og ómetanlega hlýju í garð okk- ar fjölskyldunnar. Þóra. Eitt sinn verða allir menn að deyja, eftir langan daginn kemur nótt, en eitt er það sem ég verð að segja: Elsku Pétur (afi) ég kveð þig nú með þakklæti í huga fyrir allt sem þú hefur gefið okkur í gegnum tíð- ina. Allt sem þú og Ella hafið gefið okkur og strákunum okkar er geymt en ekki gleymt. Það er vel varðveitt í hjörtum okkur, minning um mann sem nú er farinn á annan stað, þar sem þér líður vel og ert sjálfum þér samkvæmur. Takk fyrir allt og allt. Þin tengdadóttir, Ágústa. Fyrir 17 árum kynntist ég Þóru, örverpinu þínu, og er ævinlega þakklátur ykkur Ellu fyrir að hafa komið með eitt í lokin. Ég fékk hlý- legt viðmót frá þér í upphafi og fram á þinn hinsta dag, enda deild- um við áhugamálunum, bílum og matargerð, svo við gátum oft skraf- að. Ég verð að koma inn á snyrti- mennskuna þína, sem var á háu stigi. Allt „shiny“ og fínt, Benz- vörubíllinn alltaf eins og sýningar- bíll, grindin og pallurinn varð að vera hreinn og ef það sást í ryð var það slípað upp og málað. Gott dæmi um að hirða hluti vel er jólaserían. Sökum aldurs hefði hún átt heima á Árbæjarsafni fyrir löngu, en er alltaf eins og ný og prýddi jólatréð í Unufellinu hver jól. Þetta heitir í minni sveit að bera virðingu fyrir hlutunum. Við Þóra höfum búið nokkrum sinnum hjá ykkur í gegnum árin, í þau skipti fékk ég alltaf að fljóta með þegar þú fékkst morgunmat í rúmið. Þetta eru forréttindi sem Ella veitti þér í gegnum ykkar hjú- skap og ég fékk að njóta meðan við bjuggum hjá ykkur og það besta, ég og þú fengum morgunmat í rúm- ið, ekki Þóra. Eitt klikkaði hjá mér; að fá hjá þér uppskriftina að tún- fisksalatinu sem bragðaðist jafnvel og gospelkór í suðurríkjum Banda- ríkjanna hljómar, en þessi snilld fór með þér, sem er miður. Og til- raunamennskan í eldhúsinu, óhræddur við að raða saman ólík- legasta hráefni með oftast af- bragðsgóðri útkomu, þetta hef ég tileinkað mér og þakka ég mikið fyrir. Þóra er að eigin sögn dekur- barnið, eins og örverpi eiga til, og hafði tækni sem gerði þér erfitt fyrir að segja nei. Hún notaði „að- ferðina“ sína m.a. þegar hana „bráðvantaði“ hátískupeysu sem var til í verslun í Breiðholtinu á ní- unda áratugnum. Korter í sex á föstudegi, „aðferðin“ nokkur tár og „það eiga allir svona nema ég“, um- svifalaust var aurnum laumað að örverpinu og peysan komin í hús. Ég verð samt að segja þér frá því þegar ég rukkaði Þóru um stað- reyndir í þessu peysumáli, þá var hún notuð einu sinni, því hún þótti of snolluð. Gott að koma þessu á hreint þú skilur. Fljótlega eftir að við Þóra fórum að vera saman tilkynntir þú mér að heimanmundurinn með örverpinu væri frekar rýr, en ef ég gerði mér það að góðu að fá hægra frambretti af gamla Bedford-vörubílnum og drif-köggul úr ennþá eldri Chevro- let-vörubíl í geymslunni værum við kvittir. Þetta þáði ég að sjálfsögðu með þökkum eins og þú manst og þér að segja er ég búinn að finna þessum hlutum stað á heimili okk- ar Þóru. Ég þarf svo að ræða við hana um að leyfa mér að koma brettinu og drifkögglinum fyrir, kannski ég noti „aðferðina“ þú skil- ur. Og hvað, heldurðu að hún segi nei við því? Það held ég tæplega. Takk fyrir gildin þín, takk fyrir minningarnar og mikið svakalega varstu nú vel giftur! Ella er ótrúleg manneskja, hefur verið okkur ómetanleg og staðið við bakið á okkur fjölskyldunni og ekki síður þér í þessum erfiðu veikindum undanfarin ár. Góða ferð gamli minn í þína hinstu för og ég bið innilega að heilsa mínu fólki sem er komið upp á efstu hæð. Kveðja, þinn tilvon- andi, vonandi, tengdasonur, Njáll Þórðarson. Elsku Pétur afi okkar. Minningar um þig verða ávallt hátt í huga okkar bræðra þegar við fáum okkur grænan tópas eða þurfum að vita raunverulegu merkingu gula ljóssins á umferð- arljósum eða hvernig á að nálgast spurningakeppni. Það fá ekki allir þann tíma sem þeir eiga skilið á þessari jörð, en við vitum að þú átt eftir að lífga upp á þá tilveru þar sem þú ert núna. Við munum alltaf hafa það í veganesti frá þér að auðveldasta leiðin í lífinu er ekki alltaf sú skemmtilegasta, sérstaklega ef við mætum hindrunum (brú). Þá er stundum betra að fara hana hálfa leið, stinga sér og klifra upp hinum megin. Þín verður sárt saknað. Þín barnabörn, Arnar og Pétur Halldórssynir. Pétur Ingvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.