Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
VIÐ ERUM Í SUMARSK
API
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖR
UM
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Fjórir íslenskir fornleifafræðingur
frá Fornleifastofnun Íslands munu í
júlí og ágúst í sumar taka þátt í upp-
greftri á Görðum á Grænlandi. Til við-
bótar verða sjö fornleifafræðingar frá
Bandaríkjunum og Grænlandi.
Á Görðum var biskupsstóll nor-
rænu byggðanna á Grænlandi og þar
eru vel þekktar rústir kirkju og mikl-
ar byggingaleifar frá miðöldum. Árið
2005 var unnið að framræslu votlend-
is skammt frá rústasvæðinu og komu
þá í ljós vel varðveittar leifar dýra-
beina og gripa sem taldir eru frá tím-
um norrænna manna. Uppgröfturinn
í sumar miðar að því að grafa upp
þessar leifar en vegna framræslunnar
hefur mýrin þornað og er varðveislu
leifanna því hætta búin, segir í til-
kynningu frá Fornleifastofnun.
Orri Vésteinsson mun stjórna upp-
greftrinum en rannsóknin er sam-
vinnuverkefni Fornleifastofnunar Ís-
lands, Háskóla Íslands,
Þjóðminjasafnsins í Nuuk og City
University of New York. Rannsóknin
er styrkt af NSF, bandaríska vísinda-
sjóðnum.
Að sögn Orra hafa íslenskir forn-
leifafræðingar áður tekið þátt í forn-
leifarannsóknum á Grænlandi en ekki
jafn stór hópur og nú. Er þetta í
fyrsta sinn sem uppgröftur á Græn-
landi er undir stjórn íslensks forn-
leifafræðings.
Aukin tækifæri erlendis
Orri segir góðan árangur af forn-
leifarannsóknum hérlendis og öflugt
alþjóðlegt samstarf íslenskra forn-
leifafræðinga vera að skila sér í
auknum tækifærum erlendis. En því
sé ekki að neita að fyrir hrun hafi
verið erfitt að missa fjóra reynda
fornleifafræðinga héðan á miðri sum-
arvertíð.
„Fjárframlög til fornleifarann-
sókna hafa dregist mikið saman og
verkefnaskortur háir greininni. Eins
og stendur er tvísýnt að við náum að
halda í alla þá sérþekkingu og
reynslu sem hér hefur verið byggð
upp á undanförnum árum,“ segir
Orri.
Grafa upp fornleifar á
Görðum á Grænlandi
Ljósmynd/Halldór Kolbeins
Fornleifar Orri Vésteinsson stjórnar uppgreftrinum á Grænlandi í sumar.
Íslenskur forn-
leifafræðingur
stjórnar uppgreftri
Minni rannsóknir
» Eftir hrunið hafa fjárveit-
ingar til fornleifarannsókna
verið skertar verulega.
» Framlög ríkisins á síðasta
ári voru um 50 milljónir króna
en voru skert um 30-40% á
þessu ári. Hafa fornleifafræð-
ingar í auknum mæli leitað
verkefna erlendis.
Geirlaug Þorvaldsdóttir tilkynnti
við brautskráningu nemenda frá
Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri um stofnun sjóðs við
skólann til minningar um foreldra
hennar, Ingibjörgu Guðmunds-
dóttur og Þorvald Guðmundsson í
Síld og fisk.
Geirlaug sagði í ávarpi við braut-
skráningu nemenda af há-
skólabrautum og búfræðibraut,
sem fram fór í Reykholtskirkju, að
stofnfé sjóðsins, 10 milljónir kr.,
kæmu úr Framfarasjóði sem Ingi-
björg og Þorvaldur stofnuðu 1984.
Síld og fiskur tengist verkefnum
Landbúnaðarháskólans þannig að í
matvælaverslunum fyrirtækisins,
Síld og fiski, var ekki aðeins seldur
fiskur heldur einnig kjöt. Þá rak
fyrirtæki stórt svínabú og kjöt-
vinnslu.
Sjóðurinn við Landbúnaðar-
háskólann ber heitið Framfarasjóð-
ur Ingibjargar Guðmundsdóttur og
Þorvalds Guðmundssonar. Geirlaug
sagði að sjóðurinn væri til minn-
ingar um foreldra hennar og væri
ætlað að styrkja nemendur til fram-
haldsmenntunar.
Ágúst Sigurðsson, rektor Land-
búnaðarháskóla Íslands, sagði að
það væri skólanum mikill heiður að
taka við sjóðnum og sjá til þess að
nýta hann til góðra verka í anda
þessara heiðurshjóna.
Ljósmynd/Áskell Þórisson
Framfarasjóður Geirlaug Þorvaldsdóttir kynnir Framfarasjóð til minn-
ingar um Ingibjörgu og Þorvald í Síld og fiski.
Sjóður til styrktar
framhaldsmenntun