Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 Fararstjórn erlendis Meðal námsefnis: • Mannleg samskipti. • Helstu áfangastaðir erlendis í máli og myndum. • Mismunandi trúarbrögð. • Saga landsins, menning og listir. • Frumbyggjar og saga staðarins. • Þjóðlegir siðir og hefðir. • Leiðsögutækni og ræðumennska. Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Afríka, Ameríka og Eyjaálfan. Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra í leiðsögn á erlendri grund. Kjartan Trausti Sigurðsson, fararstjóri, Pétur Björnsson, konsúll Ítalíu á Íslandi, Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður og fararstjóri, Höskuldur Frímannsson, viðskipta- fræðingur, Ómar Valdimarsson, blaðamaður, Magnús Björnsson, fararstjóri í Kína, Pétur Óli Pétursson, fararstjóri í Rússlandi, Bjarni Randver Sigurvinsson, kennari við Guðfræðideild HÍ., Sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur. Ferðamálaskóli Íslands • www.menntun.is • sími 567 1466 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Þingflokksformenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, auk forseta Alþingis, segja óljóst hvenær von er á þing- lokum. Fundir stóðu milli þingflokkanna fyrir helgi og þráðurinn verður tekin upp að nýju í dag. Enn eru mörg stór mál sem bíða afgreiðslu. Í dag stendur meðal annars til að ræða veiðigjald í sjávarútvegi og fjármögnun Vaðla- heiðarganga. „Menn eru enn að tala saman um það hvern- ig hægt sé að ljúka þinginu en það er ekkert hægt að segja til um þinglok á þessari stundu,“ segir Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. Þingloka ekki að vænta nema með eftirgjöf Í síðustu viku voru um 60 mál sem biðu á þinginu en áætluð þinglok voru fyrir helgina. „Ég náði samkomulagi við stjórnarandstöðuna síðastliðinn fimmtudag um að taka á dagskrá 22 mál og þau kláruðust mörg hver í síð- ustu viku. Vissulega eru að þessu sinni mál til umræðu sem vega mjög þungt og ómögulegt að segja til um það á þessu stigi hvenær menn ná saman um þau,“ segir Ásta. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki bjartsýn á þinglok á næst- unni. „Þingloka er ekki að vænta að óbreyttu. Ef ekkert breytist af hálfu stjórnarflokkanna í þeirra áformum um að klára sjávarútvegsmálin, rammaáætlun í orkumálum auk hinna 60 málanna, þá sé ég það ekki gerast. En ef þau sjá ljósið og sjá að eitthvað þarf undan að láta þá útiloka ég ekki að hægt sé að klára þetta,“ segir Ragnheiður. Ennþá óljóst með þinglok  Þingflokkarnir ræða saman um þinglok  Stór mál bíða afgreiðslu Þingstörfin » Þinglok Alþingis voru áætl- uð fyrir helgi. » Enn er ósamið um það hve- nær þinglok verða. » Forseti Alþingis segir ekki hægt að segja til um það hve- nær þingloka sé að vænta. » Í dag verður veiðigjald og fjármögnun Vaðlaheiðarganga til umræðu á þinginu. » Þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokks segir þingloka ekki að vænta nema með eftir- gjöf ríkisstjórnarinnar í sjávar- útvegsmálum. Morgunblaðið/Golli Alþingi Þingmenn munu starfa áfram næstu daga. Haldið var upp á 50 ára afmæli Minjasafnsins á Akur- eyri um helgina og var margt um manninn þar báða dagana. Meðal þeirra sem heiðruðu samkomuna með nærveru sinni í gær var enginn annar en séra Matthías Jochumsson (að vísu leikinn af séra Hannesi Erni Blandon) og hlýddi hann m.a. á nokkra félaga í Karla- kór Akureyrar-Geysi flytja Lofsöng sinn, þjóðsöng Íslendinga, við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Haldið upp á 50 ára afmæli Minjasafnsins á Akureyri Séra Matthías hlýddi á þjóðsönginn Fagfélög forn- leifafræðinga telja að frum- varp um menn- ingarminjar, sem nú liggur fyrir á Alþingi, muni koma með til að skaða menning- ararf Íslendinga. Í tilkynningu frá Félagi íslenskra fornleifafræðinga segir að við gerð frumvarpsins hafi að fullu verið horft fram hjá ráðleggingum og at- hugasemdum fagaðila en alls bár- ust 140 athugasemdir vegna frum- varpsins. Félagið segir að ef frumvarpið öðlist gildi muni það hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Fornleifafræðingar gagnrýna frumvarp Fornleifauppgröftur Tveir voru teknir vegna ölvunar í umdæmi lögregl- unnar á Selfossi í gærmorgun. Tveimur öðrum var gert að hætta akstri þar sem mæling sýndi þá aðeins yfir mörk- um, en þó ekki nægilega til að svipta þá ökuleyfi, Lögreglan stöðvaði alla umferð í morgun á Biskupstungnabraut og lét framkvæma blásturspróf til að kanna hvort fólk væri akandi undir áhrifum áfengis. Að öðru leyti var gærdagurinn rólegur hjá lögregl- unni í Árnessýslu. Allir látnir blása í áfengismæli Rán var framið í Akureyrarapóteki laust eftir klukkan tólf í gær. Ræn- ingjarnir voru tveir og í annarlegu ástandi. Annar eigenda apóteksins segir þá hafa verið með grímur og notað kúbein til að ógna starfsfólki. Ræningjarnir náðust á vettvangi. Starfsfólki var brugðið við atvikið og munu einhverjir hafa farið heim. Ekki vildi betur til en svo að lög- reglubíllinn sem sendur var á vett- vang í forgangsakstri lenti í árekstri við fólksbifreið á leiðinni. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er tjón óverulegt og urðu engin slys á fólki. Farið verður yfir skemmdir á lögreglubifreiðinni og hún tekin úr notkun sem forgangs- tæki á meðan unnið er að viðgerð. Reyndu að ræna Akureyrarapótek Sumarið hefur leikið við fólk um allt land síðustu daga og varla hef- ur sést ský á himni. Þess má geta að mesti hiti um helgina mældist í Húsafelli þar sem hitinn fór upp í 23 gráður. Hins vegar benda veð- urspár fyrir vikuna til að sælunni sé lokið í bili en kólna á umtalsvert um allt land á morgun og þá helst á Austurlandi. Einar Sveinbjörnsson, veður- fræðingur hjá Veðurvaktinni, segir að þessi veðursveifla komi til vegna þess að hæðin sem hefur verið yfir landinu síðustu daga muni hopa til vesturs og þá kemst kalt heimskautaloft að landinu. Mest af heimskautaloftinu mun fara yfir Austurland og mun svöl norðan- og norðaustanátt fara yfir landið allt. Búast má við snjókomu upp til fjalla í vikunni og næt- urfrosti á Norð-Austurlandi og Austurlandi. Einar segir að þrátt fyrir að það muni kólna umtalsvert þá sé ekki um hret að ræða. Oft þegar norðanátt kemur svona snemma í byrjun sumars þá fellur hitinn jafnvel niður í 5 gráður á daginn og 2 gráður yfir nóttina. Hann segir einnig að veðursveiflur af þessu tagi séu ekki óalgengar í byrjun júní þrátt fyrir að spáin sé frekar svöl næstu daga. Heimskautaloft á leiðinni  Búist við snjó- komu til fjalla austanlands Morgunblaðið/Styrmir Kári Sumarsól Ungir jafnt sem aldnir hafa notið útiverunnar í góðviðrinu síð- ustu daga. Sælan verður þó ekki endalaus þar sem spáð er kólnandi veðri. Talsverður eldur logaði í trjágróðri og sinu nærri Fjárborgum, skammt ofan við Reykjavík, um níuleytið í gærkvöld. Reykurinn frá eldinum sást víða, blasti meðal annars við vegfar- endum á Sandskeiði sem voru á leiðinni í bæinn. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um eldinn kl. 20:50. Menn á einum dælubíl voru sendir á vettvang og voru aðeins örfáar mín- útur að slökkva eldinn. Skemmdir á trjágróðri voru nokkrar, en gróður er víðast hvar mjög þurr eftir tíðar- farið að undanförnu. Kviknaði í trjágróðri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Slökkvistörf Slökkviliðsmaður að störfum í Fjárborgum í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.