Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 Árleg könnun svissneska við- skiptaháskólans IMD bendir til þess að samkepnishæfni Íslands hafi batnað milli ára. Könnun IMD nær til 59 landa og lendir Ísland þar nú í 26. sæti en var áður í 31. sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verslunarráði Íslands, sem er samstarfaðili IMD á Íslandi. Á síðasta ári náði Ísland sínu lægsta sæti frá upphafi mælinga IMD og þrátt fyrir batann er sam- keppnishæfnin nú mun lakari en oft áður. Fram til ársins 2007 hafði Ís- land mælst lægst í 21. sæti, árið 1997, en var í hópi 10 samkeppn- ishæfustu landa heims lungann úr 1. áratug aldarinnar. Árið 2004 lenti Ís- land í 4. sæti könnunarinnar. Samkeppnishæfustu löndin í könn- un IMD eru Hong Kong, Bandarík- in, Sviss, Singapúr, Svíþjóð, Kanada, Tævan, Noregur, Þýskaland og Kat- ar, sem mælast með á bilinu 88,48 til 100 stig í könnuninni. Ísland, með 71,54 stig, mælist á svipuðu róli og lönd á borð við Japan, Síle, Frakk- land og Tæland. Meðal landa sem mælast með hærri samkeppnishæfni en Ísland má nefna Kína með 75,77 stig og Ír- land með 78,47 stig. Neðst í mæl- ingu IMD lenda Argentína, Úkra- ína, Króatía, Grikkland og loks Venesúela með frá 48,20 til 31,45 stig. Samkvæmt könnuninni liggja styrkleikar Íslands m.a. í samfélags- umgjörðinni og sterkum grunninn- viðum landsins, tæknilegum innvið- um, góðri stöðu heilbrigðis- og umhverfismála og góðu menntunar- stigi. Hægfara bati Helstu veikleikar liggja aftur á móti í efnahagslegri frammistöðu (44. sæti), skilvirkni hins opinbera (38. sæti) og skilvirkni atvinnulífsins (31. sæti). Hinar Norðurlandaþjóð- irnar ná allar betri árangri í mæl- ingunni og skrifast það einkum á betri skilvirkni hins opinbera ann- ars vegar og atvinnulífsins hins veg- ar. Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskiptaráðs, segir bætta samkeppnishæfni milli ára vissulega teljast til jákvæðra tíðinda. „Það veldur þó verulegum vonbrigðum hversu hægt hefur gengið að færa til betri vegar þá þætti sem draga Ísland niður á lista IMD. Fyrir vikið má ætla að lífskjarabatinn verði hægari hér en í þeim löndum sem raða sér efst á listann. Ísland á heima í hópi þeirra þjóða eins og reynslan sýnir. Innviðirnir eru til staðar en töluvert vantar upp á fjöl- marga þætti á borð við skilvirka nýtingu opinberra fjármuna og rekstrarumhverfi fyrirtækja.“ Meðal þeirra áskorana sem rann- sókn IMD bendir á að landið þurfi að takast á við á árinu 2012 eru: að gera úrbætur á peningastefnu til að lækka og koma stöðugleika á verð- bólgu; að skapa hagstæðar aðstæð- ur til að laða að erlenda fjárfestingu; að aflétta höftum á streymi fjár- magns; að leiðrétta skuldir heimila og fyrirtækja og draga úr atvinnu- leysi með sköpun fleiri starfa. ai@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Bjartsýni? Ástandið virðist eitthvað hafa skánað frá síðustu mælingu, en er samt vel undir meðalárangri landsins 1997-2007. Það er því fullsnemmt að setja upp sólgleraugun og slappa af í sumarblíðunni alveg strax. Samkeppnishæfni Íslands ögn skárri  Samfélagslegir þættir halda mælingu landsins uppi  Lítil skilvirkni hins opinbera og atvinnulífs dregur niður Orkuveita Reykjavíkur hefur náð sam- komulagi við DePfa Bank plc um að gera breytingar á afborgunum láns upp á 30 milljónir evra, um 4,9 milljarða króna. Lánið var með einn gjalddaga á árinu 2016. Samkomulagið er háð staðfestingu eigenda OR og felur í sér að meirihluti afborgana verður á árunum 2023-2025. Í maí samdi OR við Dexia Crédit Lo- cal um breytingar á afborgunum lána til að renna styrkari stoðum undir fram- kvæmd aðgerðaáætlunarinnar Plansins. Planið svokallaða nær til áranna 2011- 2016 og á að bæta sjóðstreymi fyrirtæk- isins um 50 milljarða króna á tímabilinu, að því er segir í tilkynningu frá Orku- veitunni. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að traust Orkuveitunnar á fjár- málamörkuðum hafi batnað síðustu vik- ur og mánuði. „Þeir samningar sem gerðir hafa verið við evrópsku bankana tvo, Depfa og Dexia, staðfesta það.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Áætlun Orkuveita Reykjavíkur leitar leiða til að bæta sjóðstreymi. OR lengir í risaláni  Afborganir af 4,9 milljarða láni færðar fram um nærri áratug Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur lagt til að sett verði á laggirnar stofnun sem myndi hafa umsjón með og samræma ríkisfjár- mál þeirra ríkja sem aðild eiga að evrusvæðinu. Wall Street Journal hefur eftir Rajoy að slík stofnun gæti verið lausnin á skuldavanda Evrópu og myndi senda mörkuðum skýr skila- boð um að evrópska myntsvæðið sé komið til að vera. „Spánn hefur átt þátt í að skapa ástandið, en er þar einn af mörgum áhrifavöldum. Spánn er ekki eini or- sakavaldurinn og ekki sá versti. Ef það liggur á að leysa vanda Spánar, þá er ekki síður áríðandi að leysa úr vandamálum myntsvæðisins í heild sinni,“ sagði Rajoy í ræðu sem send var út í sjónvarpi. Hugmyndir Rajoys fela í sér að aðildarþjóðir myndu þurfa að afsala einhverju af fjárhagslegu sjálfstæði sínu til miðstýringarstofnunarinnar. ai@mbl.is AFP Úrræði Rajoy segir aukna miðstýringu myndu senda skýr skilaboð. Spánn kallar eftir meiri miðstýringu  Evruþjóðirnar framselji meira af fjárhagslegu sjálfstæði sínu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.