Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012
Skapaðu góðar minningar
með parketi frá Boen
Ármúla 32 · 108 Reykjavík · Sími 568 1888 · parketoggolf.is · Þú finnur okkur líka á Facebook
Parket & gólf - Sérfræðingar í gólfefnum!
Norskt viðarparket með 5g smellukerfi
sem gerir lögnina einfalda og fljótlega.
AFP | 89 manns létu lífið í Sýrlandi á laugardag-
inn, þar af 57 stjónarhermenn og 29 óbreyttir
borgarar. Um er að ræða mesta mannfall sem
sýrlenski stjórnarherinn hefur orðið fyrir á ein-
um degi síðan uppreisnin hófst í mars 2011. At-
burðirnir á laugardag koma í kjölfar mikilla
átaka í síðustu viku þar sem a.m.k. 350 manns
létu lífið. Þá ber að minnast þess að 100 manns
féllu í fjöldamorðum í Houla helgina 25.-26.
maí.
Starfsmaður sýrlenskra mannréttindasam-
taka segir mannfallið skapast af auknum átök-
um í landinu. „Hersveitir geta verið auðveld
skotmörk þar sem þær eru ekki þjálfaðar í
átökum í borgum og bæjum auk þess sem þær
eru að berjast við heimamenn sem þekkja
svæðið út og inn.“ Forseti Sýrlands, Bashar al-
Assad, hélt ræðu á sýrlenska þinginu í gær.
„Grímurnar hafa fallið og hlutverk erlendra að-
ila í hérlendum atburðum er augljóst. Vanda-
mál okkar er ekki stjórnmálalegs eðlis, við
stöndum frammi fyrir árásum á landið okkar.“
Hann gerði auk þess lítið úr áhrifum arab-
íska vorsins í Sýrlandi. „Sýrlenska þjóðin er
greind og fylgir atburðum í öðrum löndum eftir
í blindni.“ Ávarpið í gær kemur í kjölfar þess
að leiðtogar Arabaríkjanna biðluðu til Samein-
uðu þjóðanna að stöðva blóðsúthellingar í Sýr-
landi sem nú hafa staðið yfir í 15 mánuði.
Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Saud al-Fai-
sal, sakaði Assad um undanbrögð á sameig-
inlegum blaðamannafundi með Ban Ki-Moon,
aðalritara SÞ. „Þeim umleitunum sem sýrlensk
yfirvöld hafa samþykkt hefur ekki verið hrint í
framkvæmd. Hann [Assad] er að kaupa sér og
stjórn sinni tíma,“ sagði Saud al-Faisal. Ban
Ki-Moon hvatti stríðsaðila til að fylkja sér um
fyrirhugaða áætlun Kofi Annans, sendifulltrúa
SÞ og Arababandalagsins. Saud al- Faisal sagði
áætlunina verða að innihalda skýra, bein-
skeytta og nákvæma stefnu í málinu.
Þess má geta að 13.400 manns hafa fallið í
átökum í Sýrlandi frá því uppreisnin hófst fyrir
rúmu ári. Þar af hafa 2.400 fallið frá því vopna-
hlé tæknilega hófst hinn 12. apríl síðastliðinn.
Ekkert lát á mannfalli í Sýrlandi
Tæplega 500 manns fallið í átökum í landinu undanfarna viku Assad forseti
grunar erlend ríki um græsku Von á friðaráætlun frá Arababandalaginu
AFP
Átök Bashar al-Assad, forseti Sýr-
lands, lét þung orð falla um helgina.
Fjögurra daga hátíðarhöldum vegna krýningarafmælis Elísabetar II. Eng-
landsdrottningar lýkur á morgun. Almenningur í Bretlandi tekur virkan
þátt í skemmtuninni, um 100.000 manns mættu á laugardag á veðreiðar í
Epsom sem mörkuðu upphaf þessarar hátíðar. Vinsældir konungsfjöl-
skyldunnar hafa ekki mælst svo miklar í áratugi en nýlegar kannanir sýna
að 80% Breta vilja að landið verði áfram konungdæmi.
AFP
Sextíu ára krýningarafmæli drottningar fagnað
Talið er að yfir sex milljónir manna víðsvegar um Bretland hafi tekið þátt í hátíðarhöldunum um helgina
AFP | Þúsundir
manna mót-
mæltu á götum
Kaíró og fleiri
egypskra borga
alla helgina eftir
að dómstólar
kváðu upp dóm
yfir Hosni Mub-
arak, fyrrver-
andi forseta
landsins. Mub-
arak var dæmdur í lífstíðarfangelsi
fyrir að bera ábyrgð á dauða yfir
850 mótmælanda í aðdraganda
byltingarinnar sem átti sér stað í
landinu í febrúar 2011. Fimm fyrr-
verandi yfirmenn öryggismála í
stjórn Mubaraks voru látnir lausir
við sama tækifæri. Skrifstofa ríkis-
saksóknara í landinu segir að til
standi að áfrýja dómunum, sama
gera verjendur Mubaraks.
Mubarak og synir hans voru auk
þess sakaðir um að hafa auðgast
um 331 milljón á innherja-
viðskiptum á egypskum hlut-
bréfamarkaði, en þær ákærur voru
dregnar til baka vegna formgalla.
„Eftir að hafa hlustað á dóms-
uppkvaðninguna hafa margir á til-
finningunni að við séum að endur-
upplifa gamla tíma, þá tíma þegar
Mubarak réð ríkjum,“ segir mót-
mælandinn Feda Essam.
Mótmæla vægum
dómi yfir Mubarak
Hosni Mubarak
AFP | Óttast er um líf 157 farþega
flugvélar sem hrapaði í Lagos,
stærstu borg Nígeríu, í gær. Flug-
vélin brotlenti á fjölbýlishúsi og
kirkju og brotnaði í tvennt við
höggið. Björgunarmenn á svæðinu
segja að fólk á jörðu niðri hafi einn-
ig látist við brotlendinguna.
Eldar kviknuðu strax og mikinn
reyk lagði yfir hverfið sem er
skammt frá flugvellinum í Lagos.
„Flugvélin hafði flogið mjög lágt
með mjög miklum hávaða í u.þ.b.
fimm mínútur áður en hún brot-
lendi,“ segir sjónarvottur.
Aðstæður á slysstað voru mjög
erfiðar þar sem mikill eldur geisaði
í flaki flugvélarinnar auk þess sem
bensín lak úr vélinni. Mikill reykur
torveldaði aðstæður enn frekar.
„Ég var að koma úr kirkju um
miðjan dag þegar ég heyrði ein-
hvers konar sprengingu. Síðan sá
ég mikla elda frá staðnum þar sem
flugvélin fórst,“ segir Tunji Da-
wodu, íbúi í nálægu hverfi.
Yfirvöld segja ósennilegt að
nokkur finnist á lífi í flaki vél-
arinnar.
Orsakir slyssins liggja ekki fyrir
en að sögn flugmálayfirvalda í Níg-
eríu fannst flugriti vélarinnar og er
hann kominn í hendur viðeigandi
aðila. Forseti Nígeríu, Goodluck Jo-
nathan, hefur lýst yfir þriggja daga
þjóðarsorg í landinu.
AFP
Hörmungar Flugmálayfirvöld segja ósennilegt að farþegar finnist á lífi í
flaki flugvélarinnar sem brotlenti á fjölbýlishúsi í Lagos í Nígeríu í gær.
Flugvél brotlenti í
íbúðahverfi í Lagos