Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Evrópusam-bandið steig um helgina enn eitt skrefið í átt að sambandsríki þegar forsætis- ráðherra Spánar, Mariano Rajoy, kallaði eftir því að sambandið tæki yfir stjórn ríkisfjármála aðildar- ríkjanna. Orð forsætisráðherrans féllu í kjölfar þess að mun- urinn á áhættuálagi skulda- bréfa Spánar og Þýskalands hafði náð nýju hámarki, 5,48% – sem kemur líklega áróðursmönnum aðildar hér á landi á óvart, því að þeir halda að allt evrusvæðið búi við þýska vexti. Orð forsætis- ráðherrans féllu líka í kjölfar þess að enn eitt at- vinnuleysismetið hafði fallið á evru- svæðinu, en það er nú komið í 11%. Hjá ungu fólki á Spáni er atvinnuleysið komið í 51,5%. Með stöðugt versnandi efnahagsástandi á evrusvæð- inu eykst þrýstingurinn á að ríkin færi stærri hluta full- veldis síns til Brussel. Áróð- ursmenn aðildar hér á landi tala hins vegar enn eins og fullveldi landsins muni jafn- vel styrkjast við aðild. Þrýstingur eykst á að Brussel taki yfir stjórn ríkisfjármála evrulandanna.} Eitt skrefið enn Er hugs-anlegt aðformaður Vinstri grænna hafi algjörlega misst allt jarð- samband við fólkið í landinu? Það er óþægilega margt sem bendir til þess. Hann vissi fyrir fram að einstæð svik hans við stefnu eigin flokks í stærsta máli hans yrði mikið reiðarslag fyrir þorra flokksmanna. Og ekki síður fyrir þá stuðningsmenn sem trúðu því að Vinstri græn- ir hefðu jafnvel þá sérstöðu að vera fastheldnari á lífsskoðanir en langlífir valdabröltsflokkar. Þeir voru ófáir kjósendurnir sem í erfiðu andrúmslofti síð- ustu kosninga þóttust illa sviknir af flokkum sem áður höfðu fengið atkvæði þeirra. En á daginn kom að slík at- kvæði vonglaðra kjósenda fóru lóðbeint á ömurlegasta ösku- haug svikinna loforða. Og þeir sem reyndu um hríð að rétt- læta hin óafsakanlegu svik og undirferli með þeim sérstöku aðstæðum sem ríktu „eftir hrun“ eiga orðið bágt. Fyrirslátturinn um „könn- unarviðræður“ reyndist blekk- ingarleikur af versta tagi. Full- yrðingar um að Vinstri grænir hefðu áskilið sér rétt til að hverfa frá stuðningi sínum við aðild ef í ljós kæmu alvarlegir annmarkar voru haldlausar. Þess í stað stendur Stein- grímur í ræðustól Alþingis og þykist hvorki hafa heyrt um hundraða milljóna króna áróðursherferð ESB fyrir að- lögun Íslands að sambandinu, né hafa frétt af fordæmalausri framgöngu sendiherra sam- bandsins hér á landi. Upplýsingar sem borist hafa um framgöngu Stein- gríms í Brussel segja hann síst minni undirlægju- mann þegar hann mætir þangað til að kyssa skóna en samfylkingar- ráðherrar sem þangað flykkj- ast. Sú sjón hafi bæði komið ís- lenskum embættismönnum og háaðlinum á staðnum á óvart. Steingrímur J. segir sjálfur að „þögull meirihluti þjóð- arinnar“ styðji framgöngu hans og ríkisstjórnarinnar. Skoðanakannanir sýna að stjórnarflokkarnir tveir njóta nú fylgis 22% kjósenda. Hefur „þögli meirihlutinn“ ekki síma? Er hann allur úti í garði þegar könnunarfyrirtækin spyrja? Eða eru forystumenn VG slegnir blindu? Þora þeir ekki að horfa í spegil? Orð sjáv- arútvegsráðherrans á sjó- mannadegi benda óneitanlega til þess. Hann segist ekki vilja varpa skugga á þann dag með því að fjalla um deilur hans sjálfs og ríkisstjórnarinnar við for- ystumenn í sjávarútvegi. (Hann kallaði þá raunar „stó- rútvegsmenn“ til hátíða- brigða). Það er sjálfsagt þakk- arefni. En úr því dregur verulega þegar rifjað er upp að íslenskur sjávarútvegur og all- ir þeir sem að honum koma, með beinum og óbeinum hætti, hafa staðið í köldum skugga sl. þrjú ár. Fyrir því hafa skugga- baldrar núverandi rík- isstjórnar staðið. Þjóðin öll hef- ur goldið þess. Það er mál að linni. Atlaga núverandi ríkisstjórnar að ís- lenskum sjávar- útvegi skaðar þjóð- arbúið} Skeggræða skuggabaldurs P étur, komdu með eitthvað jákvætt í þennan pistil. Það er sól og það er vor í lofti,“ sagði eilífðarnágranni minn þegar ég settist niður til að skrifa pistil í miðju matarboði í gærkvöldi. Á sjónvarpsskjánum lýstu forseta- frambjóðendur hugmyndum sínum í mildileg- um kappræðum. En mér hugnaðist ekkert síður ræða eilífðarnágrannans. „Þessi neikvæða umræða er ekki málið,“ sagði hann og gekk um gólf. „Við erum ekki svona. Við höldum bara áfram. Og látum ekk- ert stöðva okkur. Ástandið var miklu verra þegar síldin hvarf. Það býr frumkvöðlakraftur í þessari þjóð.“ Svo leit hann á mig með alvörusvip. „Nei, þetta er svona Pétur. Það þarf bara að leyfa réttu hljóðfæraleikurunum að spila á hljóðfærin. Og þá er ég að vitna í ýmislegt.“ Hann bætti við íbygginn: „Það er ekki nóg að setja fimmtíu manns um borð og halda að það sé sinfóníuhljómsveit.“ Auðvitað hittir hann naglann á höfuðið. Þegar hann vitnar í söguna býr í orðunum, að það sé kominn tími á gamaldags pólitík – að við byggjum undir þá atvinnuvegi sem afla þjóðinni gjaldeyris. Það liggur fyrir að sjávarútvegur vegur þyngst í við- reisn íslensks efnahagslífs. Engu að síður ætlar rík- isstjórnin að ganga gegn ráðgjöf allra helstu sérfræð- inga sem Alþingi hefur leitað til, leggja ofurskatt á útgerðina – og setja svo skattpeningana í að grafa jarðgöng! Ég hef áhyggjur af því, að þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar tala um að örva fjárfest- ingar og skapa störf, þá virðast þeir ekki horfa til þess hvort arður er af fjárfesting- unum – hvort þær afla þjóðinni gjaldeyris. Sú mikla óvissa sem er í Evrópu hefur í för með sér að Íslendingar geta ekki leyft sér slíkt andvaraleysi. Hver veit hvað tíminn ber í skauti sér ef ekki tekst að vinda ofan af ófremdarástandinu. Álverð er þegar farið að lækka. Lækkar fiskverðið líka? Dregst ferða- mannastraumurinn saman? Eilífðarnágranninn bankar í öxlina á mér. Kaffið er tilbúið. Og svo segir hann: „Það eina sem þjóðina vantar núna er tveggja þumla prjónavettlingar. Eða sú hugsun sem bjó að baki þeirri uppfyndingu. Ef gat kemur á annan þumalinn, þá gríp- urðu bara hinn. Og hver var það sem prjónaði tveggja þumla vettlingana? Amma gamla.“ Skilgreiningin á eilífðarnágranna er sótt í það, að sama þótt maður flytji úr götunni, þá helst nálægðin. Er ekki nálægðin helsti kosturinn við fámennið á Íslandi? „Þessi þjóð er einhver allra mesta athafnaþjóð ver- aldar, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja. Okkur mun vel farnast.“ Og hann lítur á mig: „Veistu hver er eina setningin sem á alltaf við? Það líð- ur hjá.“ pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Eilífðarnágranninn STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ö r lækkun heimsmark- aðsverðs á olíu hefur leitt til verðlækkana á eldsneyti að und- anförnu, þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi einnig lækkað verulega á sama tíma. Heimsmark- aðsverðið hefur því unnið upp geng- islækkunina. Þetta er óvenjulegt að mati Magnúsar Ásgeirssonar, inn- kaupastjóra hjá N1, sem segir að oftar en ekki sé raunin sú að þegar annar þessara þátta lækki þá hækki hinn, og það hefur eyðilagt fyrir möguleikanum til þess að breyta eldsneytisverðinu. Helsti áhrifaþátturinn á þróun heimsmarkaðsverðsins að und- anförnu hefur verið versnandi efna- hagsástand í Evrópu, en Magnús segir að þróun fjármálamarkaða muni alfarið ráða verðinu á heims- markaði: „Meginskýringin á verð- lækkuninni á heimsmarkaði núna er að ástandið sem ríkir í fjármálum Evrópu veldur því að olíuverð lækk- ar, vegna þess að menn sjá fram á minni eftirspurn eftir því sem efna- hagur Evrópulandanna þrengist“. Í venjulegu árferði myndi elds- neytisverð hækka í upphafi sumars, en Magnús bendir á að í vetur hafi verð á eldsneyti verið óvenjulega hátt, þar sem ýmis atriði, svo sem yf- irvofandi stríðsátök og Grikklands- krísan hafi keyrt verðið upp: „Í sjálfu sér er það því mjög eðlileg þróun að verðið leiti til jafnvægis núna“. Magnús telur að aðal- áhyggjuefnið á næstu vikum varð- andi áframhaldandi verðþróun elds- neytis verði þróunin í gengismálum. Eldsneytisverð enn mjög hátt Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, telur að þó að verð- lækkunin nú sé ánægjuleg að þá sé eldsneytisverð enn í hærri kant- inum, og sé ennþá talsvert hærra en meðalverð eldsneytis var á síðasta ári. Runólfur telur enn svigrúm til frekari lækkana, einkum á bensíni, en verðlækkanir á díselolíu á heims- markaði hafi frekar skilað sér áfram til neytenda. Þar gæti reyndar einnig haft áhrif sú staðreynd að díselolía sé einnig notuð til kyndingar á húsum, og verð á henni fari því frekar upp vegna eftirspurnar þegar kalt sé í veðri og aftur niður þegar hlýni. Aðspurður um hvort að lækk- unin nú myndi virka sem hvati á ferðalög innanlands taldi Runólfur að eldsneytisverð væri ennþá það hátt að það drægi úr vilja margra til að leggjast í langferðir innanlands. Runólfur segir að álagning á eldsneytisverð sé örlítið hærri hér en á hinum Norðurlöndunum, en þann mun sé hægt að skýra með mismun- andi aðstæðum í hverju landi fyrir sig. Þá hafi skattlagning hér oft verið í hærri hæðum, einkum á díselolíu, en þar sem ríkið taki fasta krónutölu á hvern lítra hafi það líka gerst vegna verðbreytinga að gjaldtaka ríkisins hafi verið undir meðallagi í Norður-Evrópu, en ríkið tekur til sín um helminginn af hverjum seldum lítra. Varðandi horfur á markaði benti Runólfur á það að þessi vara væri sveiflukennd og gæti tekið miklum breytingum í samræmi við sveiflur í efnahagsmálum: „Við vonum að þessi þróun haldi áfram og að elds- neytisverð haldi áfram að lækka, og það er mikilvægt að olíufélögunum og stjórnvöldum sé veitt aðhald til að tryggja að þessar lækk- anir skili sér til neyt- enda“. Ástandið í Evrópu leiðir til lækkunar Morgunblaðið/Eggert Lækkun Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað undanfarið og sú lækk- un hefur skilað sér til neytenda á Íslandi. „Stjórnvöld geta alltaf lækkað skatta á eldsneyti“ segir Run- ólfur Ólafsson hjá FÍB og nefn- ir sem dæmi að nýr skattstofn á eldsneyti, kolefnisgjald, hef- ur verið í gildi í tvö ár. Kolefnisgjaldið kostar neyt- endur 5 krónur á hvern bensín- lítra og 6 krónur á hvern lítra af díselolíu. Ofan á þetta bæt- ist virðisaukaskattur, og segir Runólfur að þessi nýi skattur kosti neytendur um á sjöundu krónu aukalega á lítrann: „Ef við setjum það síðan í samhengi, þá kostar kolefnis- gjaldið neytendur um 2,2 milljarða króna á ári aukalega.“ Hann bendir á að þrátt fyrir fallegt nafn- ið er skattstofn- inn ekki sér- staklega eyrnamerktur að- gerðum til að sporna gegn kolefn- ismyndun. Fallegt nafn sem kostar KOLEFNISGJALDIÐ Runólfur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.