Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 Skógarhlíð 18 sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. • Mallorca Frá 74.900 kr. í tvær vikur Heimsferðir bjóða ferðir til Mallorca í allt sumar. Núna erum við með sérstakt tilboð á Portofino Sorrento í Santa Ponsa. 12. júní Portofino Sorrento Frá kr. 74.900 í tvær vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Verð m.v. 2 fullorðna í íbúð. Með einu svefnherbergi kr. 99.900 á mann. 12. júní í 2 vikur. Íslendingafélagið í Frakklandi stóð fyrir komu 16 fornbíla til Fáskrúðsfjarðar í gær og 45 manna fylgdarliðs. Bílarnir komu flestir frá Frakklandi. Með hópnum var sendiherra Frakk- lands á Íslandi, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og meðlimir Minjaverndar. Eftir að hafa komið við á Fáskrúðsfirði lá leiðin til Hornafjarðar. Þaðan verður farið eftir Suðurlandi til Snæfellsness og loks til Reykjavíkur 9. júní nk. Lagt af stað í Íslandsferð frá Fáskrúðsfirði Morgunblaðið/Albert Kemp Íslendingafélagið í Frakklandi flutti inn sextán fornbíla Sævar Már Gústavsson saevar@mbl.is Talsvert fleiri fengu tilvísun til starfs- endurhæfingar hjá Starfsendurhæf- ingarstöð Norðurlands á síðasta starfsári en árið áður. Þetta kemur fram í skýrslu stjórnar Starfsendur- hæfingar Norðurlands fyrir starfsárið júní 2011 til 15. maí 2012. Á starfsárinu 2010-2011 fengu um 150 manns tilvísun til starfsendurhæf- ingar en á nýliðnu starfsári fengu yfir 200 tilvísun. Lítið af úrræðum fyrir geðsjúka Í skýrslu stjórnarinnar kemur einn- ig fram að í flestum tilvikum var til- vísun gefin vegna geðrænna vanda- mála, eða í alls 51% tilfella. Þar á eftir koma tilvísanir vegna langtíma at- vinnuleysis (20%)og vegna stoðkerfis- vanda (15%). Ingvar Þóroddsson, endurhæfing- arlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir að aukningu tilvísana megi að stærstum hluta rekja til sparnaðar í heilbrigðiskerfinu sem hefur komið sérstaklega illa niður á þeim sem glíma við geðræn vandamál. Ingvar vísar þar til lokunar dagdeildar geð- deildarinnar á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri árið 2009 sem hefur dregið úr meðferðarmöguleikum fyrir sjúklinga með geðræn vandamál. „Líkanið sem starfsendurhæfingin vinnur eftir virkar mjög vel fyrir þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða vegna þess að þar er unnið mik- ið með andlegu hliðina. Þar gefst fólki líka tækifæri til að koma sér í betra líkamlegt form sem hefur jákvæð áhrif á andlega líðan. Starfsendurhæf- ingin hefur því orðið fyrir valinu sem úrræði fyrir geðsjúka þar sem fátt annað stendur þeim til boða,“ segir Ingvar. Útilokar stóran hóp Stjórnarfrumvarp um atvinnu- tengda starfsendurhæfingu og starfs- endurhæfingarsjóði sem liggur nú fyrir á Alþingi þarfnast að mati Ingvars end- urskoðunar og aðkomu fleiri sem hafa sérfræðiþekkingu á þessum málum. „Það hefur gleymst að gera ráð fyrir nokkuð stórum hóp einstaklinga sem uppfylla ekki skilyrði atvinnutengdrar starfsendurhæfingar en geta nýtt sér hana samt sem áður og þá er átt við þá sem glíma við geðræn vandamál og langvinna verki. En þessir hópar hafa verið stærstur hluti þeirra sem hafa nýtt sér úrræði starfsendurhæfingar sem er til boða í dag,“ segir Ingvar. Fá úrræði fyrir geðsjúka  Fleiri fá tilvísun til starfsendurhæfingar á Norðurlandi  Skýrist af fáum úr- ræðum fyrir geðsjúka  Líkan fyrir starfsendurhæfingar reynist geðsjúkum vel Morgunblaðið/Kristján Úrræði Ingvar Þóroddsson, læknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Laxamýri | Það var gleðiríkur sunnudagsmorgunn hjá sjómanns- dótturinni á Húsavík, Thelmu Dögg Tómasdóttur, þegar merin hennar Dimma frá Hrepphólum kastaði. Lítil hryssa kom í heiminn og var auðvitað nefnd Unnur í tilefni sjó- mannadagsins og líka í höfuðið á ömmu hennar Thelmu, Unni í Víði- holti, sem hefur verið að passa upp á Dimmu undanfarna daga. Faðir litlu hryssunnar er Blær frá Torfunesi og því er ekki í kot vísað með ætternið. Thelma Dögg er, þrátt fyrir ungan aldur, orðin mjög mikil hestakona og hefur þeg- ar unnið til margra verðlauna á hestamótum. Á myndinni má sjá stolta móður og auðvitað stoltan eiganda í sól- inni, en Unnur litla var fljót á fætur og fékk sér fljótt volgan sopa hjá Dimmu. Hver veit nema hún verði verðlaunahryssa. Sjómannsdóttir fékk lítið folald á sjómannadeginum Morgunblaðið/Atli Vigfússon Stolt og glöð Það ríkti mikil gleði hjá Thelmu Dögg Tómasdóttur í gær þegar Dimma kastaði folaldi, sem fékk nafnið Unnur í tilefni dagsins. Forsetaframbjóðendurnir Ari Trausti Guðmundsson, Andrea Jó- hanna Ólafsdóttir og Hannes Bjarnason yfirgáfu kappræður Stöðvar 2 sem haldnar voru í Hörpu í gærkvöldi. Þau hvöttu hina fram- bjóðendurna til þess að gera slíkt hið sama. Til stóð að frambjóðendurnir myndu koma fram tveir í einu í þremur lotum. Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir áttu að etja kappi á eftir kappræðum Andreu og Ara Trausta auk Her- dísar Þorgeirsdóttur og Hannesar. Úr varð að Herdís, Þóra og Ólafur Ragnar voru öll saman í settinu eftir að hin þrjú gengu út. „Ljóst er að sá kappræðufundur sem okkur var boðið til er í raun fundur með spurningum og svörum til tveggja frambjóðenda í einu og þar með fjarri öllum umræðum frambjóðendanna sex. Af þessu fréttum við í dag og Þóra og Ólafur Ragnar standa saman í lokin eins og upphaflega var áætlað,“ sagði Ari Trausti í yfirlýsingu í beinni útsend- ingu á Stöð 2. Yfirgáfu kappræð- ur í Hörpu Kappræður Herdís, Þóra og Ólafur Ragnar tóku þátt í umræðunum.  Þrír forsetafram- bjóðendur gengu út Ljósmynd/Stöð 2 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í gær vegna sjó- manns sem hafði slasast um borð í norskum togara á Reykjaneshrygg, 220 sjómílur úti fyrir landinu. Þar sem ekki þykir ráðlegt að senda þyrlur Gæslunnar lengra út en 150 sjómílur var skipinu siglt til móts við þyrluna, sem kom með sjómanninn til Reykjavíkur um níuleytið í gær- kvöldi. Hafði vír slegist í höfuð hans og kvartaði hann undan verkjum. Vír slóst í höfuð sjómanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.