Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 156. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. 25,6 stiga hitamunur á landinu 2. Skölluð í andlitið á skemmtistað 3. Hentist upp og lenti á höfðinu 4. Mæting Þóru var staðfest »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Vilborg Einarsdóttir og Hlín Jó- hannesdóttir fengu fyrir helgi, í sam- starfi við tvö norræn ungmennaleik- hús, 63 milljóna styrk úr Norræna menningarsjóðnum til að halda Nor- ræna listahátíð unga fólksins 2013- 2014. Halda barnalista- hátíðina Norðurljós  Um þessar mundir stendur yfir samsýning tveggja ungra listamanna í Ar- tíma Galleríi, þeirra Örnu Ótt- arsdóttur og Loga Höskuldssonar. Í verkum þeirra beggja á þessari sýningu er unnið með handverkshefðina og hún sett í nýjan búning poppkúltúrsins, einfald- leikans og glimmers. Handverkshefð í búningi poppkúltúrs  Bæjar-, fjölskyldu- og tónlistarhá- tíðin Kótelettan verður haldin í þriðja sinn á Sel- fossi 8.-10. júní nk. Með- al þeirra tón- listarmanna sem fram koma á henni eru Björgvin Halldórsson og Páll Óskar Hjálmtýsson. Kótelettan haldin í þriðja sinn á Selfossi Á þriðjudag og miðvikudag Norðan og norðaustan 5-10 m/s. Rigning með köflum N- og A-lands og slydda til fjalla. Skúrir á S- og V-landi, einkum síðdegis. Hiti 2 til 13 stig, mildast S-lands. Á fimmtudag Snýst í austanátt með rigningu. Heldur hlýnandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG NA 3-8 m/s um landið norðanvert, þykknar upp og kólnar heldur, en horfur á skúrum S-lands síðdegis. VEÐUR ÍA heldur eins stigs forystu í úrvalsdeild karla í knatt- spyrnu, Pepsi-deildinni, eft- ir að sjöttu umferð lauk á laugardaginn. Skagamenn gerðu jafnefli við Grindvík- inga, 2:2. FH og KR koma fast á hæla ÍA eftir að hafa unnið sína leiki. KR lagði Fram en FH-ingar kjöldrógu Fylkismenn með átta marka sigri, fáheyrðum yfirburðum í leik í úr- valsdeild karla. »3-5 ÍA efst en FH og KR sækja á Guðjón Valur Sigurðsson kvaddi danska meistaraliðið með meistara- titili á laugardagskvöldið en hann er á förum til annars meistaraliðs, Kiel, sem varð meistari í Þýskalandi með fáheyrðum yfirburðum um helgina. Guðjón Valur var valinn í úrvalslið dönsku deildarinnar um helgina og eigandi AG-liðsins bauð upp á alvöru diskótek í búningsklefanum strax í leikslok. „Mesta stuðið var samt runnið af mönnum þeg- ar komið var til Kaup- mannahafnar eftir fjögurra tíma rútuferð frá Jótlandi á fimmta tím- anum á sunnudags- morguninn,“ sagði Snorri Steinn Guð- jónsson, leik- maður AG. »1 Guðjón Valur í liði árs- ins í Danmörku „Liðið lék langt undir getu stóran hluta leiksins og það gengur einfald- lega ekki á útivelli gegn Úkraínu,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson, lands- liðsþjálfari kvenna í handknattleik, eftir tap 22:20, fyrir Úkraínu í loka- leik undankeppni Evrópumótsins í gær. Tapið þýðir að íslenska lands- liðið kemst ekki í lokakeppni EM sem fram fer í Hollandi í desember. »2 Lék langt undir getu og EM-draumurinn er úti ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hjartveika tíkin Nala er fyrsti hundurinn sem fengið hefur hjálp hjartastuðtækis hér á landi. Hún hefur glímt við hjartveiki frá síð- ustu jólum og hefur í þrígang fengið hjartastuð. Bjargað síðla kvölds „Hún er hjartveik, blessunin. Hún var alveg að gefa upp öndina þegar við gáfum henni rafstuð,“ segir Felix Valsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Landspítalanum, sem er eigandi Nölu. Um jólin fór Felix með Nölu til dýralæknis þar sem hún var orðin þollítil og lystarlaus, sem var ólíkt henni. „Þegar ég fór með hana til Hönnu Arnórsdóttur, dýralæknis á Dýraspítalanum í Garðabæ, kom í ljós að hún var með óreglulegan hjartslátt. Stuttu síðar varð hún fárveik og ég hringdi í Hönnu um ellefuleytið að kvöldi til. Þá var hundurinn alveg við dauðans dyr. Ég fór með hana til hennar og við svæfðum hana. Því næst gáfum henni stuð sem bjargaði henni. Hún var í mjög krítísku ástandi um nóttina, en braggaðist í kjölfarið,“ segir Felix. Óhefðbundin meðferð Felix þekkir vel til hjartavanda- mála og hefur meðal annars unnið að rannsókn á kælingu, aðferð sem beitt er til að minnka líkur á heila- skaða þeirra sem fara í hjarta- stopp og eru endurlífgaðir. Því miður er Nala aftur orðin slöpp en hún er á hjartalyfjum sem hjálpa henni. „Hún er búin að fá nokkuð góðan tíma og greyið er búið að fá heilan helling af alls kyns hjartalyfjum,“ segir Felix. Ekki er óalgengt að hundum séu gefin hjartalyf og mörg dæmi þess að þau séu gefin við hjartabilun. Dýralæknar eru hins vegar ekki útbúnir hjartastuðtækjum hér á landi og því um óhefðbundna með- ferð að ræða. Víða á Vesturlöndum eru dýraspítalar þó útbúnir hjarta- stuðtækjum. Ekki hefur gefist fjármagn til slíkra kaupa hér á landi. „Ég fékk lánað rafstuðtæki sem ekki var lengur í notkun hjá þyrlu Landhelgisgæslunnar,“ segir Felix. Hann vill koma á framfæri sér- stöku þakklæti til Hönnu og starfsfólks á Dýraspítalanum í Garðabæ. „Þetta eru frábærlega faglegir dýralæknar með mikinn metnað fyrir hönd skjólstæðinga sinna,“ segir Felix. Nala nýtur læknavísindanna  Fyrsti hundur- inn sem fær hjarta- stuð á Íslandi Morgublaðið/Ómar Garðarsson Felix og Nala Felix Valsson hjartalæknir með labradortíkinni Nölu, sem þrívegis hefur fengið stuð úr hjartastuð- tæki. Talið er að hún sé fyrsti hundurinn hér á landi sem fengið hefur rafstuð til meðferðar við hjartveiki. Ljósmynd/Felix Valsson Rafstuð Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir hjá Dýralæknaspítalanum í Garðabæ, gefur labradortíkinni Nölu rafstuð úr hjartastuðtæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.