Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012
Sigyn Jónsdóttir
sigyn@mbl.is
H
önnunartvíeykið Ost-
wald Helgason hlaut í
síðustu viku hæsta
styrk úr vorúthlutun
Hönnunarsjóðs Au-
roru. Styrkurinn hljóðar upp á tvær
milljónir króna en meðal annarra
sem hlutu styrk voru fatahönnuður-
inn Eygló Margrét Lárusdóttir og
þær María Ólafsdóttir, Guðrún
Ragna Sigurjónsdóttir og Gréta
Hlöðversdóttir fyrir barnafatalínuna
As we grow.
Hápunkturinn hingað til
„Þetta hjálpar okkur rosalega
mikið við að koma sýningunni í New
York af stað,“ segir Ingvar Helgason
sem ásamt fatahönnuðinum Susanne
Ostwald skipar tvíeykið. Styrkurinn
er til þátttöku í tískuvikunni í New
York í september og segir Ingvar
hann koma að góðum notum.
„Þessi styrkur mun gufa upp í
kostnað varðandi fyrirsætur, fram-
leiðslu, markaðssetningu, ljós-
myndun og svoleiðis,“ segir hann
þakklátur fyrir úthlutunina.
„Í þetta skiptið verðum við með
flott teymi til að vinna með en seinast
gerðum við þetta fyrir lítinn pening.
Við vorum ekki með fyrirtæki sem sá
um markaðssetningu og öllu var bara
reddað einhvern veginn,“ segir Ingv-
ar og á þá við undirbúning fyrir
fyrstu tískusýningu Ostwald Helga-
son sem haldin var á tískuvikunni í
New York í febrúar á þessu ári.
Þar sýndu hann og Susanne
haust- og vetrarlínu sína fyrir árið
2012 og fékk sú meðal annars um-
fjöllun í hinu virta tískutímariti
Vogue. „Þetta var fyrsta línan sem
við höfum sýnt á tískusýningu og var
algjörlega hápunkturinn á því sem
við höfum verið að gera,“ segir Ingv-
ar, ánægður með velgengnina.
Fyrir forvitnar konur
Haust- og vetrarlína Ostwald
Helgason fyrir árið 2012 einkennist
meðal annars af sterkum lita-
samsetningum og áberandi mynstr-
um. „Þetta er lína sem við trúðum
mikið á og ákváðum því að halda
tískusýningu í fyrsta skipti með þess-
ari línu. Hönnun er alltaf samsafn af
fyrri verkum en þetta er samt alveg
ný lína,“ útskýrir Ingvar og bætir við
að það hafi tekið tíma fyrir hann og
Susanne að ákveða hvernig og fyrir
hverja fötin ættu að vera.
„Við erum búin að vera núna í
nokkurn tíma að finna hvar við pöss-
um inn í markaðinn og hvað við get-
um boðið upp á. Við segjum venju-
lega að markhópurinn sé konur og
stelpur sem ferðast mikið, eru for-
vitnar að eðlisfari og lifa lífinu,“ segir
hann um hönnun Ostwald Helgason
og markhópinn sem hönnunin miðast
við.
Sjálfur hefur Ingvar ekki lært
fatahönnun en Susanne er með mast-
ersgráðu í fatahönnun frá háskóla í
Þýskalandi. „Ég vissi alltaf að ég vildi
verða fatahönnuður en hef aldrei lært
fagið sjálft. Ég hætti í menntaskóla
eftir þrjá mánuði og tók nokkra
Hanna fyrir konur
sem lifa lífinu
Ingvar Helgason og Susanne Ostwald skipa hönnunartvíeykið Ostwald Helgason.
Í síðustu viku hlutu þau hæsta styrk úr vorúthlutun Hönnunarsjóðs Auroru til að
taka þátt í tískuvikunni í New York í haust.
Tíska Flíkur úr haust- og vetrarlínu Ostwald Helgason fyrir árið 2012.
Shauna Sever er konan á bak við
vefsíðuna shaunasever.com en hún
er mikil áhugamanneskja um bakst-
ur og segir um hana á vefsíðunni að
hún leggi sig fram við að hafa bakst-
urinn eins auðveldan og hægt er.
Þannig geti sem flestir bakað eftir
uppskriftunum hennar. Sama hvort
þeir eru byrjendur á þessu sviði eða
reynt fólk sem bakað hefur í fjölda
ár en langar að prófa eitthvað nýtt.
Á vefsíðunni er að finna upp-
skriftir en Shauna bloggar líka um
sitt daglega líf. Finna má óvenju-
legar færslur á blogginu, til að
mynda um hvernig best sé að búa til
margarítu-sykurpúða. Óneitanlega
spennandi í næsta partí. Baksturinn
er þó hvað fyrirferðarmestur á síð-
unni. Þar má meðal annars finna
uppskrift að köku með ferskum berj-
um, súkkulaðismákökum og appels-
ínubollakökum.
Vefsíðan www.shaunasever.com
Margaríta Sykurpúðar eru ekki bara fyrir börn, þessir eru áfengir.
Glaðlegi bakarinn Shauna
Hádegistónleikar á Björtum dögum
með Antoníu Hevesi píanóleikara
verða haldnir á morgun, þriðjudaginn
5. júní kl. 12 í Hafnarborg.
Gestasöngvari að þessu sinni er
Hrólfur Sæmundsson barítón sem
lauk meistaragráðu í einsöng við New
England Conservatory í Boston vorið
2001 með hæstu einkunn.
Áður hafði hann lokið burtfarar-
prófi frá Söngskólanum í Reykjavík.
Hrólfur er um þessar mundir fastráð-
inn við óperuhúsið í Aachen í Þýska-
landi, en þar hefur hann sungið hlut-
verk Papagenos, Evgení Onegins,
Pelleasar og Fords. Á næsta ári syng-
ur hann hlutverk Sharpless í Madama
Butterfly, Dandini í Öskubusku og Pa-
pagenós í Töfraflautunni
Endilega…
…hlýðið á há-
degistónleika
Morgunblaðið/Eggert
Söngvari Hrólfur Sæmundsson.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Fuglinn í fjörunni er listsýning þar
sem vakin er athygli á umhverfis-
slysum, hamförum og spjöllum í nátt-
úrunni vegna athafna manna.
Á sýningunni lýsir listamaðurinn
umhverfishörmung í mynd-
skúlptúrum, þar sem
olíumengaður úrgangur hefur lekið
í sjóinn og sýkt fuglana í fjörunni.
Sýningin stendur frá 1. júní til 17.
júní 2012 í Dauða sýningarsalnum
(Dead Gallery), Laugavegi 29.
Sýktur Spjöllum lýst í skúlptúrum.
Fuglinn í
fjörunni
Listsýning
Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-15
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
AFSLÁTTARVIKA
AF ÖLLUM KVEN- OG BARNAFATNAÐITIL 8. JÚNÍ
20%
AFSLÁ
TTUR