Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 23
haft umsjón með starfi minning- arhópa. Þar rifja vistmenn upp í sam- einingu ýmislegt frá þjóðlífi og tíð- aranda fyrri tíma. MA-verkefni Sigrúnar fjallaði um fræðsluefni fyrir starfsfólk í öldr- unarþjónustu. Þá fór hún að huga að endurminningum aldraðra sem oft eru þeim hugstæðar, og í kjölfarið skrifaði hún bókina Þegar amma var ung – Mannlíf og atburðir á Íslandi 1925-1955. Bókin veitir innsýn í ís- lenskt þjóðlíf á þeim árum er eldri borgarar samtímans voru upp á sitt besta. Á þann hátt greiðir hún fyrir samskiptum og eykur skilning milli kynslóða. Bókin geymir m.a. íslensk- an og erlendan annál tímabilsins. Ein á flakki um öræfi landsins Sigrún er ferðagarpur af guðs náð. Hún var fararstjóri fyrir Ferðafélag Íslands innanlands, í nokkur sumur, einkum norðan Djúps, í Sléttuhreppi og á Hornströndum. Þá hefur hún gengið mikið og oft einsömul, um Ódáðahraun, dögum saman. Í slíkum ferðum fór hún gjarnan í slóð Ólafs Jónssonar, höfundar þriggja binda verks um Ódáðahraun. Hún gekk fyr- ir nokkrum árum upp með Ölfusá og upp með Hvítá upp á Kjöl og með Fú- lukvísl upp á Hveravelli. Loks hefur hún gengið mikið í landnámi Ingólfs og sent frá sér bók- ina Fjallabók barnanna, um göngu- leiðir sem henta börnum á þessu svæði. Bókina ætlaði hún upphaflega að skrifa með vinkonu sinni, Hall- gerði Gísladóttur sagnfræðingi sem bókin er tileinkuð, en Hallgerður veiktist síðan af krabbameini og lést fyrir fáeinum árum. Fjölskylda Sigrún var áður gift Guðlaugi Jóni Bjarnasyni, f. 26.10. 1949, fyrrv. sjó- manni og myndlistarmanni. Þau skildu. Börn Sigrúnar og Guðlaugs Jóns eru Ingibjörg, f. 18.1. 1973, bás- únuleikari í Reykjavík en unnusti hennar er Hörður Bragason tónlist- armaður og er sonur þeirra Jóhannes Jökull; Óskar, f. 28.1. 1980, leið- sögumaður og nemi í landfræði við HÍ en sonur hans og Ástríðar Geirs- dóttur er Theodór Ísar; Anna, f. 28.12. 1980, rússneskufræðingur og skrifstofustjóri í Kaupmannahöfn en dóttir hennar og Sören Hebsgaard erIðunn; Hallgerður, f. 1.3. 1986, starfar við ferðaþjónustu í Ástralíu en unnusti hennar er Nicholas Milner. Seinni maður Sigrúnar er Gunnar Borg, f. 10.9. 1942, skipasmiður og fyrrv. starfsmaður RÚV. Hann er sonur Gunnars Einarssonar vélfræð- ings og Þóru Borg leikkonu sem bæði eru látin. Systkini Sigrúnar eru Stefanía, f. 11.4. 1950, rithöfundur í Mývatns- sveit; Sigríður Kristín, f. 20.9. 1956, sagnfræðingur og fulltrúi við Byggðastofnun á Sauðárkróki; Kári, f. 17.6. 1959, bóndi í Garði. Foreldrar Sigrúnar voru Þor- grímur Starri Björgvinsson, f. 2.12. 1919, d. 5.10. 1998, bóndi og hagyrð- ingur í Garði, og k.h., Jakobína Sig- urðardóttir, f. 8.7. 1918, d. 29.1. 1994, rithöfundur og húsfreyja í Garði. Úr frændgarði Sigrúnar Hrundar Þorgrímsdóttur Sigurður Friðriksson b. á Læk Kristín Arnórsdóttir húsfr. á Læk Guðni Kjartansson b. í Hælavík Hjálmfríður Ísleifsdóttir húsfr. í Hælavík Guðbjörg Stefánsdóttir húsfr. í Garði Valgerður Jónsdóttir húsfr. á Starrast. Þorgrímur Bjarnason b.á Starrast. Sigrún Hrund Þorgrímsdóttir Þorgrímur Starri b. og hagyrðingur í Garði Jakobína Sigurðardóttir rith. í Garði Stefanía H. Guðnadóttir húsfr. í Hælavík Sigurður Sigurðsson b. í Hælavík Stefanía Þorgrímsdóttir húsfr. í Garði Björgvin H. Árnason b. í Garði Árni Jónsson b. í Garði Þura skáldkona í Garði Jón Árnason læknir á Kópaskeri Anna Jónsdóttir húsfr. í Rvík. Ólafur Jóhann Ólafsson rith. og fram- kvæmdastj. Sigurlaug Bjarnad. húsfr. í Áshildarholti Anna Jósepsd., húsfr. í Gilhaga Indriði G. Þorsteinss. rith. Arnaldur Indriðas. rith. Friðrik Indriðas. blaðam. Ingibjörg Guðnadóttir á Látrum í Aðalvík Þórleifur Bjarnason námstj. Fríða Sigurðardóttir rith. í Rvík. Kristján Sigurðsson yfirlæknir í Keflavík Halldór Kristjánsson verkfr. Leiðsögumaðurinn Sigrún Huld Þorgrímsdóttir. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 95 ára Gróa Guðmundsdóttir 90 ára Helga Stefánsdóttir Jón G. Hermanníusson Ólafur Pétur Jensen 85 ára Anna G. Guðmundsdóttir Sigríður Stefánsdóttir Þormóður Helgason Þórdís Sigurðardóttir 80 ára Gunnar Jónsson Hulda Jóhannsdóttir 75 ára Alda Eygló Kristjánsdóttir Gígja Gísladóttir Helga Ólafsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Sigrún Erla Helgadóttir Sóley Jóhannesdóttir 70 ára Helga Benediktsdóttir Þórunn Halla Guðlaugs- dóttir 60 ára Anna Karlsdóttir Guðmundur Logi Lárusson Gyða Guðmundsdóttir Heiðar Karl Ólafsson Margrét Anna Pálmadóttir Rögnvaldur Jónsson Sara Hafsteinsdóttir Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Sigurður K. Runólfsson 50 ára Alicja Uscilowska Anna Lísa Guðmundsdóttir Anna Sigríður Magnúsdóttir Bjarney A. Schou Pálsdóttir Einar V. Hálfdánarson Jóhanna Magnea Þórisdóttir Katrín M. Þorbjörnsdóttir Peter Máté Þórhildur Þórðardóttir 40 ára Auður M. Ármannsdóttir Árndís Haynes Bjarki Friðbergsson Daniel Tomasz Kadzialko Guðrún Hulda Pálmadóttir Hrafnhildur B. Erlendsdóttir Lárus Yngvason 30 ára Arnþór Reynisson Esther Eygló Traustadóttir Friðbjörn Gunnarsson Giedre Zamulskyte Guðrún B. Pétursdóttir Guðrún María Jónsdóttir Haukur Valdimar Pálsson Hrefna Lind Ásgeirsdóttir Ingibjörg Skarphéðinsdóttir Oléna Simon Óttar Árnason Paulina Maja Derlatka Sigurjón Viðar Svavarsson Sonja Herietsdóttir Falck Steinar Óli Jónsson Til hamingju með daginn 30 ára Ingibjörg fæddist á Sauðárkróki og ólst upp í Djúpadal í Skagafirði. Hún vinnur í upplýsinga- miðstöðinni í Varmahlíð. Maki Sveinn Brynjar Frið- riksson, f. 1977, húsa- smíðameistari. Börn Skarphéðinn Rúnar, f. 2001, Herdís Eir, f. 2003 og Daníel Smári, f. 2007. Foreldrar Elínborg Guð- mundsdóttir, f. 1946 og Skarphéðinn Eiríksson, f. 1914, d. 2004. Ingibjörg Skarp- héðinsdóttir 30 ára Íris Dögg er fædd á Akureyri og ólst upp á Dalvík. Hún vinnur í mót- töku Grand hótels. Maki Hrafnkell Brimar Hallmundsson, f. 1981. Hann er fornleifafræð- ingur og nemi í tölv- unarfræði við Háskólann í Reykjavík. Sonur Hallmundur Kári, f. 2009. Foreldrar Haukur Har- aldsson, f. 1933, vélstjóri og Ásta Aðalsteinsdóttir, f. 1941, d. 1994. Íris Dögg Hauksdóttir Pétur J. Thorsteinsson kaup-maður fæddist 4. júlí 1854 íOtradal í Ísafjarðarsýslu. Hann var launsonur Þorsteins í Æðey og Höllu Guðmundsdóttur. Sigurður Breiðfjörð, skáld, var guðfaðir henn- ar. Pétur giftist Ásthildi Thorsteins- son en hún var dóttir séra Guðmund- ar Einarssonar, prófasts og alþingis- manns á Kvennabrekku í Miðdölum, og Katrínar Ólafsdóttur frá Flatey. Hann var sendur í fóstur til Sam- úels Arnfinnssonar og Helgu Einars- dóttur í Hallsteinsnesi í Gufudals- sveit. Þar ólst hann upp í umsjá góðra fósturforeldra. Pétur var einn helsti athafnamaður landsins í útgerð og verslun. Þegar Pétur var hálfþrítugur árið 1879, keypti hann verslunarstaðinn Bíldu- dal og rak þar um árabil útgerð og fiskverkun. Sagt er að fyrir tilstilli þeirra hjóna hafi Bíldudalur byggst upp sem verslunar- og útgerðarstað- ur. Þau hjónin fluttust frá Bíldudal til Kaupmannahafnar og bjuggu þar í nokkur ár. Þar var Pétur stórkaup- maður og í stjórn milljónafélagsins en eftir heimkomu sat hann í stjórn þess á Íslandi. Pétur var um tíma með út- gerð í Sandgerði og fyrsti forstöðu- maður Botnvörpufélagsins í Reykja- vík. Árið 1912 stofnaði hann ásamt bróður sínum, Th. Thorsteinsson, fé- lag um útgerð á tveimur botnvör- pungum. Á sama tíma stofnaði Pétur fiskveiðifélagið Hauk og var fram- kvæmdastjóri þess en það var sam- eignarfélag nokkurra manna sem all- ir voru búsettir í Reykjavík. Þess má geta að það félag lét smíða Ingólf Arnarson, stærsta togara sem Íslend- ingar höfðu eignast. Pétur lét byggja Galtafell að Lauf- ásvegi 46, en það er eitt fallegasta húsið í Þingholtunum. Talið er að hönnun hússins hafi miðast við að skapa syni þeirra hjóna, Guðmundi (Mugg) listmálara, sem besta vinnu- aðstöðu. Óvenju hátt er til lofts og mikil birta umlykur stofurnar á aðal- hæð hússins. Auk Muggs áttu þau hjónin þrjá aðra syni: Samúel, f. 1893, Friðþjóf, f. 1895, og Gunnar, 1894, Thorsteinssyni, kunna knattspyrnu- menn. Pétur J. Thorsteinsson lést 27. júlí 1929. Merkir Íslendingar Pétur J. Thorsteinsson 30 ára Ársæll Þór fædd- ist á Akranesi og ólst þar upp. Hann lauk MS í tölv- unarfræði frá HR. Ársæll starfar sem tölvunarfræð- ingur hjá Videntifier tec- hnologies. Maki Belinda Eir Eng- ilbertsdóttir, f. 1983, landslagsarkitekt. Dóttir Anna Rósa Ár- sælsdóttir, f. 2012. Foreldrar Jóhann Þórð- arson, f. 1954, endur- skoðandi og Sigrún Birna Svavarsdóttir, f. 1955. Ársæll Þór Jóhannsson Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Opið 9-18 alla daga nema sunnudaga • Sími 553 1099

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.