Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 ✝ Gísli Geir Haf-liðason fæddist í Reykjavík 27. sept- ember 1931. Hann lést á Landspít- alanum 26. maí 2012. Foreldrar hans voru Ingibjörg Guð- rún Árnadóttir, f. 20. júlí 1908, hús- freyja á Reykjum og síðar á Sauð- árkróki, d. 19. febrúar 1999 og Hafliði Gíslason, rafvirki, f. 28. maí 1902 og d. september 1974, þau skildu. Seinni maður Ingi- bjargar og fósturfaðir Gísla var Gunnar Guðmundsson rafvirki og bóndi á Reykjum á Reykja- strönd, f. 27. júní 1898, d. 30. júlí 1976. Hálfbróðir Gísla, sam- mæðra er Árni Gunnarsson, f. 9. september 1936, kvæntur El- ísabetu Svavarsdóttur, hann á sjö börn. Gísli kvæntist þann 15. ágúst 1952 eftirlifandi eiginkonu sinni Ólöfu Jónsdóttur kerfisfræðingi, f. 24. desember 1931. Foreldar hennar voru Jón Níels Jóhanns- son, f. 7. júní 1909, d. 18. maí 1975 og Vilborg Guðlaug Guð- jónsdóttir, f. 4. nóvember 1909, læknaritari, f. 8. október 1957, maki Sigurður Friðriksson, verktaki, f. 16. september 1957. Börn þeirra eru Friðrik Haf- steinn, f. 7. júlí 1982, hann á tvö börn. Ólöf Ýr, f. 1. október 1985. Gísli ólst upp í Reykjavík til 6 ára aldurs, en þá flutti hann að Reykjum á Reykjaströnd. Hann lauk landsprófi í Varmahlíð og var talinn góður námsmaður. Hann stundaði einnig íþróttir á unga aldri og setti drengjamet í hástökki í Skagafirði, sem stóð í nokkur ár. Eftir landsprófið vann Gísli um 2 ár í bygging- arvinnu. Hóf síðan nám í raf- virkjun við Iðnskólann í Reykja- vík og bjó hann þá hjá Þóru móðursystur sinni. Námið sóttist vel og að lokum varð hann raf- virkjameistari. Gísli vann víða sem rafvirkjameistari. Lengst af vann hann sem rafvirkjameistari hjá Varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli og þar lauk hann starfsævi sinni. Hans aðaláhuga- mál voru brids og skák og vann hann til fjölda verðlauna í þeim íþróttum. Gísli og Ólöf hófu bú- skap á Skólavörðustíg 17C. Þau bjuggu á nokkrum stöðum í Reykjavík en síðar meir fluttu þau til Hafnarfjarðar. Þaðan fluttu þau aftur til Reykjavíkur og festu kaup á íbúð í Asparfell- inu þar sem þau hafa búið síðast- liðna þrjá áratugi. Útför Gísla Geirs fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 4. júní 2012, klukkan 15. d. 24. júlí 1982. Börn Gísla Geirs og Ólafar eru 1) Ingi- björg Ýr, skrif- stofumaður, f. 2. janúar 1953, fyrri maki Einar Magn- ússon, f. 20. janúar 1951, d. 16. nóv- ember 1973. Þeirra barn Gísli Geir, f. 12. apríl 1973, maki Carly Mills. Síðari maki Guðmundur T. Magnússon, vélvirki, f. 7. maí 1952. Börn þeirra eru Arngunnur Ylfa, f. 15. júní 1977, maki Valgarður Sig- urðsson, þau eiga þrjú börn. Brynhildur Yrsa, f. 15. júní 1977, fráskilin, hún á tvö börn. Magnús Sigurjón, f. 2. nóvember 1981, maki Jenný Hildur Jónsdóttir, þau eiga tvö börn. 2) Jón Níels, kerfisfræðingur, f. 30. ágúst 1954, maki Erla Aradóttir, enskukennari, f. 29. maí 1953. Börn þeirra eru Ólöf, f. 21. febr- úar 1980, maki Ísleifur Orri Arn- arson, þau eiga tvö börn. Hulda Júlíana, f. 21. nóvember 1981, maki Eðvald Ingi Gíslason, þau eiga eitt barn. Gísli Gunnar, f. 13. september 1989, maki Hafdís Sif Svavarsdóttir. 3) Vilborg Kristín, Núna er komið að leiðarlokum hjá þér, elsku pabbi minn, og mig langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Núna geri ég ráð fyrir að allar þrautir þínar séu horfnar. Núna ertu örugglega í jakkaföt- um með ilmandi rakspíralykt að tefla við Fjölni vin þinn, eða spila brids við Gylfa. Þú varst alltaf svo fínn í tauinu, enda áttir þú ótelj- andi jakkaföt og skyrtur, sem og fína skó. Þetta passaðir þú uppá og straujaðir jafnvel þínar buxur og skyrtur sjálfur. Það var frekar eins og þú værir bankastjóri en iðnaðarmaður. Angandi rakspíra- lyktin var þitt aðalsmerki. Það duldist engum ef þú hafðir komið í heimsókn, því að lyktin var enn til staðar. Mér fannst þú alltaf svo flottur maður, pabbi minn. Núna veit ég að þú vakir yfir mömmu. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af henni, við systkinin munum passa upp á hana fyrir þig þangað til að þið sameinist aftur á himnum, en hún saknar þín óskaplega mikið pabbi minn. Þakka fyrir allt og allt, megi guð geyma þig. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Vilborg Kristín. „Einir fara og aðrir koma í dag“, segir í ljóði Tómasar. Nýtt barnabarn kom í heiminn í byrjun maí og tengdafaðir minn lést í lok maí. Svona heldur lífið áfram, kynslóðir koma og kynslóðir fara. Ég kynntist Gísla Geir Hafliða- syni þegar Jón Níels eiginmaður minn kom með mig á heimili for- eldra sinna fyrir hartnær þrjátíu og fimm árum. Tengdaforeldrar mínir tóku mér opnum örmum og gerðu allt til þess að mér liði vel á heimili þeirra. Mér varð fljótt ljóst að þar á bæ var lögð áhersla á að bjóða upp á góðar veitingar og allt kapp lagt á að allir fengju eitthvað fyrir sinn smekk. Tengdaforeldr- ar mínir hjálpuðust að við mat- seldina og báru fram hvern veislu- réttinn á fætur öðrum og tengdapabbi sá um að skera niður stórsteikurnar á meðan tengda- mamma lagði lokahönd á ekta soðsósu. Gísli hafði áhuga á alls konar mat og var duglegur að bjóða upp á ýmsa þjóðlega rétti og lét sér ekki muna um að útbúa kútmaga af stakri snilld. Gísli og Ollý tengdamóðir mín höfðu unun af því að ferðast, hvort sem var í ísbíltúr í vesturbæinn, til okkar Nonna í Hafnarfjörðinn, austur í Þjórsárdalinn til Addí og Fjölnis og ekki má gleyma ferð- unum á Reyki í Skagafirðinum þar sem Gísli ólst upp. Skemmti- legt var að ganga með honum í Glerhallavíkina og horfa út í Drangey á fallegu sumarkvöldi þegar sólin rétt náði að tylla sér áður en aftur sást til hennar rísa úr sænum. Þau nutu þess einnig að ferðast erlendis. Komu við í Englandi og dvöldu hjá mér um tíma. Fannst gaman að skreppa í bæinn, Gísli flottur í tauinu eins og venjulega, klæddur Burberry frakka og fín- pússuðum Lloyd skóm. Þau hjón- in lögðu mikla áherslu á að vera aldrei uppáþrengjandi, aldrei mátti hafa neitt fyrir þeim því þau kunnu betur við að veita en þiggja. Alltaf rétt nýbúin að borða þegar þau birtust. Gísli var skrafhreifinn maður og hafði unun af því að segja sög- ur. Ekki átti hann langt að sækja frásagnagáfu sína því hann var jú dóttursonur séra Árna Þórarins- sonar hins margrómaða sögu- manns. Það brást ekki að Gísli í miðju samtali segði: „það minnir mig á eitt“, og svo kom sagan. Gísli var með afbragðsminni enda tefldi hann og spilaði brids af stakri snilld. Það kom okkur oft á óvart hversu auðvelt hann átti með að muna nöfn frægra leikara og íþróttamanna sem við hin eng- an veginn gátum munað. Það var því hálfnöturlegt að fylgjast með því hvernig minni Gísla hrörnaði síðustu misserin. Heilsufari hans hrakaði hratt og var hann inni og úti á spítala meira og minna síð- ustu mánuðina. Aðfaranótt laug- ardagsins 26. maí síðastliðinn vildi Gísli út af deildinni sem hann var á. Hann átti ekki að fá að fara en hann vissi sinn rétt og ekkert gat stöðvað hann í að komast heim til Ollýjar sinnar. Það er eins og af umhyggjusemi gagnvart henni sem hann beið þangað til sonur hans mætti á staðinn því um leið og hann birtist hneig hann niður í arma hans og lést síðar þann dag á Landspítalanum í Fossvoginum. Eftir þrjátíu og fimm ára veg- ferð segi ég, far þú vel kæri tengdapabbi og hafðu þökk fyrir samveruna. Erla Aradóttir. Gísli Geir Hafliðason  Fleiri minningargreinar um Gísli Geir Hafliðason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Jónas Þor-bjarnarson fæddist á Akureyri 18. apríl 1960. Hann varð bráð- kvaddur í Canzo á N-Ítalíu 28. maí síðastliðinn. Foreldrar Jón- asar eru Áslaug Jónasdóttir, hús- móðir og iðn- verkakona frá Bandagerði, Ak- ureyri, f. 1929 og Þorbjörn Kristinsson frá Skagafirði, f. 1921, d. 2001. Jónas var yngst- ur 5 systkina en systkini hans eru: Auður Jóhannesdóttir, f. 1948, Gunnar Gunnarsson, f. 1953, Aldís Þorbjarnardóttir, f. 1956, Þorbjörg Þorbjarn- ardóttir, f. 1957. Jónas kvæntist ljóðagerð, fyrsta ljóðabók hans, Í jaðri bæjarins, kom út 1989. Bókin Andartak í jörðu var til- nefnd til Menningarverðlauna DV 1993 en Jónas hefur einnig hlotið fyrstu verðlaun í ljóða- samkeppnum á vegum Morg- unblaðsins og Þjóðhátíð- arnefndar. Ljóð hans hafa verið þýdd á erlend tungumál, meðal annars kínversku, frönsku og gelísku. Haustið 2011 kom ljóðabókin Hliðargötur út í enskri þýðingu hjá Háskóla- útgáfunni og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Jónas hafði nýlokið við sína 9. ljóðabók er hann lést, en útgefandi hans var JPV forlag. Jónas verður jarðsunginn mánudaginn 4. júní kl. 11 í kirkjugarði Eupilio, við Segr- inovatn. 7. júní 1997 Hönnu Friðriksdóttur og voru þau barnlaus. Að loknu stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1980 lagði hann stund á tónlistarnám við Nýja tónlistarskól- ann og lauk þaðan 6. stigi í klassískum gítarleik 1983. Hann lauk einnig BS-prófi í sjúkraþjálfun frá Há- skóla Íslands 1985 og lagði stund á heimspeki við sama skóla á árunum 1988-1990. Hann hefur unnið sem sjúkra- þjálfari, blaðamaður, land- vörður og þjónn, en einkum fengist við ritstörf frá 1989. Jónas hefur einbeitt sér að Jónas Þorbjarnarson hefur kvatt þennan heim, langt um ald- ur fram. Hann varð bráðkvaddur er hann var við daglega sundiðk- un í undurfögru umhverfi í vatn- inu sínu á Norður-Ítalíu. Þar höfðu þau Hanna Friðriksdóttir, systurdóttir mín, búið síðustu ár- in í faðmi fjalla og góðra vina. Iðkuðu listina. Hanna með söng og matargerð, Jónas orti og ræktaði líkama og sál. Hann var ekki maður mikilla samskipta eða margra orða; en hafði góða nær- veru og lagði gott til. Jónasi var margt til lista lagt og ljóðlistin var honum í blóð bor- in. Í skáldskapnum kom fram dulinn en samt opinn persónu- leiki sem kunni að meta það sem lífið bauð. Og þótt hann dveldi langdvölum fjarri heimalandinu, var það gjarnan meginviðfangs- efnið: Tjaldað á Langanesi Langt nes sem slöngvaði fólki langt út eftir fugli fiski lífinu og lengra, hér sér ekki sálu bara tóftir: hin hliðin á góðu dögunum nú rís hér tjaldið mitt ekki er það lífvænleg byggð tjaldið mitt, hásumarbirtan Fyrir hönd fjölskyldunnar þakka ég samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Við sendum Hönnu, Áslaugu og öðrum að- standendum samúðarkveðjur. Hjalti Jón Sveinsson. Jónas Þorbjarnarson Amma Didda var mín besta vinkona og stoð mín og stytta í lífinu. Þegar ég var sjö ára flutt- um við mamma til ömmu og afa í Ásgarð 5 í Garðabæ og þar átti ég eftir að eiga góða tíma. Alveg frá því að ég var lítil stelpa var ég mjög náin henni ömmu og gerðum við svo mikið saman og alltaf gat ég sagt henni allt. Ynd- islegar minningar á ég þegar við sátum inni í stofu að kvöldi til og sungum og fórum með kvæði. Amma talaði aldrei illa um nokkurn mann og sagði alltaf ef ég var eitthvað að ergja mig á fólki að allir væru einhvern veg- inn og maður ætti að taka þeim eins og þeir væru og enginn væri meiri en annar. Þetta er eitt það besta sem maður getur tamið Kristín Petrína Gunnarsdóttir ✝ Kristín PetrínaGunnarsdóttir fæddist í Kast- hvammi, Laxárdal, Suður-Þingeyj- arsýslu 4. júní 1922. Hún lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi 15. des- ember 2011. Útför Kristínar Petrínu fór fram frá Garðakirkju í Garðabæ 22. desember 2011. sér í lífinu. Um- burðarlyndi var líka eitt af því sem amma kenndi mér. Amma Didda var með skoðanir á öllu en sagði samt alltaf: „Ég ætla nú ekki að skipta mér að því en mér finnst nú samt …“ – svo kom hennar skoðun á hlutunum. Amma gat alltaf séð jákvæðu hliðarnar á öllu og tók öllu því sem lífið bauð upp á af ótrúlegri seiglu og dugnaði. Veikindi lituðu stóran part af lífi ömmu en hún barmaði sér aldrei eða fór í sjálfsvor- kunn. Amma Didda var frábær fyr- irmynd fyrir alla sem kynntust henni. Hún var lífsglöð, um- hyggjusöm og yndisleg mann- eskja í alla staði. Heimili ömmu og afa stóð alltaf öllum opið og var mjög gestkvæmt hjá þeim. Ég er alin upp við það að taka alltaf á móti öllum opnum örm- um og ekki sé málið að búa um fólk í stofunni þegar öll herbergi eru orðin full, þannig var þetta í Ásgarði. Amma og afi voru mjög vinamörg og áttu vini á öllum aldri. Ófáar eru flíkurnar sem hún saumaði á mig alveg fram á full- orðinsár og þó svo að henni litist ekki alltaf á það efni sem ég kom með náði hún að gera eitthvað fallegt fyrir mig úr því. Ömmu fannst gaman að spjalla yfir kaffibolla um lífið og tilveruna og fylgdist hún með öllu sem var að gerast allt þar til hún lést. Hún var inni í öllum málum og vissi allt sem allir voru að sýsla í fjölskyldunni. Ég mun alltaf búa að þeim árum sem ég átti heima hjá ömmu og afa. Þau kenndu mér svo margt um lífið og hvern- ig maður getur tekist á við allt með jákvæðni að leiðarljósi. Elsku amma mín, mér finnst enn svo erfitt að þú sért ekki lengur hér hjá okkur og sakna þín svo sárt en ég veit að þú ert búin að sameinast á ný Bjarna þínum og systkinum og við mun- um hugsa vel um hann afa fyrir þig. Mér finnst skrýtið að vera ekki á leið til þín með afmæl- isgjöf eins og ég gerði alltaf á þessum degi. Það er erfitt að koma orðum að því hversu þakk- lát ég er þér fyrir allt sem þú varst mér og gerðir fyrir mig. Í dag hefði hún amma Didda átt níræðisafmæli en 15. desem- ber síðastliðinn kvaddi amma þennan heim og var hún umvafin ástvinum sínum og fjölskyldu þegar hún fór en það var í henn- ar anda að hafa mikið af fólki í kringum sig. Elsku amma mín, minningu þína mun ég ávallt geyma í hjarta mér. Þín Kristín Dögg. ✝ Skúli Skúlasonfæddist 23. júlí 1924 í Reykjavík. Hann lést hinn 22. maí 2012 í Seljahlíð. Foreldrar hans voru Skúli Ein- arsson vélstjóri, f. 15. febrúar 1881 í Mykjunesi, Hol- tahr., Rang., d. 27. febrúar 1928 og Ingibjörg Stef- ánsdóttir húsmóðir, f. 16. janúar 1887 í Hraunkoti, Landbroti V- Skaft., d. 16. apríl 1962. Systkini: Stefán Skúlason (1909-1959), Gróa Ágústa Skúla- dóttir (1911-1983), Ólafur Skúla- son (1915-1997), Einar V. Skúla- son (1916-1988), Vilborg K. Skúladóttir (1918-2008 ), Ágústa Ingibjörg Skúladóttir (1922- 2007) og Þórhallur Ellert Skúla- son (1927-1983). Eftirlifandi eiginkona Hans- ína Sigurjónsdóttir, f. 23. febr- úar 1931. Þau giftu sig 1. októ- ber 1949. Foreldrar hennar: Sigurjón Pálsson, f. 1887, d. 1968 og Áslaug Guðmundsdóttir, f. 1901, d. 1961. Börn: 1) Hafsteinn Skúlason læknir, f. 1947. Maki Brynja Rannveig Guðmunds- dóttir lífeindafræðingur, f. 1947. Börn: a) Jens Páll verkfræð- ingur, f. 1969, maki Hrefna Guð- mundsdóttir stjórnmálafræð- ingur, f. 1964. Börn þeirra: Sólbjört nemi, f. 1987, dóttir hennar Emilía Ósk, f. 2010, Sig- ríður Brynja nemi, f. 1992, Hulda María nemi, f. 1994 og Ástrós nemi, f. 1996. b) Áslaug Sigríður verkfræðingur, f. 1971, maki Sindri Bæring Halldórsson húsasmíðameistari, f. 1972. Börn þeirra: Brynja Bærings, f. 2000, Kolbeinn Tumi, f. 2002, Halldór Skúli, f. 2004 og Þorgerður Hekla, f. 2006. c) Hallgrímur Skúli verkfræðingur, f. 1973, maki Hrafnhildur Sigurð- ardóttir forvörður, f. 1975. Börn þeirra: Elsa Rán, f. 2007 og Sigursteinn Nói, f. 2009. d) Guð- mundur verkfræð- ingur, f. 1975, maki Edda Hafsteins- dóttir lyfjafræð- ingur, f. 1974. Börn þeirra: Lilja Ýr, f. 1998, Elísabet Tara, f. 2003 og Emma Kara, f. 2010. 2) Áslaug Ingibjörg Skúladóttir ritari, f. 1953. Maki Gunnsteinn Guð- mundsson raftæknir, f. 1949. Börn: a) Hanna Sigríður lög- fræðingur, f. 1971, maki Ólafur Örn Svansson lögmaður, f. 1972. Börn þeirra: Ása Rún, f. 2006, Embla Rut, f. 2008 og Tómas Orri, f. 2010. b) Skúli Þór lög- fræðingur, f. 1978, maki Eyþóra Hjartardóttir lögfræðingur, f. 1980. Börn þeirra: Hjörtur Þór, f. 2010 og Elísabet Erna, f. 2011. Skúli ólst upp í Vesturbænum við Vesturgötuna þar sem hann bjó allt til ársins 1964 er hann fluttist vestur á Seltjarnarnes. Hann gekk í Miðbæjarskólann og stundaði sjómennsku en síðan lá leið hans í bifvélavirkjanám hjá Agli Vilhjálmssyni 1943-1947 og varð hann meistari í því fagi í júní 1951, auk þess sem hann sótti ýmis námskeið til þess að viðhalda þekkingu og fylgjast með framförum í faginu. Fljót- lega eftir nám starfaði hann á bifreiðaverkstæði Sambandsins en lengst af var hann sjálfstætt starfandi og rak sitt eigið verk- stæði að Hringbraut 119. Starf- aði hann mikið fyrir Sambandið, bæði við lyftara og bíla í þess eigu. Lauk hann starfsævi sinni með verkstæði í húsnæði við Kirkjusand í Laugarnesinu, eftir að Hringbraut 119 var breytt í íbúðarhúsnæði. Útför Skúla fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag, 4. júní 2012, kl. 13. Við lát tengdaföður míns er fallinn frá einn af þessum mönn- um, sem gefa lífinu lit. Ég kynntist Skúla fyrir 44 árum, þegar ég fór að eltast við dótt- urina og venja komur mína á Miðbrautina, en þar var mér vel tekið frá fyrsta degi. Skúli missti föður sinn í sjóslysi þegar Jón forseti fórst við Stafnnes árið 1928, aðeins fjögurra ára gamall. Við það versnuðu kjör fjölskyld- unnar, sem mótaði ungan dreng. Alla tíð síðan var matur lífs- spursmál í hans augum. Í geymslunni á Miðbrautinni var frystikistan alltaf full af kjöti og fiski. Ef borð kom á var náð í Skúli Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.