Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012 VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is S ýning á verkum Eiríks Smith stendur nú yfir í Hafnarborg undir yfir- skriftinni Síðasta ab- straktsjónin. Á sýning- unni eru abstraktmálverk frá árunum 1964-1968. Sýningin er þriðja í röð sýninga sem Hafn- arborg heldur og kynna ólík tíma- bil á löngum ferli Eiríks Smith. Flest verkanna á sýningunni eru úr safneign Hafnarborgar en safn- ið varðveitir fjölda verka sem Ei- ríkur færði því að gjöf árið 1990. Þar er að finna málverk, vatns- litamyndir og teikningar sem spanna allan feril listamannsins. Eiríkur Smith er orðinn 86 ára. Hann getur ekki lengur málað en hann fékk blóðtappa fyrir rúmum þremur árum. Þegar hann er spurður hvort það sé ekki erfitt fyrir listmálara að geta ekki leng- ur málað svarar hann: „Maður verður að kunna að bera það.“ Snemma tók að bera á myndlist- arhæfileikum Eiríks. „Í barna- skóla vorum við þrjátíu grisling- ar í bekk og einn daginn sagði teiknikennarinn við okkur: „Nú eigið þið að teikna barnaskólann ykkar.“ Allir hófust handa en eftir nokkra stund vissi ég ekki fyrr en krakkaskarinn var kom- inn í kringum borðið mitt. Þá hugsaði ég með mér að kannski gæti ég eitthvað í teikningu. Seinna á skólagöngunni var svo stillt upp myndum eftir mig á vegg í skólastofunni. Ég man að ég kom mér undan að mæta í leikfimi og söng, en þetta voru ekki próffög á þeim tíma. Ég mætti einu sinni í tíma hjá Frið- riki Bjarnasyni tónskáldi sem kenndi söng. Hann varð var við áhugaleysi mitt og sagði: „Ei- ríkur minn, farðu bara upp að töflu og teiknaðu meðan við hin erum að syngja.“ Hann vissi al- veg hvert hugur minn leitaði.“ Alltaf verið vel tekið Veistu hvað þú hefur málað margar myndir um ævina? „Nei, Guð minn almáttugur, ef ég vissi það þá væri ég eitt- hvað skrýtinn.“ Ferill þinn hefur verið afar farsæll. „Mér hefur alltaf verið vel tekið. Þegar ég var búinn með myndlist- arnámið þorði ég ekki annað en að læra prentmyndasmíði, fag sem ekki er til lengur. Það var ekkert sjálfgefið að geta lifað af listinni. Ég náði fljótlega góðum tökum á starfinu og vann nokkuð lengi í því fagi en fór svo að vinna á aug- lýsingastofu sem Helga Svein- björnsdóttir rak. Eitt árið sýndi ég verk mín í Norræna húsinu og myndirnar seldust allar. Þá sagði Helga: „Jæja, nú geturðu sagt upp hjá mér,“ og ég gerði það. Eftir það lifði ég á myndlistinni.“ Hvernig myndirðu lýsa myndum þínum? „Ég hef alltaf verið nokkuð upp- tekinn af landslagi en ég vann aldrei eins og hreintrúarmaður í einni stefnu heldur vann til skiptis á nokkuð löngum tíma abstrakt og Hef aldrei unnið eins og hrein  Verk eftir Eirík Smith eru sýnd í Hafnarborg  Abstraktmálverk frá árunum 1964-1968  Afar kraftmikið tímabil á ferli Eiríks, segir sýningarstjórinn  Unnið að skrásetningu á verkum Eiríks Eiríkur Smith hefur gefið Hafnarborg mikinn fjölda mynda. Ég átti mikið af myndum og vissi að þegar þær væru komnar í h Úrval fríuppskrifta er á vef okkar istex.is Hlý og falleg í skólann Veglega umfjöllun má finna um tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í fjórða tölublaði norska bygging- arlistartímaritsins Arkitektur N og prýðir ljósmynd af húsinu for- síðu þess. Í blaðinu er fjallað um hönnun Hörpu og umhverfis og hugmyndir þeirra sem að henni komu, þ.e. arkitektastofanna Henning Larsen, Batterísins, landslagsarkitektastofunnar Landslag og listamannsins Ólafs Elíassonar, með ljósmyndum og skýringarmyndum og spannar um- fjöllunin 20 bls. Í tímaritinu er einnig fjallað ítarlega um nýtt leik- og tónlistarhús í Kristiansand í Noregi, Kilden, sem stendur við höfnina líkt og Harpa. Húsið hönn- uðu arkitektastofurnar ALA Architects og SMS Arkitekter AS. Morgunblaðið/Júlíus Glæsilegt Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa hlýtur verðskuldaða athygli. Harpa til umfjöllunar í Arkitektur N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.