Morgunblaðið - 04.06.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fatahönnuðurinn Ingvar Helgason hannar föt fyrir forvitnar og ferðaglaðar konur sem lifa lífinu.
kúrsa í sniðagerð, saumaskap, hönn-
un og fögum sem gætu nýst mér í
starfinu. Svo hef ég öðlast mikla
starfsreynslu í gegnum árin og lært
þannig inn á starfið,“ segir Ingvar
sem er nú búsettur í London þar sem
Ostwald Helgason er með stúdíó.
Leiðir hans og Susanne lágu
saman er þau störfuðu saman hjá
hönnuðinum Marjan Pejoski en sá
hannaði meðal annars hinn fræga
svanakjól Bjarkar sem hún klæddist
svo eftirminnilega á rauða dreglinum
á Óskarsverðlaunahátíðinni árið
2001. „Það fór strax mjög vel á með
okkur Susanne og við skildum hvort
annað mjög vel,“ segir Ingvar um
fyrstu kynni þeirra Susanne.
Dramatískt ferli
Ingvar segir samstarf hans og
Susanne yfirleitt ganga vel en stund-
um rekist ólík sjónarmið hans og
Susanne á í hönnunarferlinu.
„Við höfum svipaða hugsjón en
komum úr tveimur ólíkum áttum.
Þetta er alltaf mikið drama, hún vill
eitt og ég annað. Stundum eru mikil
slagsmál og deilur í ferlinu. Ég vil
hafa þetta svona og svona en hún hin-
segin en einhvern veginn endar þetta
alltaf með því að útkoman verður eins
og best verður á kosið,“ segir hann,
ánægður með samstarfið. „Hönn-
unarferlið fer yfirleitt fram þannig að
Susanne er meira í tæknilegu deild-
inni en ég,“ segir Ingvar og bendir á
að hún sé menntaður fatahönnuður.
„Við veljum efni saman, svo býr hún
til mynstur og velur litapallettu og
loks vinnum við saman að sniðum og
lúkkinu,“ segir Ingvar um vinnuferl-
ið.
Allt á fullu
Vörur Ostwald Helgason eru nú
þegar seldar í búðunum í Opening
Ceremony sem eru í New York og
Los Angeles og búðinni Browns Fo-
cus í London.
„Frá og með haustinu bætast
svo við búðir eins og Fivestory og
Club 21 í Singapúr og Taílandi,“ segir
Ingvar og bendir á að íslenskar kon-
ur geti nálgast vörurnar í netversl-
unum Opening Ceremony og Browns
Focus.
Í vikunni verður sýnd svokölluð
millilína Ostwald Helgason í New
York. „Við verðum ekki með tísku-
sýningu í þetta skiptið, það bíður
fram á haust fyrir stærri línu,“ út-
skýrir hann.
Nóg er um að vera hjá þeim
Ingvari og Susanne en ásamt því að
vera á leið til New York að sýna milli-
línuna eru þau einnig á fullu í vinnslu
nýrrar línu sem og að fylgja haust- og
vetrarlínunni eftir.
„Núna er línan sem við sýndum
á tískuvikunni í New York í febrúar í
framleiðslu og við erum að vinna í að
koma henni í búðir. Svo erum við á
fullu að vinna í nýju línunni sem verð-
ur tilbúin í haust,“ segir Ingvar,
spenntur fyrir komandi mánuðum.
„Þetta er alltaf
mikið drama, hún
vill eitt og ég
annað.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2012
Brúðubíllinn verður með sýningar að
venju í júní og júlí undir stjórn Helgu
Steffensen og eru þær sniðnar við
hæfi yngstu borgaranna og eru til
skemmtunar og fræðslu.
Brúðubíllinn starfar á vegum SFS
og eru sýningarnar ókeypis og allir
eru velkomnir. Nýja sýningin sem
frumsýnd verður í vikunni kallast
„Allir dansa konga“ og er að venju
samsett úr stuttum þáttum, leik-
ritum, sögum og söngvum, en ætíð er
passað upp á að hafa lög í sýningunni
sem krakkarnir geta tekið undir.
Forsýning verður í Hallargarðinum
við Fríkirkjuveg miðvikudaginn 6. júní
kl. 14:00 og frumsýning í Árbæjar-
safni 7. júní kl. 14:00. Annars eru
sýningarnar klukkan 10:00 og 14:00
yfir sumarið en í fyrrasumar sáu yfir
12.000 börn í Reykjavík sýningar
Brúðubílsins. Dagskrá sumarsins má
nálgast á brudubillinn.is.
Brúðubíllinn fer af stað
Morgunblaðið/Ernir
Gleði Krakkarnir taka virkan þátt.
Allir dansa
konga í sumar
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is
Heyrðu vel í sjónvarpinu
án þess að hækka
hljóðstyrkinn (og talaðu
við sessunaut um leið!)
Komdu í nákvæma greiningu hjá faglærðum heyrnarfræðingi
ReSound heyrnartækin eru með kringóma hljóðvinnslu sem gefa einstaklega skýr hljóð
Talaðu fyrirhafnar-
laust í farsímann
Öðlastu aftur
tilfinningu fyrir því
að taka þátt í lífinu
Faðmaðu ástvin
án þess að
heyrnartækin væli
Heyrðu vel það
sem vinur segir án
þess að þið séuð
augliti til augnlits
Hlustaðu á börn
að leik án þess
að hávaðinn
trufli þig
ára Veglegur kaupauki aðverðmæti 9.950 kr. fylgir öllumseldum Alera heyrnartækjum
Kíktu til okkar kl. 14:00
á morgun og sjáðu
kynningu á nýjustu
heyrnartækjunum.
Léttar veitingar í boði.