Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er vandmetið að spá fyrir um þróun mála í Evrópu næstu misserin enda er þetta samspil efnahagslegra og pólitískra þátta. Ef við göngum út frá slæmri sviðs- mynd og reynum að meta hvaða áhrif hún gæti haft á Ísland eru nokkur atriði sem skipta sköpum,“ segir Arnór Sig- hvatsson, aðstoð- arseðlabanka- stjóri Seðlabanka Íslands. „Skuldir ís- lenskra fjármálafyrirtækja, sem voru endurreist á grunni þeirra gömlu, eru litlar. Það er því hverfandi endur- fjármögnunaráhætta í bankakerfinu. Ef við værum með fullvaxið og þrosk- að bankakerfi værum við í miklu meiri hættu. Það má segja að okkar veikleiki sé okkar styrkleiki í þessu efni. Það sama á við um gjaldeyris- höftin. Það er veikleiki að vera með þau en í aðstæðum sem þessum koma þau í veg fyrir fjármagnsflæði sem gæti haft miklar gengissveiflur í för með sér,“ segir Arnór og bætir því við að áhrif evrukrísunnar aukist með tímanum. Leggja má fram ýmsar spár „Ef kreppuástandið varir út þetta ár eða fram á það næsta breytir það huganlega ekki miklu. Ef kreppan varir lengur gæti það breyst. Það er hægt að draga upp margar sviðs- myndir og í raun er engin leið að meta þessa áhættu þótt margir tali ansi djarft í eina áttina eða aðra. Annað at- riðið er endurfjármögnunaráhætta ríkissjóðs. Það hefur verið lengt í lán- um og ef okkur tekst að selja meira af 30 ára skuldabréfum mun meðallíf- tími bréfa ríkissjóðs lengjast enn frekar. Það er mjög sterk staða. Það verður ekki nógsamlega lögð áhersla á það hversu mikilvægt það er að staða ríkissjóðs sé sterk og að menn haldi fast í markmið um að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Ísland er lítið og op- ið hagkerfi og hagur okkar af því að greiða niður skuldir er mikill. Það tryggir okkur aðgengi að fjármála- mörkuðum. Svo er það hitt að við er- um með stóran gjaldeyrisforða. Hann hefur verið fjárfestur í afar traustum og auðseljanlegum eignum,“ segir Arnór sem telur að lækkun á fisk- verði, líkt og gerðist þegar hráefna- verð lækkaði 2008, myndi „klárlega veikja krónuna“. Langvinn kreppa eykur áhættuna Reuters Samband í kreppu Fáni ESB blaktir við höfuðstöðvarnar í Brussel.  Aðstoðarseðlabankastjóri telur að ef kreppan á evrusvæðinu leysist fljótt verði áhrifin hér óveruleg  Það geti breyst dragist kreppan á langinn  Segir lækkun á fiskverði mundu veikja gengi krónunnar Arnór Sighvatsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjórir fjármálasérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við telja að evrukrísan framlengi gjaldeyrishöftin. Styrmir Guðmundsson, sjóðsstjóri hjá eignastýringar- fyrirtækinu Júpíter, telur óveðursský framundan. „Evrukrísan hefur ekki mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf fyrst um sinn. Það er hins vegar ljóst að ef einhver viðskiptaþjóða okkar fer úr myntsamstarfinu þýðir það í besta falli tímabundna röskun á viðskiptum. Ruðningsáhrif þýddu minni efnahags- umsvif í einhvern tíma og það yrði klárlega eftirspurnarskellur. Augljóst er að viðskiptakjör munu versna um heim allan. Áhættufælni minnkar og hvers kyns fyrirgreiðsla verður lakari en ella í svona kreppu. Sú áhættufælni mun ekki vara í skamman tíma og hún kemur því mjög við þá áætlun sem Seðlabanki Íslands ætlar að framfylgja um afnám gjald- eyrishafta. Umrótið í Evrópu seinkar þeirri áætlun. Að mínu viti gæti evrukrísan þannig haft afdrifaríkar afleið- ingar fyrir áform okkar um að afnema höft. Miðað við þá áætlun sem er í gangi núna verður í fyrsta lagi hægt að afnema höftin einu og hálfu til tveim árum eftir að evru- krísan leysist,“ segir Styrmir og heldur áfram. Reiknar með veikingu krónunnar „Ég held að krónan verði veikari en hún er í dag. Undirliggjandi vöruskiptajöfnuður er ekki nógu sterkur til að við stöndum skil á öllu því útstreymi fjár sem er úr kerfinu og fyrirsjáanlegt er að verði á komandi miss- erum. Því má fullyrða að gengið muni veikjast á næstu árum, hvort sem farið er hægt eða hratt í afnám hafta. Ég tel að ef við komumst út úr núverandi vanda og náum að gera upp þrotabú og greiða erlendum kröfuhöfum á næstu þrem til fjórum árum sé það vel gert og raunar framar mínum björtustu vonum. Þá er ég að tala um að árin 2015-2016 séum við búin að koma málum í það horf að það séu ekki lengur í gildi þessi ströngu höft sem eru í dag. Ef alvara er í áformum um að afnema höftin er ljóst að gengið þarf að veikjast því það flýtir fyrir aðlöguninni. Þá minnkar innflutningur með veikara gengi.“ Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Ís- landsbanka, telur að höftin verði við lýði á næstu árum. „Það er mun erfiðara að afnema gjaldeyrishöftin þegar staða mála erlendis er jafn erfið og raun ber vitni. Menn flýja frá áhættusömum eignum og ég myndi reikna með að íslenskar eignir í þessu umhverfi myndu teljast það, margar að minnsta kosti. Það gerir það að verkum að það eru meiri líkur en minni að krónan gefi eftir. Það eykur verðbólgu, hækkar verðtryggðar skuldir, grefur undan kaupmætti og hefur aðrar neikvæðar afleiðingar. Það er hins vegar erfitt að spá fyrir um gengi krónunnar. Það sem ákvarðar gengið eru miklu frekar stjórnvalds- ákvarðanir um að herða höftin eða að slaka á þeim heldur en efnahagslegir þættir. Hefðbundin tæki til að spá fyrir um gengið virka ekki vel þegar slík höft eru við lýði. Ég tel að það sé talsvert langt í að höftin verði afnum- in. Þá er ég ekki að tala um mánuði heldur ár. Núverandi stefna stjórnvalda er að afnema höftin fyrir lok árs 2013. Það er að mínu viti borin von að það gangi eftir. Ég tel að höftin verði í mörg ár enn í einhverju formi, meðal annars sem hluti af varúðarráðstöfunum gegn fjármálaóstöðug- leika.“ Davíð Stefánsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, telur einnig að höftin séu ekki á útleið. „Ef evrukrísan heldur áfram verður áhættufælni á fjármálamörkuðum meiri og það gerir það vissulega erf- iðara að afnema höftin. Ég tel að sú þróun hefði frekar áhrif til veikingar krónunnar heldur en hitt sem mun aft- ur ýta verðbólgunni upp á við. Þetta má rekja til þess að viðskiptaafgangurinn minnkar og um leið gjaldeyris- innstreymið til landsins. Eins eru minni líkur á að ís- lenskir aðilar nái að endurfjármagna erlend lán í þeim mæli sem þeir þurfa.“ Framlengja höftin Gísli Hauksson, hagfræðingur hjá GAMMA, telur einnig að erfiðleikarnir á evrusvæðinu framlengi höftin. „Fjárfestarnir sem eru lokaðir inni með fé sitt í höft- unum virðast vera sáttir við það. Margir þeirra gera upp í evrum og með því að vera með eignir í íslenskum krónum má segja að þeir taki stöðu gegn evrunni. Þeir virðast sáttir við þá áhættudreifingu sem felst í að vera með eignir hér. Annars hefði maður ætlað að þátttakan í gjaldeyrisuppboðunum væri meiri. Ef til vill eru væn- legir fjárfestingarkostir takmarkaðir í heimaríkjum fjár- festanna. Ef ástandið er skárra hér en erlendis dregur það úr líkum á því að menn fari með eignir úr landinu.“ Evrukreppan festir gjaldeyrishöftin í sessi  Fjármálasérfræðingar spá veiku gengi og verðbólgu Ingólfur Bender Styrmir Guðmundsson Davíð Stefánsson Gísli Hauksson „Það hefur verið rætt innan utan- ríkismálanefndar að fara þurfi yfir stöðuna í Evrópu og fá mat manna á því hvað er að gerast. Það eru hins vegar ekki komnar neinar tímasetningar á það eða ákvarð- anir verið teknar um hvernig það verður gert. Við erum þá að horfa til næstu mánaða en augljóst er að þetta er mál sem er ekki afgreitt á einum fundi,“ segir Árni Þór Sig- urðsson, formaður nefndarinnar. „Ég skynja að menn eru mjög áhyggjufullir í Evrópu. Jafnvel þótt forvígismenn Evrópusambandsins beri sig vel eru undirliggjandi býsna miklar áhyggjur. Hér heima er það auðvitað þannig að ESB er okkar megin viðskiptamarkaður. Það er því ljóst að efnahagsáföll í sambandinu gætu haft áhrif á íslenskt efnahagslíf. Hins vegar má líka segja að við höfum verið að vinna okkur ágætlega úr þess- ari lægð og að krónan og útflutn- ingur hafi hjálpað okkur og að við erum ekki með allt bankakerfið á herðunum eins og sumar þjóðir.“ – Kann evrukrísan að hafa áhrif á hraða aðildarviðræðna við ESB? „Sjálf vinnan í aðildarferlinu er fyrst og fremst hjá embættis- mönnum í stækkunardeildinni. Það er helst ef mál fara upp á efstu valdaþrep að menn gætu þá verið uppteknir. Það gæti hægt á viðræðunum. Svo koma aðrir þættir til. Það hefur gengið hægar að ljúka undirbúningi fyrir land- búnaðar- og sjávarútvegsmálin en við gerðum ráð fyrir. Ég bind þó vonir við að við verðum búnir að opna lykilkaflana, landbúnaðinn og sjávarútveginn, fyrir áramót, þannig að við verðum búin að sjá umgjörðina og á hvaða forsendum þær viðræður verða,“ segir hann. Gæti hægt á aðildarviðræðum ÁHRIF KRÍSUNNAR Á UMSÓKNARFERLIÐ Árni Þór Sigurðsson veislusalir Tökum á móti litlum og stórum hópum í rómaðar veislur Suðræn stemning þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.