Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012 ✝ Friðrik MikaelHaraldsson fæddist í Reykjavík 24. júlí 1946. Hann varð bráðkvaddur 22. apríl 2012. Frið- rik var sonur hjónanna Ólafíu Veronikku Guðna- dóttur, f. 15. apríl 1914, d. 23. des. 1989, og Haraldar Ámundínussonar, hárskerameistara, f. í Reykjavík 13. júní 1906, d. 8. nóvember 1976. Þau bjuggu á Njálsgötu 11 þar sem Haraldur var með hár- skerastofu. Eftir barnaskóla fór Friðrik í Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi utan skóla vorið 1968. Samhliða námi í Verslunarskólanum lauk hann atvinnuflugmanns- prófi 1967. Hann lauk prófi sem leið- sögumaður 1978 og starfaði mestmegn- is við það. Hann var formaður Félags leiðsögumanna frá 1983-1987. Friðrik hafði umsjón með ferða- og leitarvefj- unum www.nat.is og www.iceland- online.is þar sem hann safnaði saman efni og fróðleik um ferðalög og ferðamannastaði. Friðrik kvæntist eftirlifandi konu sinni, Önnu Fanneyju Birgisdóttur, 20. janúar 1968. Þau eru barnlaus. Útför Friðriks fór fram í Grafarvogskirkju í kyrrþey 30. apríl 2012. Þegar mér barst sú frétt að mágur minn, Friðrik Mikael Har- aldsson leiðsögumaður, hefði orð- ið bráðkvaddur langaði mig til að snúa á tímann og breyta atburða- rásinni. En ég er ekki alvöld. Friðrik var sonur hjónanna Ólafíu Veronikku Guðnadóttur og Haraldar Ámundínussonar. Þau bjuggu á Njálsgötu 11 þar sem Haraldur var með rakarastofu. Friðrik var 15 ára þegar hann og hálfsystir mín Anna Fanney Birgisdóttir, 14 ára, byrja saman á föstu, en þau ólust upp í sama hverfi í miðbæ Reykjavíkur. Frið- rik varð mikill og stór hluti af lífi mínu og fjölskyldunnar. Oft horfði ég aðdáunaraugum á þennan skemmtilega og klára mann og dáðist að því hversu heppin við vorum að hafa hann í fjölskyld- unni. Roger Moore í hlutverki Dýrlingsins í sjónvarpinu árið 1968 var bara peð í samanburði við Friðrik. Síðan hét hann líka Mikael eins og erkiengillinn sem þýddi örugglega eitthvað. Reyndar man ég ekki lífið öðru- vísi en með Friðrik nærri og að sjálfsögðu Önnu systur mína. At- burðir í lífi mínu sem hafa mótað mig eru á einn eða annan hátt tengdir þeim. Friðrik var sá sem leiðbeindi mér í ævintýralegum stigum lífsins og hvatti áfram. Fyrsta fjallgangan mín þegar við fórum saman á toppinn á Esjunni er mér í fersku minni. Óbyggða- ferðin um Sprengisand á Blazern- um og við borðuðum saxbauta og piknikkkartöflur úr dós. Fyrsta útilegan mín í Landmannalaugar. Fyrsta ferðin yfir Krossá í Þórs- mörk á Landrovernum. Fyrstu gönguskórnir mínir úr Skátabúð- inni. Allar rækjusamlokurnar sem við keyptum í Nesti á leiðinni úr og í bæinn. Þegar litið er til baka er margs að minnast. Friðrik var sérlega bóngóður og stóð við hlið mína í blíðu og stríðu. Hann reyndist mér eins og besti faðir og alltaf gat ég leitað til hans ef eitthvað var. Árið 1968 gengu Friðrik og Anna í hjónaband og það sama ár útskrifast hann sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands. Friðrik var ævintýragjarn og naut þess að ferðast um Ísland. Hann lauk leiðsögumannsprófi 1978 og starfaði mestan part sem leiðsögumaður. Hann var aðallega með þýska ferðamenn en sinnti einnig leiðsögn á ensku og dönsku. Anna og Friðrik keyptu hús í Hverafold 48 um 1990 og bjuggu þar. Við fjölskylda mín nutum samvista við Friðrik og það var mikið tilhlökkunarefni fyrir börn mín, Önnu og Hrafnkel, að fá að gista í Hverafoldinni. Hús systur minnar og mágs var börnunum mínum og mér alltaf opið. Í vinnuherbergi Friðriks í Hverafold er mynd af honum. Þar sat hann löngum stundum og hélt úti ferðavefnum www.nat.is. Myndin er tekin í einni af fjöl- mörgum ferðum hans um landið og er undirrituð með þessari kveðju: „Friðrik Weiss alles, kann alles.“ (Veit allt, kann allt.) Önnur eftirmæli þýskrar ferða- konu eru: „Ég hef ferðast víða, og kynnst mörgum fararstjórum, en aldrei hef ég verið með jafngóðan fararstjóra og Friðrik.“ Hann var leiðsögumaður af lífi og sál. Sigrar og góður árangur voru hans einkunnarorð. Hvíl í friði kæri mágur og hjart- ans þakkir fyrir leiðsögnina í líf- inu. Hulda R. Gestsdóttir. Við nágrannar Friðriks síðustu tvo áratugi viljum minnast góðs drengs í örfáum orðum. Friðrik var hvers manns hugljúfi en um leið fylginn sér í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og réttlætis- kennd hans var sterk. Hann var oft að heiman vegna starfa sinna sem leiðsögumaður bæði heima og erlendis en var meira hér heima nú í seinni tíð og var eftirsóttur fagmaður til leiðsagnar um allt land. Hann þekkti landið vel, jafnt sögu þess og náttúrufar. Ber vef- síðan sem hann ritstýrði, nat.is um ferðalög ásamt miklu safni heimilda og fróðleiks, vitni um faglegan metnað hans. Anna og Friðrik hafa reynst þeir bestu nágrannar sem hægt er að hugsa sér og gott að eiga þau að. Þangað gátum við og ekki síst börnin okkar leitað hvenær sem var og alltaf var viðmót Önnu og Friðriks hlýtt. Ósjaldan var það sem Friðrik átti spjall við Möggu Steinu dóttur okkar í bókabílnum sem þá hafði viðkomustað á bíla- stæðum við hlið húss þeirra Önnu, áður en bókasafnið var opnað í varanlegu húsnæði í hverfinu. Þannig varð til vinskapur þeirra sem varaði það sem eftir var og ekki dró það úr að þau reyndust síðar eiga sama áhugmál, að fljúga um loftin blá, og ekki er ósennilegt að áhugamál þeirra hafi víðar skarast þegar hún sérhæfði sig í málum á sviði umhverfisverk- fræði. Sama má segja að hafi verið upp á teningnum að það hafi ekki verið Friðriki á móti skapi er Hildur María okkar hóf nám í jarðfræði sem þannig tengdist ástríðu hans fyrir náttúru lands- ins, en Friðrik hafði einmitt boðað þátttöku sína á Náttúruverndar- þingi sem haldið var helgina eftir andlát hans. Þeim Einari Erni okkar og Friðriki varð einnig vel til vina. Því má með sanni segja að vinskapur fjölskyldu okkar og þeirra Friðriks og Önnu risti dýpra en venjulegra nágranna. Friðrik var stoltur af systkina- börnum Önnu en sum voru oft hjá þeim sem krakkar og voru þeim mjög kær. Það lýsir Friðriki vel þegar hann kom til okkar og sagði að þau Anna væru búin að kaupa kerru og við mættum fá hana lán- aða og eins þegar hann kom og sagði að þau væru búin „að láta helluleggja fyrir hjólhýsið okkar“. Alltaf var skemmtilegt að koma við hjá þeim og sjá fallega heimilið þeirra og alltaf sá maður nýja hluti leynast þar sem maður hafði ekki rekið augun í áður, setjast við eldhúsborðið til að spjalla og oft til að leita ráða eða fá Friðrik til að leysa þýskuverkefni. Við viljum þakka Friðriki fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur og við söknum hans mikið. Við kveðjum góðan nágranna og ekki síður góðan vin og vottum Önnu og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Hvíl í friði kæri Friðrik. Hilmar, Monika og börn. Elsku Friðrik. Þegar ég lít til baka yfir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman situr eft- ir óendanlegt þakklæti og gleði í hjarta mínu. Þú varst alltaf til staðar til að rétta fram hjálpar- hönd, sama hvað á gekk. Þú hafðir alltaf eitthvað til mál- anna að leggja og það var alveg sama hvað það var sem þú sagðir; allir hlustuðu á þig og litu upp til þín. Þú varst líka með svo skemmtilegan húmor og alltaf að grínast í okkur krökkunum og við höfðum aldeilis gaman af. Eftir seinasta páskamatarboð töluðum við Kristrún Vala um að ná þér, Bill og Benna saman bráð- lega aftur og taka upp samræð- urnar ykkar, sem gátu orðið af- skaplega skrautlegar og fyndnar. Það verður þó ekki, en við geym- um minningarnar þess í stað í hjörtum okkar. Þakka þér kærlega fyrir allar góðu stundirnar, viskuna og grín- ið og fyrir að vera til og veita okk- ur hinum sem eftir stöndum það tækifæri að hafa fengið að kynn- ast þér. Anna Hera Oddsdóttir. Friðrik Mikael Haraldsson HINSTA KVEÐJA Nú er lífsins leiðir skilja, lokið þinni göngu á jörð. Flyt ég þér af hljóðu hjarta, hinstu kveðju og þakkargjörð. Gegnum árin okkar björtu, átti ég þig í gleði og þraut. Umhyggju sem aldrei gleymist, ávallt lést mér falla í skaut. (Höf. ók.) Margrét Steinunn Hilmarsdóttir. Elsku afi Ken, þakka þér fyr- ir allar heimsóknirnar til okkar i Noregi. Okkur fannst alltaf gaman að hafa þig og ömmu Sillu hjá okkur og sérstaklega ánægjulegt að þið gátuð komið á jólum í mörg ár í röð. Við mun- um alltaf minnast þess með gleði þegar þú og pabbi stóðu hlið um hlið í eldhúsinu og elduðu ýmsa indverska rétti sem okkur fannst svo mikið gómsæti og all- ir nutu svo saman í bústaðnum í Hemesdal langt upp í fjöllunum i Noregi. Við þökkum þér fyrir að þú komst ár eftir ár á kald- asta timanum þrátt fyrir að þér hafi fundist heitari staðir aðeins þægilegri. Þú gerðir þessa tíma með okkur alveg sérstaka. Við hugsum til þín með kærleika í dag og það er ekkert nýtt. Við hugsuðum til þín í gær og tíðum þar á undan. Við hugsum til þín í hljóði og mælum oft þitt nafn. Nú eigum við aðeins minningar og mynd í ramma. Guð er hjá þér núna og þú í hjörtum okkar. Hvil i friði. Þín, Anita, Alexander og Daniel Ervinsbörn. Sagan byrjar þannig. Ung ís- lensk stúlka, Silla, fer til Lond- on til að læra og vinna. Þar hitt- ir hún prinsinn sinn hann Ken. Þau giftast og flytja til Íslands. Þá var vandamál að fá hús- Ken C. Amin ✝ Kantilal Chun-ibhai Nar- anbhai Amin, alltaf kallaður Ken, fæddist í Nairobi í Kenía 27. mars 1939. Hann lést á heimili sínu 15. maí 2012. Ken var jarð- sunginn frá Foss- vogskirkju 30. maí 2012. næði. Katrín systir Sillu hefur samband við mig því mig vantaði hjálp með börnin mín þegar ég var úti að vinna. Úr varð að ungu hjónin fluttu til mín. Ken fékk fljótlega vinnu en Silla var heima og allt gekk vel. Þau áttu von á sínu fyrsta barni og Aron fæddist um páskaleytið. Þarna myndaðist vinátta við fjölskylduna sem hefur enst hátt í hálfa öld. Ken gekk vel að verða góður og gegn Íslendingur með stóra fjölskyldu. Því börnin urðu fimm, öll yndisleg. Nú hefur vinur okkar kvatt okkur í bili. Hittumst heil í næsta lífi. Elsku Silla og fjölskylda. Okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Björg Ísaksdóttir og fjölskylda. Ég held ég trúi því ekki enn að þú sért farinn elsku afi minn, en það sem ég á frá þér er svo ótrú- lega mikið. Endalaust af ómet- anlegum minningum. Ég minnist þess þegar ég var lítil stelpa og var svo oft í pössun hjá ykkur ömmu í Vallargerðinu og við sett- um upp fuglahúsið saman í garð- inum, lékum okkur inni í Árna- garði og borðuðum gult afapopp sem þú bjóst svo oft til handa okkur. Ég minnist þess þegar þú sast í gráa sófanum að lesa Times- blaðið þitt og ég sat við hliðina á þér með teningana sem þú geymdir í silfurboxinu þínu á sófaborðinu. Þú varst svo góður vinur minn elsku afi, þó svo að þú hafir svo sannarlega kunnað að tuða í mér, tuðaðir ef ég var með ljótt og flagnað naglalakk, gat á nýju gallabuxunum mínum eða kom heim úr sundi með blautt hárið. En í dag fellur allt tuðið alveg í skuggann af öllum endalausu og ómetanlegu minningunum sem ég á um okkur saman. Ég gleymi því seint þegar ég var í pössun og við vorum tvö saman, alveg örugglega að horfa á strumpana, og ég spyr þig hvort þú eigir ekki nammi. Þú svarar því að sjálfsögðu játandi, ferð inn í eldhús og kemur til baka með skál með nokkrum chilibit- um og mjólkurglas! Á þessu reyndi ég að japla, en það end- aði þannig að ég drakk mjólkina og þú kláraðir úr skálinni með bestu lyst. Ég hef áttað mig á því núna hversu dýrmætur tíminn er sem við höfum og hversu mikilvægt það er að nota þennan tíma með fólkinu sem maður elskar. Ég mun aldrei hætta að sakna þín elsku afi og ég mun alltaf vera litla búbbulínan þín. Rakel Ósk Orradóttir (Búbba). Elskulegur mágur minn hefur kvatt þennan heim. Þó að Ken hafi ekki alltaf gengið heill til skógar held ég að enginn hafi verið því viðbúinn að hann skyldi fara svona fljótt. Ég sagði elskulegur, vegna þess að hann var alltaf svo alúðlegur við alla og vildi allt fyrir alla gera. Já, elskan mín var viðkvæðið. Það var ekki hægt annað en að líka vel við hann. Áður fyrr rifumst við samt yfir einhverjum smá- munum, sem enginn man lengur hvað var, en við vorum samt alltaf góðir vinir. Ég kynntist Ken og Sillu, konunni hans, stuttu eftir að ég kynntist manninum mínum. Hann hafði komið hingað til lands að heimsækja þau, sem tóku honum opnum örmum og dvaldi hann hjá þeim í rúmt ár. Þá var dóttir þeirra Anita ný- fædd og eldri synirnir Aron og Ervin eins og tveggja ára, svo í mörg horn var að líta. Seinna bættust svo tvíburarnir Örn og Orri við og þá varð að ráðast í það að kaupa húsnæði. Með útsjónarsemi og vinnu beggja hjónanna tókst það og bjuggu þau sér fallegt heimili á Álfhóls- vegi í Kópavogi. Það var alltaf jafn gaman að koma í heimsókn til þeirra, því allt var í svo góðu skipulagi. Ken var duglegur að hjálpa til við húsverkin og dáðist ég oft að honum fyrir það. Hann var lista- kokkur og eldaði góðan mat og var kjúklingakarrýið hans róm- að. Þau hjónin voru mjög svo gestrisin og einn indverski sendiherrann og kona hans vildu miklu frekar gista hjá þeim en fara á hótel. Ken fæddist og ólst upp í Nai- robi, Kenya. Þar fór hann stund- um á veiðar með vinum sínum í frumskógunum. Hann stundaði nám í Englandi og þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurbjörgu Jónsdóttur. Hann kom hingað skömmu eftir að hann hafði kvænst Sillu og tók fjölskylda hennar honum fagnandi. Þá voru ekki margir útlendingar hér, en ég veit ekki til þess að hann hafi orðið fyrir neinum fordómum vegna litar- háttar eða uppruna, enda hefði hann bara brosað og vingast við fólkið eins og hann gerði æv- inlega. Ég veit ekki betur en að Ken sé fyrsti Indverjinn, sem settist að á Íslandi. Margt hlýtur að hafa komið honum spánskt fyrir sjónir, en hann aðlagaðist lífinu hér og var orðinn mikill Íslend- ingur. Oft fóru þau hjónin upp í Heiðmörk að njóta náttúrunnar þar, auk þess sem þau voru iðu- lega með vinum sínum Jóni og Ínu í sumarbústað uppi í Borg- arfirði. Það streyma fram minningar- brotin um skemmtilegar útileg- ur, þegar börnin okkar voru að alast upp. Þá þurftu þau stund- um að hafa með sér sjö pör af stígvélum, því það var nú ekki alltaf sólskin. Síðustu árin voru þau hjónin dugleg að ferðast saman erlend- is, nú síðast til Sri Lanka. Við hjónin vorum búin að hlakka til að vera með þeim erlendis næsta haust. Gullbrúðkaupið var á næsta leiti. Ken var drengur góður. Hans er sárt saknað. Blessuð sé minn- ing hans. Harpa. Elsku pabbi minn, nú kveð ég þig í hinsta sinn og nú ertu komin á þann stað sem þig hefur lengi dreymt um. Þú varst mikill dugn- aðarforkur og kvartaðir aldrei, sama hvað gekk á, tókst á við lífið með æðruleysi og dugnaði. Stundum þegar ég spurði þig hvort þú værir þreyttur, var svarið iðulega: „Nei þreyttur, eftir hvað ætti það að vera“. Við pabbi áttum margar ánægjulegar stundir saman, hvort sem það var heima hjá mér, í sólskálanum úti á Nesi þar sem hann bjó með Guðfinnu sinni eða þá í sumarbústaðnum, sem var hans líf og yndi. Hann naut sín best þegar hann hafði eitt- hvað fyrir stafni og þá sérstak- lega uppi í bústað við hin ýmsu störf. Fjölskyldan var honum allt enda sagði hann að hún væri sinn mesti auður og það væri fólkið sitt sem skipti mestu máli. Margt lærði ég nú af pabba Hákon Magnús Kristinsson ✝ Hákon MagnúsKristinsson vélvirkjameistari fæddist á Kletti í Gufudalssveit 7. ágúst 1922. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Garðvangi í Garði 19. maí 2012. Útför Hákonar fór fram frá Njarðvík- urkirkju, Innri- Njarðvík, 30. maí 2012. þegar ég var barn en ein setning er mér minnisstæðust. Þegar hann var að biðja mig um að gera eitthvað og ég sagðist ekki geta það, þá sagði hann ávallt: „Bidda mín, þú getur allt sem þú vilt, þú verður bara að vilja það og mundu að aldrei að gefast upp.“ Þessi setning hefur verið mér leiðarljós þegar ég mér finnst allt vonlaust og ég geti ekki gert eittvað. Pabbi gat verið alveg ótrúleg- ur. Eitt sinn þegar hann og Guð- finna voru hjá mér í kaffi, og þau bæði þá komin á níræðisaldurinn, þá fór Mæja dóttir mín að tala um að hana langaði að flytja um helgina í nýju íbúðina sína sem hún hafði nýlega keypt. Þá stóð gamli upp úr stólnum og sagði: „Ég fer heim og sæki kerruna fyrir þig Mæsa mín. Vertu klár með flutninginn þegar ég kem til baka.“ Svona var hann alltaf fljótur til, ekkert að bíða með það sem hægt var að framkvæma strax. Elsku pabbi minn, haltu áfram framkvæmdum á nýjum stað enda veit ég að þér mun ekki falla verk úr hendi. Elsku hjartans pabbi minn, Guð geymi þig á nýjum stað. Þín dóttir, Bryndís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.