Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
✝ Auður Davíðs-ína Pálsdóttir
fæddist á Njáls-
stöðum í Vindhæl-
ishreppi, Austur-
Húnavatnssýslu 14.
janúar 1930. Hún
lést af slysförum
19. maí 2012. For-
eldrar hennar voru
Páll Sigurðsson,
búfræðingur og
bóndi þar, og kona
hans Ingibjörg Sigurðardóttir.
Systkini Auðar eru: Þormóður
Ísfeld, f. 12.4. 1914, d. 18.8.
2007, Þórhallur Aðalsteinn, f.
27.7. 1915, d. 17.6. 1965, Hulda
Sigríður, f. 30.9. 1916, Sigríður
Pálína, f. 26.4. 1919, d. 10.6.
1991, Guðmar
Friðrik, f. 11.9.
1920, d. 16.1. 2008,
Halldóra Nellie, f.
11.5. 1923, Auður
Davíðsína, f. 9.7.
1928, d. 24.12.
1930, og Anna
María, f. 27.11.
1932.
Auður giftist
26.12. 1950 Ágústi
Atla Guðmundsyni
frá Auðsholti í Ölfusi, f. 26.11.
1926. Synir þeirra eru Páll, f.
25.4. 1951, Hörður, f. 2.5. 1956,
Þórhallur, f. 1.8. 1969, og Atli,
f. 2.8. 1969.
Útför Auðar hefur farið
fram í kyrrþey.
Það var fyrir rúmum tuttugu
árum að leiðir okkar Auðar lágu
fyrst saman. Óörugg og feimin
kom ég á heimili hennar í Rauða-
gerði, ástfangin af Þórhalli syni
hennar. Auði var eðlilega ekki
sama um hver næði í soninn.
Spurningum hverra manna og
hvaðan af landinu ég væri ættuð,
reyndi ég að svara eftir bestu
getu en það var ekki fyrr en
nokkru seinna þegar Auður var
að rifja upp ljóðið Móðurást eftir
Jónas og ég mundi nokkrar línur,
að ísinn var brotinn. Með tíman-
um eignaðist ég ekki bara trausta
tengdamóður heldur einnig kæra
og góða vinkonu.
Hún var eldri en flestar mæð-
ur vina minna og í fyrstu þótti
mér hún gamaldags og fannst
hún ríghalda í gamlar venjur og
hefðbundin kynjahlutverk. Í
gegnum tíðina hefur hún þó æv-
inlega komið mér á óvart með nú-
tímalegum viðhorfum og hug-
myndum. Auður var mikil
kvenréttindakona en bara af
þeirri kynslóð sem barðist á öðr-
um forsendum en þær sem síðar
komu.
Auður var bráðgreind kona og
vellesin. Það var því gaman að
ræða við hana bæði um þjóðlegan
fróðleik sem og um nýjustu bæk-
ur, leikrit, þjóðfélagsmál og fólk.
Þær voru ófáar stundirnar sem
við sátum saman yfir kaffibolla og
spjalli og oft enduðum við á
vangaveltum um lífið eftir dauð-
ann og um það hafði Auður ýmsar
hugmyndir og margt að segja.
Hún var mikill mannþekkjari
og var fljót að átta sig á fólki og
líðan þess og lesa í aðstæður
hverju sinni. Það þýddi ekki að
reyna að dylja hana því ef eitt-
hvað bjátaði á fann hún það iðu-
lega á raddblæ í gegnum síma eða
hafði dreymt það eða fundið á sér.
Alltaf var gott að fá Auði í
heimsókn til okkar í Svíþjóð. Fyr-
ir börnin var það mikið ævintýri
enda leyndust alltaf spennandi
gjafir og íslenskt góðgæti í far-
teskinu. Fyrir okkur foreldrana
voru heimsóknirnar ekki síðri því
hún og Ágúst voru ætíð boðin og
búin að hjálpa til með nánast
hvað sem var: þrífa, elda, þvo og
baka. Mikilvægastur var þó tím-
inn sem hún gaf börnunum, lék
við þau, las og sagði sögur,
kenndi vísur og bænir. Þau fluttu
ekki bara gjafir og góðgæti með
sér til Svíþjóðar heldur líka tíma-
leysi og ró sem einkenndi heimili
þeirra á Íslandi og er svo sjald-
gæft í dag.
Síðasta skiptið sem Auður
heimsótti okkur var í júní á síð-
asta ári. Þá var hún viðstödd
doktorsvörn Þórhalls. Hún kom
nokkrum vikum fyrr og aðstoðaði
við allan undirbúning að veisl-
unni. Það var stolt móðir sem sat
meðal áheyrenda og fylgdist með
syni sínum verja ritgerð sína.
Fleiri úr fjölskyldunni komu frá
Íslandi til að fagna þessum
áfanga og það var augljóst hve
Auður naut sín með fjölskylduna í
kringum sig.
Nú hefur Auður kvatt okkur
fyrirvaralaust og við minnumst
hennar með miklum söknuði.
Mestur er missir þinn Ágúst og
biðjum við góðan Guð að styrkja
þig og styðja.
Neisti guðs líknsemdar, ljómandi
skær,
lífinu beztan er unaðinn fær,
móðurást blíðasta, börnunum háð,
blessi þig jafnan og efli þitt ráð
guð, sem að ávöxtinn gefur.
(Jónas Hallgrímsson)
Valgerður Bjarnadóttir.
Auður Davíðsína
Pálsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Auður amma er dáin og
ég mun sakna hennar mik-
ið. Hún var svo góð og blíð.
Hún gaf mér bækur og
sagði mér sögur og kenndi
mér bænir. Hún saumaði
dúkkuföt á Ellu og kenndi
mér að sauma. Hún bakaði
góðar lummur. Vonandi
verður skemmtilegt hjá þér
amma mín þegar þú hittir
alla sem þú þekkir þarna
uppi.
Kristín Ísold, 8 ára.
Hann frændi minn Jógvan
Hansen lést 17. september sl. Var
jarðsettur 8. október. Sumar af
mínum fyrstu minningum eru um
það þegar færeyskir frændur
mínir og vinafólk móður minnar
komu í heimsókn á heimili okkar
að Boðaslóð 5. Þeirra á meðal
voru bræðurnir Hans, afi Eivarar
söngkonu, Jógvan og ég held
Engibert. Móðir mín Valgerður
færeyska og Jógvan eru systra-
börn og fædd í sama rúmi í
Fuglafirði með 6 mánaða millibili.
Hún 1. janúar 1915, en hann 26.
júní 1915.
Þegar ég var 7 ára var mér
boðið á sjó af föður Jógvans, sem
var kallaður Hans Jakke, þegar
ég var gestkomandi hjá frænd-
fólki mínu í Fuglafirði. Við feng-
um þrjár sprækar lúður og ein
skellti þeim gamla endilöngum í
skjöktarann. Ég fékk hlut, greitt
Jógvan Hansen
✝ Jógvan Hansen(Joen Edvard
Jacob Hansen)
fæddist í Fuglafirði
í Færeyjum 26. júní
1915. Hann and-
aðist á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja 17.
september 2011.
Jógvan var jarð-
sunginn frá Landa-
kirkju í Vest-
mannaeyjum 8.
október 2011.
í gjaldeyri. Það
þótti flott í þá daga.
Alla tíð hefur
haldist góður vin-
skapur milli minn-
ar fjölskyldu og
Jógvans. Við unn-
um saman um tíma
í Eyjabergi, en
gosið í austurbæn-
um batt enda á það.
Stöku sinnum átti
maður erindi í Rík-
ið og þá hitti maður Jógvan.
Maður hefði hitt hann oftar ef
maður hefði drukkið meira. Síð-
asta skiptið sem ég heimsótti
Jógvan var hann svo upptekinn
við að horfa á Leiðarljós að hann
hafði varla tíma fyrir mig. Hvað
sem öðru líður þá virtist hann
una sér vel við grúsk: bókband,
lestur, skáldskap og við skjáinn.
Það sem skiptir máli er að vera
sáttur við lífið og tilveruna eins
og það blasir við manni.
Samband Jógans og Esterar
Hjálmarsdóttur Hansen, f. 1922,
d. 2003, hófst er Jógvan kom til
Íslands til fiskveiða. Í landlegum
á Bakkafirði kom fyrir að Jógv-
an og Ester fóru í saklausa
spássitúra. Þessar gönguferðir
urðu lengri og lengri og drógu
nokkurn dilk á eftir sér sem
kunnugt er.
Ég votta fjölskyldu og vensla-
fólki Jógvans samúð mína.
Bjarni Jónasson.
Elsku afi minn. Nú hefur þú
kvatt okkur og það er með mikl-
um söknuði sem ég skrifa þessi
orð. Þú hefur svo sannarlega ver-
ið hluti af lífi mínu frá því ég
fæddist og fylgt mér alla tíð. Ég
var öllum stundum hjá ykkur
ömmu í Selvogsgrunni þegar ég
var lítill drengur og á margar frá-
bærar minningar.
Jón K. Björnsson
✝ Jón KonráðBjörnsson, fv.
kaupmaður í
Reykjavík, fæddist
á Strjúgsstöðum í
Bólstaðarhlíð-
arhreppi, Austur-
Húnavatnssýslu, 3.
desember 1918.
Hann lést á Vífils-
stöðum 24. maí
2012.
Útför Jóns Kon-
ráðs var gerð frá Laugarnes-
kirkju 5. júní 2012.
Á jólum var gott
að heimsækja ykk-
ur og skoða skrýtnu
perurnar á jóla-
trénu. Á sumrin var
líka frábært að
eyða deginum í fal-
lega garðinum þar
sem alltaf var gott
veður. Ég minnist
þess þegar ég gisti
hjá ykkur og átti
kósí kvöld með ykk-
ur ömmu fyrir framan sjónvarpið
þar sem þú varst duglegur við að
„kynna“ sjónvarpsefnið. Einnig
var frábært að fara með ykkur
upp í sumarbústað. Þetta mikla
ævintýrasvæði með stórum og
miklum garði með alls kyns
rjóðrum og spýtukrókódíl sem
þú hafðir málað. Þar var líka
gaman að fara með ykkur ömmu
í berjamó.
Þú talaðir líka oft við mig um
Spánarferðina okkar þegar ég
fór með foreldrum mínum ásamt
þér og ömmu til Costa Brava.
Íbúðirnar okkar voru hlið við hlið
með samliggjandi svölum. Á
morgnana vaknaði ég oft snemma
og foreldrarnir voru enn í fasta-
svefni. Þá fór ég út á svalir og
varst þú þá búinn að koma fyrir
litlum morgunverðarpakka fyrir
afadrenginn; rúnnstykki með
sultu sem ég gat maulað. Þú sagð-
ir mér líka að þú og ég hefðum oft
farið tveir saman í gönguferðir og
spásserað saman um strandgöt-
urnar og fengið okkur grillaðan
kjúkling. Þetta var yndislegur
tími.
Það var alltaf gaman að koma
til ykkar ömmu í matarboð. Þú
varst höfðingi heim að sækja og
„alltaf var nóg til“ eins og þú orð-
aðir það. Það var líka frábært að
kveðja þig í lok kvölds þegar þú
„skallaðir“ höfðinu létt í höfuð við-
komandi þegar þú sagðir bless.
Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig
afi minn. Þú kenndir mér að spila
á spil og við gátum setið lengi við
og spilað saman kasínu. Þú varst
líka svo ótrúlega fróður og vel les-
inn. Ég þreyttist aldrei á því að
hlusta á þig segja frá Íslendinga-
sögunum sem voru í sérstöku
uppáhaldi hjá þér.
Í seinni tíð var alltaf gaman að
koma til þín og spjalla. Umræðu-
efnið var aðeins breytt og nú var
rætt um pólitík, efnahagslífið og
þú sýndir starfi mínu alltaf mik-
inn áhuga. Ég er líka ótrúlega
ánægður með að strákarnir mínir
hafi náð að kynnast þér svona vel
afi minn og höfðu þeir alltaf gam-
an af að koma með mér í heim-
sókn til afa. Nú var leikurinn end-
urtekinn og ég horfði á þig gefa
þeim gotterí og rauðan ópal, alveg
eins og þú gafst mér þegar ég var
ungur strákur. Þú varst svo gjaf-
mildur.
Þú varst húmoristi og þó svo að
þú hafir oft predikað varnaðarorð
við hin ýmsu tækifæri var það um-
hyggjusemi fyrir fólkinu í kring-
um þig sem dreif þig áfram.
Við áttum mjög sérstakt og
sterkt samband þú og ég. Ég mun
alltaf sakna þín elsku afi minn. Ég
elska þig. Guð geymi þig.
Brynjólfur.
Ástkær móðir
mín er fallin frá eftir langa bar-
áttu. Nú fær hún loksins að hitta
pabba sem hún hefur saknað svo
mjög síðan hann lést fyrir tutt-
ugu árum. Hún var alltaf svo
fróðleiksfús, með lifandi huga og
glöggt skyn á umhverfi sitt og
samtíma, alveg fram á síðustu
stund.
Elsku mamma, ég kveð þig
með mikilli sorg, en þakklæti fyr-
ir góðu stundirnar sem við áttum
verður mér alltaf í huga. Eftir þig
liggja svo margar fallegar vísur,
og ég kveð þig með þessari:
Sigríður
Einarsdóttir
✝ Sigríður Ein-arsdóttir fædd-
ist á Gljúfri í Ölfusi
10. maí 1931. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Mörk 16. maí 2012.
Útför Sigríðar
fór fram frá Sel-
fosskirkju 30. maí
2012.
Þú ert drottningin
dýrust rósa
og með lotningu þér vil
ég hrósa
og þinn andi er ungur
og sinni
megi endast –
í eilífðinni.
Guð geymi þig
elsku mamma.
Þinn
Benedikt Þór
(Benni Þór).
Á hverjum jólum og afmælum,
alveg síðan ég man eftir mér, hef-
ur þú sagt að þetta sé nú í síðasta
skipti sem þú verðir viðstödd
svona nokkuð, og einhvern veg-
inn var maður hættur að hlusta á
þetta, maður var eiginlega farinn
að ímynda sér að þú yrðir alltaf
hérna. En svo kom símtalið, þú
varst farin. Ég trúði því ekki þá
og trúi því ekki enn. Það er oft
sem ég tek upp símann og ætla að
heyra í þér en um leið og ég
stimpla inn númerið slær það
mig, þú ert farin og kemur ekki
aftur.
Ég er svo fegin að Hrafnhildur
Guðný hafi náð að hitta þig og að
sjá hversu stolt þú varst af henni,
og þótt hún hafi nú verið frekar
hrædd til að byrja með við súr-
efnisslönguna þína og öll „tækin“
eins og hún kallaði súrefnistank-
inn, þá minntist hún oft á þig og
það var sko ekki hægt að fara til
Reykjavíkur nema kíkja aðeins
til Siggu ömmu. Ég veit ekki al-
veg hvernig ég á að útskýra fyrir
litlu stelpunni minni að þú sért
farin en þú verður í hug okkar og
hjarta að eilífu.
Ég man ekki mikið eftir því
þegar afi lést, enda var ég bara
fimm ára þá, en alltaf varstu
tilbúin að segja mér frá þeim
tíma. Hvernig ég trúði ekki að
hann væri dáinn og hvernig ég
fékk að sofa á hans hlið í rúminu í
þeirri von að hann kæmi heim og
hvernig ég hélt því staðfastlega
fram á morgnana að hann hefði
bara farið svona snemma í vinn-
una. Svona gekk þetta í margar
vikur þangað til ég gafst upp. Ég
tók alltaf eftir væntumþykjunni í
orðum þínum þegar þú sagðir
mér frá þessu og vona að ég hafi
hjálpað þér á þessum tíma, þótt
ég hafi ekki gert mér grein fyrir
því.
Alltaf var gleymméreiin þín
fallegust og alltaf fékk ég að hafa
rétt fyrir mér. Að sjá hversu stolt
þú varst af mér, án þess að ég í
rauninni gerði eitthvað til að
verðskulda það, lifir með mér og
það, ásamt mörgu öðru, eru
minningar sem ég varðveiti
ávallt. Ég skammast mín fyrir að
hafa svona sjaldan hringt eða
komið í heimsókn til þín elsku
amma en eins og svo margir ung-
ir sem eru í námi og að stofna fjöl-
skyldu hafði ég alltaf nóg á minni
könnu og hélt að ég hefði nógan
tíma seinna, þú værir ekki að fara
neitt. Ég hafði rangt fyrir mér.
Þessi litla grein er líklega það
erfiðasta sem ég hef á ævinni gert
en þetta er það minnsta sem ég
get gert til að þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Guð geymi þig elsku Sigga
amma.
Hanna Benediktsdóttir.
Elsku amma Bogga okkar, góð
og yndisleg kona er farin. Gott er
að hugsa til þess á þessum tímum
að amma átti góða og innihalds-
ríka ævi.
Elsku amma, við viljum kveðja
þig með fallegu ljóði.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
Sólborg
Guðmundsdóttir
✝ Sólborg Guð-mundsdóttir
(Bogga) fæddist á
Böðmóðsstöðum í
Laugardal 9.
ágúst 1925. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 16. maí
2012.
Útför Boggu fór
fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði
29. maí 2012.
um hjörtu þau er
heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka,
muna og geyma.
Þú varst amma
yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst
þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur
okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir
elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín barnabörn,
Guðbjörg Sæunn,
Guðný Fanney og
Gunnar Friðrik.
Svanfríður Briana dvaldi
leikskólaárin sín með okkur í
leikskólanum Sólborg. Við
minnumst hennar af hlýhug
og þakklæti fyrir allt sem hún
gaf og kenndi okkur. Hún
naut sín vel í barnahópnum
og tók á móti hverjum degi
með gleði og hugrekki. Kynni
okkar af Svönu, fjölskyldu
hennar og þeim fjölmörgu
sem tengdust henni kenndu
Svanfríður Briana
Romant
✝ SvanfríðurBriana Rom-
ant fæddist í Tex-
as 6. nóvember
1999. Hún lést á
Barnaspítala
Hringsins 21. maí
2012.
Útför Svan-
fríðar fór fram frá
Grafarvogskirkju
31. maí 2012.
okkur hve gott
samstarf er mik-
ilvægt, gefandi
og lærdómsríkt.
Þegar Svana fór
í grunnskóla
fylgdust við
áfram með henni
og fjölskyldunni í
gegnum Álfrúnu
Emblu systur
hennar.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Við sendum fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks
leikskólans
Sólborgar Reykjavík,
Jónína
Konráðsdóttir,
leikskólastjóri.