Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
Sólskálar
-sælureitur innan seilingar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 28 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Fjarðargata 13-15 ~ 220 Hafnarfjörður ~ Sími 565 5666
fjordur.is
Vinaleg verslunarmiðstöð
Síðustu árin hafa á
þessu landi einkennst af
miklum átökum. Ekki
var nóg með að Íslend-
ingar þyrftu að takast á
við risavaxna efnahags-
lega örðugleika. Leið-
togar þjóðarinnar, sem
báru allir sína ábyrgð á
óförunum, ákváðu að
leggja þyrfti meira á
þjóðina en eitt stykki
bankahrun. Hún þyrfti
endilega að takast á við sig sjálfa líka.
Fólki var hottað ofan í hinar flokks-
pólitísku skotgrafir. Fundin voru ný
deilumál og þeim bætt við þau gömlu.
Hagsmunaöflin vígbjuggust og hafa
tekist á sem aldrei fyrr. Fjölmiðlum er
beitt í þeirra þágu og menn hafa ekki
hikað við að draga dómstóla landsins
með sér niður í leðjuslaginn.
Á það hefur verið bent, að á þessum
örlagatímum hafi þjóðina skort leið-
toga, manneskju, sem sameinaði hana
í baráttunni við óblíð efnahagsöflin. Að
sjálfsögðu hefði slíkur leiðtogi þurft að
njóta trausts þjóðarinnar til að geta
hafið sig yfir þá flokkadrætti sem
löngum hafa einkennt okkar fámenna
klíkusamfélag. Forseti Íslands hefði
getað verið þessi leiðtogi. Ég er þakk-
látur núverandi forseta fyrir margt.
Mörgum fannst kærkomið þegar hann
á sínum tíma tók til varna fyrir Ísland
og talaði máli þjóðarinnar á alþjóða-
vettvangi. Þá hefur hann hlustað á
þjóðina þegar honum bárust áskor-
anir verulegs hluta hennar um að vísa
umdeildum málum í dóm landsmanna.
Hann átti samt erfitt með að sinna því
mikilvæga starfi að leiða þjóðina í
gegnum efnahagserfiðleikana og sam-
eina hana til átaka við þá. Þar háði
honum pólitískur bakgrunnur hans og
þátttaka í því ferli sem til bankahruns-
ins leiddi.
Nú þegar þjóðin velur sér nýjan
þjóðarleiðtoga rísa upp tvær gamlar
valdablokkir stjórnmála og auðvalds
og tefla fram sínum frambjóðendum.
Þjóðin skal rekin ofan í gömlu skot-
grafirnar í þessum kosningum sem
öðrum. Baráttan er kostuð af sömu
öflunum og náðu hér yfirráðum fyrir
Hrun.
Sem betur fer eru valkostirnir þó
fleiri. Þjóðin getur að nýju eignast
leiðtoga sem ekki er
þátttakandi í sand-
kassaleik íslensks
flokksræðis og ekki er
háður auðugum og
valdagráðugum hags-
munahópum. Herdís
Þorgeirsdóttir er sá val-
kostur. Henni er treyst-
andi til að vera sá leið-
togi þjóðarinnar sem
gætir hagsmuna henn-
ar. Herdís er málsvari
mannréttinda, frelsis og
réttarríkis, þeirra
grunngilda sem þjóð-
félag okkar byggist á. Hún er þroskuð
og reynd kona, vel menntuð, bæði í
lífsins skóla og öðrum menntastofn-
unum. Glæsimennska og þokki ein-
kennir framkomu hennar. Það er
hlýja í röddinni en líka snerpa og hug-
rekki. Herdís er fljót að greina aðal-
atriði frá því sem minna máli skiptir.
Og síðast en ekki síst: Herdís kann að
hlusta á fólk og sýna því virðingu. Hún
gerir sér grein fyrir að enda þótt emb-
ætti forseta Íslands sé virðulegt og því
fylgi völd er það fyrst og fremst þjón-
usta við fólkið í landinu, í borg, bæjum
og sveitum.
Þjóðin eignast góðan forseta þegar
starfi hans er sinnt af auðmýkt og
hjartaheitri elsku til lands og þjóðar.
Þjóðin eignast góðan forseta í Herdísi
Þorgeirsdóttur.
Þjóðin eignast forseta
Eftir Svavar Alfreð
Jónsson
Svavar Alfreð
Jónsson
»Herdís er málsvari
mannréttinda, frels-
is og réttarríkis, þeirra
grunngilda sem þjóð-
félag okkar byggist á.
Höfundur er sóknarprestur
í Akureyrarkirkju.
Í Austurglugg-
anum á Reyðarfirði
sem kom út 23. mars
sl. lýstu stuðnings-
menn Axarvegar
áhyggjum sínum yfir
því að öllum
áherslum á uppbygg-
ingu vegarins hefði
verið sópað undir
teppið. Fullyrt var í
júní 2006 í Fram-
kvæmdafréttum sem
Vegagerðin gefur út að yfir sum-
armánuðina hefði meðalumferð á
dag um Axarveg verið 189 bílar
árið 2008. Fyrir vel uppbyggðum
heilsársvegi um Öxi eiga Djúpa-
vogsbúar ekki að treysta þing-
mönnum Norðausturkjördæmis
sem sitja í stjórn Vaðlaheið-
arganga ehf. Óhugsandi er að
Djúpivogur, Fljótsdalshérað og
Egilsstaðir verði á samfelldu at-
vinnusvæði þótt ráðist yrði í fram-
kvæmdir við þennan veg milli
Berufjarðar og Skriðdals. Engin
svör fást frá Vegagerðinni þegar
spurt er hvort búið sé að hanna
þennan uppbyggða veg sem fyrr-
verandi samgönguráðherra, Krist-
ján Lárus, lofaði Djúpavogsbúum
strax að loknum kosningum 2007.
Erfitt er að treysta því að inn-
anríkisráðherra telji sig bundinn
af þessum loforðum vegna deilna
um Norðfjarðargöng sem hann
stendur í við fyrirrennara sinn frá
Siglufirði. Heppilegra hefði verið
að taka fyrirhuguð Norðfjarð-
argöng samhliða nýjum vegi þar
sem nýju kirkjunni var valin stað-
ur.
Fyrir Alþingiskosningarnar
2007 lýsti Halldór Blöndal, fyrr-
verandi samgönguráðherra, því yf-
ir í viðtölum að vilji sinn hefði
staðið til þess að skoðaðir yrðu
möguleikar á tvíbreiðum veggöng-
um milli Eskifjarðar og Norð-
fjarðar þegar mikil umferð flutn-
ingabifreiða úr báðum áttum var
farin að skapa vandræði í Odd-
skarðsgöngunum. Inni í þessari
einbreiðu slysagildru stöðvuðu
stóru ökutækin umferð lögreglu,
slökkviliðs og sjúkrabíla þegar
neyðartilfelli komu upp. Í
Oddskarðinu halla göngin í átt-
ina til Eskifjarðar. Þarna yrði
aldrei komið í veg fyrir dauðaslys
ef flutningabifreið með sprungið
bremsurör á leiðinni frá Norðfirði
fer inn í þessa einbreiðu dauða-
gildru á meira en 30 km hraða.
Inni í göngunum yrðu afleiðing-
arnar skelfilegar ef þessi sami
flutningabíll færi framan á bens-
ínflutningabifreið sem kæmi frá
Eskifirði inn í gangamunnann.
Spurningin er hvort
starfandi læknar við
Fjórðungssjúkrahúsið
í Neskaupstað megi til
þess hugsa ef þeir fá
skelfilegar fréttir af
örlögum barnshafandi
kvenna í sjúkrabílum
sem myndu strax
lokast inni á milli
stóru ökutækjanna
þegar sprenging í
Oddskarðsgöngunum
yrði óumflýjanleg.
Eldsvoðinn í Mont
Blanc veggöngunum sem kostaði
nærri 40 mannslíf árið 1999 ætti
að vera holl áminning um það sem
betur má fara, þar eyðilögðust 34
ökutæki þegar slökkviliðinu gekk
illa að ráða niðurlögum eldsins.
Allir þingmenn Norðaustur-
kjördæmis skulu svara því hvort
þeir telji það sjálfsagt að of mikil
umferð milli Eskifjarðar og Nes-
kaupstaðar skuli bjóða upp á
aukna eldhættu í þessari einbreiðu
dauðagildru á Mið-Austurlandi.
Viðauki við samgönguáætlun sem
samþykkt var á Alþingi 2008 gerði
ráð fyrir því að framkvæmdir við
Norðfjarðargöng hæfust vorið
2009 þótt stuðningsmenn Axarveg-
ar teldu ódýrara að flytja stóra
Fjórðungssjúkrahúsið frá Nes-
kaupstað upp í Egilsstaði. Héðan
af er það óhugsandi þó að þessi
staðsetning verði aldrei við
óbreyttar aðstæður aðgengileg
fyrir Austfirðinga sem búa sunnan
Oddskarðsganganna, á suðurfjörð-
unum, norðan Fagradals og
Hellisheiðar eystri.
Vorið 2009 samþykkti Alþingi að
Norðfjarðargöngum yrði raðað
framar en Dýrafjarðargöngum
þegar íbúar Fjarðabyggðar sem
búa norðan einbreiðu slysagildr-
unnar töldu mjög erfitt og stund-
um vonlaust að komast í vinnu til
Alcoa á Reyðarfirði vegna illviðris
og snjóþyngsla. Þá höfðu bíl-
stjórar lögreglu, slökkviliðs,
sjúkrabíla og flutningabifreiða
áhyggjur af öryggismálum Odd-
skarðsganganna þegar þeir sendu
Vegagerðinni og öllum þingmönn-
um Norðausturkjördæmis skýr
skilaboð um að þessi einbreiða
slysagildra uppfyllti ekki hertar
öryggiskröfur ESB. Flýtum útboði
Norðfjarðarganga eins og for-
sætisráðherra leggur til.
Alþingi samþykkti
Norðfjarðargöng 2009
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
» Flýtum útboði Norð-
fjarðarganga eins og
forsætisráðherra leggur
til.
Höfundur er farandverkamaður.