Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Stundum er allt í lagi að fara eftir
fyrstu tilfinningu þótt yfirleitt sé skyn-
samlegt að tékka hana af til öryggis. Þú vilt
gjarnan komast upp úr hjólfarinu í dag.
20. apríl - 20. maí
Naut Það léttir lífið að hafa gamansemina
alltaf við höndina. Kannski tekst þér að
bjarga einhverjum með því að vera eins og
þú átt að þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Mundu að öllu gamni fylgir nokkur
alvara. Allir hafa gott af einhverjum breyt-
ingum þótt bylting sé ekki á dagskrá. Ekki
taka samt við öllu sem að þér er rétt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú þarft að kveðja fleiri til ef þér á að
takast að ljúka ætlunarverki þínu í tæka tíð.
Varastu að ganga of langt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Skrifaðu lista yfir það sem þú átt eftir
ógert svo þér finnist þú betur skipulagður.
Samskipti eru yfir höfuð eitthvað stirð í dag
og ekkert við því að gera.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú bókstaflega ljómar þessa dagana
og vekur eftirtekt hvar sem þú kemur. Vinir
þínir kynna þig fyrir nýjum möguleikum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Notaðu helgina til þess að komast aftur í
snertingu við vonir þínar og þrár. Góðu frétt-
irnar eru þær að þú veist það sem þú veist,
svo nýttu þér það í dag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú átt skilið umbun fyrir það
starf sem þú hefur innt af hendi. Sýndu öðr-
um þá tillitssemi sem þarf. Mánuðurinn
framundan felur í sér rómantík fyrir ykkur
flest.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér berast til eyrna áhugaverð
leyndarmál í dag. Slakaðu á en þó ekki of
lengi því alltaf koma ný og ný verkefni. Rækt-
aðu gömul vináttusambönd.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Komandi mánuður hentar sér-
staklega vel til að fara fram á lán eða annars
konar aðstoð. Skoðaðu vandlega hvað þú
hefur sjálfur og lærðu að meta það.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það kallar á heilmikið skipulag
þegar margt liggur fyrir bæði í starfi og utan
þess. En það eina sem þú þarft að gera er að
skipuleggja hlutina.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hugsanlega eru breytingar á heimili
eða í fjölskyldu og gætu þær slegið þig eilítið
út af laginu tímabundið. Til greina kemur að
þú takir að sér ráðgjafarhlutverk gagnvart
einhverjum öðrum.
Frétt í Morgunblaðinu í gær umutanferð Einars Arnar Bene-
diktssonar með flugfélaginu WOW
air vakti nokkra athygli, en þar
sagðist hann ekki hafa komið fram
sem fulltrúi Reykjavíkurborgar.
„Ég var þarna sem Einar Örn og
hagaði mér sem slíkur,“ sagði
hann og bætti við að fyrir ferða-
lagið hefði hann tekið niður hin
pólitísku gleraugu og sett upp þau
listrænu. „Ég geri skýran grein-
armun á hver er kjörinn fulltrúi
og hver er Einar Örn. Ég er í
vinnunni frá 9-5 og þegar ég kem
heim þá er ég ekki kjörinn
fulltrúi.“
Hjálmar Freysteinsson tók eftir
þessu:
Það er skálkaskjól og vörn
svo skandall verði umflúinn,
að vera stundum Einar Örn
– ekki borgarfulltrúinn.
Davíð Hjálmar Haraldsson fylg-
ist einnig með þjóðmálunum og
orti að gefnu tilefni:
Á heimsmarkaði hækkar bensínverð
og hagnaðarbros innflytjenda stækka
en kerfið er af flækjufótar gerð
og fæstir kunna á það til að lækka.
Og forsíðufrétt Fréttablaðsins
varð til þess að hann áttaði sig á
því hvers vegna kínverski auðjöf-
urinn Nubo vill flytja til Grímsstaða:
Hann kemur úr austri, þar ársól rís heit
og ofgnótt vex ljúffengra grjóna
og sest að á hölkni í háfjallasveit
því hann er að læra að prjóna.
Kristján Hreinsson veltir vöng-
um:
Trausti er ríkisstjórn rúin,
ráðherrar læðast með veggjum
og moldríka forsetafrúin
er farin að kasta eggjum.
Pétur Stefánsson er kominn í
sumarfrí og ver tímanum vel. Hann
orti á sjötta degi:
Um bæinn ég sprangaði sprækur,
og sparaði notkun á bíl,
keypti mér boli og brækur,
buxur og jakka í stíl.
Ég hætti um fimmleytið flakki
og flýtti mér áleiðis heim,
bjó mér til bollur úr hakki,
og borðaði mikið af þeim.
Þórarinn Eldjárn kastaði fram á
fésbók á dögunum:
Að vera á undan sinni samtíð
er sannkölluð meinsemd.
Að lifa í falskri framtíð
í firringu og einsemd.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af Nubo, borgarfulltrúa
og allt öðrum Einari Erni
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
HVAR ER
KJÚKLINGURINN?
OG KARTÖFLURNAR?
HALTU
ÁFRAM
HVERT
ERTU AÐ
FARA?
ÉG ER AÐ
FARA Á FUND
*ANDVARP*
...OG
MUNDU BARA
AÐ YTRI FEGURÐ
ER EKKI ALLT
ÉG ER EKKI BARA FALLEG AÐ
UTAN, ÉG ER FALLEG ALVEG
INN AÐ BEINI!
HVORT ÉG ER FEGURÐ MÍN
ER MJÖG DJÚP
ERTU AÐ
FARA Í
ÁRAMÓTA-
PARTÝ?
JÁ,
BOLABÍTURINN
LÁRUS, GAMALL
VINUR MINN
ÆTLAR AÐ
HALDA PARTÝ
ÉG VEIT
HINSVEGAR EKKI HVAR
HANN BÝR. HANN
SAGÐI SAMT AÐ HANN
VÆRI MEÐ SKILTI Í
GARÐINUM
EN
VEISTU Í
HVAÐA
HVERFI
HANN BÝR?
HVERFINU
MEÐ SKILTIÐ
Í GARÐINUM
Fjöldinn vill hlusta á músík í moll.Þetta er niðurstaða þýskra og
kanadískra fræðimanna við Freie
Universität í Berlín, sem rannsökuðu
hvernig tónlist slær í gegn. Fræði-
mennirnir tóku fyrir þúsund lög frá
árunum 1965-1969, 1975-1979, 1985-
1989, 1995-1999 og 2005-2009 og
greindu bæði eftir tóntegund og
hraða. Komust þeir að því að á þess-
um tíma hefur fjöldi smella í moll tvö-
faldast. Þá er tilhneigingin sú að hafa
lög lengri og hægari en áður. Þó
segja þeir að listamenn á okkar tím-
um virðist líklegri til að fara yfir allan
skala tilfinninganna en áður fyrr og
nefna þar James Blunt og Rihönnu.
x x x
Þótt lög verði stöðugt raunalegri erekki þar með sagt að við hengj-
um stöðugt haus,“ segir Christian
von Scheve, sem gerði rannsóknina
ásamt E. Glenn Schellenberg. Erfiðir
tímar á borð við Víetnamstríðið eða
11. september hafi ekki orðið til þess
að toppsæti vinsældalistans hafi
fyllst af tónlist fyrir tárakirtlana, en
þó hafi smellirnir orðið lengri og
hægari.
x x x
Hæg lög í moll hljóma alvarlegarog sorglegar en hröð lög í dúr,
sem virka glaðleg og upplífgandi.
Von Scheve og Schellenberg studd-
ust við þessa einföldu sálfræði tón-
listarinnar.
x x x
Hugmyndina að rannsókninnifengu Von Scheve og Schellen-
berg þegar þeir ræddu dægurtónlist
yfir kaffibolla og sá síðarnefndi, sem
hefur fengist við tónlist, velti fyrir sér
hvort tónlist væri orðin tregafyllri en
áður var.
x x x
Rannsóknin fór þannig fram að lög-in voru greind með ýmsum
hætti, þar á meðal hvað mörg slög
væru á mínútu, hljómagangar og
hvort þau væru í dúr eða moll. Á sjö-
unda áratugnum voru 85% laga sem
komust í 40 efstu sæti bandaríska
vinsældalistans í dúr en nú er hlutfall
laga í dúr aðeins 42%. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Orð dagsins: En Jesús sagði við þá:
„Gjaldið keisaranum það, sem keis-
arans er, og Guði það, sem Guðs er.“
Og þá furðaði stórlega á honum.
(Mark. 12, 17.)
AF HVERJU EKKI AÐ FÁ
MEIRA FYRIR MINNA?
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Pípulagnahreinsir
Perfect Jet
Síuhreinsihaus Stuðningssæti
U.V. Áburður
fyrir lok
Glasabakki
Yfirborðshreinsir
fyir skel
FituhreinsirFroðueyðir
Síuhreinsir
3499,-
1249,-
2899,-
2899,-2999,-
3299,-
3499,-
4499,-
1999,-
*Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar
Úrval fylgihluta fyrir heita potta