Morgunblaðið - 07.06.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2012
Meirapróf
Næsta námskeið byrjar 13. júní 2012
Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737
Ragnar Arnalds skrifar stór-merkan pistil, skyldulesn-
ingu, á vef Vinstri vaktarinnar.
Hér er aðeins rúm fyrir kafla úr
niðurlagi hans. Hann rekur fram-
göngu Samfylkingarinnar í ESB-
málinu og hags-
muni hennar af því
að draga það að
lyktir fáist og segir
svo:
En fyrir VG eróhugsandi og
nánast dauðadómur
að sigla inn í kosn-
ingabaráttu komandi vetrar með
ESB-málið í lausu lofti, enda er nú
svo komið að almennir kjósendur
botna hvorki upp né niður í því
fyrir hvað flokkurinn stendur í
þessu máli.
Það sem flokksforystan hafðisér til afsökunar fyrir þremur
árum að heppilegt væri fyrir
landsmenn „að kíkja í pakkann og
sjá hvað í boði er“ var kannski
brúkleg viðbára fyrir einhverja í
skamman tíma.
En sá tími er löngu liðinn. Aðþremur eða fjórum árum
liðnum getur enginn haldið því
fram að hann sé enn „að kíkja í
pakkann“.
Þegar við blasir að þeir semstóðu að umsókninni um ESB-
aðild reyna sjálfir hvað þeir geta
að tefja tímann í góðri samvinnu
við stækkunardeild ESB vegna
þess að þeir vita að málið er stein-
dautt um leið og þjóðaratkvæða-
greiðsla fer fram, þá er það skylda
VG að grípa í taumana og segja
við samstarfsflokkinn: Hingað og
ekki lengra! Nú er nóg komið!
Annað hvort greiðum við atkvæði
um það ekki síðar en í haust hvort
þjóðin vill ganga í ESB – eða við
leggjum málið til hliðar og hreyf-
um ekki við því aftur nema að
undangengnu þjóðaratkvæði.“
Ragnar Arnalds
Nú er nóg komið
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 6.6., kl. 18.00
Reykjavík 9 alskýjað
Bolungarvík 4 alskýjað
Akureyri 6 rigning
Kirkjubæjarkl. 8 skýjað
Vestmannaeyjar 8 skýjað
Nuuk 3 upplýsingar bárust ek
Þórshöfn 8 skýjað
Ósló 16 heiðskírt
Kaupmannahöfn 12 skýjað
Stokkhólmur 17 léttskýjað
Helsinki 11 skúrir
Lúxemborg 16 skúrir
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 15 léttskýjað
London 17 skýjað
París 20 skúrir
Amsterdam 17 léttskýjað
Hamborg 11 skúrir
Berlín 13 skúrir
Vín 20 skýjað
Moskva 22 þrumuveður
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 32 léttskýjað
Barcelona 23 léttskýjað
Mallorca 26 heiðskírt
Róm 23 skýjað
Aþena 25 léttskýjað
Winnipeg 26 léttskýjað
Montreal 18 léttskýjað
New York 18 léttskýjað
Chicago 21 léttskýjað
Orlando 27 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:08 23:47
ÍSAFJÖRÐUR 2:07 24:57
SIGLUFJÖRÐUR 1:45 24:45
DJÚPIVOGUR 2:25 23:28
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Ég er í vinnunni frá 9 til 5 og þegar
ég kem heim þá er ég ekki kjörinn
fulltrúi,“ sagði Einar Örn Bene-
diktsson, kjörinn borgarfulltrúi
Besta flokksins og formaður menn-
ingar- og ferðamálaráðs Reykjavík-
urborgar, í samtali sem birtist í
Morgunblaðinu í gær. Ummælin lét
hann falla eftir að hafa þegið ferð í
boði WOW air.
Reglurnar skýrar
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
fyrrverandi borgarstjóri og oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn er
ekki sammála túlkun Einars á siða-
reglunum og setur spurningarmerki
við skilning hans á þeim.
Í siðareglum fyrir kjörna fulltrúa
borgarinnar segir
að þeir þiggi ekki
gjafir, fríðindi
eða önnur hlunn-
indi frá við-
skiptamönnum
eða þeim, er leita
eftir þjónustu
borgarinnar,
nema um sé að
ræða óverulegar
gjafir.
„Siðareglur borgarinnar, bæði
fyrir borgarfulltrúa og starfsmenn
borgarinnar, eru mjög skýrar hvað
þetta varðar. Þær kveða einfaldlega
á um að slík fríðindi megi ekki
þiggja. Þessar siðareglur höfum við
samþykkt án þess að greina með
nokkrum hætti á milli athafna okkar
sem borgarfulltrúa og einstaklinga.
Sé það skilningur meirihlutans að
við getum sjálf ákveðið með ein-
hverjum hætti hvenær við látum á
reglurnar reyna sem einstaklingar
þá þarf augljóslega að endurskoða
gildandi siðareglur eða þá að ein-
staka borgarfulltrúar verði að segja
sig frá þeim,“ segir borgarfulltrú-
inn.
„Það er alveg ljóst að þegar siða-
reglurnar voru settar hér árið 2009
þá taldi enginn, og það hefur enginn
áður komið fram með þá túlkun, að
þær ættu við um okkur í vinnutím-
anum en ekki þess utan. Það er al-
veg ný túlkun og ég tel hana frá-
leita.“
Ábyrgðin hjá borgarstjóra
Hanna Birna svarar því, spurð út
í eftirmál málsins, að meirihlutinn
og borgarstjóri verði að svara því
hvort viðkomandi túlkun sé almenn
túlkun þeirra á siðareglunum eða
hvort um sé að ræða túlkun eins
borgarfulltrúa. „Borgarstjórinn í
Reykjavík er æðsti embættismaður
borgarinnar og hann á að tryggja að
gildandi reglum sé fylgt og bregðast
við sé það ekki gert. Jón Gnarr get-
ur ekki vikið sér undan þeirri
ábyrgð.“
Það skal tekið fram að þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir náðist hvorki í
formann borgarráðs, Dag B. Egg-
ertsson, né varaformann borgar-
ráðs, Óttar Ólaf Proppé.
Ekki náðist heldur í Jón Gnarr,
borgarstjóra Reykjavíkur, en hann
sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í
gærkvöldi að þetta yrði að „vega og
meta í hverju tilfelli.“ Einar Örn
hefði gefið sínar skýringar á þessu
og Jón sagðist í raun engu hafa við
þær að bæta.
Túlkun á siðareglum fráleit
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn,
segir engan áður hafa haldið því fram að siðareglur ættu bara við milli kl. 9-5
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Fram kemur í
fréttatilynningu
frá Max Dager,
forstjóra Nor-
ræna hússins í
Reykjavík, að
krían sé aftur
farin að verpa í
Vatnsmýrinni
eftir margra ára
hlé.
Dager segir
að Norræna húsið sé að reyna að
endurvekja og skapa „friðland fyrir
fugla í einhverju erilsamasta
borgarumhverfi sem hugsast getur.
Þetta er sannarlega mikil áskorun
hérna upp við hraðbrautina og í ná-
lægð við flugvöll, en það eru fugl-
arnir sem munu kveða upp dóminn
um hvernig til tekst. Nú þegar hef-
ur krían snúið hingað aftur eftir
margra ára hnignun. Á þessu ári
hafa 10-15 pör gert sér hreiður á
svæðinu.“ kjon@mbl.is
Krían verpir aftur í
Vatnsmýrinni
Kría Í Vatnsmýrinni
eftir langt hlé.